Morgunblaðið - 12.07.2009, Síða 39

Morgunblaðið - 12.07.2009, Síða 39
Menning 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 2009 Það er sjaldgæf en ánægju-leg upplifun þegar bíó-mynd tekur mann föstumtökum á fyrstu augna- blikunum og sleppir ekki fyrr en löngu eftir að henni er lokið, mað- ur er hreint dasaður af spennu. The Hurt Locker segir frá harð- vítugum og stórhættulegum störf- um sprengjudeildarinnar Delta, í bandaríska hernum í Íraksstríð- inu. Bigelow varpar okkur inn í hjarta átakanna í Bagdad þar sem Delta-deildin er send á vettvang til að gera sprengju óvirka. Borg- in og umhverfi hennar morar af stórhættulegum jarðsprengjum, sannkölluðum vítisvélum með tímastillum sem tikka uns þær sprengja menn og umhverfi í tætl- ur. Thompson liðþjálfi (Pearce) er sérfræðingur í að vinna slík hættuverk og minnir meira á geimfara þar sem hann rambar um um váleg og stríðshrjáð stræti Bagdad þar sem innfæddir fylgj- ast óræðir með í hæfilegri fjar- lægð, enginn veit hvort þeir eru vinveittir setuliðinu eða varasamir fjendur. Aðstoðarmenn hans eru Sanborn liðþjálfi (Mackie), reynd- ur og yfirvegaður stríðsmaður sem telur dagana uns hann losnar úr prísundinni og getur snúið aft- ur til borgaralegs lífs. Eða svo segir hann. Þriðji Delta-liðinn sem kemur mikið við sögu er sér- fræðingurinn Eldridge (Ge- raghty), sá stressaði og spennti. Aðgerðin endar með því að Thompson er sprengdur í loft upp og liðþjálfinn James (Renner) kemur í hans stað. Ósvikið, þögult hörkutól sem virðist ganga til móts við dauðann með ákefð og sigurvilja hólmgöngumanns, áhættufíkill með óvirkt tauga- kerfi, sem er ekki fullkomlega rétt, hann sýnir önnur viðbrögð þegar hann finnur „Beckham“, ungan, íraskan vin sinn og svarta- markaðsbraskara, myrtan með tif- andi sprengju sem er búið að troða og sauma inn í innyfli hans. Bigelow sannar að hún er einn besti spennumyndasmiður sem völ er á í dag, þrátt fyrir misjafnar myndir að undanförnu. saebjorn@heimsnet.is Smárabíó, Regnboginn The Hurt Locker bbbbm Leikstjóri: Kathryn Bigelow. Aðalleik- arar: Jeremy Renner, Anthony Mackie, Brian Geraghty, Ralph Fiennes, Guy Pe- arce. 120 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND The Hurt Locker „Það er sjaldgæf en ánægjuleg upplifun þegar bíómynd tekur mann föstum tökum á fyrstu augnablikunum og sleppir ekki fyrr en löngu eftir að henni er lokið.“ Dauðinn við hvert fótmál Allt síðan á Sturlungaöld höfum við Íslendingar verið hófsamir í vopnabrölti og vígaferlum. Engu að síður eigum við færa og flinka sprengjudeild, sem er undir hatti Landhelgisgæslunnar. Hún hefur sem betur fer lít- ið komið nálægt beinum stríðsátökum en hefur engu að síður ærinn starfa og hættulegan við að aftengja og eyða ýmiss konar sprengjum og skotfærum sem enn liggja eins og hrá- viði á gömlum æfingasvæð- um setuliðsins frá tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Eins er deildin oft í fréttum í sambandi við eyðingu tund- urdufla frá sömu tímum, en þau eru ekki óalgengur vá- gestur í veiðarfærum fiski- skipaflotans, einkum togar- anna. Íslenska sprengjudeildin Allt A 40-80% afslAEtti OpiD: laugardag: 10-17 - sunnudag: 13-17 - VIRKA DAGA 10-18:30 BANDARÍSKA söngstjarnan Lady Gaga segist vera algerlega aura- laus. Þrátt fyrir að vera ein vinsæl- asta poppstjarna samtímans segist hún ekki eiga bót fyrir boruna á sér. „Ég eyði öllum þeim peningum sem ég eignast í búninga og dót til að nota á sviði,“ segir Lady Gaga og viðurkennir að hún hafi orðið gjaldþrota fjórum sinnum. „Umboðsmaðurinn minn er sko ekki ánægður með mig!“ Lady Gaga segist vera einhleyp en það komi ekki í veg fyrir að hún stundi kynlíf reglulega. „Ég sef bara sjá strákunum í hljómsveitinni minni, það er langþægilegast,“ seg- ir poppdívan. Lady Gjaldþrota Lady Gaga Eyðir öllum pening- unum sínum í búninga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.