Morgunblaðið - 12.07.2009, Page 8

Morgunblaðið - 12.07.2009, Page 8
8 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Það er ósköp skiljanlegt að Ós-valdur Knudsen, talsmaður fyrrverandi starfsmanna SPRON, trúi því ekki að ráðamenn ætli að sitja með hendur í skauti og hafast ekki að, á meðan starfsmennirnir fá ekki laun sín greidd á uppsagn- arfresti og sitja þar með ekki við sama borð og aðrir fyrrverandi bankastarfsmenn sem fá sínar launagreiðslur á uppsagnarfresti.     Ósvaldur sagðihér í Morg- unblaðinu í gær að slitastjórn SPRON hefði komið fram af nokkurri hörku og túlkað flest vafaatriði starfs- mönnum í óhag.     En fyrir liggjayfirlýsingar frá Gylfa Magn- ússyni við- skiptaráðherra og Álfheiði Inga- dóttur, formanni viðskiptanefndar, í þá veru að þess- ir fyrrverandi starfsmenn eigi að fá launagreiðslur út uppsagn- arfrestinn eins og aðrir.     Það ættu því að vera hæg heim-antökin hjá ráðherranum og þingmanninum að drífa þá laga- breytingu í gegnum Alþingi, sem þarf til, a.m.k. að mati slitanefnd- arinnar, til þess að hægt sé að greiða starfsmönnunum launin sín.     Raunar er það svo lítið mál, að þaðsætir furðu að ekki skuli þegar hafa verið drifið í slíkri breytingu. Erfitt er að sjá það gerast, að um slíkt smámál, sem jafnframt er mik- ið réttlætismál fyrir viðkomandi starfsmenn, yrði hart tekizt á þingi. Alþingi á að höggva á þennan vandræðalega hnút og gera það fljótt og vel og í þverpólitískri sam- stöðu. Gylfi Magnússon Alþingi höggvi á hnútinn Álfheiður Ingadóttir Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 11 skýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Algarve 19 heiðskírt Bolungarvík 10 léttskýjað Brussel 14 léttskýjað Madríd 21 heiðskírt Akureyri 8 heiðskírt Dublin 13 þoka Barcelona 21 skýjað Egilsstaðir 7 alskýjað Glasgow 9 heiðskírt Mallorca 22 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað London 16 skýjað Róm 17 heiðskírt Nuuk 7 léttskýjað París 15 skýjað Aþena 29 heiðskírt Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 14 léttskýjað Winnipeg 10 léttskýjað Ósló 12 skýjað Hamborg 13 skýjað Montreal 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 15 skýjað Berlín 13 léttskýjað New York 18 heiðskírt Stokkhólmur 16 heiðskírt Vín 16 skýjað Chicago 24 þoka Helsinki 18 heiðskírt Moskva 13 þoka Orlando 22 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR 12. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.18 0,7 9.19 3,4 15.21 0,8 21.34 3,5 3:34 23:34 ÍSAFJÖRÐUR 5.20 0,4 11.06 1,9 17.16 0,6 23.20 2,0 2:55 24:23 SIGLUFJÖRÐUR 1.28 1,2 7.41 0,2 13.59 1,1 19.41 0,4 2:36 24:08 DJÚPIVOGUR 0.25 0,6 6.21 1,9 12.29 0,6 18.39 2,0 2:54 23:13 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á mánudag Fremur hæg norðanátt og dálít- il súld norðan- og austanlands, en líkur síðdegisskúrum á Suð- vesturlandi. Hiti 12 til 17 stig sunnanlands, en annars 7 til 10. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Norðan 5-10 m/s og rigning með köflum norðan- og aust- anlands, en annars úrkomulítið. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suð- vestanlands. Á föstudag og laugardag Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en skúr- ir á stöku stað. Áfram hlýtt sunnanlands, en svalara fyrir norðan. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 3-10 m/s eða haf- gola. Skýjað að mestu SA- og A-lands og þokuloft við strönd- ina, en léttir til í innsveitum þar í dag. Annars víða léttskýjað eða bjartviðri. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast inn til landsins. , , Jæja. Nú hefur verið „pönkast“ á Davíð Oddssyni í tæpa viku, svo leitað sé í hinn „smekklega“ orða- forða Litla ritsóðans á DV, fyrir margt af því sem Davíð sagði í viðtali við mig hér í Mogganum um Icesave-samninginn síðasta sunnudag. Er það ekki merkilegt, hversu margir ætla beinlínis að ganga af göflunum í hvert sinn sem Davíð Oddsson segir eitthvað? Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra taldi að fæst væri svo sem svaravert í orðum Davíðs, en honum var greinilega misboðið að Davíð leyfði sér að hafa skoðanir á málinu, því hann hélt að Davíð væri hættur í pólitík. Er þetta ekki fullmikið af því góða? Á fjármálaráðherra að ráða því hver má tjá sig og hver ekki? Vissulega á Steingrímur mikla og djúpa samúð skilda í þessu skelfilega Icesave-klúðri. Hann er stjórnmálamaður sem aldrei verður sakaður um að bera ábyrgð á tilurð Icesave, en situr uppi með það, að berjast með kjafti og klóm fyrir því að Al- þingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave-lánaskuld- bindingunum og verði samningurinn samþykktur situr fjármálaráðherrann uppi með ábyrgðina á því að hafa komið óskapnaðinum í gegnum þingið. Líkast til liggur pólitískt líf hans við. Það er með ólíkindum hversu einn Steingrímur hef- ur verið í þessu máli. Ekki heyrist múkk frá samstarfs- flokki VG í ríkisstjórn, Sam- fylkingunni. Þau eru bara öll stikkfrí – Jóhanna Sig- urðardóttir, Björgvin G. Sig- urðsson, Össur Skarphéð- insson og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Það er stað- reynd að Icesave varð að skrímsli á vakt Samfylk- ingarinnar og Sjálfstæð- isflokksins. Að vísu eru báðir formenn stjórnarflokk- anna, sem voru, hættir í pólitík, en það breytir Guðfríður Lilja Líklega er Guðfríður Lilja, þing- flokksformaður VG, fremur þreytt á yfirgangi Samfylkingarinnar. engu um það, að Björgvin G. Sigurðsson var bankaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann er bara mállaus um þessar mundir – ekki múkk frá honum um það hvers vegna undirstofnun hans, Fjármálaeftirlitið, steinsvaf á verðinum og skrímslið stækkaði bara og stækkaði á hans vakt, allt á kostnað íslensks almennings. Hvar er Jóhanna? Ekkert heyrist frá henni, annað en að hún vill ólm komast til Brussel þann 27. júlí, með aðildarumsókn í vasanum. Samfylkingarþingmenn vilja fyrir alla muni djöfla aðildarumsókninni að Evrópusambandinu í gegn á methraða, en þeir sjá ekki sóma sinn í því að veita fjármálaráðherranum, sem virðist að nið- urlotum kominn, eins og agnarlítinn stuðning í hinu erfiða Icesave-máli. Þar fyrir utan djöflast þau á þingmönnum VG lon og don eins og þau sé um það bil að verða stórsvikarar. Það var kannski engin furða að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks VG, reyndi örlítið að streða á fundi utanríkismálanefndar á miðvikudagskvöldið, þegar hún hleypti Samfylk- ingunni í þvílíkt tilfinningalegt uppnám, með því einu að óska eftir frekari upplýsingum um kostn- að sem myndi falla á ríkissjóð vegna aðild- arumsóknar. Samfylkingin ætlaði að hrökkva hjörunum og Guðfríður Lilja var sökuð um það að ætla að brjóta gegn stjórnarsáttmála VG og Samfylk- ingar. Getur Samfylkingin krafist þess að VG, yf- irlýstir andstæðingar ESB-aðildar, setji sig í stellingar og beiti sér af krafti í ESB-aðild- arumsókn, á sama tíma og Samfylkingin sefur Þyrnirósarsvefni í gegnum átökin um Icesave? Að undanförnu finnst mér sem undiralda og reiði hafi magnast í samfélaginu og að mörgu leyti er það vel skiljanlegt. En reiðin hefur því miður tekið á sig ýmsar og misljótar myndir. Það er mannskemmandi að lesa í bloggheimum, þar sem mannorðsmorð og svívirðingar í skjóli nafn- leyndar eru daglegt brauð. Einhverjir hafa fengið útrás fyrir lágar hvatir, með því að ráðast að heimilum nafngreindra manna í skjóli nætur og ata hús þeirra málningu. Aðrir hafa boðað að ef samið verði um skuldaniðurfellingu ákveðinna manna, brjótist hér út borgarastyrjöld. Hvernig leyfa menn sér að tala með svo óábyrgum hætti? Þeir eru beinlínis að hvetja til óeirða með slíku óábyrgu tali. Vitanlega á að sækja þá fjármuni sem þjóðin hefur verið rænd. Um það er krafan. En sú sókn verður að fara fram innan ramma laga og reglu, í réttarríki. Aðrir hafa gengið enn lengra í lágkúrunni og ráðist gegn nafngreindum einstaklingi með því að dreifa miðum með grófum ásökunum um kynferð- isbrot. Slíkum miðum hefur verið dreift í miðborg Reykjavíkur. Það hef ég fengið staðfest. Hér er ekki um neitt annað að ræða en mannorðsmorð í skjóli nafnleyndar heigulsins. Viðkomandi ein- staklingar sem ráðist er á, í skugga nætur, eiga fjölskyldur. Þeir eiga líka börn, sem standa ber- skjölduð frammi fyrir rógburði sem þessum og geta í engu varist. Hvað gengur mönnum til, sem haga sér svona? Er það virki- lega svona samfélag sem við viljum á Íslandi? Samfélag þar sem rætnar tungur, Gróur á Leiti, skemmdarvargar, mannorðsmorðingjar og nafnlausir aumingjar taka völdin í sínar hendur, dóms- valdið líka. Ætlum við að líða það að menn séu teknir af lífi án dóms og laga? Ég segi nei. Hvað segir þú lesandi góður? agnes@mbl.is Agnes segir… Viljum við svona samfélag? Björgvin G. SigurðssonÖssur Skarphéðinsson Steingrímur J Fjár- málaráðherra virðist örþreyttur á meðan Samfylkingin sefur Þyrnirósarsvefni í gegnum átökin um Icesave. ER HAFIN GARÐ ÚTSAL AN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.