Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.2009, Blaðsíða 12
Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fjölnir Geir „Pabbi er mjög sér- stakur. Hann er mjög góðhjartaður, góður karl, en þungur og íbygginn. Er alltaf í eigin hugarheimi, alvar- legur. Ég hef farið með honum í margar safna- og skoðunarferðir til útlanda og einu sinni vorum við í London á árlegri sýningu í Royal Academy. Við skrifuðum báðir um þessar sýningar og því vorum við með blaðamannaskírteini. Ég var brosandi á myndinni í mínum passa og það fannst honum afleitt, sagði að ég væri glottandi eins og fífl. Menn áttu að vera alvarlegir og ekki síst listamenn. Samt sem áður hefur hann góðan húmor og slær mikið á létta strengi, hefur frekar tvíræðan og lúmskan húmor eins og gengur og gerist með karla. Pabbi hefur haft mjög sterka nærveru í öllu mínu lífi en samt kynntist ég honum seint. Þegar ég var barn og unglingur var hann alltaf að vinna, algjör vinnualki, fyr- ir utan það að vera fjölskyldufaðir og listamaður. Hann var mikil drif- fjöður í Myndlista- og handíðaskól- anum og mikill bógur þar um langa hríð auk þess sem hann skrifaði fyrir Morgunblaðið. Þegar ég var 15 ára skildu mamma og pabbi. Hún tók tvö yngstu systkinin en við Ásgeir urðum eftir hjá pabba og þá byrjaði ég fyrst að kynnast honum af einhverju viti. Fyrir tveimur og hálfu ári tók ég mig saman í andlit- inu, hætti að drekka og þá hófst nýr kafli í samskiptum okkar. Við erum mjög góðir vinir og eigum mikil samskipti.“ Viðurkennir tattúið „Þó ég vinni í tattúinu ólst ég upp í myndlistinni, á göngunum í MHÍ, vinnustofum og á sýningum og söfnum. Allt okkar líf hefur snúist um myndlist, við höfum andað að okkur myndlist og lifað á myndlist. Hann á mikið bókasafn um mynd- list og er algjör alfræðibók þegar kemur að faginu. Ég fór í tattúið vegna þess að það var algerlega nýtt, ferskt og spenn- andi. Ég óttaðist alltaf að vera bor- inn saman við pabba í myndlistinni og standa í skugganum af honum enda alltaf setið við fótskör hans. Í seinni tíð hef ég hins vegar áttað mig á hvers virði það hefur verið. Hann er vitinn í myrkrinu, ljósið sem vísar veginn. Því valdi ég ekki listina heldur valdi listin mig. Pabbi tók því ekki vel þegar ég valdi tattúið og margir sögðu að góður biti hefði farið í hundskjaft. Ég hafði haft stór orð um það að ég ætlaði að verða myndhöggvari en tattúið er hrein og klár list þó handverk sé stór hluti hennar, eins og í mörgum öðrum listgreinum. Það þarf að læra fagið til þess að geta miðlað listinni en vissulega eru til menn sem eru eingöngu hand- verksmenn í tattúi. Pabbi sá að ég sem ungur listamaður var allt í einu orðinn sjálfbær, ungur listamaður og það er ekki sjálfgefið. Það hefur orðið algjör bylting í greininni og það er nánast ekki lengur spurning hvort þú fáir þér tattú heldur hvers konar. En pabbi vill ekki tattú. Hann ygglir sig í hvert sinn sem ég býð honum það og segist ekki kunna að meta þetta. Samt hefur hann stutt mig og viðurkennir list- formið. Hluti af lífi listamannsins er þetta bóhemlíf og í nokkur ár lifði ég algjöru bóhemlífi ásamt því að vinna út í eitt. Það hefur eflaust verið jafn erfitt fyrir hann og það var fyrir mig sem barn þegar hann lifði sjálfur slíku lífi. Svona líferni tekur á alla, ekki síst þá sem næst manni standa, en að sama skapi var gott að koma aftur heim og kynnast honum upp á nýtt. Samt átti ég ótrúlega skemmtilega æsku í bó- hemlífi pabba, sem einkenndist af sýningum og samvinnu við aðra listamenn. Engu að síður eiga áfengi og uppeldi ekki samleið þó viðurkenndar uppeldisaðferðir virð- ist ekki alltaf skila betri árangri.“ Síleitandi vinnuþjarkur „Vinnan hefur alltaf skipt okkur miklu máli. Hún er svo stór hluti af sjálfsmyndinni. Það er mikilvægt að standa sig, vera maður á meðal manna og skila sínu. Pabbi hefur alla tíð verið mikill vinnuþjarkur. Hann mætir í vinnuna á morgnana og vinnur fram að kvöldmat en grúskar síðan í bókunum sínum á kvöldin. Hann er gríðarlega af- kastamikill listamaður, alltaf að. Samt hefur hann skilað heilli starfs- ævi sem kennari og annarri sem gagnrýnandi. Kosturinn við að vera listamaður er að þú ert listamaður en vinnur ekki við það. Þess vegna getur hann haldið áfram að vera listamaður um ókomna tíð. Pabbi er mjög frjór og hann er enn að þróast sem listamaður. Hann á mörg tímabil og hann hefur verið sterkur í þeim öllum. Það er það sem er svo flott við hann. Það er hrein tilhlökkun að koma á vinnustofuna hans og sjá hvað hann er að gera hverju sinni. Það er mikil drift í honum. Hann er síleitandi og stöðugt að skora sjálfan sig á hólm. Hann er alltaf að ögra sjálfum sér. Á sýningu hans á Kjarvalsstöðum á dögunum þurfti að taka út að minnsta kosti þrjú verk fyrir hvert eitt sem fór upp en öll áttu þau fullt erindi á sýninguna. Ég ólst upp í poppinu, með dúkk- unum. Ég tók þátt í því með honum að safna dóti í fjörunni í Selsvör- inni, þar sem gömlu öskuhaugarnir voru í fyrndinni, og síðan fylgdist ég með því hvernig þetta dót varð hluti af listinni. Að öðru leyti bönn- uðu mamma og pabbi okkur að leika okkur í fjörunni og það varð auðvitað til þess að við stálumst oft niður í fjöru en það er önnur saga. Safnaferðirnar með honum til út- landa eru eftirminnilegar. Það var til dæmis gaman að fara með hon- um og allri fjölskyldunni til Austur- Þýskalands og fylgjast með honum segja þarlendum listamönnum til syndanna. Þarna voru allir hver annars viðhlæjendur en hann var eftirsóttur vegna þess að hann var óhræddur við að segja skoðanir sín- ar. Hann var þarna sem fulltrúi Ís- lands, listamaður, kennari og gagn- rýnandi og kom með myndlistarlegt innslag í umræðuna. Svo er auðvitað með ólíkindum að hafa farið á öll þessi söfn og hafa gengið sig upp að hnjám, en hann þreyttist aldrei. Ef vel á að vera Ljósið sem vísar veginn 12 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Feðgarnir Bragi Ásgeirsson og Fjölnir Geir Bragason eru lista- menn hvor á sínu sviði og hafa lifað sannkölluðu listamannalífi. enz 1953-1954 og sem styrkþegi DAAD við Listaháskólann í Münc- hen 1958-1960. Auk þess fór hann í námsferðir víða um Evrópu, Bandaríkin, Kanada, Japan og Kína. Hann kenndi við MHÍ um 40 ára skeið og var listrýnir, greina- og pistlahöfundur Morgunblaðsins í 42 ár. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis og erlendis og tekið þátt í mörgum alþjóð- legum sýningum. Hann hefur skrifað fjölda list- greina í innlend og erlend rit og fengið margvíslegar viðurkenn- ingar og styrki frá ýmsum löndum. Fyrri kona hans var Adelheid Weimann og eiga þau Braga Agnar (f. 1961), sem býr í Toronto. Seinni kona hans var Símonía Kolbrún Benediktsdóttir og eru börn þeirra Fjölnir Geir (f. 1965), Ásgeir Reinar (f. 1966), Símon Jóhann (f. 1970) og Kolbrá Þyri (f. 1971). Hann fæddist 28. maí 1931. Hann stundaði nám við MHÍ 1947-1950, Listaháskólann í Kaup- mannahöfn 1950-1952 og 1955- 1956, Listahá- skólann í Osló og Listiðn- aðarskólann 1952-1953. Hann vann að list sinni í Róm og Flór- BRAGI ÁSGEIRSSON Hann fæddist 5. febrúar 1965. Hann hóf nám í forskóla í gamla Stýrimannaskól- anum, fór síðan í Breiða- gerðisskóla, Hlíðaskóla og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990. Hann út- skrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000, þar sem lokaritgerð hans fjallaði um tattú, en hann hefur starfað við greinina í Reykjavík frá 1995. Hann hefur haldið þó nokkrar tattú-sýningar hérlendis, ýmist einn eða með öðrum. Hann á tvo syni, Atla Frey (f. 1989) með Öglu Egilsdóttur og Fáfni (f. 1985) með Þóru Björk Ólafsdóttur. FJÖLNIR GEIR BRAGASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.