Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 13

Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 13
tekur mánuði að skoða mörg þessi söfn.“ Ákveðið hungur „Pabbi missti heyrnina þegar hann var níu ára. Hann bar út blöð til hermanna og smitaðist af inflú- ensu af þeim og fékk heilahimnu- bólgu í kjölfarið. Honum var ekki hugað líf en reis upp og var þá heyrnarlaus. Hann þurfti að berjast við ýmsa fordóma og fyrir vikið hef- ur hann ákveðið hungur til þess að sanna sig. Hungur, sem við heyr- endur þekkjum ekki. Heyrnarleysið markaði hann en gerði hann ekki bitran. Hins vegar hefur hann sínar skoðanir á listinni og er ekki sáttur við allt. Ég segi alltaf við hann að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu því sagan dæmi þetta með tímanum. Þá talar hann um sögu- fölsun en ég bendi honum á að eng- inn falsi Rembrant eða Van Gough eftir á. Í fjarlægð tímans standi það upp úr sem standi upp úr en allt hjóm falli um sjálft sig. Heyrnarleysi hans hefur ekki haft nein áhrif á samskipti okkar, því hann les lygilega vel af öllum vörum og sérstaklega af vörum barna sinna. Hann kemur mér stöð- ugt á óvart í hópi ókunnugs fólks með þessari kunnáttu sinni. Það hefur komið upp hjá okkur öllum systkinunum að ætla að læra tákn- mál, en með fullri virðingu fyrir því þá einangrar það marga heyrn- arlausa frekar en að sameina þá öðrum, þó það sé nauðsynlegt fyrir marga sem fæðast heyrnarlausir. Pabbi hefur alltaf lagt áherslu á að heyrnarlausir eigi að reyna eftir bestu getu að læra varamál. Hann hefur gert það og fyrir vikið hefur hann ekki einangrast. Hann hefur aldrei litið á sig sem heyrnarlausan listamann heldur er hann listamað- ur sem er heyrnarlaus.“ Morgunblaðið/Golli 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Bragi „Eins og margur veit er Fjöln- ir Geir reffilegur maður, sem hefur komið víða við. Hann er þekktur fyr- ir að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og hefur frá unga aldri haft yfirmáta mikið aðdráttarafl á hitt kynið. Hvað föðurætt hans snertir er hann kominn af Snæfellingum og Hnappdælum ásamt smásneið af Húnvetningum. Við hæfi er að bæta við að allar líkur benda til þess að lífsneistinn hafi kviknað í skemmti- ferð Myndlista- og handíðaskólans kringum Snæfellsjökul vorið 1964, er kynni okkar móður hans voru ný og fersk, ástarbríminn í hæstu hæð- um. Fundum okkar Kolbrúnar, móður hans, bar að á Hótel Borg fyrir óvænta atburðarás og miklar tilvilj- anir svo kannski var það bókað í himintungl að leiðir okkar skyldu skarast. Fjölni lá á að komast í heiminn og gerðist það 5. febrúar árið eftir. Þetta var kröftugt og kröfuhart barn sem lét í sér heyra ef það var svangt eða eitthvað bjátaði á. Hann var svo nefndur í höfuðið á Fjölnismönnum og hluta til afa sín- um.“ Kærar minningar „Kolbrún hafði meðal annars starfað sem kokkur hjá Landhelg- isgæslunni og hóf þar aftur störf þegar við vorum svo lánsöm að fá pláss fyrir drenginn á ungbarna- heimilinu neðst á Dyngjuveginum, í næsta nágrenni við hús foreldra minna. Ég var með annan fótinn á barnaheimilinu og tók drenginn daglangt um helgar. Saga að segja frá því að hann umturnaðist í hvert skipti sem hann kom auga á mig hin- um megin við gler í skilrúmi að dag- stofunni hvar börnin héldu til. Áttu starfstúlkurnar í mesta basli með að skipta á honum og klæða í föt, því hann barðist um á hæl og hnakka allt þar til hann var kominn til mín. Ekki er laust við að þetta hreyfði við mér og er ein af mínum kærustu minningum frá þessum árum. Upp- örvandi eftir að hafa misst fyrsta drenginn yfir í aðra heimsálfu. Til að forðast ranghugmyndir þá var þetta frábært barnaheimili og starfsfólkið hið ljúfasta, hafði sjálft mikið gaman af látunum í stráknum eftir að hann kom auga á mig. Fljótlega kom fram að eitthvert eirðarleysi fylgdi barninu, sem vildi að hlutirnir gengu hratt fyrir sig. Var hann þó seinn til gangs en fljót- ur á ferðinni á rassinum. Þegar í ljós kom að hann var flatfóta keypti ég að ráði lækna innlegg í skóna hans og öllum til undrunar reis hann þá upp á augabragði að heita má. Ár liðu og litla fjölskyldan komin í hús Alliance vestast á Vesturgöt- unni og áttum við þar dýrleg ár, út- sýnið milljón. Þá var Vesturbæj- arlaugin ekki mjög langt undan og þangað var jafnan skundað þegar færi gafst. Nýr drengur, Ásgeir Reinar, hafði að auki bankað á. Nú minnist ég þess að þegar ég eitt sinn kom þangað móður og másandi rétt eftir lokun um hádegisbil á að- fangadag með þá báða í fanginu, að sundlaugaverðinum þótti það skond- in sjón og skellihló á dyrapallinum. Hleypti okkur inn, og mátti ekki sjá hvor væri ánægðari með þau mála- lok, en þetta var hvað besta jólagjöf- in það árið.“ Góður námsmaður „Á þeim tíma keypti ég reglulega þýska vikublaðið Stern og í því var jafnaðarlega heil síða með alls kyns myndaþrautum. Skemmst er að segja frá því að Fjölnir tók að fletta í blaðinu og fann síðu með fjölþættum myndagátum. Þá skeði hið óvænta að snáðanum tókst að leysa þær all- ar, sem var meira en við fullorðnu gátum. Áhuginn kannski minni hjá okkur en þetta var samt frábært. Um sömu mundir var hann farinn að sækja nokkurs konar forskóla sem var á efstu hæðinni í gamla Stýrimannaskólanum og þar gekk honum mjög vel. Fingurbrjóturinn var þó sá að kennslukonan hafði ekki nema þriggja vikna námskeið í að kenna jafn ungum börnum og eft- ir tvo mánuði var hún þurrausin og strákurinn hinn óánægðasti. Að öllu samanlögðu afar einkennandi fyrir kennslukerfi sem lengstum hefur lagt áherslu á efri hæðirnar en van- rækt grunnmálin, og gerir víðast enn, einkum hvað sjónmenntir snertir. Við fluttum svo í raðhús við Ás- garð og þar var barnaskólinn sem betur fer með nýju og heilbrigðara sniði. Fjölni gekk vel í öllum fögum í skóla ef hann á annað borð einbeitti sér. Þó einkum í þeim skapandi, matargerðarlist ekki undanskilin, enda varð hann snemma afbragðs kokkur og var að ég best veit ánægður með kennarana. Seinna varð rof á námi sem seinkaði stúd- entsprófinu um nokkur ár. Hann var og er félagslyndur og eignaðist fljótlega marga vini, eink- um meðal kvenþjóðarinnar. Má al- veg segja að fegurðardísir hafi svifið á hann. En dömunum gekk ekki nógu vel að fylgja hinni miklu yf- irferð hans svo að um löng sambönd var sjaldnast að ræða.“ Tattú hafði vinninginn „Leið Fjölnis lá í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og þar var hann vel virkur, ekki síst í fé- lagslífinu. Komst hins vegar upp á kant við kennara, með því að hann lét engan vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi. Að auki átti hann til að gleyma skólagjöldunum og þar gaf hann höggstað á sér þannig að í lok síðasta námsársins var honum að ófyrirsynju meinuð útskrift, sem hafði afdrifaríkar afleiðingar. Hafði gert áætlanir um framhaldsnám í höggmyndalist ytra sem runnu út í sandinn, og svo þegar hann tók próf- ið seinna hafði hann einhvern veginn fengið áhuga á tattú og er þar enn blýfastur. Hafði annars áætlanir um að vinna í sígildum miðlum eins og steinhöggi, því honum líkaði ekki að listaskólar voru að ryðja eldri gild- um út af borðinu. Engan veginn var um íhaldssemi að ræða hjá Fjölni. Mun frekar var þetta í samræmi við stefnumörk ýmissa framsækinna samtíðarlistamanna, að snúa aftur til eldri tjámiðla. Er það ótvírætt í anda póstmódernískra viðhorfa. Ég get ekki verið á móti tattú, sem er ein viðbót við þá mörgu geira líkamsskreytinga sem fylgt hafa mannkyninu frá upphafi vega, en verð að viðurkenna að heldur hefði ég viljað sjá Fjölni takast á við skúlptúrinn. En hann er listamaður í sínu fagi. Tattú skarar ekki sér- staklega mitt áhugasvið, í og með vegna þess að athöfninni fylgdu til skamms tíma ýmsar skuggalegar hliðar, og gera að vissu marki enn. Fjölnir ánetjaðist því miður sumum þeirra en hefur nú snúið við blaðinu og tekið upp heilsusamlegt líferni. Kannski er ekki öll nótt úti um að hann snúi sér að skúlptúrnum og öðrum geirum myndlista, nógan hef- ur hann þróttinn og metnaðinn. Þrengt hefur sér fram nýr og sterk- ur persónuleiki þótt enn eimi eftir af fljóthuganum. Vel að merkja get ég litið í eigin garð um óþolinmæði og fljótfærni á árum áður, en ég vann bug á hvorutveggja þegar ég glímdi við akademísk vinnubrögð í Kaup- mannahöfn, einkum teikninguna. Svo má ekki gleyma taflinu sem ég sótti mikið í, segir kannski sitt að ég komst lítið lengra en í hraðskákina! Í þá veru sem og fleiru er sitthvað líkt með okkur, þótt í útliti sæki hann um sumt meira í móðurættina. Snæfellingurinn er þó jafnan við næsta horn eins og rækilega sann- aðist á síðasta ári er hann átti frum- kvæði að velheppnuðu ættarmóti í nágrenni Búðahrauns, sem einmitt var föður mínum svo hugleikið og gekkst á sínum tíma fyrir að yrði friðað. Þá hefur Fjölnir Geir verið traust- ur, áhugasamur og góður ferðafélagi utanlands, og þá ekki haldið aftur af sér við safna- og skoðunarferðir, og akkur í honum í samræðunni.“ Nýr og sterkur persónuleiki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.