Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum „Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“ FRÁ LEIKSTJÓRA „THE NOTEBOOK“ Byggð á metsölubók Jodi Picault sem farið hefur sigurför um heiminn Áhrifarík og átakanleg mynd sem skilur engan eftir ósnortinn abigai l bresl in cameron diaz Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á LÍF OG DAUÐA ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM HEIMILDUM, UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI HHH „þessi fallega og átakanlega kvikmynd hlýjar manni bæði um hjartaræturnar og rífur í þær” - Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com Frá leikstjóranum Michael Bay kemur ein flottasta HASARMYND SUMARSINS ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR 750kr. 750kr. 750kr. 750kr. 750kr. Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á LÍF OG DAUÐA. ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM HEIMILDUM, UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ My Sister’s Keeper kl. 8 - 10 LEYFÐ The Hurt Locker kl. 5:30 - 8 - 10:35 B.i. 16 ára Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Ghosts of girlfriends past kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Year One kl. 5:45 - 8 B.i. 7 ára Terminator: Salvation kl. 10:15 B.i. 12 ára My Sister‘s Keeper kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Ghosts of girlfriends past kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 - 8 LEYFÐ Gullbrá og birnirnir 3 kl. 6 LEYFÐ Year One kl. 10:10 B.i. 7 ára Angels and Demons kl. 6 - 9 B.i.14 ára ÞÓTT hljómsveitin Melchi-or hafi verið stofnuð fyr-ir ríflega 35 árum erplatan sem hér um ræðir einungis þriðja breiðskífan sem hún gefur út og munar þar mest um aldarfjórð- ungslanga pásu sem meðlimir tóku sér frá bandinu upp úr 1980. Því er viðbúið að aðdá- endur þríeykisins – en það eru Hilmar Oddsson, Karl Roth og Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson – bregðist kátir við tíðindunum. En fleiri ættu að hafa gaman af plöt- unni en þeir sem muna hinn há- dramatíska stórsmell sveit- arinnar, Alan, frá því seinast á áttunda áratugnum. Þeir sem kunna að meta metnaðarfullt og gáfumannlegt popp, með áhrifum frá þjóðlagamúsík sem og sígildri, verða ekki sviknir af. Nýja platan telur heil sautján lög og er ekki ofsagt að flestallt verði tríóinu að yrkisefni. Hér er ort og kyrjað um hversdagsdýr- indi á borð við gómsæta fiskisúpu, leysiaðgerð á augum og fjall- göngu, og hversdagsamstur eins og þunga lund, miðaldrakrísuna margfrægu og hráslagalegt ís- lenskt sumar. Ástin fær skilj- anlega sinn skerf hér og hvar og þá er sem Hilmar hafi ákveðið að slá botn í slagara sinn „Allur lurkum laminn“ sem Bubbi Mort- hens söng fyrir nálega 25 árum því lagið „Heppinn“ er eins og síðbúinn seinni helmingur laga- tvennu sem skáldið hefur loks lokið við. Sjálfsagt væri það hægð- arleikur að gera tónlist af þessu tagi – þjóðlagaskotna léttpopp- músík með spekingslegum text- um, kryddaða sígildum hljóð- færum – skelfing tilgerðarlega og eftir því óþolandi, en Melchior- liðar halda sig í landhelgi og rúm- lega það. Til þess sjá þeir með því að tefla fram fjölmörgum prýði- lega sömdum og áheyrilegum melódíum, en ekki síður með því að brjóta stemninguna reglulega upp með því að skáka hátíðleik- anum í krafti lúmskrar fyndni og gæta þess að taka sig ekki of al- varlega. Fyrir bragðið þjóna þeir bæði áheyrendum sem þekkja þá frá fornu fari, og sömuleiðis þeim sem er hér í fyrsta sinn boðið í hina hljóðrænu setustofu sem tón- ar þeirra þremenninga setja upp hvar sem verða vill. Þetta er nefnilega prýðilegt kammerpopp, áheyrilegt og kammó. Gott popp í stofuna Melchior – Melchior bbbmn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is STÚLKNAKÓRINN Graduale No- bili tekur ekki lagið á erlendri grundu nema hljóta fyrir það marg- vísleg verðlaun. Sú hefur allavega orðið raunin und- anfarin misseri, og síðast nú um helgina, þegar kórinn stóð sig með prýði í al- þjóðlegri kóra- keppni sem fram fór um helgina í Llangollen í Den- bighskíri í Norð- ur-Wales. Kórinn skipa 24 konur á aldrinum 17 til 26 ára. „Á föstudaginn kepptu þær í kammerkórakeppni, þar sem þær voru eini kvennakórinn. Þar fengu þær silfurverðlaun,“ sagði stoltur kórstjórinn, Jón Stefánsson, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Á laugardaginn kepptu þær svo í kvennakórakeppninni og höfnuðu þar í þriðja sæti. Það var mjög mjótt á munum, munaði til dæmis bara 1,3 stigum á þeim sem lentu í fyrsta sæti og þeim sem lentu í þriðja sæti. Sigurvegarinn var stúlknakór eistneska sjónvarpsins.“ Stigin eru gefin fyrir frammistöð- una, hver kór syngur þrjú lög sem eiga að sýna getu kórsins við flutn- ing á mismunandi stíltegundum. „Okkar fyrsta verk í keppninni í gær var íslenski þjóðsöngurinn. Við áttum að syngja 19. aldar verk og það eru ekki svo mörg þannig til hér á landi. Svo sungum við lag eftir Báru Gríms og enduðum á lagi eftir Hjálmar Ragnarsson sem heitir Barnagæla,“ segir Jón. Syngja kannski fyrir Karl Bretaprins „Það eru alveg ótrúlegar móttök- urnar sem við höfum fengið hérna en við búum í heimahúsum hjá bæj- arbúum. Það eru allir svo elskulegir og gera allt fyrir okkur,“ segir Jón og bætir við að kórinn hafi verið beðinn um að syngja talsvert meira en til stóð í upphafi. „Þær sungu í messu í morgun [sunnudag] og það átti að vera okk- ar síðasti söngur. Við fórum svo á tónleika þar sem tveir heimakórar voru að syngja og þær voru óvænt beðnar um að taka lagið sem þær og gerðu. Á eftir er svo móttaka fyrir dómarana og hæstráðendur hátíð- arinnar og að var verið að biðja þær um að syngja þar,“ segir Jón og bætir við að spurning sé hvort sér- legur verndari hátíðarinnar muni mæta á svæðið, en það er enginn annar en Karl Bretaprins. Árangurinn í Wales er ekkert einsdæmi hjá Graduale Nobili. „Við höfum tvisvar áður farið í al- þjóðlegar keppnir af þessu tagi,“ segir Jón. „Fyrst í Danmörku þar sem þær höfnuðu í öðru sæti og síðan í Finn- landi þar sem stelpurnar unnu tvenn gullverðlaun.“ Svo Jón er greinilega með á sín- um snærum kór á heimsmæli- kvarða? „Ég held að ég geti alveg sagt já við því,“ sagði Jón að lokum. Kór á heimsmælikvarða  Stúlknakórinn Graduale Nobili vann til verðlauna á kóramóti í Wales Morgunblaðið/Birkir Fanndal Góðar Stúlknakórinn Graduale Nobili gerir það gott á erlendri grundu en hann vann til silfur- og bronsverðlauna um helgina. Jón Stefánsson, ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.