Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Tempur – 15 ár á Íslandi
Frábær afmælistilboð í júlí
Te
m
pu
r 15 ár á Ísland
i
Te
m
pur 15 ár á
Ísl
an
d
i
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
EMBÆTTI landlæknis hefur pantað
300 þúsund skammta af bóluefni
gegn svínaflensuveirunni H1N1.
Framleiðslan er að hefjast á bóluefn-
inu og er von á því á haustmánuðum.
Skammtarnir eiga að duga til að
bólusetja helming þjóðarinnar.
Kostnaður hleypur á hundruðum
milljóna.
„Þegar bóluefnið kemur gerum við
ráð fyrir að margir verði þegar búnir
að fá flensuna. Við ætlum því að ein-
beita okkur fyrst og fremst að
áhættuhópum, eins og þeir verða skil-
greindir þegar þetta kemur. Þetta
verður þá fyrir
þann helming
þjóðarinnar sem
við höfum bólu-
efni. En svo höf-
um við auðvitað
inflúensulyf líka,
eins og Tamiflu og
Relenza,“ segir
Haraldur Briem
sóttvarnarlæknir.
Bólusetja þarf tvisvar, þannig að 300
þúsund skammdar duga fyrir helm-
ing þjóðarinnar.
Breytist í venjulega flensu
Verið er að endurskilgreina hverj-
ir teljist vera í áhættuhópum.
„Venjulega mælumst við til þess að
allir sem eru komnir yfir sextugt nýti
sér hina árstíðabundnu bólusetningu.
Nú kann þetta að breytast. Það getur
verið að við leggjum áherslu á að
yngra fólkið láti bólusetja sig því það
sýnir sig að þeir sem eru yfir sextugu
virðast einhvern tímann á árum áður
hafa komist í kynni við inflúensu sem
líkist þessari. Þannig virðist eldra
fólkið vera svolítið varið, eins og var
t.d. í spænsku veikinni,“ segir Har-
aldur.
Reiknað er með að svínaflensan
breytist í venjubundna inflúensu síð-
ar meir, að sögn Haralds, og þá verði
samið um kaup á bóluefninu á hverju
ári þar eftir.
Hálf þjóðin bólusett
Landlæknisembættið hefur pantað bóluefni gegn svínaflensuveirunni
Væntanlegt til landsins á haustmánuðum Forgangshópar endurskilgreindir
» Bóluefnið dugar fyrir um 150 þúsund manns
» Efnið kostar nokkur hundruð milljónir króna
» Fjórir hafa greinst með svínaflensu hér á landi
» Búist við fleiri tilfellum þegar líður á sumarið
Haraldur Briem
TANKARNIR KOMNIR Á ÁFANGASTAÐ
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
leið inn fjörðinn. Verksmiðjan verður notuð við
nýja loðnubræðslu HB Granda á Vopnafirði.
gærkvöldi til Vopnafjarðar. Ferðin tók þrjá daga
og var myndin tekin þegar skip og farmur voru á
PRAMMI sem flytur tíu stóra mjöltanka fiski-
mjölsverksmiðju HB Granda úr Örfirisey kom í
„ÉG lít út eins og rassskelltur karfi af allri sólinni og ég er
orðinn býsna þreyttur. Það verður gott að fara í langt og
gott bað eftir slarkið,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem
kom til Reykjavíkur í gær úr frækilegri ferð um hálendið á
fjórhjóli. Eitt af markmiðum ferðarinnar var að safna í sjóð
til að bæta aðgang fatlaðra í Landmannalaugum og skoða
aðgang fyrir fatlaða sem hingað til hafa ekki fjölmennt upp
á hálendi.
Lamaðir þeysa um allar koppagrundir
Þess verður líklega ekki langt að bíða að lamaðir þeysi um
allar koppagrundir því Jón Gunnar og Ingólfur Stefánsson,
ferðafélagi og vinur hans hjá ferðaskrifstofunni Safaris,
hyggjast skipuleggja ævintýraferðir fyrir fatlaða. Jón
Gunnar segir að vissulega þurfi að gera nokkrar úrbætur á
hálendinu. „Skálarnir eru gamlir og reistir á tímum þegar
fólk í hjólastólum var ekki að þvælast þar um,“ segir hann
og hlær. „Hins vegar eru það engar stórframkvæmdir, það
væri kannski dagsverk fyrir tvo að laga skálann í Nýjadal.“
Hann segir ferðina hafa gengið vonum framar. Einu sinni
hafi hann gert ferðafélögum sínum þann vinargreiða að
festa sig í sandbleytu til að leyfa þeim að nota græjurnar og
draga sig upp. Þá hafi taska með öllu hans hafurtaski
gleymst í skálanum í Kistufelli „Það varð nú til gæfu því
vélaverkstæðið Kistufell frétti af þessu og ákvað að gefa 100
þúsund krónur í söfnunina. Og á meðan ferðafélagi minn
þvældist til baka til að endurheimta töskuna borðaði ég
lummur hjá landverði.“ svanbjorg@mbl.is
Ætlar að skipuleggja æv-
intýraferðir fyrir lamaða
Morgunblaðið/Golli
Hálendisfarinn Jón Gunnar Benjamínsson (t.v.), sem er
lamaður fyrir neðan mitti, nýkominn til Reykjavíkur.
Lætur ekki lömun stoppa sig
Fór um hálendið á fjórhjóli
ANNIE Mist Þórisdóttir og Svein-
björn Sveinbjörnsson voru í 2. og 14.
sæti á heimsleikunum í CrossFit í
Kaliforníu í gærkvöldi þegar sjö lot-
um af átta var lokið. Alls hófu 75 karl-
ar og 75 konur keppni á laugardaginn
en aðeins 16 efstu í hvorum flokki
fengu að halda áfram keppni í gær.
Meðal þeirra keppnisþrauta sem þau
hafa glímt við eru langhlaup, róður,
beiting sleggju til að reka járnstöng
niður í jörðina og sprettur upp bratta
brekku með þunga sandpoka.
Annie og Sveinbjörn eru fyrstu Ís-
lendingarnir sem taka þátt í leikun-
um en þeir voru nú haldnir í þriðja
sinn. Þau unnu sér inn þátttökurétt
þegar þau sigruðu á íslensku Cross-
Fit-leikunum en bæði eiga þau að
baki langan feril í íþróttum, t.a.m. á
skíðum, í fimleikum, Tae Kwon Do,
dansi, stangarstökki og Bootcamp.
ylfa@mbl.is
Hraust Annie Mist Þórisdóttir og
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Góður árangur á
CrossFit-heimsleikum
Komust í
gegnum
síuna
TVEIMUR jeppum var ekið út af
veginum í Mývatnsöræfum í gær-
kvöldi. Tilkynnt var um bílveltu
klukkan 17 og að tveir væru slasaðir
í bílnum. Lögregla fór á staðinn
ásamt sjúkrabílum frá Húsavík en í
þann mund sem hún kom á vettvang
var tilkynnt um aðra bílveltu 13 km
austar. Þar var kona slösuð.
Konan var flutt til Húsavíkur og
reyndist lítið slösuð. Parið í fyrra
slysinu var hins vegar meira slasað
og var það flutt til Akureyrar.
Slösuðust í
bílveltum