Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 28
Umfjöllunarefni My Sister’sKeeper er svo átakanlegtað það eitt vekur ótelj-andi erfiðar spurningar
sem jafnvel er útilokað að svara. Svo
öllum líki, a.m.k., er jafnviðkvæmt
efni og barátta fjölskyldu við að
halda lífinu í dauðvona dóttur á tán-
ingsaldri vandmeðfarið, svo ekki sé
meira sagt. Í þessu tilfelli er hand-
ritið byggt á bók eftir Jodi Picault,
sem gerir viðfangsefnið ekki auð-
veldara en öllu frekar erfiðara, bók-
in er vel skrifuð og listformið nær
betri tökum á harmþrungnu efninu.
Kvikmyndagerðum slíkra verka
hættir hinsvegar til að ganga skref-
inu of langt og hér eru notuð meðöl í
öllum verðflokkum til að spila á við-
kvæmustu tilfinningar áhorfenda.
T.d. er treyst um of á vandasamar
lausnir með mörgum, væmnum tón-
listarmyndböndum og óhóflegri
notkun ljósmynda frá bestu stund-
um þessa litla, samþjappaða sam-
félags.
Sem fyrr segir er My Sister’s
Keeper byggð á metsölubók um bar-
áttu fjölskyldu við ólæknandi hvít-
blæði eldri dótturinnar, Kate (Vassi-
lieva). Hún kostar miklar fórnir,
mestar hjá Önnu (Breslin), yngri
systurinni, sem var getin í þeim til-
gangi, að því er virðist, að vera líf-
færabanki fyrir stóru systur. Nú er
komið að því að Anna vill segja
stopp, hingað og ekki lengra, ég á
mitt líf og það hefur enginn siðferði-
legan rétt til að gera mér það óbæri-
legt. Hún leitar til Alexanders
(Baldwin), valinkunns lögfræðings
sem er þekktur fyrir að taka að sér
mannúðarmál – og Anna gerist
skjólstæðingur hans í framhaldinu.
Hitt vitum við ekki að það liggja
fleiri og mikilvægari ástæður til
grundvallar málaleitan Önnu.
Cassavetes gerði The Notebook,
eina vinsælustu klútamynd síðari
ára, og sækir á sömu mið á ný. Hann
smalar saman að mestu trúverð-
ugum leikhóp til að manna hlutverk
fjölskyldu á líknardeild. Breslin,
sem er ógleymanleg öllum þeim sem
sáu hana leika Olive litlu í snilldinni
Little Miss Sunshine, gerir það sem
hún getur til að halda myndinni á
floti í táradalnum. Sama máli gegnir
um Vassilievu, sem gerir krabba-
meinssjúklinginn unga fullan af
hlýju og hugrekki. Diaz fer með
hlutverk móðurinnar, sem vill hvorki
heyra né sjá neitt annað en það sem
hún kýs. Diaz er kunnust fyrir glam-
úrhlutverk, en hér reynir á til þessa
vannýtta túlkunarhæfileika og hún
virðist ekki alveg með á nótunum,
ofleikur og er fjarlæg, kannski með
hugann við Óskarsverðlaunin. Pat-
rick afgreiðir föðurinn á eðlilegri og
hófstilltari nótum, líkt og Ellingson,
sem leikur bróðurinn í fjölskyldunni.
Síðan kemur til kasta tveggja hæfi-
leikaríkra leikara sem bregðast ekki
nú frekar en endranær, Cusack, sem
leikur sorgbitna móður og dómara,
og enn frekar Baldwin, sem kemur
með sanna nótu í myndina. Hins
vegar vekja málaferlin sjálf áleitnar
spurningar sem er svarað los-
aralega. Ástæða er einnig til að geta
leikarans í hlutverki aðallæknis
Kate, og ástarævintýri sem Kate á
með öðrum sjúklingi er raunsann-
asti tilfinningapunktur mynd-
arinnar.
My Sister’s Keeper fæst við ein-
staklega erfitt umfjöllunarefni sem
hefur snert okkur flest meira og
minna persónulega. Er hún ein-
hverjum sáluhjálp frekar en meló-
dramatískt ferðalag um stöðvar
taugakerfisins? Svari nú hver fyrir
sig.
saebjorn@heimsnet.is
Regnboginn, Laugarásbíó, Há-
skólabíó
My Sister’s Keeper – Á ég að gæta
systur minnar?
bbmnn
Leikstjóri: Nick Cassavetes. Aðalleik-
arar: Cameron Diaz, Abigail Breslin,
Alec Baldwin, Jason Patrick, Sofia
Vassilie, Heather Wahlquist, Joan Cu-
sack, Thomas Dekker. 105 mín. Banda-
ríkin. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Átakanleg Anna, yngri systirin, var getin í þeim eina tilgangi, að því er
virðist, að vera líffærabanki fyrir stóru systur og finnst komið nóg.
Kate kveður lífið
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009
SACHA BARON COHEN SNÝR AFTUR Í EINHVERRI
SNARKLIKKUÐUSTU OG FYNDNUSTU MYND SÍÐARI ÁRA
MYND SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF
HHHH
„BETRI EN BORAT
COHEN ER SCHNILLINGUR!“
– T.V. KVIKMYNDIR.IS
ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
BRUNO kl. 4D - 6D - 8D - 10D - 11D - 12D 14 DIGITAL
THE HANGOVER kl. 4 - 6 - 8- 10:20 12
BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8D - 8:30 - 10:10D - 10:30 14 DIGTAL ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L
BRUNO kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LÚXUS VIP THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:30 - 10:20 - 10:50 12
TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8 - 10:50 10 DIGTAL
ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L DIGTAL 3D
NÚ stendur yfir ljósmynda-
samkeppni mbl.is og Canon.
Mynd vikunnar að þessu sinni
ber yfirskriftina Endur-
speglun og undirtitilinn
„Bankarnir hafa svo sann-
arlega brenglað sýn okkar á
heiminn …“
Ljósmyndarinn nefnist
Nanna Lind og er búsett í
Bessastaðahreppi. Myndin var
tekin við Höfða á fögrum
sumardegi.
Mynd
vikunnar
Morgunblaðið/Golli
Flottur Megas var sumarlegur til fara í tilefni dagsins.
Hópur Fjöldi fólks lagði leið sína í Hljómskálagarðinn í góða veðrinu á
föstudagskvöldið til að hlýða á tónleikana.
Rokk Megas og Senuþjófarnir léku fyrir gesti í Hljómskálagarðinum.
Senuþjófar í sólskini
VEÐURGUÐIRNIR voru
greinilega ánægðir með tón-
leika Megasar og Senuþjóf-
anna síðastliðið föstudags-
kvöld. Allavega töfruðu þeir
fram hið fallegasta veður sem
gerði stemninguna á tónleik-
unum enn betri.
Tónleikarnir fóru fram að
viðstöddu fjölmenni í Hljóm-
skálagarðinum í Reykjavík og
steig söngkonan Magga Stína
meðal annars á svið með Meg-
asi og félögum.
Söngvarar Magga Stína tók lagið með
Megasi og Senuþjófunum.