Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 3. J Ú L Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
188. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«DAGLEGTLÍF
ÞREFÖLD LUKKA
Í GALLERÍI 21
«FÓLKIÐ
Flugan félagslynda
kom víða við
FJÖLSKYLDURNAR á Skíðbakka og Miðhjáleigu í Land-
eyjum létu búskap og annað sýsl lönd og leið í heila viku. Þær
beisluðu og söðluðu hesta sína og hafa nú verið á þeysireið um
sanda og fjöll í heila viku en ferðinni lýkur í dag. Þarna má sjá
hópinn, 30 manns og 120 hesta, flengjast niður Lambahólana
á Höfðabrekkuheiðinni. Yngstu reiðmennirnir eru frænk-
urnar Oddný Lilja og Rakel Ösp, sex og sjö ára gamlar, sem
eru alvanar hestakonur þrátt fyrir ungan aldur. Engum sög-
um fer af rasssæri og harðsperrum ættmennanna!
Á FÁKUM FRÁUM FERÐAST FJÖLSKYLDAN
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
ÁÆTLAÐ hefur verið að ríkissjóður
tapi árlega 200-250 milljónum króna
af skatttekjum vegna þess að fólk
dælir litaðri dísilolíu á fólksbíla, en
olían er aðeins ætluð á vinnutæki.
Í dag er aðgangur að litaðri olíu
nánast óheftur. Olían er seld á fjöl-
mörgum sjálfsafgreiðslustöðvum og
getur fólk notað venjulega dælulykla
til að kaupa hana.
Embætti ríkisskattstjóra vill tak-
marka aðgang að olíunni og hefur
sent tillögur þar að lútandi til fjár-
málaráðuneytisins, að sögn Jóhann-
esar Jónssonar, deildarstjóra gjalda-
deildar. Samkvæmt þeim verður
óheimilt að afgreiða litaða olíu á
sjálfsafgreiðslustöðvum nema greitt
verði með sérstöku viðskiptakorti.
Þeir einir geti haft slíkt kort undir
höndum, sem hafi heimild til að nota
olíuna.
Ríkisskattstjóri kallaði eftir gögn-
um frá olíufélögunum fyrir árið 2008.
Það ár voru 7 milljón lítrar seldir á
sjálfsafgreiðslustöðvum í u.þ.b. 97
þúsund afgreiðslum. Í 81% tilvika
var dælt innan við 100 lítrum, sem er
langtum minna en geymar vinnuvéla
taka allajafna.
Milljónasvindl
með litaða olíu
Ríkisskattstjóri vill takmarka aðgang almennings að olíunni
Vilja hefta aðgang | 14
ÚTLIT er fyrir mikinn og góðan
heyfeng víðast hvar um landið. Hey-
skapur hefur gengið vel enda tíð-
arfar hagstætt.
Þeir sem snemma gátu slegið tún
sín hafa margir lokið fyrri slætti,
eða fyrsta slætti eins og nú er farið
að taka til orða því slá þarf þrisvar
þar sem snemma er byrjað og vel
sprettur. Þeir bændur sem beitt
hafa tún eru skemmra á veg komnir.
Tún hefur kalið á vissum svæðum
á Norðausturlandi, einkum inn til
sveita, til dæmis í Mývatnssveit og
víðar í Suður-Þingeyjarsýslu. Lítil
uppskera verður af túnum sumra
bæja vegna þessa en bændur geta
yfirleitt bjargað sér með því að
leigja tún jarða þar sem ekki er bú-
ið.
„Ég veit ekki annað en að allt sé
eins og best verður á kosið,“ segir
Sveinn Sigurmundsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Suðurlands, þegar leitað er frétta af
heyskap.
Þá hefur kál og annað grænmeti
sprottið vel í hitanum í sumar. Garð-
yrkjubændur hafa þurft að vökva
meira en vanalega. | 6
Búist við miklum
heyfeng og góðum
ÍBV og Keflavík skildu jöfn, 2:2, í
úrvalsdeild karla í gærkvöld. Öll
mörkin komu á fyrsta hálftímanum
og rauða spjaldið fór á loft.
Íþróttir
Fjögur mörk og
rautt spjald
Glæsilegu Landsmóti Ungmenna-
félags Íslands lauk á Akureyri í
gær og heimamenn í ÍBA fögnuðu
sigri í stigakeppni mótsins.
Glæsilegu Lands-
móti UMFÍ lokið
Badmintonkonan Ragna Ingólfs-
dóttir ætlar að koma enn sterkari
til leiks eftir meiðsli og stefnir á Ól-
ympíuleikana í London 2012.
Ragna að komast
á ferðina á ný