Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Heilsa REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI STREITU- OG KVÍÐALOSUN Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sérfræðingur í EFT, sími 694-5494, www.EFTiceland.com. Nudd Temple Massage Whole Body Healing Massage based on Tantric principles. For men, women and couples. Tel. 698 8301. www.tantra-temple.com Húsnæði óskast Leiguíbúð óskast í miðbæ Reykjavíkur Bræður utan að landi, sem eru í háskólanámi, vantar íbúð til leigu miðsvæðis í Reykjavík, helst þriggja herbergja. Greiðslugeta 70-100 þúsund. Uppl. í síma 867-4658, Ingi. Sumarhús Örfá gestahús 20 m² til sölu á gamla genginu. Verð kr. 790.000. Spónasalan ehf. Smiðjuvegi 40, gul gata, sími 567 5550. Sumarhús til leigu. Staðsett á fallegum útsýnisstað við árbakka í Borgarfirði. Ekkert rafmagn, ekkert sjónvarp, bara kertaljós, arineldur og rómantík. Hentar ekki hópum. Sumarhúsaþjónustan sf., símar 565 0631 og 821 0631. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum.til sölu Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Tómstundir Öflugir fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is Til sölu Hús í garðinn JABO HÚS Ármúla 36 Sími 581 4070 www.jabohus.is www.jabo.se Geymsla 7,6 fm Barnahús 4,1 fm og 2,5 fm            Íslenskur útifáni Stór 100x150 cm. 3.950 kr. Krambúðin, Skólavörðustíg 42, Strax Laugarvatni, Strax Mývatni, Strax Seyðisfirði, Strax Flúðum, Úrval Selfossi, Úrval Egils- stöðum, Hyrnan Borgarnesi, Strax Búðardal. Óska eftir KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is , í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta Þjónaleiga og veisluþjónusta Þjónaleiga og veisluþjónusta fyrir allar veislur og samkomur, hafðu samband og fáðu tilboð, s. 869-3515, orripall@hotmail.com Byggingar Experienced builders available Experienced builders available. Plastering, painting, tiling, dry-lining, paving, flooring, window & door in- stallation etc. Quality work guaran- teed, contact: 845 0757. Ýmislegt Léttir og þægilegir dömuskór úr leðri. Stærðir: 36 - 40. Litir. Rautt og svart. Verð: 11.500.- Flottir skór úr leðri, dömum á öllum aldri til upplyftingar. Stærðir: 36 - 40. Litir: Hvítt og rautt. Verð: 11.500.- Mjög þægilegir dömuskór úr leðri. Stærðir: 36 - 40. Litur: svart. Verð: 10.200.- Bara flottir skvísuskór úr leðri. Stærðir: 36 - 40. Litir: Rautt og hvítt. Verð: 10.200.- Sérlega þægilegir dömuskór úr mjúku leðri með opinni tá. Stærðir: 36 - 40. Litur: svart. Verð: 13.950.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Lokað á laugardögum. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Keramikofn Óska eftir keramikofni með tölvu. Upplýsingar í síma 618 0030 og 897 0490. I Tilboð: Sportlegir og þægilegir herraskór úr leðri á tilboðsverði kr. 3.500. Margar gerðir og litir. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Glow & blikkvörur fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á www.hafnarsport.is og skoðaðu úrvalið. Vélar & tæki Til leigu með/án manns Gerum einnig tilboð í hellulagnir og drenlagnir. Upplýsingar í síma 696 6580. Bátar Strandveiðimenn Fiskiker gerðir 300, 350, 450 og 460. Línubalar 70 og 80 l. Allt íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. www. borgarplast.is Völuteig 31, Mosfellsbæ, s: 561 2211. Bílaþjónusta                       !       "  #   $%& '    ( )  *  +                 ! "#$ %#&'(  ) Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Raðauglýsingar Óska eftir Afrakatæki óskast Vélsmiðjan Normi leitar eftir afrakatækjum til kaups eða leigu, með mikla afkastagetu. Vinsamlegast hafið samband við Sævar í síma 897 9741 eða Ásbjörn í síma 821 2696. hafði verið með, en við trúum því að andi hans fylgi okkur áfram. Hans verður minnst sem skemmtilegs og góðs félaga. Við Þytsfélagar sendum aðstandendum Hafþórs okkar dýpstu samúðarkveðjur. Grétar F. Felixson. Einar Dagbjartsson. Elsku hjartans Haffi. Orð fá ekki lýst hversu slegin við erum og hversu mikill söknuður er í hjörtum okkar. Svona er stutt bilið milli lífs og dauða og við mannanna börn erum stöðugt minnt á þessa staðreynd. Það er erfitt að horfast í augu við raunveruleikann og sætta sig við þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Það er gremjulegt til þess að hugsa að daglegt amstur hafi komið í veg fyrir fleiri góðar stundir með þér. Kapphlaup dagsins eru svo létt- væg þegar góðs vinar er sárt sakn- að. Við viljum trúa því að hinir látnu séu ekki horfnir að fullu, heldur séu þeir aðeins komnir á undan. En Haffi, þú fórst svo langt á undan. Elsku Hjördís, Andri Pétur og Arnar Hugi, við vitum hve söknuður ykkar er mikill. Við biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk til að takast á við framtíðina, við biðjum fyrir ykkur. Rannveig Eir og Hilmar Þór. Guðný og Kristján. Hrefna og Ólafur. Það voru skelfilegar fréttir að heyra af flugslysi við Vopnafjörð þó maður héldi í vonina að enginn hefði meitt sig alvarlega. Sú von slokknaði fljótt þegar fregnir bárust að Haf- þór Hafsteinsson hefði látist í slys- inu og að félagi hans og vinur, Ás- geir Guðmundsson, berðist fyrir lífi sínu á spítala. Í örfáum orðum lang- ar mig að minnast kynna minna af Haffa, eins og hann var kallaður. Fyrst sá ég hann í Flugskólanum Flugtaki, en 1987 hóf ég flugnám og var hann þá að sinna flugkennslu þar. Hann var hæglátur og rólegur flugmaður, einmitt sú manngerð sem manni fannst henta vel að vera í þessu starfi. Ekki flaug ég með Haffa en leiðir okkar lágu saman síðar þegar ég tók við stöðu flugrekstrarstjóra undir stjórn hans hjá Flugfélaginu Atlanta árið 2002. Við upphaf starfa minna tók ég undir eins eftir því hvað and- rúmsloftið var gott í kringum Haffa, allt starfsfólkið bar mikla virðingu fyrir honum og hann átti auðvelt með að ræða við alla um næstum hvað sem er. Ég leit upp til hans frá því að ég hitti hann fyrst og það er óhætt að segja að þarna hafði ég kynnst einum mætasta manni sem ég hef nokkurn tímann hitt. Þótt forstjórastarf hans hafi verið gríðarlega viðamikið og erilsamt, þá tókst honum með einstakri skipu- lagningu og aga að láta líta út sem hann hefði ekkert fyrir þessu. Það var alveg sama hvaða mál maður bar upp við Haffa, hann gat alltaf leið- beint og lagt til góð ráð en líka var hann góður að hlusta og lét und- irmönnum sínum eftir að taka ákvarðanir, sjálfsagt af því að hann var sáttur við þær en aðallega vegna þess að hann náði oft að stýra mál- um í þannig farveg að endaði farsæl- lega. Það var alltaf stutt í brosið og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Ef maður hafði áhyggjur af einhverju og ræddi það við hann, þá hafði hann einstakt lag á að slá á létta strengi og sjá spaugi- legu hlutina á tilverunni, svona eins og hann vissi að þá myndi maður slaka aðeins á og vinna vinnuna sína með meiri skilvirkni en í einhverju stresskasti. Hvort sem þetta voru úthugsuð vinnubrögð eða einfald- lega eitt af hans einstöku skapgerð- areinkennum, þá var hann alltaf með puttann á púlsinum og vissi hvar hjartað sló í fyrirtækinu sem hann stjórnaði og þótti svo vænt um. Það er harmi sleginn hópur fólks sem kveður þennan góða dreng. Megi Guð veita eiginkonu hans, börnum, ættingjum og vinum styrk á þessum erfiðu tímum og vissu um að minning hans mun lifa alla tíð í hjörtum okkar sem hann snerti á svo undraverðan hátt. Þeim sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kári Kárason.  Fleiri minningargreinar um Haf- þór Hafsteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.