Morgunblaðið - 12.07.2009, Page 9

Morgunblaðið - 12.07.2009, Page 9
Fréttir 9VIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 HS Veitur hf Brekkustíg 36 260 Reykjanesbæ Sími 4225200 www.hs.is hs@hs.is KÖRFUBÍLL TIL SÖLU – TILBOÐ ÓSKAST HS Veitur hf óska eftir tilboðum í Mercedes Benz körfubíl með Ruthmann körfubúnaði. Bifreiðin er árgerð 1988, ekinn um 140.000 km og selst í núverandi ástandi. Bifreiðin er staðsett í Reykjanesbæ og þeir sem hafa áhuga á að skoða hana geta haft samband við Geir Sigurðsson í síma: 860 5260. Fyrirliggjandi eru nýjar skoðunarskýrslur frá Bílaumboðinu Öskju hf og Vinnueftirlitinu og er unnt að nálgast þær hjá Geir. Tilboð skal senda undirrituðum eigi síðar en þriðjudaginn 28. júlí 2009 kl. 16.00. Tilboð má senda í tölvupósti. HS Veitur hf áskilja sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. HS Veitur hf Guðmundur Björnsson, innkaupastjóri Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ Sími: 422 5200 Netfang: gudmund@hs.is  BARACK Obama Bandaríkjaforseti sagði í kosningabaráttunni að hann myndi binda enda á þann sið að skipa pólitíska vini og velunnara í sendiherrastöður. Samkvæmt Der Spiegel beið Hillary Clinton utanríkisráðherra sinn sársaukafyllsta ósigur í þeim efnum. Hún lagði fram lista með nöfnum reyndra diplómata og sérfræðinga um viðkomandi lönd. Til dæmis átti að senda William Drozdiak, sem af langri reynslu þekkir vel til Þýskalands, til Berlínar. Hún lagði til að Joseph Nye, höfundur kenninga um hið mjúka vald í utanrík- ismálum, færi til Tókýó. Tekið var við listanum, en flestum tillögunum hafnað. Louis Susm- an, fyrrverandi varaforstjóri Citigroup, fer til London. Hann er svo duglegur að safna fé handa Obama að dagblaðið Chicago Tribune kallaði hann ryksuguna. Charles Rivkin, fyrr- verandi yfirmaður brellumyndafyrirtækis, fer til Frakklands og bílasalinn Donald Beyer til Sviss. Phil Murphy, fyrrverandi yfirmaður fjárfestingabankans Goldman Sachs í Evrópu. Tillögur Clinton um nýja sendiherra fengu lítinn hljómgrunn Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is M argir töldu að Barack Obama væri að taka talsverða áhættu þegar hann bauð Hillary Clin- ton embætti utanríkis- ráðherra. Obama og Clinton börðust harkalega um útnefningu demókrata til forsetaframboðs og hvassasta gagnrýni hennar var á skoðanir hans í utanríkismálum. Veltu menn fyrir sér hvort Clinton myndi nota hið mikilvæga og valdamikla embætti til að sækja í sviðsljósið og jafnvel reyna að skáka Obama og í framhaldi hvernig forsetinn myndi fara að því að hafa taumhald á sínum gamla andstæðingi. Raunin hefur hins vegar verið sú að Hillary hefur fremur haldið sig til hlés. Fjölmiðlar fjöll- uðu meira um það þegar hún olnbogabrotnaði, en þeir hafa gert um hin ýmsu embættisverk hennar. En hvernig ber að túlka það hversu lítið ber á Clinton? Hefur Obama tekist að væng- stýfa hana með því að takmarka hlutverk henn- ar og tryggja þannig að hún geti ekki notað ut- anríkisráðuneytið sem stökkpall til frekari metorða? Eða hefur Clinton ákveðið að henni muni farnast best með því að vera fullkomlega samstíga yfirboðara sínum? Í fréttaskýringu í nýjasta tölublaði vikurits- ins Der Spiegel er því haldið fram að iðulega eigi utanríkisráðuneytið engan þátt í að móta utanríkisstefnu stjórnarinnar. Utanríkisráðherra án alvöru verkefna Blaðið tekur sem dæmi að þegar brottflutn- ingur bandarískra hermanna í Írak hófst fyrir rúmri viku var Clinton ekki send á staðinn held- ur Joe Biden varaforseti. Þetta vakti furðu, en í ljós kom að varaforsetinn á að vera háttsettur tengiliður við írösku stjórnina. Þetta er ekki eina dæmið um að Obama snið- gangi utanríkisráðuneytið. Richard Holbrook er sérlegur sendiherra í málefnum Pakistans og Afganistans. George Mitchell á að miðla málum milli Ísraels og Palestínu. Dennis Ross ber ábyrgð á málefnum Persaflóa og Suðvestur- Asíu. Hann er reyndar í utanríkisráðuneytinu, en mun vera á leið í Hvíta húsið. Í tímaritinu er það metið svo að Clinton reyni að ber sig vel. Þegar Obama tali um utanrík- ismál sitji hún í fremstu röð, og klappi hæfilega lengi þar sem við eigi. Sérlega vandræðalegt hafi verið þegar George Stephanopoulos, sem komst til metorða þegar eiginmaður Clinton, Bill, var forseti, fékk hana í sjónvarpsþáttinn sinn og spurði hvert hlutverk hennar væri eiginlega í stjórninni. Hún svaraði að forsetinn hefði beðið sig að huga að fæðuöryggi í heiminum og bætti svo við eftir nokkra umhugsun að hún ætti einnig að ein- beita sér að Haítí. Samkvæmt Spiegel segja vin- ir Clinton að sorglegt sé hvernig komið sé fyrir henni, en andstæðingar að þetta sé allt út- hugsað. Lýkur greininni á orðunum: „Sennilega hafa báðir rétt fyrir sér.“ Í dálkinum Lexington í tímaritinu The Eco- nomist var skömmu fyrir mánaðamót lagt allt annað mat á stöðu Clinton. Þar fær Clinton hrós fyrir frammistöðu sína. Hún hafi hikstalaust framfylgt stefnu Obama jafnvel í þeim málum, sem hún gagnrýndi hann hvað mest fyrir í kosn- ingabaráttunni. Þegar þingmaður úr röðum repúblikana minnti hana á harðlínustefnu henn- ar úr kosningabaráttunni svaraði hún hvössum rómi: „Obama forseti sigraði í kosningunum. Hann vann mig í forkosningum þar sem hann setti fram aðra stefnu.“ Lexington bendir á að Clinton njóti mestra vinsælda af stjórnarliðum og fái meira að segja hrós frá andstæðingum. Repúblikani einn kallaði hana „ofurstjörnu stjórnarinnar“. Eins og kemur fram í dálkinum er nú allt annað andrúmsloft í samskiptum milli forseta- embættisins, utanríkisráðuneytisins og varn- armálaráðuneytisins en þegar George W. Bush og Donald Rumsfeld voru við völd. Clinton hagnist á því að nú sé sem fargi sé létt af ráðu- neytunum. Himnasending fyrir stjórn Obama „Hinn nýuppgötvaði vingjarnlegi stíll Clinton og stjórnunarhæfni hennar eru himnasending fyrir stjórn Obama á tímamótum – og lykil- ástæða fyrir því að landið hefur ekki þurft að ganga í gegnum ein af hinum „erfiðu valdaskipt- um“ sem Steinberg [sem er annar tveggja að- stoðarutanríkisráðherra Clinton] hefur skrifað um bók,“ skrifar Lexington. „Einu vonbrigðin frá sjónarhóli hennar eru að hún skyldi ekki hafa notað sömu hæfileika til að takast á við Obama fyrir ári og hún beitir nú til að þjóna honum. Hefði hún gert það væri Obama ef til vill nú að læra að spila á aðra fiðlu.“ Nú er bara spurningin hvor greiningin á stöðu Clinton er nær raunveruleikanum. Reuters Ofurstjarna eða aukapersóna? Er Clinton lykilpersóna í stjórn Obama eða er bara vopnahlé á milli þeirra? Klappað fyrir Obama Hillary Clin- ton klappaði fyrir Barack Obama í ræðustóli er hann flutti stefnuræðu sína um „nýtt upphaf“ í sam- skiptum Bandaríkjamanna við múslímaheiminn í Kaíró-háskóla. Hér gæti brotist út borgarastyrjöld. Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, um þann möguleika að Kaupþing samþykkti tilboð feðganna. Ég hef alltaf haft fyrirvara á því hvort rétt sé að ganga til viðræðna [um ESB] án skýrs þjóðarvilja, það er ekkert nýtt af minni hálfu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd. Ég er alltaf eins og krakki í dótabúð þegar kemur að því að setja saman hljómsveitirnar fyrir tónleikaferðalögin. Björk gaf í vikunni út safnið Voltaïc, þar sem hún gerir upp tveggja ára ferli í tengslum við plötuna Volta. Skeejby-sjúkrahúsið á einkaleyfið en ég fæ kannski nafnið mitt greypt í hringinn. Önundur Jónasson, nýútskrifaður véltækni- fræðingur, fékk dönsk verkfræðiverðlaun fyrir hönnun á hjartalokuhring. Það er satt að G8 geta ekki ein síns liðs leyst öll þau vandamál heimsins sem þarf að leysa. Á tímum þeirra efnahags- og fjármálaþrenginga sem hófust á síð- asta ári þurfum við á framlagi Indlands, Kína og Brasilíu að halda. Taro Aso, forsætisráðherra Japans, á leið- togafundi G8-ríkjanna á Ítalíu. Ummæli Leiðtogar Aðgerðarsinnar stilltu sér upp í Róm með grímur helstu leiðtoga heims þegar leiðtoga- fundur G-8 ríkjanna var haldin í borginni L’Aquila á Ítalíu. F.v. Silvio Berlusconi, Dmitry Medvedev, Nicolas Sarkozy, Barack Obama, Angela Mer- kel, Gordon Brown, Stephen Har- per og Taro Aso. ’ Þeir sem setja sig inn í málið af alvöru sjá það að þetta er einhver barnaskapur sem nær bara engri átt. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra um af- stöðu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, í Icesave- málinu. Mig langar líka með þessu að segja við þá sem eru atvinnulausir að það er allt hægt og það má ekki gefast upp. Inga Jessen, viðskiptafræðingur, bjó til ferðasíðu eftir að hún missti vinnuna í október. Það væri nú kjánalegt að vera ekki svo- lítið kvíðinn. Jón Gunnar Benjamínsson, er lamaður fyr- ir neðan mitti, en fer yfir hálendið á fjór- hjóli. Draumur æsku minnar hefur nú ræst með samningi mínum við Real Madrid. Cristiano Ronaldo, dýrasti knatt- spyrnumaður heims. En kraftaverkin gerast og með þriðja hjartanu kom kærastan mín, hún Sunn- eva, og svo dóttirin. Hjarta mitt slær í gleðitakti alla daga. Helgi Einar Harðarson, sem tvisvar hefur gengist undir hjartaígræðslu. Við erum bara leitarþolar, ekki sakborn- ingar, eins og staðan er í dag. Þór Sigfússon, formaður Samtaka at- vinnulífsins, sætti húsleit vegna stöðu sinnar sem fyrrverandi forstjóri Sjóvár. Ég tel að það sé alveg einsýnt að aðild- arumsókn [ESB] verði ekki tekin alvar- lega og það sé einfaldlega óraunhæft að leggja fram umsókn á meðan Ice- save-málið er óafgreitt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins. En burtséð frá því hver á í hlut verða all- ir að sitja við sama borð. Þórður B. Sigurðsson, formaður Hags- munasamtaka heimilanna, í kjölfar fréttar um að Björgólfsfeðgar hefðu gert Kaup- þingi tilboð um greiðslu 40-50% af 6 millj- arða skuld sinni við bankann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.