Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 29

Morgunblaðið - 12.07.2009, Side 29
Auðlesið efni 29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Lands-mót Ung-menna-félags Íslands, hófst á Akureyri síðast-liðinn fimmtu-dag en form-leg setning fór fram með við-höfn á mikilli hátíð á föstudags-kvöldið. Þetta er eitt-hundrað ára afmælis-mót en fyrsta Lands-mótið var haldið á Akureyri árið 1909. Skráðir þátt-takendur að þessu sinni eru nær tvö þúsund sem gerir þetta mót eitt stærsta Lands-mót frá upp-hafi. Keppt er í mörgum og ólíkum greinum víða um bæinn og stendur mótið til sunnudags. Þá hefur verið opnuð sögu-sýning UMFÍ í Amts-bóka-safninu á Akureyri, þar sem mótin eru rifjuð upp. Einnig voru afhjúpaðir fjórir bauta-steinar við nýja íþrótta-leik-vanginn á Þórs-svæðinu, einn um hvert lands-mót sem haldið hefur verið á Akureyri. Hundrað ára afmælis-mót UMFÍ Landsmót UMFÍ. Fyrsti keppnisdagur á Akureyri. Gömlu erki-fjendurnir Valur og KR drógust saman í bikar-keppni karla í knatt-spyrnu, þegar dregið var til átta liða úrslitanna. Annar nágranna-slagur verður í Kópavogi þar sem HK og Breiða-blik mætast. Keflavík fékk heima-leik gegn FH, og Fram tekur á móti Fylki. Hjá konunum drógust saman Breiðablik og Fylkir annars vegar og Valur og Stjarnan hins vegar. „Þetta er athyglis-verður leikur þar sem liðin hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina, og eflaust verður engin breyting þar á nú,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR. Atli Eðvaldsson, ný-ráðinn þjálfari Vals og fyrr-verandi þjálfari og leik-maður KR, hlakkar til bikar-leiksins gegn sínu gamla liði og er bjart-sýnn fyrir hönd Vals. Valur og KR mætast Tón-skáldið Ólafur Arnalds mun semja tónlist fyrir nýjasta verk Waynes McGregor, eins um-talaðasta dans-höfundar heims í dag, en hann gegnir nú starfi aðal-dans-höfundar Konunglega ballettsins í Bretlandi. McGregor er í farar-broddi hvað ný-sköpun dans-listarinnar varðar. Ólafur hefur gengið frá samningi um að hann muni semja tón-listina og flytja hana undir verkinu sem verður frum-sýnt í október. Sex sýningar verða í hinu 2.000 manna Sadlers Wells-leikhúsi, en verkið var samið fyrir dans-hóp þess húss. Síðan verður farið með verkið víða um heim og verður Ólafur þá með í för. Semur tónlist fyrir McGregor Lítil sam-staða er í utan-ríkis- mála-nefnd Al-þingis um ESB-ályktunina. Fundir nefndarinnar um ESB-málið riðluðust þegar ekki náðist sam-staða um málið og út-býtingu skjala á Al-þingi var af-lýst. Nokkrir nefndar-menn vildu sjá ákvæði um tvö-falda atkvæða-greiðslu inni í þings-ályktuninni og hleypti það fyrir-ætlunum Sam-fylkingarinnar í upp-nám. „Ég hef alltaf haft fyrir-vara á því hvort rétt sé að ganga til við-ræðna án skýrs þjóðar-vilja,“ sagði Guð-fríður Lilja Grétars-dóttir, full-trúi VG í utan-ríkis-mála-nefnd. Á fundinum setti minnihlutinn ýmsa fyrirvara. Guðfríður Lilja gerði athuga-semdir og taldi að margt mætti betur fara áður en hún gæti skrifað undir sam-eiginlegt álit. Lítil sam- staða Þúsundum manna af þjóðar- broti Uighur-manna lenti saman við kín-verska meiri- hlutann í Xin-jiang héraði í Kína, 45% íbúa héraðsins eru Uighur-menn, 40% Han- Kínverjar. Uighur-menn eru múslímar og hafa þeir horft upp á mikinn straum að- fluttra Han-Kínverja sem eru nú nærri jafn margir og þeir. Kína-stjórn reynir mark-visst að brjóta niður menningu Uighura. Reynt er að bæla niður frjálsa trúar-iðkun og notkun tungu-máls Uighura er bönnuð í skólum og Han-Kínverjar fá áhrifa-mestu störfin. Frá árinu 1991 hefur öðru hverju skorist í odda á milli þeirra en aldrei með jafn af-drifa-ríkum hætti og nú. Ungir Uighurar eru farnir að rísa upp og kín-versk stjórn-völd líta mót-mælin alvar-legum augum enda eru þau ein-hver hin fjöl- mennustu frá ó-eirðunum á Torgi hins himneska friðar. Óeirðir í Kína Hús-leit var gerð hjá Sjóvá og í höfuð-stöðvum Milestone og á heimilum helstu stjórnenda félaganna tveggja, á vegum embættis sér-staks sak-sóknara. Eftir að Milestone, fyrrum eigandi Sjóvár, keypti félagið breyttist það úr hefð-bundnu vátrygginga-félagi í fjár- festinga-félag. Milestone eignaðist Sjóvá að fullu 2006. Það ár tvö-földuðust eignir félagsins, ekki síst vegna aukningar fjár-festinga- eigna sem voru fast-eignir víðs-vegar um heim. Skuldir hækkuðu einnig. Bóta-sjóðurinn stækkaði hins vegar lítið þannig að vátrygginga-starf hefur ekki vaxið mikið. Sama þróun varð á árinu 2007 og ekki hafa verið birtir opin-berlega reikningar fyrir árið 2008. Sjóvá átti ekki fyrir vátrygginga-skuld sinni og leggja þurfti félaginu til fé svo það gæti staðið undir henni. Það er helsta ástæða þess að sér-stakur sak-sóknari rannsakar nú hvort færsla á fjár-festinga-eignum úr móður-félaginu Milestone inn í Sjóvá á síðast-liðnum tveimur árum varði við lög um hluta-félög, lög um starf-semi trygginga-félaga eða séu umboðs-svik. Hús-leitir voru fram-kvæmdar á tíu stöðum. Hús-leit hjá Sjóvá Fjórðungur kvenna á Íslandi hefur verið beittur líkam-legu, and-legu eða kynferðis-legu of-beldi af maka. Skýr tengsl eru á milli of-beldisins og heilsu-fars-vanda-mála kvennanna, að því er niður-stöður rannsóknar sýna. Brynja Örlygsdóttir, doktor í hjúkrunar-fræði, og Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við hjúkrunar- fræði-deild Háskóla Íslands, stóðu að rannsókninni. Niður-stöðurnar sýna að 11% kvenna hræðast maka sinn og rúm-lega þriðjungur segir spennu ríkja í sam-bandinu. Í vikunni var karl-maður dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf og ítrekuð kyn- ferðis-brot gegn fyrrverandi sambýlis-konu sinni. Of-beldi gegn konum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.