Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.07.2009, Qupperneq 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Okkar ástkæri og yndislegi eiginmaður, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og vinur, HAFÞÓR HAFSTEINSSON flugmaður, Skrúðási 9, Garðabæ, lést af slysförum fimmtudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 13. júlí og hefst athöfnin kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Hjördís Líney Pétursdóttir, Andri Pétur Hafþórsson, Arnar Hugi Hafþórsson, Elsa Smith, Hafsteinn Sigurðsson, Sigrún Jónatansdóttir, Pétur Jóhannsson, Íris Mjöll Hafsteinsdóttir, Ríkarður Sigmundsson, Hjördís Baldursdóttir, Þorleifur Björnsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur sonur okkar, barnabarn, bróðir, mágur og frændi, BOGI SIGURÐUR EGGERTSSON, lést mánudaginn 29. júní. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum fyrir allan stuðning frá vinum og vanda- mönnum. Guð blessi ykkur öll. Þórhildur Kristjánsdóttir, Eggert Bogason, Sigurlaug Eggertsdóttir, Kristín G. Friðbjörnsdóttir, Grétar Magnússon, Þorvarður Friðbjörnsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og systkinabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GÍSLÍNA HLÍF GÍSLADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, mánudaginn 6. júlí. Útförin mun fara fram frá Dalvíkurkirkju fimmtu- daginn 16. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á reikning sem stofnaður hefur verið í hennar minningu í Sparisjóði Svarfdæla, 1177-05-404537, kt. 081271-3999, til styrktar uppbyggingu á starfsemi B-deildar Dalbæjar. Jóhann Daníelsson, Yngvi Örn Stefánsson, Ragnheiður Elín Ragnarsdóttir, Anna Guðlaug Jóhannsdóttir, Gísli Már Jóhannsson, Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir, Rúnar Dýrmundur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur bróðir, mágur og frændi, GUÐJÓN JÓNSSON frá Mörk, Efstalandi 6, Reykjavík, lést mánudaginn 6. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. júlí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Geðhjálp. Bergdís Jónsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg systir okkar, ÁRÓRA BJÖRNSDÓTTIR STEPHANS, lést á heimili sínu í San Diego, Bandaríkjunum þriðjudaginn 7. júlí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Birna Á. Björnsdóttir, Jónína Björnsdóttir, Ástráður Björnsson, Björn H. Björnsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FLOSI BJARNASON, lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þriðju- daginn 7. júlí. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 14. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalar- heimili aldraðra, Borgarnesi. Erla Flosadóttir, Sigríður Flosadóttir, Þórður Flosason, tengdabörn, afa- og langafabörn. ✝ Ragnhildur Stein-grímsdóttir fædd- ist á Akureyri 11. júní 1927. Hún andaðist á Kristnesspítala 25. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Steingrímur Þor- steinsson, f. 30.12. 1881, d. 27.11. 1962, og Tómasína Tóm- asdóttir, f. 27.4. 1884, d. 25.1.1971. Ragn- hildur var yngst af 6 systkinum sem voru: Þórhildur, f. 31. 3. 1908, d. 12.9. 2002, Tómas, f. 6.11. 1909, d. 1.7. 1996, Margrét, f. 27.3. 1912, d. 8.7. 1995, Ingibjörg, f. 8.10. 1916, d. 29.9. 1969, Brynhildur, f. 18.9. 1919, d. 20.1. 1996. Ragnhildur giftist eftirlifandi manni sínum, Sigurði Karlssyni, 9. mars 1971 í Vestmannaeyjum, á fertugsafmælisdegi hans. Ragnhildur ólst upp á Akureyri hjá foreldrum sínum. Hún nam leik- list og leikstjórn, fyrst í Leiklistar- skóla Lárusar Pálssonar og síðar í Danmörku og Sví- þjóð. Hún kom að fjöl- mörgum leik- húsverkum bæði sem leikari og leikstjóri, framan af mest hjá Leikfélagi Akureyrar en einnig hjá Leik- félagi Reykjavíkur og í Þjóðleikhúsinu. Síð- ar starfaði hún mjög mikið sem leikstjóri með fjölmörgum leik- félögum víða um land. Ragnhildur og Sig- urður stofnuðu heim- ili sitt á Akureyti en fluttust fljót- lega til Vestmannaeyja þar sem Sigurður stóð að rekstri Hótels Bergs með móður sinni. Eftir gos fluttust þau til Hveragerðis og bjuggu þar í mörg ár, fluttust síðan til Ólafsvíkur þar sem Ragnhildur leikstýrði nokkrum leikritum. Árið 1994 fluttust þau til Akureyrar þar sem þau áttu sín síðustu ár saman. Útför Ragnhildar fór fram í kyrr- þey að viðstöddum ættingjum og venslafólki. Sjá dagar koma, ár og aldir líða, og enginn stöðvar tímans þunga nið … Þessar línur Davíðs koma upp í hugann þegar það gerist um svipað leyti að elsta barnabarnið okkar gengur í hjónaband, fréttir berast af væntanlegu barnabarnabarni, og síð- asta systkini móður minnar fellur frá. Ef hinn þungi niður tímans er eins og niður árinnar, hinnar lygnu móðu, eru stöku sinnum flúðir, eins og gengur. Ragnhildur Steingrímsdóttir var systir móður minnar, Þórhildar, 19 árum yngri. Þegar ég man fyrst eftir mér var hún ásamt foreldrum sínum enn búandi í Hrafnagilsstræti 6 á Ak- ureyri, í húsi foreldra minna, eini unglingurinn í húsinu. Eins og ég dáðist hún að framgöngu systur sinn- ar Brynhildar á fjölum leikhússins. Ég giska á að það hafi orðið til þess að hún lagði þá listgrein fyrir sig. Hún tók þátt í fjölmörgum leikverkum bæði á Akureyri og í Reykjavík, en tiltölulega snemma á sínum ferli fór hún að snúa sér að leikstjórn. Mun hún vera í hópi fyrstu kvenna í leik- arastétt sem fóru þá leið. Gæti ég trú- að að það verkefni hafi hentað henni afar vel. Hún hafði hæfileika á ýms- um sviðum, gat teiknað andlit fjöl- skyldufólks með skemmtilegum hætti og tónlist var henni í blóð borin. Auk þess þykist ég vita að þekking hennar á leikhúsfræðum hafi verið haldgóð en hún stundaði nám á Ís- landi, í Danmörku og í Svíþjóð. Það varð hennar hlutskipti um margra ára skeið að annast leikstjórn í áhugaleikhúsum víða um land, sum- staðar oft, og var það mjög gefandi starf. Síðustu 15 árin bjó Ragnhildur á Akureyri ásamt manni sínum Sigurði Karlssyni. Þau ár voru ekki alltaf auðveld, ekki síst þegar systkinin féllu frá eitt af öðru. Alltaf tóku þau hjón vel og rausnarlega á móti ætt- fólki sínu, börnunum þótti gott að koma til Sigga og Diddu. Þegar móðir mín bjó einsömul í Víðilundi á Akureyri voru þau hjónin Ragnhildur og Sigurður óþreytandi við að hjálpa, bjóða í mat og fara í bíl- túr í eðalvagni Sigurðar. Fyrir það þakka ég af heilum hug. Við hjónin sendum Sigurði okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stefán Hermannsson. Þær voru kallaðar Steingrímssyst- ur, og settu lengi svip sinn á Akur- eyri. Nú hefur sú síðasta kvatt, Ragn- hildur, leikkona og leikstjóri, sem andaðist þann 25. júní sl., 82ja ára að aldri. Systurnar voru fimm, Þórhildur íþróttakennari elst, móðir mín Mar- grét saumakona, Ingibjörg söng- kona, Brynhildur, sem annaðist heimilið, og Ragnhildur yngst. Bróð- irinn, Tómas, stórkaupmaður, var sá þriðji í röð systkinanna. Heimili afa míns og ömmu, þar sem fjórar systranna bjuggu lengst af eða áttu sem heimahöfn, var hlýr heimur. Allt heimilisfólkið var tónelskt og hafði hlotið tilsögn í tónlist þótt Ingi- björg bæri þar af mikilli hæversku höfuð og herðar yfir aðra. Ingibjörg, Margrét, Ragnhildur og amma sungu sópran, Brynhildur og Þórhildur millirödd, en afi bassa. Á jólum var hápunkturinn án nokkurs efa „Í dag er glatt í döprum hjörtum“, sem mér fannst og finnst enn innleiða fagnað- arhátíð frelsarans, hvar svo sem sá óperusöngur er fluttur. Ragnhildur hlaut menntun í leik og leikstjórn í Reykjavík og síðar í Dan- mörku og í Svíþjóð. Framan af ævi helgaði hún starfkrafta sína leikhús- lífi og starfaði einkum víða um landið við uppsetningu leikhúsverka með áhugamannaleikhúsum. Eru mér minnisstæð mörg þeirra verka, en efst stendur þó uppsetning hennar á Íslandsklukku Halldórs Laxness á Akureyri árið 1959/60. Ragnhildur kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Karlssyni, árið 1971. Þau tengdust mjög nánum böndum og stóðu saman í blíðu og stríðu. Og ekki verður því neitað að þeim var ekki hlíft við erfiðleikum. Sigurð- ur er Vestmannaeyingur, rak þar hótel með móður sinni og hafði gert upp gamla sjóbúð þar sem þau Ragn- hildur gerðu sér hlýtt og gott heimili. Hvort tveggja, hótel og heimili, brann í Vestmannaeyjagosinu. Þau áttu síðan heimili í Hveragerði og síðan í Ólafsvík og byggði Sigurð- ur yfir þau hjónin eða breytti og bætti eldri hús, enda er hann mikill hæfileikamaður á sviði hönnunar og verkmenntunar, þótt hann verði að teljast að mestu sjálfmenntaður á báðum sviðum. Hvar sem þau bjuggu, gerðu þau sér hlýlegt og smekklegt heimili, sem bar vott um natni Ragnhildar og verklagni Sig- urðar. Þótt á ýmsu gengi hjá þeim hjónum, þá var bjartsýnin óbilandi. Þegar syrti í álinn, var leitað nýrra tækifæra. Síðustu árin bar skugga heilsuleys- is á líf þeirra Ragnhildar og Sigurðar. Þau lögðu á það mikla áherslu að fá að dvelja á eigin heimili eins lengi og frekast var unnt, og nutu umönnunar heimilisþjónustu Akureyrarbæjar. Barnabörn Tómasar, bróður Ragn- hildar, veittu þeim hjónum mikla að- stoð alla tíð. Margrét Tómasdóttir, frænka Ragnhildar, sýndi þeim hjón- um mikla natni og veitti þeim aðstoð síðustu árin. Þá áttu þau Sigurður og Ragnhildur á vísan að róa, þar sem voru bræðurnir Stefán og Birgir Hermannssynir og fjölskyldur þeirra. Vini mínum Sigurði Karlssyni sendi ég samúðarkveðjur okkar hjóna frá Frakklandi, og fjölskyld- unnar, sem dreifist nú víða um heim. Tómas Ingi Olrich. Ragnhildur Steingrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.