Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Vinnu-málastofn-un og rík-
isskattstjóri hafa
fengið á þriðja
hundrað ábend-
inga um bótasvikara frá því
byrjað var að taka á móti
þeim í maí. Nú hefur verið
settur aukinn kraftur í átakið
til að ná til bóta- og skattsvik-
ara. „Svik á atvinnuleys-
isbótum og svört vinna verða
ekki liðin,“ segir í auglýsingu
þar sem almenningur er
hvattur til að senda inn
ábendingar.
Atvinnuleysisbætur koma
úr sameiginlegum sjóðum
samfélagsins og er ætlað að
hjálpa þeim, sem enga atvinnu
hafa. Atvinnuleysisbótum er
ekki ætlað að drýgja tekjur
fólks, sem hefur önnur úrræði.
Í landinu hefur ríkt óform-
legur sáttmáli um skyldur rík-
isins gagnvart borgurunum.
Allir skulu eiga jafnan aðgang
að heilbrigðisþjónustu, skólum
og félagslegri þjónustu. Í
þessum óformlega sáttmála er
hins vegar ekkert um réttinn
til að misnota kerfið. Um
þessar mundir er hið íslenska
velferðarþjóðfélag undir mikl-
um þrýstingi og þarf krafta-
verk eigi að halda uppi gæðum
heilbrigðis- og mennta-
kerfisins.
Krafan um aðhald og nið-
urskurð nær til allra stofnana
samfélagsins. Fyrir ári þótti
sjálfsagt að gera endalausar
kröfur til sameiginlegra sjóða
samfélagsins. Sú
tíð er liðin.
Það er sorglegt
að við þessar að-
stæður skuli fólk
reyna að verða sér
úti um bætur, sem það á ekki
rétt á. Sá sem það gerir er að
stela frá samfélaginu.
Hvatning til að almennings
um að segja til einstaklinga,
sem kunni að fara á svig við
lögin, getur orkað tvímælis. Í
frétt í Morgunblaðinu á föstu-
dag kemur fram í máli Bald-
urs Aðalsteinssonar, verk-
efnastjóra hjá
Vinnumálastofnun, að ein-
hverjar athugasemdir hafi
borist um Stóra bróður.
Ábendingar geta hins vegar
verið ómissandi þáttur í að
koma upp um misferli. Aðal-
atriðið er að farið verði var-
lega með ábendingarnar og
vandlega athugað hvort ann-
arlegar hvatir liggi að baki
þeim.
Einnig verður að gæta þess
að herferð af þessu tagi verði
ekki til að brennimerkja at-
vinnulausa. Ekki má gleyma
því að fjöldi fólks á atvinnu-
leysisskrá nálgast annan tug
þúsunda. Tilvera þessa fólks
hefur verið sett á hvolf og það
þarf á bótunum að halda á
meðan það kemur undir sig
fótunum á ný í samfélagi þar
sem tækifærin hafa skroppið
saman. Svik heyra til und-
antekninga, en það verður að
vera alveg skýrt að þau verða
ekki liðin.
Svik úr sameig-
inlegum sjóðum eru
óþolandi}
Svik við samfélagið
Átökin í Afgan-istan ætla að
reynast Bretum
þung í skauti. Á
undanförnum tíu
dögum hafa 15 breskir hermenn
látið lífið í Afganistan og mann-
fallið er komið upp í 184 her-
menn. Það er meira mannfall en
í Írak.
Gordon Brown, forsætisráð-
herra Bretlands, liggur undir
miklu ámæli þessa dagana
vegna þátttöku breska hersins í
hernaðinum í Afganistan. Hann
á erfitt með að sannfæra Breta
um að hernaðurinn sé nauðsyn-
legur. Vakti athygli að í gær
lagði Barack Obama Banda-
ríkjaforseti honum lið með því
að hrósa Bretum fyrir framlag
sitt og ítreka að baráttan við
hryðjuverkasamtök og harð-
línuhópa í Helmand í Afganist-
an snerist um að koma í veg
fyrir hryðjuverk annars staðar í
heiminum, ekki síst á Bretlandi.
Gagnrýnin á Brown felst hins
vegar ekki síður í því að breski
herinn sé ekki búinn til að tak-
ast á við erfið verkefni á borð
við þau, sem hann hefur haft
með höndum í Írak og Afganist-
an. Kröfurnar séu til herafla á
borð við þann, sem Bretar ráku
þegar þeir voru heimsveldi.
Breskir hermenn hafi lélegan
búnað og séu illa
mannaðir. Oft verði
þeir að hörfa vegna
manneklu eftir að
hafa sótt fram með
tilheyrandi mannfórnum.
Ef mannfallið í Afganistan
heldur áfram er líklegt að
þrýstingurinn á Brown muni
enn aukast, en hann virðist
ætla að halda fast í nauðsyn
þess að gefa ekki eftir í Afgan-
istan.
Obama hefur lagt sérstaka
áherslu á að kveða niður upp-
reisnina í Helmand, en það er
ekki hlaupið að því fyrir ut-
anaðkomandi ríki að hafa áhrif
á gang mála í Afganistan. Það
þekkja Bretar frá 19. öldinni.
Rússar hrökkluðust þaðan nið-
urlægðir.
Mörg mistök hafa verið gerð
í stríðinu gegn hryðjuverkum.
Innrásin í Afganistan naut hins
vegar víðtæks stuðnings og
engin eftirsjá að ógnarstjórn
Talibana. Hernámi ríkis fylgja
hins vegar skuldbindingar og
ábyrgð gagnvart borgurum
þess. Erfitt er að verja það að
hverfa á braut og skilja eftir
verra ástand en var fyrir. Á
hinn bóginn er hættan á að sog-
ast ofan í kviksyndi sem erf-
iðara og erfiðara verður að
komast upp úr.
Hernámi ríkis fylgja
ábyrgð og skyldur}Erfiðleikar í Afganistan
E
ignarhald á fjölmiðlum verður
aldrei yfir gagnrýni hafið.
Hvers vegna vilja menn eiga
fjölmiðla? Það er ekki eins og sá
rekstur mali gull – alltént ekki í
seinni tíð. Við lifum á tímum tortryggni og
fyrir vikið má búast við að allt sem fram kem-
ur í fjölmiðlum verði skoðað með hliðsjón af
eigendum þeirra.
Á fimmtán árum sem blaðamaður og rit-
stjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu hef ég aldrei
fundið fyrir nærveru eigenda þessa blaðs.
Hvorki beint né óbeint. Hef ég þó komið að
umfjöllun um flesta málaflokka. Ég þekki
engin dæmi þess að fyrri eigendur blaðsins
hafi ekki virt sjálfstæði ritstjórnarinnar og
frægt var þegar þeir voru á öndverðum meiði
við blaðið sjálft í fjölmiðlafrumvarpsmálinu.
Enda þótt lítil reynsla sé komin á nýju eigendurna hef ég
enga ástæðu til að ætla að þeir muni ganga fram með
öðrum hætti. Ljóst er að bréf núverandi útgefanda
blaðsins hafa vakið mikla athygli úti í samfélaginu og við
starfsmennirnir bíðum með sömu eftirvæntingu eftir
þeim bréfum og aðrir. Kallað hefur verið eftir opnara
samfélagi. Er þetta ekki partur af því?
Ástæðan fyrir því að ég vek máls á þessu er sú að á
liðnum vikum hafa skrif mín um sjávarútvegsmál vakið
talsverð viðbrögð hjá lesendum blaðsins, einkum greina-
flokkur sem við Skapti Hallgrímsson blaðamaður og
Ragnar Axelsson ljósmyndari unnum í lok maí. Tilgang-
urinn með honum var að draga fram afstöðu
útgerðarmanna til fyrirhugaðrar fyrning-
arleiðar stjórnvalda og nýrrar löggjafar um
frjálsar strandveiðar. Eðlilegasti hlutur í
heimi á fréttamiðli í stóru hagsmunamáli.
Fljótt kom á daginn að hjörtu útgerð-
armanna slógu í takt enda kemur fyrning
aflaheimilda sér illa fyrir þá. Við fundum eng-
an útgerðarmann sem er fylgjandi fyrningu.
Sé hann til vil ég endilega ná af honum tali.
Í kjölfarið var viðbragða sjávarútvegs-
ráðherra leitað við gagnrýni útgerðarmanna
en hann kaus að svara henni ekki efnislega.
Viðbrögðin við greinaflokki þessum voru
fyrirsjáanleg. Þeir sem eru fyrningarleiðinni
andvígir voru ánægðir en þeir sem styðja
hana höfðu skrifin á hornum sér. Jafnvel var
fullyrt að greinaflokkurinn hefði verið skrif-
aður í þeim tilgangi einum að þóknast eigendum Morg-
unblaðsins, sem sumir hverjir eru umsvifamiklir í út-
gerð. Þingmaður Samfylkingarinnar steig brúnaþungur
í ræðustól á Alþingi og hótaði að hætta að lesa Morg-
unblaðið. Ekki gat hann þó bent á neina faglega hnökra á
umfjölluninni. Kannski hafa eigendur fjölmiðils einhvern
tíma andað niður í hálsmálið á honum?
Sjálfur hef ég engin tengsl við útgerðina, nema hvað
amma mín heitin vann um skeið í fiski. Ritstjóri Morg-
unblaðsins hefur heldur aldrei spurt um afstöðu mína til
stjórnunar fiskveiða, hvað þá eigendurnir, enda koma
skoðanir mínar umfjöllun af þessu tagi ekkert við.
Orri Páll
Ormarsson
Pistill
Andardráttur eigendanna
Vilja hefta aðgang
að lituðu dísilolíunni
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þ
að er eftir miklu að slægj-
ast fyrir bíleigendur ef
þeir komast upp með
svikin. Lítrinn af venju-
legri dísilolíu kostar
178,20 krónur en lítrinn af litaðri olíu
kostar 121 krónu. Mismunurinn er
57,20 krónur á lítrann. Ef bensín-
geymir fólksbíls tekur 50 lítra kostar
því 2.860 krónum minna að fylla tank-
inn. Og ef bíll eyðir 15 lítrum á hundr-
aði og ekur 20 þúsund kílómetra á ári
getur eigandann sparað sér hvorki
meira né minna en 170 þúsund krónur
á ári.
Í undirbúningi er að takmarka að-
gang að lituðu dísilolíunni, að sögn Jó-
hannesar Jónssonar, deildarstjóri
gjaldadeildar hjá embætti Ríkisskatt-
stjóra. Embættið hefur rætt við fjár-
málaráðuneytið og lagt til ákveðnar
breytingar á lögunum. Þær eru fólgn-
ar í því að ekki verði leyfilegt að af-
greiða litaða olíu á sjálfsafgreiðslu-
rstöðvum nema greitt verði með
sérstöku viðskiptakorti, sem þeir einir
geti haft undir höndum sem hafi heim-
ild til þess að nota olíuna. Eru þessar
tillögur til skoðunar hjá fjármálaráðu-
neytinu.
Í dag er aðgangur að lituðu olíunni
nánast óheftur og fólk getur keypt
hana með venjulegum dælulyklum
sem olíufélögin selja.
Almenna reglan er sú að óheimilt er
að nota vélaolíu (lituðu olíuna) á öku-
tæki. Frá þessari reglu eru und-
antekningar. Þannig er heimilt að nota
vélaolíu á stórvirk vinnutæki, svo sem
gröfur, lyftara og dráttarvélar. Einnig
ökutæki til sérstakra nota, svo sem
steypubíla, körfubíla, mjólkurbíla,
beltabifreiðar og námubíla. Þetta eru í
mörgum tilvikum ökutæki sem brenna
mikilli olíu, þótt þau aki ekki langar
vegalengdir. Einnig má kaupa vélaolíu
á bíla bjögunarsveitanna í landinu.
Venjulegir vörubílar, t.d. þeir stóru
bílar sem fólk er að mæta á þjóðveg-
unum, hafa ekki heimild til að nota lit-
aða olíu. Ökutæki, sem hafa heimild til
að nota vélaolíu, eru auðkennd með
sérstöku skráningarmerki sem er app-
elsínugulur grunnur með svörtum
stöfum.
Ríkisskattstjóri kallaði eftir gögn-
um frá olíufélögunum og kom þá
margt athyglisvert í ljós, að sögn Jó-
hannesar Jónssonar. Árið 2008 voru
t.d. um 7 milljón lítrar seldir af litaðri
olíu á sjálfsafgreiðslustöðvum í u.þ.b.
97 þúsund viðskiptum. Af þessum 97
þúsund viðskiptum voru 74% færslur
þar sem dælt var innan við 80 lítrum í
hvert skipti, í 81% tilvika var innan við
100 lítrum dælt og í 87% tilvika var
dælt innan við 120 lítrum í hvert skipti.
Á „heitustu“ sjálfsafgreiðslustöðinni
voru 89% vipskiptanna 80 lítrar eða
minna og í 96% tilvika innan við 120
lítrar. Þessi stöð og aðrar „heitar“
standa afskekkt, þar sem auðvelt er að
dæla vélarolíu á bíla svo lítið beri á.
Stórvirkar vinnuvélar taka margfalt
það magn á tankana sem venjulegur
fólksbíll tekur.
Um þetta kerfi má segja það sama
og um öll kerfi sem fundin eru upp.
Þeir menn eru til sem reyna að
svindla. Vegagerðin hefur það hlut-
verk að fylgjast með hugsanlegri mis-
notkun. Að jafnaði eru tekin sýni úr
100-200 bílum í mánuði hverjum. Þá er
skyndikönnunum beitt með aðstoð
lögreglunnar. Loks eru grunsamlegar
sjálfsagreiðslustöðvar vaktaðar svo lít-
ið ber á.
Morgunblaðið/Ómar
Freisting? Dælir þú lituðu olíunni á bílinn þinn þarftu að greiða rúmum 57
krónum minna fyrir lítrann en ef þú grípur dæluna með venjulegum dísil.
Misnotkun á lituðu dísilolíunni er
opinbert leyndarmál. Áætlað hef-
ur verið að ríkið tapi árlega 200-
250 milljón króna skatttekjum
vegna þess að fólk dælir litaðri
olíu á fólksbíla.
HÁAR sektir liggja við misnotkun á
lituðu olíunni. Sektin fyrir venju-
legan bíleiganda er 200 þúsund
krónur sannist á hann misnotkun.
Hlutfall mála sem enda með sektum
er mjög hátt að sögn Jóhannesar
Jónssonar, eða um 95%. Enda eru
lögin mjög skýr að hans sögn,
skráður eigandi ber ábyrgð á sekt-
inni, óháð því hver ekur bílnum
hverju sinni.
Jóhannes segir að sektir fyrir
brot í þessum málum séu háar mið-
að við margt annað og því komi það
á óvart hve margir bíleigendur
virðist vera tilbúnir að taka áhætt-
una.
Reyndin hefur verið sú að það er
hinn venjulegi fólksbílaeigandi sem
langoftast hefur verið gripinn með
litaða olíu á bílnum sínum. Fá dæmi
eru um það að atvinnutæki, svo sem
vörubílar, hafi verið gripin fyrir
þessi brot.
HÁAR
SEKTIR
››