Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 16
16 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 MEÐAL þess fyrsta sem gert var af hálfu nýju heima- stjórnar Íslands fyrir rúmri öld síðan var að setja á laggirnar rík- isstofnun sem skyldi hafa þau verk með höndum að vernda síðustu birkiskógaleif- arnar, rækta nýja skóga og berjast gegn sandfoki og jarðvegseyðingu. Stofnunin skiptist reyndar fljót- lega í tvær, sem nú heita Skóg- rækt ríkisins og Landgræðsla rík- isins. Heyra þær nú undir umhverfisráðuneytið. Það gat hver maður séð sem það vildi og getur því miður enn að Ís- land hefur misst skógarauðlind sína, að gróðurinn sem eftir er er rýr og haldlítill, að sandfok ógnar gróðri og byggð sé því ekki haldið í skefjum og að hér geisar jarð- vegsrof sem á óvíða sinn líka. Það getur líka hver maður séð sem það vill að þetta ástand stafar af gegndarlausri skógareyðingu af mannavöldum og beitarálagi hús- dýra umfram það sem gróður og jarðvegur þoldu. Með orðalagi nú- tímans heitir þetta ósjálfbær land- nýting. Það undarlega við þetta er að sumir þeir sem tala fyrir nátt- úruvernd á Íslandi horfa framhjá þeirri staðreynd að hér sé skaðinn skeður. Þeir vilja vernda rofið land, rýran gróður og „blessaða“ sauðkindina á þeim forsendum að þetta sé hið eina og sanna Ísland í allri sinni hrikalegri og nakinni fegurð. Þeir lýsa landinu sem „ósnortnu“ í tíma og ótíma, lýsing sem hver maður getur séð sem það vill að stenst ekki nema uppi á hæstu fjöllum og jöklum. Þessa af- stöðu kallaði Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógræktarstjóri, „vernd niðurlægingarinnar“. Þegar þessir sömu aðilar fjalla um líffræðilega fjölbreytni og Ríó- samninginn þar að lútandi hampa þeir einu atriði í samningnum (h- lið 8. gr.) þar sem hvatt er til þess að þær framandi lífverutegundir sem ógna vistkerfum, búsvæðum eða tegundum séu ekki fluttar milli landa eða þeim sé haldið í skefjum eða útrýmt. Þeir nefna einhverra hluta vegna aldrei f-lið sömu greinar samn- ingsins þar sem hvatt er til þess að end- urhæfa og end- urheimta niðurlægð vistkerfi og stuðla að endurkomu tegunda í hættu. Ríósamning- urinn í heild fjallar að mestu um sjálfbæra þróun og ljóst er að sumir sem tjá sig um hann hafa ekki getað tengt hann við íslenskan veruleika. Merkilegast er þó að þessir ein- staklingar heimfæra ekki h-lið 8. gr. upp á þær ágengu framandi tegundir sem mestu hafa valdið um rýrnun líffræðilegrar fjöl- breytni hér á landi, þ.e. manninn og húsdýr hans. Þeir heimfæra hana einkum upp á plöntur sem notaðar eru í landgræðslu og skóg- rækt, án þess þó að fyrir því liggi nokkur haldbær rök. Má í því sam- bandi nefna fernt: 1) Fyrir liggur að framandi ágengar tegundir hafa valdið eyð- ingu vistkerfa og útrýmingu teg- unda á úthafseyjum (þ.m.t. Íslandi) en það eru nær eingöngu dýrateg- undir sem það hafa gert (geit, sauðkind, svín, rotta, heim- ilisköttur …) með afráni á inn- lendri fánu og flóru. Það er óþekkt að framandi plöntutegundir valdi útrýmingu innlendra tegunda eða vistkerfa. Þvert á móti, þá virðast plöntutegundir sem koma sér fyrir á nýjum svæðum einungis leiða til fjölgunar plöntutegunda í flóru viðkomandi staðar. 2) Engin innflutt trjátegund sem ræktuð er hér á landi getur talist ágeng þó svo að sumar hafi sáð sér nokkuð út. Ekki er nokkur ástæða til að ætla að innfluttar trjáteg- undir eigi eftir að útrýma hér vist- kerfum, búsvæðum eða tegundum í fyrirsjáanlegari framtíð. 3) Lúpínan, sem oftast er nefnd sem dæmi um ágenga framandi plöntutegund, er dugleg að breið- ast út undir vissum kring- umstæðum, þ.e. á rofnu eða ófrjóu landi þar sem ekki er beit. Hins vegar er vandséð að hún sé að út- rýma vistkerfum, búsvæðum eða tegundum og þannig má draga í efa að hún falli undir grein 8 h í Ríósamningnum. 4) Rannsóknir í ræktuðum skóg- um og á landgræðslusvæðum (þ.m.t. lúpínubreiðum) hér á landi benda ekki til rýrnunar á líf- fræðilegri fjölbreytni í heild við það að rækta skóg eða græða upp land með innfluttum tegundum. Alla liðna öld hafa Skógræktin og Landgræðslan unnið að því að draga úr áhrifum ósjálfbærrar landnýtingar og bæta þann skaða sem þegar var skeður. Hlutverk þeirra hefur verið að endurhæfa og endurheimta niðurlægð gróð- urlendi og byggja upp auðlindir í formi skóga og jarðvegs sem eru undirstöðuþættir í sjálfbærri land- nýtingu. Innfluttar plöntutegundir hafa verið teknar í þjónustu þeirra markmiða og í mörgum tilvikum leitt til mun betri árangurs en ef eingöngu hefðu verið notaðar inn- lendar tegundir. Skógræktin og Landgræðslan hafa unnið að efl- ingu líffræðilegrar fjölbreytni í anda Ríósamningsins frá því löngu áður en fólkið sem stóð að gerð hans fæddist. Þegar fjallað er um Ríósamninginn eingöngu út frá innfluttum tegundum er þar um afar takmarkaða túlkun á honum að ræða og raunar furðulega hvað varðar plöntur. Þegar Hjörleifur Guttormsson ritar í grein í Morg- unblaðinu 15. júní sl. að „Skógrækt ríkisins og Landgræðslan hafi unn- ið gegn markmiðum samningsins“, þá hefur hann hreinlega á röngu að standa. Sé hann á móti skóg- rækt og landgræðslu þarf hann að finna til þess önnur rök en samn- inginn um líffræðilega fjölbreytni. Skógrækt, landgræðsla og líffræðileg fjölbreytni Eftir Þröst Eysteinsson » Þegar Hjörleifur Guttormsson ritar að „Skógrækt ríkisins og Landgræðslan hafi unnið gegn markmiðum Ríósamningsins“, þá hefur hann á röngu að standa. Þröstur Eysteinsson Höfundur er sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins. TALSVERÐ um- ræða hefur farið fram um það hvort þjóð- aratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB eigi að vera bindandi eða leiðbeinandi. Þótt vissulega sé unnt að hafa á þessu ýmsar skoðanir er nauðsyn- legt fyrir umræðuna að nokkur lykilatriði séu á hreinu: 1. Leiðbeinandi atkvæðagreiðsla um niðurstöður aðildarviðræðna, að undangenginni ítarlegri kynningu á efni aðildarsamnings, veitir Alþingi leiðsögn um það hvort ráðist skuli í nauðsynlegar stjórnarskrárbreyt- ingar sem óhjákvæmilega myndu fylgja aðild að ESB. Synji þjóðin að- ildarsamningi hefst Alþingi ekki frekar að í málinu, samþykki þjóðin samninginn tekur Alþingi næsta skref sem er undirbúningur stjórn- arskrárbreytinga og fullgildingar samningsins. Niðurstöður slíkrar at- kvæðagreiðslu verða ætíð pólitískt skuldbindandi fyrir stjórnmálaflokkana. Leiðbeinandi þjóð- aratkvæðagreiðsla um efnisatriði aðild- arsamnings þegar hann liggur fyrir kem- ur ekki í veg fyrir bindandi þjóð- aratkvæðagreiðslu síð- ar, geri Alþingi viðeig- andi stjórnarskrárbreyt- ingar sem kveði á um að framsal ríkisvalds krefjist ávallt samþykkis í þjóð- aratkvæðagreiðslu, eins og dæmi eru um í stjórnarskrám nágranna- ríkja. 2. Bindandi þjóðaratkvæða- greiðsla verður aðeins að breyttri stjórnarskrá, þar sem hún heimilar ekki slíka bindingu eða framsal lög- gjafarvaldsins. Bindandi atkvæða- greiðsla færi þannig fram að fyrst setur Alþingi lög til staðfestingar að- ild að ESB en gildistaka laganna yrði skilyrt við samþykki í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þessi leið þýðir að Alþingi lögfestir aðildarsamning við ESB án þess að þjóðin hafi kosið um niðurstöður aðildarviðræðna. Al- þingi er þannig ætlað skv. þessari leið að taka efnislega afstöðu til að- ildarsamnings og festa hann í lög án aðkomu þjóðarinnar fyrr en á síðari stigum. Alþingi á sem sagt ekki að hlíta leiðsögn þjóðarinnar í málinu heldur leggja fyrir hana þegar sam- þykkt lög um aðild. Það er í raun þvert á það sem flestir stjórn- málaflokkar hafa samþykkt, nefni- lega að niðurstöður aðildarviðræðna verði bornar undir þjóðina. Með því að fara fyrri leiðina hér að ofan er tryggt að þjóðin muni ráða örlögum hugsanlegs aðild- arsamnings Íslands að ESB. Þjóðin ráði örlögum aðildarsamnings Eftir Árna Þór Sigurðsson » Talsverð umræða hefur farið fram um það hvort þjóðarat- kvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB eigi að vera bindandi eða leið- beinandi. Árni Þór Sigurðsson Höfundur er formaður utanríkismála- nefndar Alþingis ANNAN júlí sl. gráta Staksteinar Morgunblaðsins yfir ranglæti heimsins. Ís- lenskir fjármálamenn höfðu nefnilega haft uppi á norrænu fyr- irtæki „sem sérhæfir sig í að flytja sjúk- linga, m.a. af sænsk- um og norskum bið- listum til annarra landa og gera aðgerðirnar á kostn- að þessara norrænu yfirvalda utan heimalandsins.“ Fjármálamenn- irnir og þeirra fulltrúar hafi leitað til mín, sem heilbrigðisráðherra, með hugmyndina. En viti menn, fréttir berist nú af því að ég hafi fundað með heilbrigðisráðherra Noregs um að „efla samstarf milli heilbrigðisstofnana í flutningi sjúk- linga milli landa.“ Ég hafi haft á orði að ástæðulaust væri að hleypa milliliðum inn í slík samskipti enda kosti það sitt. Stuldur? Í framhaldinu gagnrýna Stak- steinar tvennt: Ég hafi stolið við- skiptahugmynd: „Mega einkafyr- irtæki sem leita með hugmyndir sínar til yfirvalda nú búast við því að þær verði ríkisvæddar séu þær arðbærar?“ Hitt sem ritstjóri Morgunblaðsins finnur að er að inngrip heilbrigðisráðherrans sé á kostnað heildarhagsmuna og kosti peninga eða „reiknar hann með að þeir sem ekki fengu hugmyndina skili sama árangri og þeir sem hana fengu? Hvað reiknar hann með að eyða miklu í að koma hug- myndum annarra í verk? Hvað kostar að passa að milliliðirnir fái ekkert?“ Í fyrsta lagi er þessu til að svara að þetta eru ekki nýjar hugmyndir. Íslendingar hafa sent sjúklinga úr landi þegar þess hefur verið þörf, svo sem til hjartaaðgerða, líf- færaígræðslna og fleiri flókinna meðferða og rannsókna. Eins hafa Íslendingar tekið við erlendum sjúklingum, sem hingað hafa verið sendir, bæði vegna bráðra og lang- vinnra veikinda. Allt þetta hefur verið gert í góðu samstarfi okkar og viðkomandi heilbrigðisyfirvalda erlendis. Það sem vantar í söguna Í öðru lagi horfir Staksteinahöf- undur framhjá allri þeirri gagn- rýnu umræðu sem fram fer á Norðurlöndum og í Evrópusam- bandinu um viðskipti yfir landa- mæri með heilbrigðisþjónustu. Þar er rætt um hvernig megi svo búa um hnúta að ekki verði grafið und- an almannaþjónustu þjóðlandanna og að frelsi leiði ekki til ójöfnuðar og mismununar heimafyrir. Þenn- an þátt vantar í söguna hjá Morg- unblaðinu og væri verðugt umfjöll- unarefni fyrir blaðið. Í þriðja lagi er það meintur kostnaður við að koma í veg fyrir milliliði í heilbrigðiskerfinu. Ég tel mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir óþarfan milliliðakostnað. Til að hafa vítið til varnaðar þarf ekki annað en að horfa til dýrasta heilbrigðiskerfis veraldar – í Bandaríkjunum – sem hefur á sínu framfæri fjárfesta auk hers af lög- fræðingum til að skera úr um vandamál sem koma upp í heil- brigðisviðskiptunum. Einnig þetta vantar í söguna hjá Morg- unblaðinu. Er ritstjóra alvara? Þá er það nánast ótrúlegt að nú – eftir hrunið – skuli Morgunblaðið leyfa sér að taka þátt í því að stilla heilbrigðisyfirvöldum upp við vegg, þegar þau vilja fara varlega í að opna einkaaðilum leið inn í al- mannaþjónustuna. Hún er aldrei viðkvæmari en einmitt nú, þegar kreppir að, gagnvart aðilum sem segjast koma færandi hendi en eru í reynd að seilast ofan í vasa skattborgarans. Eyjólfur Eysteins- son og Sólveig Þórð- ardóttir, sem sitja í stjórn Hollvina- samtaka Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja og eiga sæti í sam- ráðsnefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytisins um framtíð stofnunar- innar, segja í Morgunblaðsgrein nýlega að full þörf sé á því að nýta stofnunina „fyrir þjónustu við þá sem á Suðurnesjum búa“. Undir þetta tek ég. En ef erlendir bisnissmenn eru tilbúnir að koma með fólk aft- arlega úr biðröðum í útlöndum sem greitt yrði fyrir með gjald- eyri? Gjaldeyrinn viljum við vissu- lega en ekki á hvaða forsendum sem er. Þannig værum við fæst tilbúin að fórna hagsmunum heimafólks fyrir vikið og ég þykist reyndar vita að þorri Íslendinga vilji í lengstu lög forðast að með viðskiptum af þessu tagi, verði lagður grunnur að tvöföldu heil- brigðiskerfi. Þess vegna á að fara að með gát þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar. Það breytir ekki því að allar hugmyndir á að sjálf- sögðu að skoða opnum huga. En í þessu samhengi er fullkomlega eðlilegt að ég skuli taka upp við- ræður um samstarf við heilbrigð- isyfirvöld í öðrum löndum; sam- starf þar sem almanannahagur ræður og engin önnur sjónarmið. Verðmæti samfélagsins Varðandi þá hugsun að það séu bisnissmenn sem eigi allar góðu hugmyndirnar þá vísa ég henni til föðurhúsanna. Vandi bisnissmanna á undanförnum árum er hve mjög þeir hafa fjarlægst ýmsar gamlar dyggðir í atvinnurekstri svo sem áherslu á frumkvæði og verðmæta- skapandi nýjungar. Til varð stétt manna sem hugsaði um það eitt að ná til sín verðmætum, sem sam- félagið hefur þegar byggt upp fyrir skattfé. Vandi okkar sem sam- félags er líka sá að okkur skortir meiri gagnrýni í opinberar umræð- ur, að ekki sé minnst á hitt að dreginn sé lærdómur af óförum undangenginna ára. Ég leyfi mér að spyrja: Erum við ekki búin að fá nóg af peninga- frjálshyggjunni í bili? Eigum við ekki að gera þá kröfu til þeirra sem eru í bisniss að þeir einbeiti sér að hinum fjölmörgu tækifærum sem felast á öllum sviðum sam- félagsins, framleiðslu hvers konar, tækninýjungum og hugviti? Er ekki rétt að leyfa því viðkvæmasta í kjarna samfélagsþjónustunnar, heilbrigðiskerfinu, að vera undir samfélagslegri stjórn og með sam- félagslegt verðmætamat að leið- arljósi? Jafnrétti þegnanna er hvergi eins augljóst og mikilvægt og í heilbrigðiskerfi sem mismunar ekki. Það er nóg komið af frekju frjálshyggjunnar. Frekja frjáls- hyggjunnar Eftir Ögmund Jón- asson Ögmundur Jónasson »En í þessu samhengi er fullkomlega eðli- legt að ég skuli taka upp viðræður um samstarf við heilbrigðisyfirvöld í öðrum löndum þar sem almanannahagur ræður og engin önnur sjón- armið. Höfundur er heilbrigðisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.