Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 22
22 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 1 9 4 4 2 8 6 5 2 9 8 7 6 5 4 9 5 3 2 8 1 5 9 6 3 9 2 5 4 6 4 7 9 1 2 1 6 5 8 7 4 3 6 7 1 3 4 2 5 7 1 2 3 4 3 8 9 9 2 5 3 8 1 6 3 5 8 3 5 7 4 1 9 6 8 4 2 9 7 5 1 6 3 7 9 1 2 6 3 8 5 4 5 6 3 4 8 1 2 7 9 1 8 5 7 3 9 6 4 2 4 2 7 8 1 6 9 3 5 6 3 9 5 4 2 7 8 1 9 7 6 1 5 4 3 2 8 3 1 4 6 2 8 5 9 7 2 5 8 3 9 7 4 1 6 6 3 1 8 9 5 2 4 7 9 2 7 4 3 6 5 1 8 5 8 4 7 1 2 3 9 6 7 9 2 1 4 8 6 5 3 3 6 8 5 7 9 4 2 1 4 1 5 2 6 3 7 8 9 8 4 3 6 5 1 9 7 2 1 7 9 3 2 4 8 6 5 2 5 6 9 8 7 1 3 4 3 6 9 4 7 1 8 2 5 4 7 2 5 8 6 1 3 9 5 1 8 2 3 9 4 6 7 6 2 1 9 4 8 5 7 3 8 3 4 7 5 2 6 9 1 7 9 5 6 1 3 2 4 8 9 4 3 8 6 5 7 1 2 1 5 7 3 2 4 9 8 6 2 8 6 1 9 7 3 5 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 13. júlí, 194. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yð- ar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20.) Umræða um heimilisofbeldigegn körlum er löngu tíma- bær. Hingað til hefur umræða um heimilisofbeldi nær eingöngu snú- ist um ofbeldi karla gegn sam- býliskonum sínum. Ofbeldi gagnvart konum er meinsemd sem þarf að uppræta úr íslensku samfélagi. Hversu mörg líf hafa skemmst fyrir tilstuðlan ofbeldismanns? Víkverji óttast að þau séu mörg. x x x Það breytir því hins vegar ekkiað gæta þarf jafnræðis þegar rætt er ofbeldi á heimilum. Margir karlar fara illa út úr samböndum sínum við konur. Þar geta karlar staðið eftir á sviðinni jörð með brostið sjálfsmat og skertan lífsvilja, rétt eins og kon- ur af hendi ofbeldismanna. Sá er meginmunurinn að til er stuðningsnet fyrir konur sem verða fórnarlömb heimilisofbeldis. Deila má um hvort það sé nógu öflugt en hitt er ljóst að það er til staðar. Þegar karlar eru beittir ofbeldi af hálfu kvenna eru úrræðin ekki mörg. Samfélagið hefur líka tak- markaðan áhuga á hlutskipti þeirra. Jafnvel karlar geta verið körlum verstir þegar þeir segja kyn- bræðrum sínum að bíta á jaxlinn. Öll él birti upp um síðir. x x x Þetta viðhorf kallar á endurmat.Sum sár gróa seint eða aldrei. Sú leið að byrgja hlutina inni er ekki vænleg til árangurs. Fjölmiðlar eiga mikla sök á því hvernig komið er fyrir þessari um- ræðu. Staðhæfingar um að ríflega fjórða hver kona hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tímann á ævinni eftir 16 ára aldur þarf að setja í samhengi við tölur um ofbeldi gegn körlum. Einhliða umfjöllun ætti að heyra sögunni til. Sú grundvallar- regla að setja hlutina í samhengi hefur ekki verið virt í þessari um- ræðu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ná í, 4 klofhátt stígvél, 7 leggja í rúst, 8 tilgerðarleg manneskja, 9 gyðja, 11 þekkt, 13 hugboð, 14 vinnuvélina, 15 alið, 17 jörð, 20 skel, 22 kynið, 23 borguðu, 24 reiður, 25 svefnhöfgi. Lóðrétt | 1 fjörmikil, 2 kýrin, 3 hermir eftir, 4 rass, 5 kústur, 6 flýtinn, 10 smyrsl, 12 gagnleg, 13 lét af hendi, 15 vís- indi, 16 nafnbót, 18 skjall, 19 látna, 20 flan- ar, 21 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skarkolar, 8 losti, 9 kamar, 10 góa, 11 klafi, 13 nenna, 15 grugg, 18 ónæði, 21 lús, 22 slaga, 23 ætlar, 24 óskaplegt. Lóðrétt: 2 kássa, 3 reigi, 4 orkan, 5 auman, 6 flak, 7 hráa, 12 fag, 14 enn, 15 gust, 16 unaðs, 17 glata, 18 ósæll, 19 ærleg, 20 irra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. Rf3 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Rc3 Bg7 6. g3 O-O 7. Bg2 Rc6 8. O-O a6 9. c5 Da5 10. Rb3 Dd8 11. Ra4 a5 12. e4 d6 13. cxd6 exd6 14. h3 He8 15. He1 Hb8 16. Bf4 Re5 17. Rc3 b5 18. Rd4 Bd7 19. Hc1 Db6 20. b3 h6 21. Be3 Da6 22. De2 Db7 23. f4 b4 24. Rd5 Rc6 Staðan kom upp á helgarskákmóti Tímaritsins Skákar sem haldið var í Ísafirði/Bolungarvík árið 1980. Ómar Jónsson hafði hvítt gegn Róbert Harðarsyni. 25. Rxf6+! Bxf6 26. Rxc6 Bxc6 27. Hxc6! Dxc6 28. e5 d5 29. exf6 Dd6 30. Df2 d4 31. Bc1 Hxe1+ 32. Dxe1 Dxf6 33. Bb2 Hd8 34. Bf1 og hvítur vann um síðir. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Varnarstífla Norður ♠D3 ♥KD974 ♦D98 ♣872 Vestur Austur ♠10975 ♠Á642 ♥632 ♥5 ♦10732 ♦KG4 ♣DG ♣K9654 Suður ♠KG8 ♥ÁG108 ♦Á65 ♣Á103 Suður spilar 4♥. Austur vakti létt á einu laufi, suður sagði grand, norður yfirfærði í hjarta og keyrði svo í geim. Út kemur ♣D og sagnhafi grettir sig í huganum: „Þetta verður brekka.“ Eins og stundum áður er lykilinn að lífshamingjunni að finna í fyrsta slag. Það má alls ekki dúkka ♣D. Sagnhafi verður að gera ráð fyrir laufstíflu, þannig að tími gefist til að fría spað- ann. Sem sagt: drepið á ♣Á, trompin tekin í þremur umferðum og ♠Á sótt- ur. Framhaldið veltur á því hvernig vestur notar innkomuna á ♣G. Spili hann spaða, hendir sagnhafi tígli niður og endaspilar austur í laufi. En vænt- anlega spilar vestur tígli. Þá reiknar sagnhafi með millispili í vestur: setur áttuna í borði og drepur gosann, hend- ir laufi í fríspaða og svínar loks tíg- ulníu. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert þannig gerður að þú vilt að hrós komi þér á óvart. Lærðu bara af reynslunni og láttu það ekki gerast aftur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hlustaðu á stjórnendur, umsjón- armenn og yfirboðara í dag. Ef þú til- greinir nákvæmlega hvað þú vilt er lík- legra að þú fáir það fyrr. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert eitthvað orkulaus í dag og því er hætt við að þú búir ekki yfir nægi- legu sjálfstrausti til að verja hagsmuni þína. Taktu upp önnur og betri vinnu- brögð. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ef þú heldur of fast í ótilgreindan samning, gæti farið svo að þú misstir hann. Svo þú skalt halda hlutleysi þínu fyrir alla muni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Efnislegur ávinningur virðist sífellt mikilvægari, sem og metnaðarfull sókn eftir titlum og metorðum. Vertu sjálfum þér samkvæmur og þá muntu uppskera laun erfiðis þíns. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Forðastu hina athyglissjúku. Leyfðu þeim að blómstra og láttu liti og ljóð vera hluta af daglegu lífi þínu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú verður að ljúka við þau verkefni sem þú hefur tekið að þér áður en þú ger- ir þér dagamun. Farðu út í náttúruna og njóttu vel. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Taktu vinnuna aðeins minna alvarlega og einbeittu þér að því að hugsa vel um skjólstæðinga og vini. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Gættu þess að taka þig sjálfan ekki of hátíðlega heldur leyfðu hlutunum að þróast af sjálfu sér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Skortur og tafir gætu gert vart við sig í vinnu. Reyndu að ná jafnvægi milli þess sem þú vonar og hvað getur í raun gerst. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það eina sem maður á að muna þegar maður er djúpt sokkinn í eitthvert verkefni, er að reyna að halda áhyggj- unum í skefjum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Einbeittu þér að verkefnum sem eru mikilvæg þótt þau séu kannski ekki brýn. En kannski kunna ekki allir að meta það. Stjörnuspá 13. júlí 1864 Fjórtán manns drukknuðu í lendingu við Péturseyjarmel í Mýrdal. Á skipinu voru 27 manns á leið frá Vest- mannaeyjum. 13. júlí 1957 Nesti í Fossvogi var opnað. „Nýstárlegur veitingastaður,“ sagði Tíminn. Morgunblaðið sagði: „Ekki þarf fólk að fara úr bílunum til að fá af- greiðslu.“ Ári síðar var opnað Nesti við Elliðaár. 13. júlí 1973 Nýja eldfjallið á Heimaey hlaut nafnið Eldfell, að tillögu Örnefnanefndar. Fjallið hafði myndast í gosinu sem stóð frá því í janúar og fram í júní. 13. júlí 1987 Verksmiðja Málningar hf. í Kópavogi brann til kaldra kola ásamt tækjum og birgð- um. „Húsið alelda á svip- stundu,“ sagði DV og taldi tjónið vera um áttatíu millj- ónir króna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Júlía Jakobsdóttir, Bríet Sig- tryggsdóttir, Magnús Geir Kjart- ansson og Snæfríður Kjartansdóttir héldu tombólu við Pétursbúð og 10- 11 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þau söfnuðu 3.842 krónum sem þau færðu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta ,,ÆTLI maður mæti ekki bara í vinnuna,“ segir Jens M. Magnússon, trésmíðameistari. Ekkert sér- stakt sé á dagskránni en kvöldinu verði eytt heima í faðmi fjölskyldunnar. ,,Vonandi gefur konan mér eitthvað gott að borða, kannski einhvern góðan kjúklingarétt. Ég á annars marga uppáhaldsrétti þannig að hún hefur úr mörgu að velja.“ Jens sagðist ekki hafa neinar afmælisóskir en það væri ekki erfitt að gera honum til hæfis. Hann væri mikið fyrir að spila golf og ófáar afmælisgjafirnar tengdust því áhugamáli. Þær væru alltaf vel þegn- ar. Öll fjölskyldan spilar golf saman en þau Jens og Sigurlína Gunnarsdóttir, kona Jens, eiga tvo syni, þá Magnús Hauk, 16 ára, og Gunnar Orra, 11 ára. Fjölskyldan á sumarhús í Grímsnesinu, við hliðina á golfvellinum á Kiðjabergi. ,,Þetta gæti varla verið hentugra; ætli við spilum ekki golf svona tvisvar í viku. Maður lætur veðrið yfirleitt ekki stoppa sig og það þarf að vera hið versta slagveður svo ekki sé farið á völlinn,“ segir Jens. Spurður um draumaafmælisdaginn sagði Jens að það væri dagur á St. Andrews- golfvellinum í Skotlandi sem myndi ljúka með góðum kvöldverði; nautasteik og góðu rauðvíni. sigrunerna@mbl.is Jens M. Magnússon trésmíðameistari 45 ára St. Andrews væri toppurinn Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.