Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Áheyrandi Það var engu líkara en að þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson legði við hlustir þegar þau Megas og Magga Stína tóku lagið, við undirspil Senu- þjófanna, í blíðviðri í Hljómskálagarðinum sl. föstudagskvöld. Það þótti mörgum afar viðeigandi enda hefur skáldið oft komið við sögu í textum Megasar. Golli Ómar Ragnarsson | 12. júlí 2009 Hver vill vera í hlutverki Óla skans? Enginn. Vafasamt er hvort nokk- urn tíma verður upplýst um tíðni heimilisofbeldis kvenna gagnvart körlum. Þetta verður áfram óupp- lýst stærð og óráðin gáta. Það er feimnismál fyrir karla að vera undir járnhæl kvenna sinna, samanber vísurnar gömlu um Óla skans sem var "ógnar vesalingur" og var alger andstæða við Völu, konu sína. Um það skass var sungið: "Vala hans, Vala hans, veit nú hvað hún syngur." Sem sagt ekki aðeins líkamlegir yfirburðir heldur fyrst og fremst andlegir yfirburð- ir. Vala niðurlægði Óla á allan hátt og lét hann heyra það að að hann væri naut- heimskur: "Þú ert naut, þú ert naut, / þannig hóf hún tölu. / Óli gaut, Óli gaut / augunum til völu. Óli, Óli, Óli skans. / Voðalegur vargur er hún Vala, kona hans." Hvaða karlmaður vill viðurkenna að vera í hlutverki Óla skans? Auðvitað eng- inn. Hann verður hafður að háði og spotti eins og vesalingurinn Óli. Meira: omarragnarsson.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 12. júlí 2009 Íþróttaólæsi Eitt af því sem ég er þakklátust fyrir í lífinu er að hafa alist upp hjá gömlu fólki þar sem mér var kennt að lesa þannig að ég gúffaði í mig öllu á prenti frá fimm ára aldri. Meira að segja Herópinu. Ég hef oft velt því fyrir mér, nokkuð góð með mig bara, hversu skelfileg örlög það væru að geta ekki lesið. Svo hef ég áttað mig á því smátt og smátt að ég er að hluta til ólæs. Það er allt vaðandi í íþróttafréttum út um alla miðla. Þegar sjónvarp og útvarp er annars vegar er auðvelt að slökkva og snúa sér að öðru en samt truflar það mig alveg ferlega að skilja ekki hvað það er sem fólk er svona í skýjunum yfir. Meira: jenfo.blog.is Á NÆSTU dögum mun Al- þingi greiða atkvæði um það hvort Ísland sækir um aðild að Evrópusambandinu. Rétt er að leggja áherslu á að ályktunin snýst aðeins um tvennt: 1. Að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ES og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæða- greiðsla um væntanlegan að- ildarsamning. 2. Að ríkisstjórnin fylgi sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar. Þeir sem segja nei hafna því að þjóðin fái tækifæri til þess að greiða sjálf atkvæði um þann samning sem kann að nást. Það er gamaldags þankagangur og ekki í samræmi við hugmyndir manna um nýtt Ísland. Og heldur ekki í samræmi við ályktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins um málið. Kjós- endur eiga rétt á því að taka sjálfir afstöðu um sína hagsmuni í þessu máli sem varðar meginhagsmuni þjóðarinnar um langa fram- tíð. Hvað sögðu sjálfstæðismenn? Í umræðum um landsfundarályktunina hafa flestir staðnæmst við ákvæði um sér- staka atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Trúir ályktuninni hafa formaður og varafor- maður flokksins lagt fram breytingartillögu þar að lútandi. Gleymst hefur að í sam- þykktinni komu líka fram eftirfarandi atriði um samningaviðræður: 1. Kostir aðildar tengjast helst gjaldmið- ilsmálum og ljóst að ýmis álitamál verða að- eins skýrð í viðræðum, hvort sem þær snúast um gjaldmiðilinn eða aðild. 2. Setja skuli fram skilgreind markmið og samningskröfur. 3. Ekki verði gefin eftir til ann- arra þjóða eða samtaka þeirra yf- irráð yfir auðlindum Íslands og að standa beri vörð um innlenda matvælaframleiðslu. 4. Niðurstaða úr samnings- viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði borin undir þjóðaratkvæði. Breytingartillaga sjálfstæð- ismanna er eðlilegt framhald af niðurstöðum landsfundar. Í pólitík ná menn hins vegar ekki alltaf fram öllum sínum kröfum. Óháð því hver niðurstaða Alþingis verður um þessa breytingartillögu ber þing- mönnum flokksins skylda til þess að standa vörð um aðra liði landsfundarályktunar. Þar er beinlínis undirstrikað að álitamál verða aðeins skýrð með viðræðum. Af þeirri ástæðu einni er eðlilegt að flokkurinn styðji aðildarumsókn. Ef Ísland sækir um aðild munu eiginlegar viðræður í fyrsta lagi hefjast um næstu ára- mót. Mjög mikilvægt er að tíminn fram að því verði nýttur til þess að undirbúa um- sóknina sem allra best. Viðræðuferlið þarf að vera með þeim hætti að ekki skapist tor- tryggni um vinnubrögð. Þar verða sjálf- stæðismenn að koma að verki. Flokkurinn hefur alltaf verið í forystu í utanríkismálum þjóðarinnar og má ekki skerast úr leik í þetta sinn. Honum ber að vinna að því að tryggja að í viðræðum náist sem bestur samningur. Þjóðin sjálf á svo síðasta orðið um það hvort samningurinn verður sam- þykktur. Enginn heilvita maður vill afhenda öðrum þjóðum íslenskar auðlindir. Það yrði í fyrsta sinn sem Evrópusambandið sölsaði undir sig auðlindir annarra ríkja og afar illa þyrfti að halda á málum til þess að svo færi í samningum Íslendinga. Að sjálfsögðu þarf Sjálfstæðisflokkurinn engu að síður að gæta þess að svo fari ekki. Ekkert í ályktun landsfundar Sjálfstæð- isflokksins segir að þingmenn flokksins eigi að koma í veg fyrir viðræður við Evrópu- sambandið. Þvert á móti er undirstrikað að þær séu nauðsynlegar. Því eiga þingmenn að stuðla að því að samningaumleitanir hefjist og að niðurstaða úr þeim verði góð. Til þess að svo megi verða þarf utanrík- isráðherra að lýsa því skýrt yfir að fylgt verði þeim vinnubrögðum sem hér er lýst. Allar leiðir til endurreisnar Öllum er ljóst að sáralítið hefur verið gert til þess að reisa Ísland við síðan í októ- ber síðastliðnum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur komið fram með heildstæða áætlun til framtíðar. Íslendingar verða að ná stjórn á ríkisfjármálunum, þeir þurfa að koma bankakerfinu í gang og raunhæfar lausnir þarf vegna fjármála heimila og fyrirtækja. Á sama tíma verður þjóðin að snúa aftur inn í alþjóðasamfélagið þannig að hún njóti lánstrausts á ný. Kreppan hefur kennt þeim sem geta lært að í framtíðinni geta Íslend- ingar ekki verið með gjaldmiðil eins og krónuna, örmynt sem má sín lítils í gróða- bralli ófyrirleitinna spákaupmanna sem geta í einu vetfangi fært fyrirtæki og fjöl- skyldur frá allsnægtum til örbirgðar. En þjóðin þarf líka pólitíska bandamenn. Eng- inn þarf jafnmikið á bandamönnum að halda í milliríkjadeilum og smáþjóð. Heyrst hefur að sumir líti svo á að at- kvæðagreiðslan um aðildarviðræður sé hluti af stríði sem Sjálfstæðisflokkurinn berjist nú í af fullum þunga. Við hverja er það stríð? Það má til sanns vegar færa að rík- isstjórnarflokkarnir hafa ekki haldið vel á málum að undanförnu og þar er hver hönd- in upp á móti annarri. Einmitt þess vegna er það mikilvægt að til sé í landinu ábyrgur flokkur sem setur þjóðarhagsmuni fram fyrir stundarþras. Evrópusambandið bíður örugglega ekki spennt eftir því hvort Ís- lendingar sækja um. Þeir einu sem skaðast á því að ekki verði látið á aðildarviðræður reyna eru íslenska þjóðin. Í stríði byrja menn ekki á að skjóta sig í fótinn. Við upphaf umræðna um tillöguna á Al- þingi flutti formaður Sjálfstæðisflokksins ræðu þar sem hann rakti marga kosti að- ildar að Evrópusambandinu, þó svo að hann teldi að hún væri ekki hnökralaus. Andi ræðunnar var sá að óskynsamlegt væri að hafna aðild að óskoðuðu máli. Aldrei hefur verið jafnmikilvægt og nú að þjóðin haldi öllum leiðum út úr kreppunni opnum. Þeir sem segja nei við viðræðum við Evrópusam- bandið loka dyrum sem vænlegastar eru í peningamálum og alþjóðasamvinnu. Nei er uppskrift að áframhaldandi stöðnun og þrengingum þjóðarinnar um langa framtíð. Hver vill bera ábyrgð á því? Eftir Benedikt Jóhannesson » Þar verða sjálfstæðismenn að koma að verki. Flokk- urinn hefur alltaf verið í for- ystu í utanríkismálum þjóð- arinnar og má ekki skerast úr leik í þetta sinn. Honum ber að vinna að því að tryggja að í við- ræðum náist sem bestur samn- ingur. Benedikt Jóhannesson Þjóðarhagur umfram allt annað Höfundur er framkvæmdastjóri. BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.