Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 24
24 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ICELANDIC Art Today heitir nýútkomin bók frá þýska stórforlaginu Hatje Cantz. Bókinni rit- stýrðu Halldór Björn Runólfsson, forstöðumaður Listasafns Íslands, og Christian Schoen, fram- kvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar en þeir fengu það erfiða verkefni að velja 50 íslenska og starfandi myndlistarmenn til að fjalla náið um í bókinni. Þeir fengu svo mynd- listarfróða penna til skrifanna, m.a. Evu Heisler, Jón Proppé, Markús Þór Andrésson, Ólaf Gísla- son og Þóru Þórisdóttur. Schoen ritaði svo for- mála í bókina og Halldór sögulegt yfirlit um ís- lenska myndlist allt frá 7. áratug síðustu aldar til vorra daga. Bókin er 336 bls. að lengd og prentuð á gæðapappír. Þetta er ekki bók sem maður les uppi í rúmi, bæði stór og þung. Besta listbókaforlagið Halldór segir Hatje Cantz hafa haft samband við Schoen og lýst yfir áhuga á því að gefa út bók um íslenska samtímalist. „Og hann komst á flug því hann veit að þetta er besta listbókaforlag Þýskalands, þeir gefa t.d. alltaf út katalógana á Documenta-sýningunum, eru risar á markaðnum og með gríðarlega dreifingu,“ segir Halldór. Hann hafi sem forstöðumaður Listasafns Íslands þekkst að ritstýra bókinni með Schoen og þeir svo ákveðið hvernig tekið skyldi á umfjöllunar- efninu. „Niðurstaðan varð sú að ég myndi skrifa for- mála sem væri n.k. aðdragandi að þessari kynslóð sem er fædd 1950 og síðar og þannig væri hægt að einbeita sér að 50 listamönnum sem eru fædd- ir á þeim tíma.“ Mikill höfuðverkur – Hvernig gekk að velja þessa 50 myndlist- armenn? „Það gekk mjög vel að velja fyrstu 35-40 en að velja seinustu 10 var mikill höfuðverkur og við reyndum hvað eftir annað að fá þessu hnekkt hjá Hatje Cantz og fá að hafa fleiri en það varð ekki tauti við þá komandi. Þeir sögðu bara 50 eða ekk- ert,“ segir Halldór. – Hvernig völduð þið þá? „Auðvitað hugsuðum við töluvert um menn sem hafa riðið á vaðið og gert sig gildandi í fleiri lönd- um en Íslandi. Við könnuðum hverjir hefðu lagt á sig að kynna sig í útlöndum og ræddum við þröng- an hóp af ráðgjöfum um álitamál. Valið var samt alltaf okkar. Við létum það eiginlega ráða hvort menn hefðu verið samkvæmir sjálfum sér, væru einbeittir, hefðu uppskorið einhvers konar brautargengi í því ljósi. En við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að myndum aldrei getað komið öllum inn sem við vildum,“ segir Halldór. Þeir Schoen hafi stutt hvor annan og ákveðið að þetta væri upphafið að frekari útgáfu erlendis um íslenska myndlist. Á við fjölmargar sýningar – Þetta er nú býsna merkilegt forlag, með dreifingu um allan heim. Þetta hlýtur að vera ein- hver besta kynning sem íslensk samtímamyndlist hefur fengið til þessa, a.m.k. í bókarformi? „Það er ekki nokkur vafi. Þetta er á við margar, margar sýningar, það verður að segjast eins og er. Þegar maður fer að hugsa til þess að bókin verður á bókasýningunni í Frankfurt og á fleiri, fleiri stöðum, dreift í allar listbókabúðir og á listasöfn, þá er ekki nokkur vafi að þetta verður rokkynning fyrir alla íslenska myndlist,“ segir Halldór upp- tendraður. „Ég get ekki annað sagt en að ég er mjög feginn að þetta skyldi komast á koppinn.“ „Rokkynning fyrir alla íslenska myndlist“  Hið virta, þýska bókaforlag Hatje Cantz gaf ný- verið út veglegt rit um íslenska samtímamyndlist  Einhver besta kynning sem íslensk myndlist hef- ur fengið, að sögn annars tveggja ritstjóra Christian Schoen Kápan Kápa bókarinnar Icelandic art today. Halldór Björn Runólfsson hatjecantz.com HLJÓMSVEITIN Jagúar leggur í vikunni upp í sum- artónleikaferð um landið og hyggst halda sex tónleika á jafnmörgum dögum og á jafnmörgum stöðum á land- inu. Fyrstu tónleikarnir fara fram annað kvöld á Ró- senberg í Reykjavík og svo taka við tónleikar á Krák- unni í Grundarfirði á mið- vikudag, Edinborgarhúsinu á Ísafirði á fimmtudag, Græna hattinum á Ak- ureyri á föstudag, LungA-hátíðinni á Seyð- isfirði á laugardag og loks ætlar sveitin að halda útitónleika á Höfn á sunnudaginn. Tónlist Jagúar á ferð og flugi um landið Samúel Samúelsson HÖNNUÐIRNIR Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir hlutu sér- stök heiðursverðlaun í ár- legri keppni evrópskra hönnuða og auglýs- ingastofa sem fram fór nú í júní í Barcelona á Spáni, fyrir hönnunina á bók Egg- erts Péturssonar, Flora Is- landica. Keppnin er haldin á vegum samtaka félaga evrópskra hönnuða og auglýsingagerðarfólks. Flora Islandica hlaut verðlaun í flokki bóka, bókverka og ársskýrslna. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt bók hlýtur þessa viðurkenningu. Bækur Flora Islandica verðlaunuð Eggert Pétursson BÓKAFORLAGIÐ Hatje Cantz hóf starfsemi sína þegar þýski letursetj- arinn Gerd Hatje stofnaði bókaforlagið Verlag Gerd Hatje árið 1947 í Stuttgart. Á fimmta áratugnum hóf Hatje útgáfu á bókum um sjónlistir, arkitektúr og hönnun og hóf um leið áratuga samstarf við prentsmiðjuna Cantz’sche Druckerei. Árið 1999 voru fyrirtækin sameinuð og nöfnin um leið, í Hatje Cantz- forlagið. Bókaútgáfan jókst mikið við sameininguna og samstarf við þekkt listasöfn um allan heim var eflt, m.a. við MoMA í New York og Centre Pompidou í París. Tæp 70% allra bóka sem forlagið gef- ur út eru á ensku og er dreift um allan heim. Forlagið er eitt það mikilvægasta og umfangsmesta í heiminum þegar kemur að útgáfu bóka um hönnun og listir og þykir eitt það allra besta þegar kemur að hönnun og prentun á sýning- arskrám ýmiss konar. Hatje Cantz ÚR formála bókarinnar eftir Christian Schoen, í þýðingu blaðamanns: „Hvað er það sem gerir íslenska sam- tímamyndlist svo ólíka annarri og jafn- aðlaðandi og raun ber vitni? Íslensk samtímalist, hvort sem hún er af meiði konseptlistar, tilraunakennd eða ljóð- ræn, er það sem myndlistarmenn ann- arra þjóða reyna baki brotnu að ná í sín- um verkum: Hún er afdráttarlaus og ekta. Hún fer með gáskafullum hætti yf- ir landamæri listgreina. Það er orðin venja að listamenn úr ólíkum greinum vinni saman; tónlistarmenn, leikarar, hönnuðir eða rithöfundar. Listin nærist á miklum sköpunarkrafti sem gerir hvern og einn hinna 300.000 eyj- arskeggja, eða þar um bil, annars vegar að neytendum listrænnar menningar og hins vegar að sköpurum hennar. Engin gjá skilur að listina og lífið heldur er þar blómlegt samband á milli. Sköp- unargáfa gegnsýrir samfélagið.“ Afdráttarlaus og ekta LISTAHÁTÍÐ ungs fólks á Austurlandi, LungA, verð- ur formlega sett í tíunda sinn í dag. Að vanda kemur fólk víðsvegar að til þátttöku í hinum ýmsu dagskrár- viðburðum sem verða í boði á hátíðinni. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði alla vikuna, meðal annars verða haldnir stórtónleikar á laug- ardagskvöldið, en þar koma fram GusGus, Mugison, B.Sig, Jagúar og Skakkamanage. Heildardagskrá hátíðarinnar má finna á www.lunga.is. Listir LungA hefst á Seyðisfirði í dag Mugison ÞAU Kári Friðriksson ten- ór og Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari ætla að ferðast um landið vítt og breitt á næstunni og halda tónleika. Þeir fyrstu verða í Sauðárkrókskirkju í kvöld og svo taka við tónleikar í Þórshafnarkirkju 14. júlí, Húsavíkurkirkju 15. júlí, Dalvíkurkirkju 16. júlí, Víðistaðakirkju 20. júlí, Hólmavíkurkirkju 21. júlí og Tónlistarskóla Akraness 22. júlí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20. Aðgangseyrir er 2.000 kr. og mun hluti hans renna til góðgerðarmála á hverjum stað. Tónlist Sumartónleikar vítt og breitt Nína Margrét Grímsdóttir Hugmyndin um allsherj-arlistasögu varð fyrst tilá 19. öld. Það var eftir aðheimspekingar á borð við David Hume, Edmond Burke, Frie- drich Schiller og Immanuel Kant lögðu grunninn að fagurfræði sem vísindagrein og forsendur urðu næg- ar til að segja trúverðuga listasögu (sem kann samt að vera kolröng þótt hún sé trúverðug). Þetta leiddi til fyrstu stofnananna sem höfðu skyld- um að gegna gagnvart listinni og áttu að hýsa hana, skrá hana og segja sögu hennar. Þrátt fyrir stofnanavæðinguna þá hafa einkasafnarar gegnt veigamiklu hlutverki í myndlistarheiminum, oft sem velgjörðarmenn, eins og það var kallað hér forðum, og átt þátt í að sum list hefur geymst en ekki gleymst. Oft er talað um „smekk“ þegar kemur að listaverkakaupum. David Hume áleit „smekk“ einmitt skipta sköpum í því hvernig við metum listir en hann gerði kröfu um að við mennt- uðum okkur og þroskuðum smekk okkar til að skerpa hann. Immanuel Kant gekk skrefi lengra en Hume og sagði að tilfinningar, sem vakna við að skoða fagra hluti eins og listaverk (listaverk þarf samt ekki að vera fagurt), byggju í þeim sem horfði á þá en ekki sjálfum hlut- unum. Listin væri þar af leiðandi ekki sjálfgefin eða sjálfsögð í um- hverfinu, við fyndum hana innan frá. Kant var nær lagi en Hume hvað varðar skilgreiningu á fagurfræði listarinnar. Hún ristir dýpra en „smekkur“ manns. Listaverkasafn verður ekki metið eftir efnislegum stöðlum þótt jafnan sé gerð tilraun til þess. Og er algengt að listaverkasafnarar vilji tryggja safni sínu góðan stað eftir sína daga, því að listin lifir safnarana, og láti það af hendi til stofnana eða til að stofna nýjar stofnanir og þannig leggja sitt af mörkum til að viðhalda skrásetningu listasögunnar. Eru mörg slík söfn til erlendis sem og hérlendis. Í Hafnarborg er nú sýning til- einkuð söfnurum og er hún haldin í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því að hjónin Sverrir Magnússon og Ingibjörg Sigurjónsdóttir afhentu Hafnarfjarðarbæ listaverkasafn sitt að gjöf og er það í vörslu menningar- miðstöðvarinnar. Í tilefni þessa hefur safnið fengið að láni listaverk úr söfnum núlifandi listaverkasafnara, þeirra Gunnars Dungal og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur, Sverris Krist- inssonar, Braga Guðlaugssonar og Ingunnar Wernersdóttur, og eru þau til sýnis auk verka sem Sverrir og Ingibjörg gáfu bænum á sínum tíma. Fjörutíu listamenn eiga verk á sýningunni sem spannar list frum- herjanna til framsækinna samtíma- listamanna. Sýningin hefur vissulega yfirbragð viðtekinna sumarsýninga hjá listasöfnum (enda er þetta sum- arsýning) en þar sem verkin hafa sjaldan komið fyrir augu almennings er hér kjörið tækifæri til að sjá ýms- ar perlur, s.s. eftir Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Karl Kvaran, Hrein Friðfinnsson og Olgu Berg- mann. Perlur í einkaeign Hafnarborg Úr einkasöfnum bbbnn Opið alla daga frá kl. 11 – 17, fimmtu- daga til kl. 21. Lokað á þriðjudögum. Sýningu lýkur 3. ágúst. Aðgangur ókeypis. JÓN B. K. RANSU MYNDLIST Morgunblaðið/Jakob Fannar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.