Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
REYNT verður að finna járnsmiðj-
una í Glaumbæ þegar elsti skáli bæj-
arins verður rannsakaður í sumar.
Finnist smiðjan getur það rennt stoð-
um undir þá kenningu safnstjórans
að bærinn hafi tekið nafn sitt af gjall-
anda frá járnvinnslunni en ekki
glaum og gleði hjá fólkinu.
Vísbendingar hafa fundist um að
járn hafi verið unnið í Glaumbæ og
smiðjur voru á bæjum í nágrenninu.
Jarðvegurinn er rauðuríkur. Þá hefur
fundist móaska, rauðleit aska sem
sérfræðingar telja vísbendingar um
járnvinnslu. Sigríður Sigurðardóttir,
safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga
í Glaumbæ, telur að nafn bæjarins sé
af þessu dregið. „Þetta gefur auga-
leið, gjallandi hljómurinn frá smiðj-
unni hefur kallað á nafnið,“ segir Sig-
ríður Sigurðardóttir.
Hvað er undir yfirborðinu?
Vísindamenn frá Massachusetts-
háskóla í Boston hafa unnið við forn-
leifarannsóknir í Skagafirði frá 2001.
Megintilgangur rannsóknanna er að
þróa jarðsjártækni til að skoða forn-
minjar í jörðu. Auðvelt er að sjá
grjóthleðslur en nákvæmari tækni
þarf til að greina torfhleðslur.
Þeir hafa tekið fyrir Langholtið í
vestanverðum Skagafirði. Þar háttar
þannig til að allir bæirnir hafa verið
fluttir upp á holtið á svipuðum tíma.
Einn af stjórnendum rannsókn-
arinnar, Douglas Bolender, segir að
elstu bæjarstæðin séu vel varðveitt í
jarðvegi og gott að aldursgreina
minjarnar vegna greinilegra ösku-
laga. Þá segir hann að aðstæður séu
svipaðar á öllu svæðinu, ríkir og fá-
tækir bændur hafi búið þarna og
áhugavert sé að skoða hvenær sá
munur hafi farið að koma fram.
Bolender segir greinilegt að Stóra-
Seyla þar sem stærsti hópurinn vinn-
ur og Reynistaður séu elstu bæirnir.
Þegar hefur komið í ljós að tveir skál-
ar eru á gamla bæjarstæðinu á Seylu,
líklega frá sama tíma. Þá hafa þeir
„séð“ kirkjugarð og eru að athuga
hvort annar eldri sé þar við hliðina.
„Við teljum að bærinn á Seylu sé
frá víkingaöld. Öskulagið frá 1104
liggur yfir rústunum og bærinn gæti
verið frá landnámstímanum,“ segir
Douglas Bolender. Hann bætir því
við að mannvirkin hafi verið notuð
áfram þótt bærinn hafi verið fluttur
ofar á holtið. Þannig séu nýrri bygg-
ingar ofan á skálanum að hluta, lík-
lega fjárhús eða fjós.
Í sumar er verið að leita að frjó-
kornum í rústunum. Þau geta gefið
vísbendingar um hvað ræktað hefur
verið. Þá hefur Bolender mikinn
áhuga á að finna gamla akra til að
ganga enn frekar úr skugga um það.
Fornbærinn opnaður
Rannsóknir Bandaríkjamannanna
hafa nýst Byggðasafni Skagfirðinga
vel. Þannig fannst forn skáli í túninu
neðan við miðaldabæinn í Glaumbæ.
Hann var rannsakaður að hluta.
Stefnt er að því að ljúka þeirri athug-
un í sumar, sjá hvað skálinn hefur
verið stór og nálægar byggingar. Sig-
ríður Sigurðardóttir hefur sérstakan
áhuga á smiðjunni, eins og fram er
komið.
„Okkur langar að bæta túninu við
safnasvæðið,“ segir Sigríður. Áhugi
er á því að byggja upp veggi skálans
og smiðjunnar og sýna gestum
Byggðasafnsins hvernig landnáms-
skálinn var.
Bæjarnafnið frá gjall-
anda úr smiðjunni?
Safnstjórinn í Glaumbæ vonast til að finna járnsmiðju í elsta
bænum og að hún skýri heiti bæjarins Bandarískir vísinda-
menn eru níunda sumarið við rannsóknir í Skagafirði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Rannsóknir Vísindamenn draga jarðsjá eftir nákvæmum línum yfir landnámsskálanum á Stóru-Seylu á meðan
aðrir grafa ofan af minni skálanum. Bærinn var fluttur upp á hæðina þar sem nú sést í gamlan súrheysturn.
Lengi hafa allskonar getgátur verið um uppruna bæjarheitis Glaumbæjar
og gestir byggðasafnsins spyrja oft um það og koma með eigin tilgátur.
Menn hafa velt því fyrir sér hvort heitið sé dregið af hávaða (glamri),
gleðskap (glaum og gleði), glymjanda í járnsmiðju eða klukknahljómi.
Þórhallur Vilmundarson prófessor taldi að heitið gæti verið dregið af
Gamla bæ en stafir fallið brott og víxlast. Sú kenning getur í sjálfu sér
staðist því vitað er að bærinn var fluttur.
Kenningin um að heitið sé fengið frá glymjanda í járnsmiðjunni heillar
Sigríði Sigurðardóttur safnstjórna mest. Auðvelt er að ímynda sér glamr-
ið í járninu enda vitað að lengi hefur verið smiðja í Glaumbæ og góðir
járnsmiðir unnið þar járn, bæði úr mýrinni og innflutt. „Við þurfum bara
að finna elstu smiðjuna til að vera viss,“ segir Sigríður. helgi@mbl.is
Margar tilgátur uppi
Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn „Senda inn efni“ veljið „Senda inn minningargrein“ þar sem
fram koma nánari leiðbeiningar.
Skilafrestur Minningargrein sem á að birta á útfarardegi verður að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Birting getur dregist þó greinin berist innan skilafrests þar
sem pláss er takmarkað. Sami skilafrestur er á greinum vegna útfarar í kyrr-
þey. Allar greinar birtast jafnframt á vefnum www.mbl.is/minningar
Lengd Hámark 3.000 slög. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á
vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, „Hinstu kveðju“, 5–15 línur.
Formáli Nánustu aðstandendur skulu rita formála og senda inn, skv. leið-
beiningum á mbl.is
Undirskrift Minningargreinahöfundar noti skírnarnöfn sín undir greinunum.
Minningargreinar og skil
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skoðið leiðbeiningar
á mbl.is
Stórhöfða 21 við Gullinbrú,
sími 545 5500 www.flis.is
Vegleg verðlaun fyrir sæti 1-3.
Aukaverðlaun fyrir að vera næstur
holu á öllum par 3 holunum.
Keppnisgjald kr. 3.500.
Upplýsingar í síma 482 3380.
Skráning á golf.is
– 18 holu punktakeppni –
FLÍSABÚÐIN
OPEN
á Öndverðarnesvelli
laugardaginn 18. júlí 2009
lím
og fúguefni
flísaskerar
og flísasagir
RUBI
Dregið verður úr skorkortum
(aðeins viðstaddra)
að lokinni keppni.
Fjöldi glæsilegra vinninga
m.a. Tivoli Audio,
glös frá EXÓ o.fl.
Allt fyrir
baðherbergið
Allt fyrir
baðherbergið
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
ÚTSALAN HAFIN
opið virka daga 10-18
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Morgunblaðið/Ómar