Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 18

Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 18
18 Kreppuhagfræði MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is H ann hefur fylgst nokk- uð vel með málum á Íslandi síðustu ár og mánuði, hann telur sig frjálslyndan en hefur samt verið hlynntur tíma- bundnum gjaldeyrishöftum, hann hefur skammast út í björgunaraðgerðir fyrir bankakerfið og stutt yfirtök- una á Glitni í banka- hruninu. Maðurinn var einnig útnefndur til minning- arverðlauna Nóbels í hagfræði 2008. Hann heitir Paul Krugman og er einn áhrifamesti hagfræðingur nú- tímans og hann hefur skoðun á því sem er að gerast í efnahagsmálum heimsins. Það mætti með sterkum rökum halda fram að það sem Krugman segir eigi nokkurt erindi, ekki bara til alheimsins, heldur sérstaklega til Íslendinga því enn sem komið er hefur kreppan komið einna harðast niður á okkur Íslendingum og meg- inviðfangsefni Krugmans er ein- mitt kreppuhagfræði. Krugman útskýrir þannig hvernig vandræði með húsnæðislán í Flórída í Bandaríkjunum gátu tortímt heilu bankakerfi á Íslandi. Hagfræði á mannamáli Í byrjun bókarinnar Aftur til kreppu- hagfræði: Krísan 2008 (The Return of Depression Economics and the Crisis of 2008) byggir Krugman að nokkru leyti á fyrri bók sinni frá 1999 The Ret- urn of Depression Economics. Byrjar Krugman bókina á því að hnýta í Ben Bernanke, seðla- bankastjóra Bandaríkjanna, sem hann segir að hafi lýst því yfir árið 2004 að nútímahagfræði hefði gert út af við kreppur. Slíkar yf- irlýsingar valda áhyggjum, ekki síst vegna þess að Bernanke kemst í stól seðlabankastjóra Bandaríkj- anna eftir að hafa staðið í skugga átrúnaðargoðs margra hagfræð- inga, Alans Greenspans. Það eitt ætti að vera áhyggjuefni því hvern- ig getur einhver þrifist í skjóli ráð- andi manns eins og Greenspans, án þess að vera á hans bandi – megum við þá eiga von á meiru af því sama í efnahagsstefnu Bandaríkjanna? Krugman, sem lengi hefur þótt vera nokkuð gagnrýninn á núver- andi fyrirkomulag efnahagsmála, tekur svo til við að útskýra af hverju Bernanke hafi haft rangt fyrir sér. Sem bet- ur fer notast Krugman við auðskiljanlegt mál og dæmisögur til að út- skýra hvernig hagkerfi virkar í grunnatriðum og er það áhrifaríkt stíl- bragð sem verður til þess að bókin ætti að vera aðgengi- leg öllum sem hafa minnsta áhuga á hagfræði kreppu- tíma. Miðað við að Íslendingar allir virðast vera orðnir sérfræðingar í viðskiptum og hagfræði eftir banka- hrunið í október má reikna með að bókin eigi eftir að verða vinsæl á meðal þeirra sem leita lausna á nú- verandi vanda, án þess þó að hafa endilega áhuga á dýpri pælingum hagfræðinnar. Endapunktur mannkynssögunnar Krugman reynir að rekja hvað olli núverandi kreppu, þeirri stærstu frá kreppunni miklu frá 1929. Að nokkru leyti telur Krug- man núverandi kreppu eiga sér uppruna í sigri kapítalismans. Þar spilar stórt hlutverk hrun sov- étblokkarinnar og það sem Krug- man vill meina að hafi verið algjör uppgjöf andstæðinga kapítalisma eftir hrun Berlínarmúrsins. Krug- man er þarna augljóslega undir áhrifum frá heimspekingnum og pólitíska hagfræðingnum Francis Fukuyama og greinar hans frá 1989 „The End of History“ en þar segir Fukuyama frá því að sigur kapítalismans marki endapunkt fé- lagslegar þróunar á sviði stjórn- mála og að mannkynssögunni sé lokið á þessu sviði því frjálslynt lýðræði sé komið til að vera. Þann- ig segir Krugman að við hrun Berl- ínarmúrsins hafi „eitthvað breyst“ og að þetta eitthvað hafi verið hrun Sovétríkjanna. Á síðu 14 segir: „Þessir atburðir höfðu greinileg og flókin áhrif um allan heim sem öll undirstrikuðu pólitíska og hug- myndafræðilega yfirburði kapítal- ismans.“ Rök Krugmans eru sannfærandi þegar hann segir að andstaðan við kapítalismann hafi verið máttlaus þó vissulega skauti hann framhjá áhrifaríkum andstæðum pólum kap- ítalismans eins og World Social For- um sem haldin er í Porto Alegre í Brasilíu til höfuðs World Economic Forum í Davos í Sviss. Það sem Krugman bendir í raun- inni á er að undirrót vandans er að mörgu leyti sú almenna sátt um stefnu Washington-samkomulagsins um „að hagvexti yrði best náð fram með traustum fjárlögum, lágri verð- bólgu, afnámi markaðsreglna og frjálsri verslun“ eins og segir á síðu 33. Þannig sé ástandið í dag bein af- leiðing of mikils frjálslyndis í reglu- verki við aðstæður þar sem fjár- málamarkaðnum var gert kleift að ráða sér að mestu leyti sjálfur. Það má segja að meginreglan hafi verið eftirfarandi: Ég á þetta, ég má þetta. Dyr lokast, aðrar dyr opnast Í ljósi stöðu Íslands í dag er einnig forvitnilegt að sjá dæmi í bók Krug- mans um hvernig Mexíkó komst út úr djúpri niðursveiflu í lok níunda áratugarins þegar Mexíkóar fengu fyrir tilstuðlan Nicholas Brady af- slátt af skuldum ríkisins því Mexíkó var komið í greiðsluþrot. „Þeir Mexíkóar, sem lengi höfðu barist fyrir því að neitað yrði að greiða af erlendum skuldum, voru sáttir við Sagan endurtekur sig REUTERS Þekktur Paul Krugman hlaut heiðursverðlaun Nobels í hagfræði árið 2008 og hefur bók hans Aftur til kreppu- hagfræði: Krísan 2008 verið þýdd á íslensku. Krugman reynir að svara spurningum um hvort hagfræðingar hafi lært sína lexíu af kreppunni 1929 eða hvort yfirleitt sé hægt að koma í veg fyrir kreppur. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri LAXÁ Á REFASVEIT Það var að losna holl 19.-21. júlí Eigum laust: 1 holl í ágúst · 4 holl í september Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440 Í öðrum kafla bókarinnar er að finna eina dæmisögu Krugmans sem á skemmtilegan og einfaldan hátt lýsir einni birtingarmynd kreppu. Hliðstæð dæmi notar Krugman svo út alla bókina með smá lagfæringum. Dæmið fjallar um barnagæslusamvinnufélag ungs fólk sem starfaði hjá bandaríska þinginu seinni hluta síðustu aldar. Um 150 pör skiptust á að passa börn hvert annars til þess að eiga kost á meiri frítíma. Komið var á kerfi til þess að allir fengju jafnmikla barnapössun fyrir sjálfan sig og þeir létu af hendi. Til þess að koma í veg fyrir svindl voru gefnir út úttektarmiðar og var um- fangsmikill rekstur í kringum kerfið og verklagsregl- urnar sem voru nauðsynlegar til að halda kerfinu gang- andi. En ákveðnir gallar á kerfinu áttu eftir að verða mikið vandamál. „Pör sem voru heima mörg kvöld í röð og höfðu engar áætlanir um að fara út á næstunni, reyndu að safna í sarpinn fyrir framtíðina. Hamstrið leiddi til skorts á úttektarmiðum hjá öðrum pörum, en flest pör vildu að meðaltali eiga nógu marga úttekt- armiða til að geta farið út að skemmta sér milli þess sem þau gættu barna annarra […] Það sem skiptir máli er að fljótlega voru aðeins tiltölulega fáir úttektarmiðar í umferð – alltof fáir til að kerfið gengi upp. Afleiðingarnar voru kynlegar. Fólk, sem taldi sig ekki eiga nógu marga úttektarmiða, sóttist eftir að gæta barna og var tregt til að fara út á kvöldin. En þar sem ákvörðun eins pars um að fara út opnaði möguleika fyr- ir annað par til að gæta barna leiddi þessi tregða til þess að tækifæri til barnagæslu urðu fá og það ýtti enn undir tregðu fólks við að fara út nema af sérstöku til- efni, sem enn dró úr tækifærum til barnagæslu … Í stuttu máli; samvinnufélagið hafnaði í efnahags- lægð.“ Krugman útskýrir svo hver vandinn var sem hann vill meina að hafi verið skortur á virkri eftirspurn þar sem fólk nýtti sé ekki barnagæsluna þar sem það var að reyna að koma sér upp eign í formi barnagæslumiða. „Lexían fyrir raunveruleikann er að viðkvæmni fyrir hagsveiflum hefur ekkert með hagrænan grunnstyrk eða grunnveikleika hagkerfis að gera. Eitthvað slæmt getur komið fyrir í góðum hagkerfum.“ (bls. 20-21). Krugman segir svo frá að reynt hafi verið að leysa vandann með því að krefjast þess að fólk færi út tvisvar í mánuði. Það virkaði hinsvegar ekki og fyrir rest fengu hagfræðingarnir í hópnum einhverju ráðið og framboð á úttektarmiðum var aukið. Árangurinn af því varð að fólk þurfti ekki lengur að hamstra miðana, fleiri fóru út og fleiri miðar fóru því í umferð. Krugman tekur með öðr- um orðum dæmi um hvernig peningaprentun getur virk- að jákvætt á hagkerfi í niðursveiflu og virðist hann því þar taka afstöðu með John Maynard Keynes. Meg- inatriðið er að samdráttur verður þegar fólk reynir að spara meira en það fjárfestir fyrir. Hins vegar verður að fara varlega í peningaprentun þar sem afleiðingar of mikillar prentunar geta einnig verið alvarlegar. HVAÐ ER KREPPA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.