Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 ● Bandaríska leyniþjónustan CIA nýtir sér hrun fjármálamarkaða til þess að ráða njósnara með þekkingu á fjár- málum, segir í frétt Times. Frá því í febrúar hefur CIA látið Bandaríkja- forseta í té fregnir af efnahagsmálum. helgivifill@mbl.is CIA ræður Wall Street-bankamenn anna og einnig því að íslenska ríkið hafi ekki markað nægilega skýra stefnu um hvernig það ætli að reka bankanna til framtíðar. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hótaði Mats meðal annars að hætta störfum fyrir ríkið ef vinnu við endurreisn bankakerf- isins yrði ekki hraðað. Engin pólitísk afskipti Með Bankasýslunni er einkum horft til þess að eignarhald ríkisins á bönkunum verði óháð öllum póli- tískum afskiptum. Þó mun hún heyra undir fjármálaráðherra. En búið verður þannig um hnútana, að hann mun ekki hafa nein afskipti af starfseminni. Á fundi, sem fulltrúar helstu stofnana sem borið hafa hitann og þungann af endurreisn bankakerf- isins, þ.e. Fjármáleftirlitsins, Seðla- banka Íslands, viðskipta- og fjár- málaráðuneytis, héldu á dögunum, sagði Josefsson að flýta þyrfti sem mest nauðsynlegum lagabreyting- um til þess að Bankasýslan gæti komist á fót. Hún þyrfti að vera orðin til þegar bankarnir, sem stofnaðir voru á grunni innlendrar starfsemi, fengju eigið fé frá ríkinu, sem verður 17. júlí. Þá er gert ráð fyrir að ríkið leggi bönkunum til 280 milljarða. Áður var áformað að ríkið þyrfti að leggja bönkunum til 385 milljarða, en svo verður ekki miðað við þær áætlanir sem nú liggja fyrir. FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FRUMVARP um stofnun Banka- sýslu ríkisins, sem fara mun með eignarhluti ríkisins í endurreistum bönkum, hefur verið umdeilt á Al- þingi, ekki síst vegna þess að þing- menn óttast að stofnunin muni hafa mikil völd og óbeint stýra íslensku atvinnulífi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta að umtalsefni á Alþingi á föstudaginn og sagði ljóst að yf- irmaður stofnunarinnar myndi ráða miklu um framgang í íslensku at- vinnulífi. „Vonandi tekur sá aðili réttar ákvarðanir,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars og vísaði til for- stjóra Bankasýslunnar. Eftir hrun bankanna í október hefur íslenska ríkið í sífellt meiri mæli þurft að grípa inn í rekstur fyrirtækja sem lent hafa í vanda. Einkum hafa ríkisbankarnir þrír gert það. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra mælir fyrir frum- varpi um stofnun Bankasýslunnar. Hugmyndin að stofnun hennar byggir á mati sænska bankasér- fræðingsins Mats Josefsson sem vinnur sem ráðgjafi í forsætisráðu- neytinu. Josefsson hefur raunar opinber- lega kvartað yfir því hversu hægt hefur gengið að endurreisa bank- Atvinnulífi stýrt af Bankasýslu? Morgunblaðið/Kristinn Mats Josefsson Beitti sér fyrir stofnun Bankasýslunnar. Deilt um Bankasýsluna á Alþingi ● Fyrstu greiðslur til lánardrottna úr þrotabúi Singer & Friedlander í Bretlandi, sem var banki í eigu Kaupþings, verða meiri en áður var talið, upplýsti endurskoðenda- fyrirtækið Ernst & Young, sem stýrir búinu. Reuters greinir frá. Skuldabréfaeigendur, sem eiga kröfur að fjárhæð 250 milljón pund á bankann, fá 20% fjárhæðarinnar í fyrstu greiðslu frá búinu í stað 10% líkt og talið var í maí. En þá var talið að heildarheimtur yrðu ekki minni en 50%, segir í frétt Reuters. helgivifill@mbl.is Lánardrottnar S&F fá meira fyrir sinn snúð ● Viðskiptaumhverfið er víða snúið um þessar mundir. Fjárfestingabank- inn Goldman Sachs er sagður milli steins og sleggju í frétt Reuters. Hann birtir uppgjör á þriðjudaginn og spá sérfræðingar að það verði nokkuð gott – og það í dýpstu fjármálakrísu frá árinu 1929. Aftur á móti segir í fréttinni að ef uppgjörið verði gott muni gagnrýn- endur segja að of mikil áhætta sé tekin í rekstrinum. Og ef það verður lélegt verður sagt að bankinn rísi ekki undir orðsporinu að hann sé djarfari og séðari en keppinautarnir. Almenn- ingsálitið á bankanum gæti beðið hnekki ef hann greiðir út háa bónusa til starfsfólks. helgivifill@mbl.is Máski slæmt að græða ÞETTA HELST ... Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum þann 24. nóvember 2008, var Kaupþingi banka hf., kt. 560882-0419, til heimilis að Borgartúni 19, Reykjavík, veitt heimild til greiðslu- stöðvunar til 13. febrúar 2009. Sú heimild var framlengd þann 19. febrúar með úrskurði til föstudagsins 13. nóvember 2009. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 44/2009 um breytingu á lögum nr. 161/2002 skipaði héraðsdómur Reykjavíkur bankanum slitastjórn þann 25. maí 2009 og hefur hún meðal annars með höndum meðferð krafna á hendur bankanum meðan á greiðslustöðvun stendur og eftir að slitameðferð hefst að lokinni greiðslustöðvun. Bankinn hefur rekið með ótakmarkaðri ábyrgð eftirtalin útibú og firmu: Útibú í Færeyjum: Kaupthing Bank hf. - Filialur av Kaupthing Island, Bókbindaragöta 8, P.O. Box 3090 FO-110 Tórshavn. Faroe Islands, kt. 510107-9930. Útibú í Noregi: Kaupthing Bank hf. - NUF, Olav V’s gt 5, Postboks 1914 Vika, 0161 Oslo, Norway, kt. 611207-9990. Útibú í Finnlandi: Kaupthing Bank hf. - Finnish Branch, Pohjoisesplanadi 37, FIN-00100, 6th floor. kt. 470807-9970. Útibú í Bretlandi: Kaupthing Bank hf. - UK Branch, One Hanover Street, London W1S 1AX England, kt. 680308-9930. Útibú í Svíþjóð: Kaupthing Bank hf. - Filial Sverige, Stureplan 19, 107 81 Stockholm. Sweden, kt. 650308-9800. Útibú í Þýskalandi: Kaupthing Bank hf. - Niederlassung Deutschland, Auf der Körnerwiese 17-19, D-60322 Frankfurt, Germany, kt. 490908-9510. Útibú í Dubai: Kaupthing Bank hf. - DIFC Branch, Office 304, Park Place Building, Sheikh Zayed Road, P.O Box 506748, Dubai , UAE, kt. 680907-9860. Útibú í Qatar: Kaupthing Bank hf. - QFC Branch, QFC Tower 1, Level 8, Doha, Qatar kt. 680907-9940. Útibú í Austurríki: Kaupthing Bank hf. - Zweigniederlassung Österreich, Niederlassung, Österreich, Wollzeile 16/6 A 1010 Wien, kt. 490908-9510. Útibú í Hollandi: Kaupthing Bank hf. - kantoor Amsterdam, Schiphol, Airport Rlik, Het Poortgebouw - Beech Avenue 54 - 80, Netherlands, kt. 520908-9510. Útibú á Spáni: Kaupthing bank hf. - Succursal en Espana, Paseo de la Castellana 135 - Planta 8a Madrid - 28 – Madrid, kt. 490908-9860. Útibú í Frakklandi: Kaupthing Bank hf. - Succursale en France, 19 Boulevard Malsherbes, 75008 Paris, kt. 490908-9780. Útibú á Ítalíu: Kaupthing Bank hf. - Filiale Italiana, Conca del Naviglio 18, Milano, Italy kt. 590908-9320. Útibú á Írlandi: Kaupthing Bank hf. - Branch in Ireland, Upper Pembroke Street 28-32, Dublin 2, Ireland. Frestdagur er 15. nóvember 2008, sbr. ákvæði III til bráðabirgða í lögum nr. 44/2009 um breytingu á lögum nr. 161/2002. Upphafsdagur kröfumeðferðar miðast við gildistöku laga nr. 44/2009 og er 22. apríl 2009, sbr. 2. tölulið ákvæðis II til bráðabirgða þeirra laga. Hér með er skorað á alla þá, sem telja til hvers kyns skulda eða annarra réttinda á hendur Kaupþingi banka hf. eða eigna í umráðum bankans, að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir slitastjórn bankans innan sex mánaða frá fyrri birtingu innköllunar þessarar í Lögbirtingarblaðinu þann 30. júní 2009. Kröfulýsingar skulu hafa borist slitastjórn í síðasta lagi 30. desember 2009 og skal efni þeirra vera í samræmi við fyrirmæli 2. og 3. mgr. 117. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Kröfulýsingar skulu sendar til: Slitastjórn Kaupþings banka hf. Borgartúni 19 105 Reykjavík Vegna áðurnefndra lagaákvæða er því beint til kröfuhafa að í kröfulýsingu komi fram sund- urliðuð fjárhæð kröfu þann 22. apríl 2009. Kröfum í erlendri mynt skal lýst í viðkomandi mynt. Kröfuhöfum frá aðildarlöndum Evrópska efnahagssvæðisins eða Fríverslunarsamtaka Evrópu er heimilt að lýsa kröfum á tungumáli heimalands síns. Slíkum kröfulýsingum skal fylgja íslensk þýðing en þó er heimilt að lýsa kröfu á ensku án þess að þýðing fylgi. Aðrir kröfuhafar geta lýst kröfum sínum a íslensku eða ensku. Sé kröfum ekki lýst innan framgreinds frests gilda um það sömu réttaráhrif og um vanlýsingu kröfu skv. 118. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og telst hún því fallin niður gagn- vart Kaupþingi banka hf. nema undantekningar í 1.-6. tölulið lagaákvæðisins eigi við. Sérstaklega er áréttað að með því að lýsa kröfu sinni telst kröfuhafi hafa fallist á brottfall þagn- arskyldu (bankaleyndar) að því er varðar viðkomandi kröfu. Hér með er boðað til kröfuhafafundar og verður hann haldinn föstudaginn 29. janúar 2010 kl. 10.00, að Hilton Hotel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Rétt til setu á fundinum eiga þeir sem lýst hafa kröfu á hendur bankanum. Á fundinum verður fjallað um skrá yfir lýstar kröfur og afstöðu slitastjórnar að því leyti sem hún liggur fyrir. Skrá yfir lýstar kröfur verður aðgengileg þeim sem lýst hafa kröfum á hendur bankanum að minnsta kosti viku fyrir framangreindan fund. Nánari upplýsingar um kröfulýsingar og meðferð krafna munu gerðar aðgengilegar á heima- síðu bankans, www.kaupthing.com. Slitastjórn beinir eftirtöldum tilmælum til kröfuhafa: a) að upplýsa um tölvupóstfang sitt eða umboðsmanns síns í kröfulýsingu til að auðvelda miðlun upplýsinga, b) að tilgreina bankareikning til að auðvelda útgreiðslu, þegar og ef til hennar kemur. Kröfuhafar eru hvattir til að lýsa kröfu sem fyrst þar sem líkur eru á því að fjöldi kröfulýsinga verði umtalsverður. Reykjavík, 6. júlí 2009. Slitastjórn Kaupþings banka hf. Davíð B. Gíslason hdl. Feldís L. Óskarsdóttir hdl. Ólafur Garðarsson hrl. INNKÖLLUN KAUPÞING BANKI HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.