Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 4

Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Stórafmælisferð til Marmaris í haust með Kjartani Trausta Sími 585 4000 www.urvalutsyn.is Brottför: 19. sept - 10 okt 2009 99.900kr.* miðað við mann í tvíbýli á Club Aida eða í minni íbúðunum á Forum. Möguleiki á að fá hálft fæði með gistingu. Úrvalsfólk 60+ komið með og fagnið með Kjartani Trausta. Takmarkað sætaframboð, fyrstir koma fyrstir fá! Hafið samband í síma 585-4000 eða kíkið við á skrifstofu Úrvals Útsýnir í Lágmúla 4 og spjallið við Kjartan. VERÐ FRÁ: Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S tjórn Breiðavíkursamtakanna leggur til að bætur til vistmanna á Breiðavík- urheimilinu á árunum 1952-1979 verði engar upp í allt að 16 milljónir króna. Samkvæmt fyrstu frumvarpsdrögum ríkisstjórnarinnar, sem opinberuð voru í fyrra- haust, var gert ráð fyrir að bætur yrðu frá 347.500 krónum upp í 2.085.000 kr. miðað við vísitölu neysluverðs í mars 2008. Í nýjasta útspili for- sætisráðherra er boðið upp á sáttalausn, sem rúmast innan núverandi fjárlagaheimilda, um 800 þúsund krónur að meðaltali á mann, með þeim fyrirvara að fyrrverandi vistmenn í Breiðavík af- sali sér ekki rétti vegna fyrirhugaðrar lagasetn- ingar. Himinn og haf á milli Þegar frumvarpsdrögin voru kynnt fyrir Breiðavíkursamtökunum fyrir tæplega ári höfn- uðu þau nefndum bótahugmyndum en lögðu þess í stað til að greitt yrði fyrir vinnuframlag á vist- unartíma. Meðalvistunartími hafi verið 21 mán- uður og samkvæmt 12 stunda vinnudegi sex daga vikunnar og styttri vinnudegi á sunnudögum ætti ríkið að greiða 10 til 25 milljónir króna til hvers einstaklings. Í fjáraukalögum fyrir árið 2008 var hins vegar gert ráð fyrir 125 milljónum kr. í bætur vegna misgjörða á vistheimilum fyrir börn eða um 800 þúsund kr. að meðaltali á hvert barn í Breiða- vík, en þar voru samtals 158 börn á umræddu tímabili. Þetta er sú upphæð sem stjórnvöld bjóða nú sem sáttalausn og segir í bréfi til samtakanna að „við núverandi aðstæður í efnahagsmálum verður erfiðara en fyrr að afla fjárheimilda til starfrækslu bótanefndar“. Í bréfi forsætisráðuneytisins kemur jafnframt fram að á komandi haustþingi sé stefnt að því að leggja fram frumvarp til laga um sanngirnisbætur vegna misgjörða gagnvart börnum á vistheim- ilum. Annars vegar leggur ráðuneytið til almenn- ar bætur og hins vegar heimild til að hækka bæt- urnar allt að þrefalt. Bárður Ragnar Jónsson, formaður Breiðavík- ursamtakanna, segir að frá því í fyrrahaust hafi verið unnið að því að breyta og bæta nefnd drög. Samtökin hafi alfarið hafnað samanlögðum bótum upp á 125 milljónir og segir Bárður að hann hafi tilkynnt í vetur á fyrsta fundi með fulltrúum nú- verandi valdhafa að upphæðin væri ekki einn tí- undi hluti þeirra bóta sem ættu að renna til Breiðavíkurbarna. Því hafi verið svarað með þeim orðum að peningar væru ekki til fyrir kröfunum. Breiðavík fordæmi „Viðhorf mitt hefur alltaf verið það að það þyrfti að bæta þetta á einhvern hátt og samfélagið getur ekki gert það öðruvísi en að sómi sé að því, sjálfs sín vegna,“ segir Bárður. Hann segir aug- ljóst að yfirvöld vilji lágmarka tjónið, því Breiða- vík verði ákveðið fordæmi fyrir mál sem Breiða- víkurnefndin sé að rannsaka og tengjast Vistheimilinu Kumbaravogi, Heyrnleysingjaskól- anum, stúlknaheimilinu Bjargi, vistheimilinu Reykjahlíð og heimavistarskólanum Jaðri. Fram- lagðar hugmyndir samtakanna taki reyndar mið af þessu og gera megi því skóna að margir vist- menn í Breiðavík færu í efsta bótaflokk. Auk þess hangi fleira á spýtunni vistmönnum til handa. Morgunblaðið/Ómar Sómi samfélagsins  Stjórnvöld til viðræðu um sáttalausn  Stjórn Breiðavíkursamtakanna vill allt að 16 milljónir í bætur á mann og er allt annað en ánægð með útspil forsætisráðuneytisins Ofbeldi Niðurstöður rannsóknar á starfsemi Breiðavíkurheimilisins komu mörgum illilega á óvart og sýndu að þar var heldur betur maðkur í mysunni. Engar fjárhæðir eru tilgreindar í svari forsætisráðuneytisins til stjórnar Breiðavíkursamtakanna vegna erindis þeirra í fyrra mán- uði, en forsætisráðuneytið svar- aði nýjustu tillögum stjórnar Breiðavíkursamtakanna sl. mið- vikudag. Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, segir að í svarinu sé brugðist við tillögum samtakanna og sett fram sýn ráðuneytisins á áframhaldandi vinnu að frumvarpi og breyt- ingum á fyrirliggjandi frumvarps- drögum frá því í fyrra. Lögð sé áhersla á að ná sátt um aðferða- fræðina við að ákveða bætur með þeim útgangspunkti að lög- in nái til allra heimila sem vist- heimilisnefndin komi til með að skoða. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni hafa Breiðavík- ursamtökin lagt til að bótaupp- hæðir miðist við ákveðna tveggja ása flokkaskiptingu. Ráðuneytið tekur undir það að með slíkri flokkun mætti ná vel utan um heimilin og séreinkenni þeirra en erfitt gæti verið að framkvæma hana. Páll Þórhallsson segir að ráðu- neytið vilji einfalda nálgunina miðað við tillögur Breiðavík- ursamtakanna og byggja sem mest á skýrslu vistheim- ilisnefndar og gagna hennar við ákvörðun bóta. Skoðun á of mörgum sjónarmiðum kalli á flókna og nýja rannsókn. Fyrir tæpu ári fór málið í hnút, fyrst og fremst vegna ágreinings stjórnvalda og samtakanna um upphæð bóta. Páll segir að þess vegna telji forsætisráðuneytið heppilegast að ná fyrst saman um aðferðafræðina við að ákveða bætur og fylla síðan inn í eyður varðandi fjárhæðir. Þá þurfi að taka tillit til þess hvað Alþingi sé reiðubúið að leggja mikla fjár- muni í heildarbætur. Í frumvarpi til laga um sann- girnisbætur vegna misgjörða við vistun eða dvöl á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 (lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn) segir meðal annars að bætur skuli ákveðnar á grundvelli mats á stigum, frá fimm til allt að 30 stigum. Fyrir hvert stig verði greiddar 69.500 krónur og skuli fjárhæðin breytast til samræmis við breytingar á vísitölu neyslu- verðs frá mars 2008 til ákvörð- unardags bótagreiðslu. Jafn- framt kemur fram að krafan erfist og að ekki greiðist tekju- skattur af sanngirnisbótunum. Hugsanlega skulda einhverjir fyrrverandi vistmanna opinber gjöld eða önnur gjöld sem þeir hafa ekki getað greitt. Spurður hvort bætur yrðu látnar renna upp í slík gjöld sagði Páll að þetta atriði hafi ekki komið upp en kæmi til þess yrði það tekið fyrir. Ráðuneytið tilgreinir ekki fjárhæðir  Stjórn Breiðavíkursamtakanna leggur til að bætur til fyrrverandi vistmanna í Breiðavík verði mis- munandi háar og gerir tillögu um tveggja ása flokkaskiptingu, þar sem óháð nefnd raðar þolendum í flokka eftir nánar tilgreindum við- miðunum. Í bréfi til forsætisráðherra dag- sett 4. júní sl. er lagt til að matið taki fyrst og fremst mið af beinum ætluðum lögbrotum eða mannrétt- indabrotum og í öðru lagi af ýmsum félagslegum og heilsufarslegum at- riðum. Í fyrrnefnda flokknum verði tekið tillit til líkamlegs ofbeldis af hálfu starfsmanna og/eða eldri vistbarna (ekkert, lítið, nokkurt, mikið, mjög mikið), andlegs ofbeldis af hálfu starfsmanna og/eða eldri vistbarna (ekkert, lítið, nokkurt, mikið, mjög mikið), annars andlegs og líkamlegs álags, vinnuþrælkunar/ólaunaðrar barnavinnu, missi skólagöngu/ menntunarsviptingar, skorts á hvers kyns læknisþjónustu, veikinda og slysa á vistunarstað, ónógra þrifa og ónógs matar, skjóllítils fatnaðar barna gegn vondu veðri og skorts á eftirfylgni/liðveislu eftir vist. Í félagslega flokknum verði meðal annars tekið tillit til lengdar dval- artíma (t.d. undir einu ári, 1-2 ár, 2-3 ár, 3-4 ár, 4-5 ár og svo framvegis), eineltis, einangrunar, ástæðulausr- ar/tilefnislausrar vistunar, órétt- mæts aðskilnaðar við foreldra, sam- bandsleysis/sambandsbanns við foreldra/ættingja, vistar frá mjög ungum aldri, harðneskju – skorts á hlýju, afleiðinga vistunar, ótíma- bærs dauðdaga/langtíma heilsu- brests og sviptingar tómstunda/ barnagamans. Tveggja ása flokkaskipting  Kostnaður vegna rannsókna Breiðavíkurnefndarinnar svokölluðu er kominn í um 58,8 milljónir króna en hún á enn töluvert starf fyrir höndum vegna annarra heimila og gerir ráð fyrir að ljúka störfum ekki síðar en 2011. Lög um skipan nefnd- ar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn tóku gildi 29. mars 2007 og skilaði nefndin af sér „svartri“ skýrslu um starfsemi Breiðavíkurheimilisins í febrúar 2008. 58,8 milljónir Breiðavíkurmálið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.