Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Kostnaður vegna rannsóknaBreiðavíkurnefndarinnar, sem verið hefur að störfum í tvö ár, nemur nú tæplega 60 milljónum króna, eða tæpum helmingi þeirra fjármuna, sem núverandi fjárlaga- heimildir, gera ráð fyrir að varið verið í bætur til Breiðavíkurdrengj- anna.     Þetta kemurfram í úttekt Steinþórs Guð- bjartssonar blaðamanns í Morgunblaðinu í gær undir fyr- irsögninni Sómi samfélagsins. Þar segir einnig að nefndin eigi talsvert starf fyrir höndum vegna rannsóknar á því hvernig farið var með börn og ung- linga á öðrum heimilum og ekki er ráðgert að hún ljúki störfum fyrr en á árinu 2011.     Samanburðurinn á kostnaðinumvið að rannsaka þennan glæp samfélagsins gagnvart varnarlaus- ustu borgurum þess og hugmynd- unum um bætur til fórnarlambanna er afhjúpandi. Glæpinn þarf að rannsaka til fulls en bæturnar til fórnarlambanna mega ekki vera samfélaginu til skammar. Af þessum tölulega samanburði sést að hver nefndarmanna á að fá greiðslur, sem eru margföld upp- hæð á við það sem hver hinna 158 fyrrverandi Breiðavíkurdrengja fengi að lokum í bætur, vegna tjóns, andlegs, líkamlegs og annarra mis- gjörða sem þeir urðu fyrir á meðan á Breiðavíkurdvöl þeirra stóð.     Það á að bæta Breiðavíkurdrengj-unum þann miska sem þeir urðu fyrir og það þarf að gera fljótt og vel. Nú á að ákveða hvaða að- ferðafræði verður beitt og hversu háar bætur hver og einn fær. Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra hlýtur að sjá að svona getur þetta ekki gengið og beita sér fyrir því að málsmeðferð verði hraðað og niðurstöðu náð. Eða hvað? Jóhanna Sigurðardóttir Bætur fyrir glæpi samfélagsins Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 18 heiðskírt Lúxemborg 20 léttskýjað Algarve 28 heiðskírt Bolungarvík 12 heiðskírt Brussel 23 léttskýjað Madríd 35 heiðskírt Akureyri 12 heiðskírt Dublin 15 skýjað Barcelona 27 léttskýjað Egilsstaðir 7 skúrir Glasgow 18 skýjað Mallorca 29 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað London 22 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Nuuk 13 skýjað París 27 léttskýjað Aþena 26 skýjað Þórshöfn 13 skýjað Amsterdam 20 léttskýjað Winnipeg 18 léttskýjað Ósló 19 skýjað Hamborg 18 skúrir Montreal 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Berlín 22 heiðskírt New York 26 heiðskírt Stokkhólmur 20 léttskýjað Vín 25 léttskýjað Chicago 25 skýjað Helsinki 18 léttskýjað Moskva 26 skýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR ER Í FRÍI STAKSTEINAR VEÐUR 13. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.54 0,8 9.57 3,3 16.01 0,9 22.13 3,4 3:37 23:31 ÍSAFJÖRÐUR 5.55 0,5 11.43 1,8 17.54 0,6 23.59 1,9 2:59 24:18 SIGLUFJÖRÐUR 2.05 1,2 8.14 0,3 14.37 1,1 20.19 0,4 2:40 24:03 DJÚPIVOGUR 0.58 0,6 6.58 1,9 13.08 0,6 19.14 1,9 2:57 23:10 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Norðan 5-10 m/s og rigning með köflum norðan til á land- inu og austanlands, en annars skýjað að mestu og þurrt að kalla. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Á föstudag og laugardag Hæg norðaustlæg átt, súld á Norður- og Austurlandi en ann- ars skúrir. Áfram hlýtt suðvest- anlands en svalara fyrir norðan. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað og dálítil súld á aust- anverðu landinu en annars skýjað með köflum og stöku skúrir SV-lands. Kólnar heldur í veðri. JÚLÍTILBOÐ 54.990 VERÐ FRÁ - gott úrval kaffivélar – mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil HLYNUR Jónsson, slitastjóri Spron, segir að beðið sé eftir heimild frá Alþingi til þess að greiða um 120 fyrrverandi starfsmönnum Spron laun. Um leið og heimildin fæst þarf lítið annað en að ýta á „enter“ segir hann í samtali við Morgunblað- ið því búið sé að vinna launakeyrsluna. Lagafrumvarp var lagt fram á Alþingi síðastlið- inn laugardag sem heimilar ótvírætt að laun verði greidd úr þrotabúi Spron. Tildrög frumvarpsins eru að slitsatjórnin til- kynnti starfsmönnunum 30. júní sl. að þeir fengju ekki greidd laun í uppsagnarfrestinum þar sem hún taldi sig ekki hafa lagaheimild til að borga þau. Hlynur segist hafa vakið athygli á þessu í byrjun júní þegar slitastjórnin sá að frumvarp varðandi Straum og Sparisjóðabankann náði ein- ungis til þeirra. Viðskiptanefnd hefur leitað álits viðskiptaráðu- neytis og réttarfarsnefndar og var það samdóma mat þeirra að heimildir skorti ekki. Slitastjórnin fellst ekki á þessa niðurstöðu stjórnvalda en til að valda ekki starfsmönnum Spron frekari óþægind- um var frumvarpið flutt að því er fram kemur í greinargerð með því. helgivifill@mbl.is Fá greitt um leið og heimilt er Lög um að fyrrverandi starfsmenn Spron fái greiddan uppsagnarfrest lögð fyrir þing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.