Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 17
Minningar 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 ✝ Þóra Magn-úsdóttir er fædd- ist í Stóra-Rimakoti í Ásahreppi 19.3. 1923. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi að morgni laugardags- ins 27.6. 2009. For- eldrar hennar voru Magnús Stefánsson bóndi, frá Borg (Litla-Rimakot) í Djúpárhreppi, f. 15.5. 1892, d. 18.5. 1974, og Anna Pétursdóttir húsfreyja, frá Stóra- Rimakoti í Djúpárhreppi, f. 26.7. 1892, d. 25.9. 1975. Systkini Þóru eru: Þorbjörg, f. 26.11. 1914, d. 24.7. 1984; Una, f. 23.10. 1917, d. 3.2. 2005, Sigríður Anna, f. 30.9. 1919, Kristín María, f. 17.6. 1921, d. 14.1. 2005, Pálína Sigurbjört, f. 3.11. 1926, d. 21.10. 2000, Jóhann Krist- inn, f. 18.12. 1933 og Helga Karol- Hauk heildsala og frú og hjá tónlist- armanninum Viktor Urbancic og frú. En svo fór hún heim í heyskap- inn á sumrinn. Frá árinu 1946 var starfsvettvangur Þóru í Reykjavík. Hún vann á veitingastaðnum Gull- fossi í Hafnarstræti um nokkurt skeið. Einnig vann hún við Hótel Geysi í Haukadal. Síðar starfaði hún hjá Leikfanga- og trésmíða- verkstæði í Silfurtúni í Reykjavík, síðar Garðatúni (Garðabæ). Þá vann hún allmörg ár í Gólfteppagerðinni við Skúlagötu. Síðar í Efnalauginni Lindinni í sama húsi í nokkur ár. Þá starfaði hún allmörg ár á veitinga- húsinu Sælkeranum í Hafnarstræti. Einnig um skamma hríð í veitinga- húsinu Naustinu á Vesturgötu. Þá starfaði hún í Kjötvinnslu Slát- urfélags Suðurlands í meira en ára- tug og lauk hjá þeim störfum úti á hinum almenna vinnumarkaði. Útför Þóru fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í dag, 13. júlí, og hefst athöfnin klukkan 15. Meira: mbl.is/minningar ína, f. 24.11. 1936. Dóttir Þóru er Anna Helga Pétursdóttir, f. 30.12. 1955. Sonur hennar er Gylfi Ísarr Freyr Sigurðsson, f. 22.8. 1977. Þóra flutti á fyrsta ári að Ráðagerði og þar bjó fjölskyldan í ellefu ár. Frá árinu 1934 til 1946 bjó fjöl- skyldan að Vetleifs- holti. Sveitin var yf- irgefin 1946, þá,flutti fjölskyldan að Sól- völlum á Seltjarnarnesi og bjó hún þar næstu 18 árin. Einig bjó Þóra við Rauðarárstíg í Reykjavík, Fells- múla og síðustu árin að Flókagötu en áður með viðkomu á elliheim- ilinu Grund um fjögurra ára skeið. Þóra vann öll almenn sveitastörf en fór í vist til Reykjavíkur á vetrum. Meðal annars var hún í vist hjá Ólafi Elsku Þóra mín. Mig langar að kveðja þig með fá- einum orðum. Skemmtilegri konu en þig var vart hægt að finna, alltaf varstu svo hress og tápmikil. Það er mér minnisstætt hversu hagmælt þú varst og einatt með smellna drápu á vörum. Það má með sanni segja að það hafi aldrei verið leiðinlegt að heimsækja þig, eins gestrisin og þú varst og góð heim að sækja. Ennfremur varstu af- ar ung í anda og náðum við mjög vel saman þrátt fyrir 60 ára aldursmun, enda leistu á mig sem jafningja þinn. Það var margt í fari þínu sem hægt er að taka sér til fyrirmyndar. Aðdáunarverð var til að mynda já- kvæðni þín og þakklæti gagnvart öllu og öllum. Það er sárt að sjá á eftir þér, Þóra mín. En gleðilegt að sjá að þér leið vel og varst kát að vanda þrátt fyrir veikindin, þegar ég heimsótti þig skömmu fyrir andlátið. – Og ég trúi varla öðru en að lífsgleði þín og já- kvæðni hafi fylgt þér yfir á æðra til- verustig. Önnu, Ísari og öðrum ættingjum og vinum sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur. Guð styrki ykkur. Góða ferð og Guð blessi þig elsku Þóra. Hafðu það gott og skilaðu kveðju til ömmu. Þín vinkona, Helga Bjargar-Hafsteinsdóttir. Elsku Þóra mín, mig langar að skrifa nokkrar línur til að minnast þín. Mér finnst samt enn svo óraun- verulegt að þú sért farin frá okkur. En eins og þú sagðir við mig í einu af okkar síðustu símtölum þá áttir þú nú aldrei von á því að vera ódauðleg. Samt héldum við nú að við fengjum aðeins lengri tíma með þér. Mig langar að minnast heimsókn- anna þinna, æskuminninganna ykk- ar úr sveitinni sem þú deildir með mér. Því þegar mamma var að segja okkur frá lífinu í gamla daga þá hafði maður ekki alltaf áhuga á því en svo eftir að mamma dó og þú komst og sagðir frá lífinu ykkar í sveitinni þá langaði mig alltaf að heyra aðeins meira, en nú er það búið, takk fyrir að segja mér þessar sögur. Þú ert eina manneskjan sem ég hef heyrt af sem nennti ekki lengur að vera inni á elliheimili heldur keyptir þú þér íbúð og fluttir út af elliheimilinu. Aldrei heyrði ég þó að þér hefði liðið illa þar en þig langaði bara til að eiga þitt eigið heimili. Geta bakað heima og tekið þátt í lífinu. Þú varst svo dugleg að ganga að ég dáðist að þér. Varst jafnvel búin að ganga út á Seltjarnarnes og heim á Flókagöt- una aftur fyrir morgunmat. Eins tókst þú þátt í Reykjavíkurmaraþoni og fórst þar 10 km, varst þá jafnvel búin að ganga niður í bæ áður, aðeins til að hita upp. Elsku Þóra mín, takk fyrir allar flatkökurnar og pönnukökurnar. Takk fyrir að vera þú. Öllum þótti undurvænt um þig, meira að segja dýrin okkar tóku á móti þér þegar þú komst og fengu hlýtt klapp í staðinn. En þú máttir nú yfirleitt ekki vera að því að stoppa lengi í einu, skelltir í þig einum kaffibolla og varðst svo að halda áfram, alltaf mikið að gera hjá Þóru minni. Bestu samúðarkveðjur frá öllum í fjölskyldunni til Önnu Helgu, Ísars og annarra ástvina, við höfum misst mikið en við skulum líka muna allar góðu minningarnar sem við eigum, og líka virða það að ekki hefði hún Þóra mín viljað vera byrði á öðrum, frekar fá að kveðja með reisn. Þín frænka Anna hennar Maju. Þóra mín, hvað þú gast alltaf skammað mig fyrir að mæta ekki í heimsókn, ef ég bara hefði vitað að þú værir að kveðja þá hefði ég mætt mun fyrr. Þú varst holdgervingur þrjóskunnar sem einkennir þessa blessuðu fjölskyldu og kann ég þér alltaf þakkir fyrir það. Það sem þú gast rölt bæinn þveran og endilang- an er mér óskiljanlegt, hvað þá skokkað maraþon á níræðisaldrin- um. Þú varst ein þinnar tegundar. Þakka þér fyrir allar flatkökurnar, svo ég tali nú ekki um ginið sem þú gafst mér fyrir kertastjakana sem þér þótti svo vænt um. Ég veit að þú ert komin í faðm fjölskyldunnar og unir þér vel. Ég kveð í bili með bros í hjarta. Þangað til næst. Þinn frændi, Óskar Þór Arngrímsson. Lífsglöð er og létt á tá leiðist engum í návist hennar. Með þessum orðum hefjast afmælisvísurnar sem ég orti til vin- konu minnar Þóru Magnúsdóttur á 85 ára afmæli hennar á síðasta ári. Já lífsglöð var hún með eindæmum, skemmtileg og skarpgreind. Yfir kaffibolla og nýbökuðum pönnukökum hennar og öðru heima- tilbúnu góðgæti naut ég þess að hlusta á Þóru fara með vísur eftir sjálfa sig og aðra og lýsa aðbúnaðin- um í torfbænum sem hún bjó í sem barn. Hún var svo greinargóð og minnug – enda var hún fengin til að miðla upplýsingum til háskólastúd- ents í tengslum við ritgerðasmíð hans um búsetu í torfbæjum landsins og lífshætti við upphaf 20. aldarinn- ar. Við lok síðustu aldar bilaði heilsa þessarar dugmiklu konu og flutti hún þá á Elliheimilið Grund. Náði hún þó aftur fyrri heilsu og fítonskrafti og sá ekki lengur ástæðu til að búa á elli- heimili. Þóra fór þá aftur að kanna fast- eignamarkaðinn og keypti sér indæl- is risíbúð og hóf þannig nýtt líf á ní- ræðisaldri. Þetta vakti athygli fjölmiðla og fór Þóra í viðtal hjá Rík- issjónvarpinu þar sem hún ræddi uppátækið og sást einnig á skjánum skokkandi á Miklatúni. Þóra náði ekki að hlaupa Kvenna- hlaupið í ár – eins og til stóð. Hún var þá orðin veik og komin á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt þaðan. Ég kveð góða og gefandi konu og vil enda kveðju mína á síðasta erindi afmælisvísna minna til hennar: Rangárþing er Þóru kært þar að lokum vill hún hvíla. Megi hún síðan sofa vært að síðustu til himna príla. Önnu og Ísari sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur – svo og öðrum ættingjum og vinum. Björg Elín Finnsdóttir. Þóra Magnúsdóttir ✝ Ragnhildur Sig-urjónsdóttir fæddist 16. júlí 1918 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Sigurjón Sig- urðsson og Kristín Óladóttir verkakona. Systkin Ragnhildar eru Sigurbjörg Stella, f. 27.12. 1910, d. 24.6. 1971, Sigurður, f. 24.1. 1912, d. 16.6. 1981, Jóhanna, f. 21.8. 1915, d. 28.3. 1989, Margrét, f. 20.12. 1923, Aðalheiður, f. 16.5.26, og Marta, f. 5.2. 1936, hálfsystir, sam- feðra. Ragnhildur var vegna veik- inda móður sinnar tekin í fóstur af þeim Jóhanni Björnssyni og Ingi- björgu Þórarinsdóttur í Höfðahúsi. Hún veiktist hastarlega af berklum 16 ára gömul, fer á berklahælið á Vífilsstöðum, útskrifast þaðan fjór- um árum síðar. Hún bjó eftir það í Reykjavík og síðar á Seltjarnarnesi. Ragnhildur giftist Sigurði Eyj- ólfssyni prentara, f. 21. maí 1911, d. 24. maí 2004. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Eyjólfur, f. 1938, kvæntur Sjöfn Ólafsdóttur, þau eiga þrjár dætur; Guð- rúnu, Erlu og Katrínu Björk. 2) Jóhanna Ingibjörg, f. 1942, giftist Guðmundi Guðjónssyni, f. 1942, d. 2006, þau eiga þrjár dætur; Ragn- hildi, Elínu og Hjör- dísi. 3) Gísli Ragnar, f. 1943, á þrjá syni; Guð- mund Stefán, Sigurð Ragnar og Ró- bert Diegó. 4) Óli Kristján, f. 1947, d. 1992, hann eignaðist tvo syni; Ja- nus Jóhannes og Sigurð Óla. 5) Guðrún, f. 1952, gift Hlöðver Sig- urðssyni, hún á þrjá syni frá fyrra hjónabandi: Unnar, Arnar og Ragn- ar. Barnabarnabörnin eru 31, barnabarnabarnabörnin eru 4. Útför Ragnhildar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 13. júlí og hefst athöfnin kl. 13. Það er margs að minnast þegar ég kveð mína kæru tengdamóður eftir fimmtíu ára kynni. Ég var unglingur þegar ég var boðin velkomin inn á heimili hennar. Það var ævintýralegt að koma inn á þetta heimili með öllum þeim ys og þys sem fylgir svo stóru heimili, ekki síst fyrir ungling sem átti bara eitt systkin mörgum árum yngra. Tengdafaðir minn vann langan vinnudag og flestar helgar á vetrum. Ragnhildur vann ekki síður langan vinnudag á þessu stóra heimili. Verkaskipting hjóna á þessum tíma var alveg skýr, vald- og verksvið kon- unnar var innanstokks, eiginmanns- ins að skaffa til heimilishaldsins. Það var aðalsmerki heimilisins að fara vel með og eyða ekki umfram það sem aflað var. Eitt áttu þessi hjón í ríkum mæli, það var kærleikur þeirra hvort í annars garð, þau voru ástfangin með- an bæði lifðu. Þau komu sér upp sumarbústað á jörðinni Miðdal í Laugardal, sem Hið íslenzka prentarafélag hafði keypt af mikilli framsýni sem orlofsaðstöðu fyrir félagsmenn sína löngu áður en orlofshús komust í tísku. Í upphafi byggðu fjórtán fjölskyldur sér bú- staði í sameiningu árið 1942. Þarna bjuggu svo konurnar með börnin sín mestallt sumarið og karlarnir komu með rútunni um helgar. Húsin voru afar lítil, e.t.v. 24 m². Lengst af var að- eins kalt vatn í krana utan dyra, sér- stæður kamar bak við hús, lítil ka- byssa til kyndingar í stofuhorninu. Það var alltaf fullt hús af gestum á hverju sumri. Þegar tengdabörn og barnabörn bættust svo við var sofið á hverjum fersentimetra og einhverjir í tjaldi úti í laut. Þá var Ragnhildur í essinu sínu þegar sem flestir komu í heimsókn. Þó að hún hefði aðeins tvær gashellur og kabyssu til að mat- reiða á töfraði hún fram formkökur og sunnudagssteikur eins og hún hefði fullkomið eldhús og aldrei mun ég sjá brauðsneið með eggi og tómati án þess að minnast Laugardalsins og allra góðra stunda þar. Ragnhildur lét sér sérstaklega annt um barnabörnin sín hvort sem þau voru börn barna hennar eða tengslabörn. Henni fannst að ekkert þeirra mætti fara á mis við þá dýrð að fá að leika lausum hala í sveitinni og njóta náttúrunnar. Hvert og eitt þeirra varð að fá að vera a.m.k. viku hjá ömmu í sveitinni á hverju sumri. Eru þá ótaldar heimsóknir með for- eldrum um helgar. Ég veit þau minn- ast þessara daga nú með þakklæti til ömmu sinnar. Raghildur var falleg kona yst sem innst. Hún var sérlega glaðlynd og lífsglöð, hafði ríka réttlætiskennd og sterka pólitíska skoðun alveg fram í andlátið. Hún átti lengst af við veik- leika í öndunarfærum að etja, sem ágerðist eftir því sem árin færðust yf- ir en af óbilandi bjartsýni var hún viss um að þetta hlyti bráðum að batna. Hún hafði oft orð á því hvað það væri gaman að lifa og hún gæti ekki hugs- að sér að fara strax þó að hún væri orðin ellimóð, en þegar brottförin nálgaðist gerði hún sér grein fyrir því og var tilbúin að kveðja með reisn. Við sem eftir erum þökkum fyrir sam- fylgdina og kveðjum góða konu sem allt vildi öllum gefa og alltaf gefa öll- um jafnt. Guð blessi minningu tengdamóður minnar. Sjöfn Ólafsdóttir. Við andlát ömmu Ragnhildar renna í gegnum hugann notalegar og skemmtilegar stundir frá liðnum ár- um. Laugardalurinn, leikir í lautinni, veiði með afa, flatkökur með hangi- kjöti, hlátrasköll á veröndinni, sækja vatn í ána, egg á Ketilstaði, mjólk í brúsa í Miðdal og margt fleira. Amma og afi voru einstaklega dugleg að halda stórfjölskyldunni saman með ógleymanlegu jólaboðunum sínum. Bingó, hangikjöt, endalaus stríðni frá pabba, Óla og Didda, jólaöl, fjörugar umræður og ómældur hlátur. Í seinni tíð voru það heitar stjórnmálaumræð- ur við eldhúsborðið, þá var nú gott að vera í réttum flokki! Hún lá ekki á skoðunum sínum, það var einn af hennar góðu kostum. Einnig var hún með eindæmum gestrisin, frá henni fór enginn hvorki svangur né þyrstur. Amma var einstaklega lífsglöð, já- kvæð og hress, hún var fólki góð og mátti ekkert aumt sjá. Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefn- stað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum.) Elsku amma, þín verður sárt sakn- að. Hinsta kveðja. Katrín Björk, Erla og Guðrún. Með jákvæðni að leiðarljósi fór hún Ragnhildur í gegnum lífið. Hún kunni að elska og gefa. Það var eftirsótt að vera í návist hennar því hún var svo skemmtileg, rammpólitískur eðalk- rati. Fagurkeri var hún, hlutirnir áttu sko að vera ekta og fötin lekker. Um- hyggja hennar fyrir afkomendum og vinum var án takmarka. Hún var dug- leg að spyrjast fyrir um lýsisinntöku hjá yngstu fjölskyldumeðlimunum. Eitt er víst að bænalistinn á kvöldin var langur, því oft sagði hún að hún yrði að muna að biðja fyrir honum eða henni í kvöld. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um hana Ragnhildi, ung fékk hún berkla og þurfti af völdum þess að dvelja á Vífilsstöðum sem voru ein- angraðir í þá daga. Á Vífilsstöðum hitti hún hina einu sönnu ást, hann Sigurð E. Eyjólfsson og var yndislegt að fylgjast með þeirri umhyggju og virðingu er þau báru hvort fyrir öðru og var missir hennar mikill eftir and- lát hans í maímánuði 2004. Börnin hennar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni lífið og hlakkaði hún alltaf til laugardagsmorgnanna því þá var siður þeirra að hittast í morgunkaffi á hennar heimili. Hún var sæl sunnudagskvöldið 28. júní eft- ir að hafa valið blóm og stjórnað nið- ursetningu þeirra á leiðum eigin- manns síns og sonar, Sigurðar og Óla. Við systur kveðjum hér fyrrver- andi tengdamóður og vinkonu með djúpum söknuði og þakklæti fyrir þá ótakmörkuðu hlýju og umhyggju í garð okkar fjölskyldu sem aldrei hef- ur borið skugga á. Ragnhildur var gefandi og við þiggjendur. Við vottum stórfjölskyldu Ragnhildar innilega samúð, missir ykkar er mikill og okk- ar allra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Jensína Janusdóttir, Guðrún Ágústa Janusdóttir. Ragnhildur Sigurjónsdóttir                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.