Morgunblaðið - 12.07.2009, Page 25

Morgunblaðið - 12.07.2009, Page 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*%!ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík sími 553 3032 Gsm 866-2747 og 822-6373 ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, GUÐBORG HERA GUÐJÓNSDÓTTIR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 14. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi S. Guðmundsson, Elfar Helgason, Helga Helgadóttir. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR KARL JÓNSSON fyrrv. forstjóri, sem lést fimmtudaginn 2. júlí, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 13. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningar- gjafasjóð Landspítalans. Rannveig Björnsdóttir, Jón Örn Guðmundsson, Björn Þór Guðmundsson. ✝ Ásthildur Sím-onardóttir fædd- ist í Hafnarfirði 8. nóv. 1952. Hún lést á heimili sínu, Sléttu- vegi 7 í Reykjavík, 28. júní sl. Foreldrar hennar voru Ólöf Helgadóttir, f. 17.9. 1915, d. 2.12. 1992, og Símon Marionsson, f. 5.7. 1913, d. 26.12. 1996. Systkini hennar eru Helgi Magnús, f. 24. feb. 1935, maki Bryndís Gunn- arsdóttir, Hanna Jonný, f. 18. sept. 1937, Erla Jónína, f. 2. feb. 1944, Viðar, f. 25. feb. 1945, maki Hall- dóra Sigurðardóttir, Margrét, f. 18. júlí 1947, maki Nathan Langwald, Þorbjörg, f. 20. jan. 1950, maki Auðunn Karlsson, og Jóhanna, f. 9. júní 1951, maki Vilhjálmur Nikulás- son. Sambýlismaður Ásthildar er Sig- urður Árni Sigurðsson, f. 1963. For- eldrar hans eru Ragnheiður Thor- arensen og Sigurður Hallgrímsson. Ást- hildur og Sigurður bjuggu fyrst á Grett- isgötu og síðar Sléttu- vegi 7, Reykjavík. Ásthildur lauk barnaskólanámi frá Öldutúnsskóla í Hf. og síðan gagnfræða- prófi frá Flensborg- arskóla. Síðan lá leið- in í lýðháskóla í Hillerød í Danmörku. Eftir heimkomu stundaði Ásthildur nám í Handíða- og myndlistarskól- anum. Árið 1980 lauk hún stúdents- prófi frá öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð. Þá tók við nám í Háskóla Íslands í félagsfræði og félagsráðgjöf. Lauk hún þar öll- um prófum en auðnaðist ekki að ljúka lokaritgerð vegna heilsu- brests. Útför Ásthildar fór fram frá Kap- ellunni í Hafnarfirði 8. júlí. Meira: mbl.is/minningar Ásthildur var ein þrautseigasta manneskja sem ég hef kynnst. Þeg- ar einhver sýnir af sér þrautseigju er það vegna þess að viðkomandi þarf að kljást við erfiðleika. Í henn- ar tilviki var það baráttan við löm- unarveiki og afleiðingar hennar. Hún sagði mér frá því að hún hefði veikst þegar hún var aðeins tveggja ára. Henni hafði verið sagt ýmislegt um dvöl sína á sjúkrahúsi og að hún hefði ekki fengið að hitta móður sína. Ég upplifði það sterkt þegar hún talaði um þennan tíma og hversu sárt það var að hafa verið að- skilin frá mömmu sinni en það var talið best þannig á þeim tíma. Hún var bæði sorgmædd og reið en hún gat sagt frá því og það hjálpaði henni mikið og mér fannst ég fá inn- sýn í tímabil sem mótaði líf hennar. Við Ásthildur kynntust snemma í KFUK en vinátta okkar hófst í Dan- mörku 1974 þegar við vorum saman á lýðháskóla. Við vissum ekki af áætlun hvor annarrar fyrr en við hittumst í skólanum. Ásthildur mætti nokkrum dögum á undan mér og fagnaði mér þegar ég kom. Mér fannst frábært að það væri annar Íslendingur í skólanum því maður gat þá rætt við einhvern á máli sem maður bæði gat talað og skilið. Þessi skóli var rekinn á kristilegum grunni og okkur leið vel í skemmti- legum hópi ungs fólks sem vildi læra um kristna trú. Ásthildur velti trúnni mikið fyrir sér og síðari árin fann hún sig best heima meðal að- ventista. Leiðir okkar skildu í mörg ár þeg- ar ég bjó erlendis en þegar ég hitti hana aftur var hún farin að búa með Sigurði Árna. Það var notalegt að koma til þeirra og ég er viss um að Ásthildur hefði ekki geta fengið betri mann því hann sýndi henni mikla umhyggju og ástúð. Hún var þá byrjuð í félagsráðgjöf í Háskól- anum og naut þess að læra því það gat hún svo sannarlega. Hún keyrði bíl og fór allra sinna ferða sjálf. Það er gaman að hugsa til þess hvað henni þótti vænt um bílana sína og ég heyrði ýmsar sögur af græna fólksvagninum hennar þegar við vorum í Danmörku því hún saknaði hans mikið. Þann söknuð skildi ég ekki alveg þá því ég gat gengið eins hratt og ég vildi. En að ganga krafð- ist þolinmæði og þrautseigju fyrir hana. Ásthildur var hreinskilin mann- eskja og þurfti að leiðbeina manni til að maður gæti aðstoðað hana. Í seinni tíð fannst mér það stundum taka á þolinmæðina en samt skildi ég að það var eðlilegt að verða pirr- uð á manni. Hún var oft sárkvalin og allt var sársaukafullt og þar af leiðandi erfitt. En það sem samt sem áður stendur upp úr og mun lifa í minningunni er baráttuþrek hennar. En það er margt fleira, t.d. hvað hún var falleg og hvernig hárið liðaðist niður axlirnar og hvað hend- ur hennar voru nettar og vel snyrt- ar. Fólk tók eftir henni. Hún var líka smekkleg og vildi hafa fallegt í kringum sig. Ég man að í Dan- mörku keypti hún sér bækur um listasögu því hún hafði áhuga og vit á list. Það má ekki gleyma húm- ornum. Hann var í góðu lagi. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Ásthildi og eiga með henni góðar stundir. Að lokum vil ég senda innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar og sérstaklega til Sigurðar Árna. Ragnheiður Sverrisdóttir. „Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottins“. Þessi orð úr Jobsbók í Gamla testamentinu eru dýrmæt og leita á hugann við skyndilegt andlát Ást- hildar. Hún var sérstök og dýrmæt gjöf Guðs og bros hennar og glettni mun lifa í minningunni og viðhalda lofgjörð til skaparans. Við kynntumst haustið 1964 þeg- ar ég sem nýútskrifaður kennari fór að starfa í Öldutúnsskóla í Hafn- arfirði. Bekkurinn sem ég fékk til umsjónar var góður hópur 11 ára barna, en Ásthildur var ári eldri. Hún komst ekki í skóla á réttu ári, því hún hafði fengið lömunarveiki þriggja ára og gekk við hækjur. Ótrúleg seigla og dugnaður dreif hana áfram og þegar hún útskrif- aðist úr skólanum fékk hún viður- kenningu fyrir vinnusemi og dugnað og árangur. Hún var áhugasöm og ósérhlífin og þess vegna varð árang- urinn góður. Við urðum strax góðir og nánir vinir. Við lok skóladags þurfti að hringja á bíl til að sækja hana og þá kom fyrir að eitthvað truflaði á leið á kennarastofuna svo það gleymdist að hringja. Þá kom Ásthildur og skammaði kennarann sinn svo ég varð niðurlút. Samt kom það fyrir aftur! En mér var fyrirgefið, og vinaböndin styrktust. Ásthildur var yngst í stórum systkinahópi, falleg og vel gerð. Systkini hennar hjálpuðu henni eftir bestu getu meðan þau voru heima, en ótrúlegust var móðir hennar. Hún bar hana á höndum sér og létti henni lífið á alla lund meðan hún hafði heilsu og krafta til og jafnvel lengur. Það var aðdáunarvert og lærdómsríkt að koma í heimsókn og upplifa móðurkærleikann, umhyggj- una og úthaldið. Auk samveru í skólanum vorum við Ásthildur saman í KFUK. Þar áttum við trúarsamfélag og vorum sammála um að það væri erfitt að komast í gegnum öldur lífsins án þess að hafa Jesú með. Það fylgdi okkur báðum alla daga. Þó að sam- band okkar hafi minnkað með ár- unum vegna annríkis og fjarlægðar vorum við alltaf sömu, nánu vinirnir. „Ég veit að þú biður fyrir mér,“ sagði hún og þar með var útilokað að gleyma því! Ásthildur var svo lánsöm að eign- ast góðan sambýlismann, Sigurð Árna Sigurðsson, sem veitti henni ást og aðstoð, vináttu og hlýju. Hún fékk stjörnur í augun þegar hún tal- aði um hann. Og ég bið þess að þess- ar stjörnur augna hennar megi verða honum gleði á dögum sorgar og saknaðar. Ásthildur er laus frá þrautum líkamans, farin til fundar við Drottin sinn. Við stöndum eftir með allar ljúfu minningarnar, full af þakklæti. Guð blessi og styrki Sigurð Árna, systkini Ásthildar, fjölskyldur og vini. Stína Gísladóttir. Í dag kveðjum við okkar yndis- legu frænku, Ásthildi Símonardótt- ur. Þó að í hug okkar og hjarta sé sár sorg kveðjum við hana með stolti og minningarnar gera okkur kleift að brosa í gegnum tárin. Fyrst koma upp í hugann stund- irnar af Álfaskeiðinu, en margar átt- um við þar saman með Ólu ömmu og Símoni afa. Við fengum ósjaldan að koma með þér niður í kjallara þar sem þú áttir þitt athvarf og þar sem við kjöftuðum um allt milli himins og jarðar. Það var aldrei langt í dill- andi hláturinn, kannski sérstaklega þegar unglingarnir sem við vorum töluðum um það sem okkur lá hvað mest á hjarta þá stundina. Hvað þú nenntir að hafa okkur frænkurnar hjá þér, alltaf hreint! Svo voru það ófá skiptin sem við fórum á rúntinn til Reykjavíkur að kaupa ís, fyrst á grænu bjöllunni og svo á rauðu Hondunni. Seinna hittumst við svo á Grettisgötunni og Sléttuveginum með honum yndislega Sigga þínum. Það eru ekki margir sem hafa þurft að ganga í gegnum eins mikið af veikindum og þú, elsku Ásthildur. Allt frá ungri æsku og fram á síð- ustu stund en við vonum að þú sért laus við allt það nú. Það er alltaf erf- itt að sætta sig við ótímabært brott- hvarf ástvina okkar úr þessari jarð- vist og því meir þegar um er að ræða slíkar persónur sem þig, elsku Ásthildur. Eftir munu þó standa minningar um ljúfa og góða sál sem með lífi sínu og athöfnum gaf okkur sem eftir stöndum svo ótal margt. Elsku Siggi, hugur okkar er hjá þér og megi allt það göfuga, góða og hreina umvefja þig á þessari stundu. Guðrún og Guðný Björk. Kynnin af Ásthildi, mágkonu Dóru systur, dýpkuðu sýn mína á möguleika manneskjunnar til að taka þátt í lífinu og njóta hverrar góðrar stundar sem gefst. Þrátt fyr- ir fötlun eftir lömunarveiki, margar erfiðar aðgerðir og veikindi var hug- ur hennar sífellt upptekinn af marg- víslegum viðfangsefnum og djúpum hugleiðingum. En eindregnastur var þó áhugi hennar á félagsfræði og félagsráðgjöf. Þar fékk hennar eigin reynsla víðtæka skírskotun og rímaði vel við sívakandi áhuga henn- ar á högum og líðan allra í kringum hana. Það var aðdáunarvert hvað Ást- hildi tókst alla tíð að berjast áfram í viðleitni til betra lífs. Dugnaður hennar, góðar gáfur og aðlaðandi persónuleiki heilluðu alla sem hún kynntist. Studd af Sigurði sambýlis- manni sínum bjó hún sér gott og innihaldsríkt líf í samneyti við fjöl- skyldu og vini. Systkini Ásthildar hafa misst mikið, systur sem þeim þótti óend- anlega vænt um, og sár er missir Sigurðar eftir langa og farsæla sam- búð. Fögur minning Ásthildar mun lifa með okkur Anna Sjöfn Sigurðardóttir. Ásthildur Símonardóttir Anna Karlsdóttir ✝ Anna Karlsdóttirfæddist á Þór- oddstungu í Vatns- dal 23. febrúar 1908 og lést á Héraðs- hælinu á Blönduósi 23. júní 2009. For- eldrar hennar voru Karl Jónsson bóndi, f. 1884, d. 1950, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir, f. 1882, d 1979. Anna var ein tíu barna þeirra hjóna. Eiginmaður Önu var Ellert Bergs- son, f. 1903, d. 1950. Anna lifði sem ekkja í tæp 60 ár og sá fyrir tveimur börnum þeirra: Sigtryggi f. 1931, maki hans er Brynhildur Friðriks- dóttir, f. 1940 og eiga þau þrjú börn saman og Herdísi, f. 1934, maki hennar er Jón Kr. Jónsson, f. 1931, en hún átti einn son úr fyrra hjóna- bandi, Ellert Björn Svavarsson, f. 1962. Anna var jarðsungin frá Blönduós- kirkju 4. júlí sl. Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.