Morgunblaðið - 13.07.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 2009
Elliðaár,
örnefni og
veiði
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
46
31
1
05
/0
9
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
Þriðjudaginn 14. júlí mun Ólafur E.
Jóhannsson leiða fræðslugöngu
Orkuveitunnar í Elliðaárdal, en
Elliðaárnar sjálfar
verða umfjöllunarefnið
að þessu sinni. Fjallað
verður um laxveiðar í
Elliðaánum fyrr og nú
og sagðar sögur sem tengjast laxveiðum í ánni.
Þá verður sagt frá nokkrum helstu veiðistöðum
í ánni, veiðiaðferðum og fleiru sem við kemur
stangaveiði. Lagt verður af stað frá Minjasafni
Orkuveitunnar í Elliðaárdal kl. 19:30.
Hulu svipt af leyniverkefni
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
BANDARÍSKA leyniþjónustan (CIA) leyndi
fyrir Bandaríkjaþingi upplýsingum um leyni-
legt verkefni í hryðjuverkastríðinu, að því er
dagblaðið New York Times hefur eftir Leon E.
Panetta, núverandi yfirmanni CIA.
Segir í blaðinu að ákvörðunin um að leyna
verkefninu hafi verið tekin með blessun Dicks
Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkj-
anna í tíð George W. Bush forseta.
Blaðið hefur þetta raunar ekki beint eftir
um helgina var fullyrt í nýrri skýrslu að skrif-
stofa hans hefði gegnt lykilhlutverki í að halda
hlerunum sem fóru fram án heimildar leynd-
um, fyrir öðrum en mönnum í innsta hring.
Náði ekki til njósna heima fyrir
Heimildarmenn New York Times segja
leyniverkefnið hvorki hafa verið hluta af yfir-
heyrslum CIA né falið í sér njósnir heima fyrir.
Að öðru leyti er lítið vitað um það.
Málið þykir fyrst og fremst áhugavert fyrir
þá sök að það þykir varpa ljósi á þá leyndar-
hyggju sem viðgekkst í hryðjuverkastríðinu.
Panetta heldur heimildar-
mönnum sem hafa upplýs-
ingar um vitnisburð hans
fyrir þingnefndum sem fara
með leyniþjónustumál.
Panetta fyrirskipaði að
verkefninu skyldi hætt þeg-
ar hann frétti af því í júní en
það fór aldrei í fullan gang
þótt því væri ýtt úr vör
skömmu eftir hryðju-
verkaárásirnar í september 2001.
Cheney hefur ekki tjáð sig um málið en fyrr
Dick Cheney
Í HNOTSKURN
»Panetta hafnaði á sínum tíma þeirrifullyrðingu Nancy Pelosi, forseta full-
trúadeildar Bandaríkjaþings, að þingið
hefði ekki haft neina vitneskju um vatns-
pyntingar í hryðjuverkastríðinu.
»Hann tók við af Michael Hayden semyfirmaður CIA í febrúar en var áður
m.a. starfsmannastjóri í Hvíta húsinu á
fyrra kjörtímabili Bills Clintons.
SÚ SKOÐUN er orðin útbreidd að
hersveitir Atlantshafsbandalagsins
geti ekki borið sigurorð af talibönum
í Afganistan þrátt fyrir eflda sókn
gegn þeim að undanförnu.
Þetta fullyrðir Athar Abbas, her-
foringi í her Pakistans, en hann segir
pakistönsku leyniþjónustuna eiga í
viðræðum við Mullah Mohammed
Omar, leiðtoga talibana í Afganistan,
um leiðir til að binda enda á átökin.
Segir hann jafnframt pakistönsk
stjórnvöld vilja umbun frá Banda-
ríkjastjórn fyrir milligöngu sína í
málinu í formi tilslakana í deilu Pak-
istana og Indverja í Kasmír-héraði
sem ekki eru tilgreindar.
Vísa ummælunum á bug
Abbas lét ummælin falla í viðtali
við CNN og voru talsmenn pakist-
anskra stjórnvalda fljótir að vísa
þeim á bug. Þá sagði Richard Hol-
brooke, sérlegur sendiherra Banda-
ríkjanna í málefnum Pakistans og
Afganistans, að útilokað væri að efnt
yrði til viðræðna við talibana fyrr en
þeir létu af stuðningi við al-Qaeda.
Mikil ólga er nú í Bretlandi í garð
framlags Breta til aðgerða Atlants-
hafsbandalagsins í Afganistan, þar
sem þeir hafa nú misst fleiri her-
menn en í Íraksstríðinu, eða alls 184
frá upphafi átaka haustið 2001.
Myndir frá útförum breskra her-
manna hafa verið áberandi á síðum
bresku dagblaðanna síðustu daga og
hefur nokkur umræða skapast í
kringum þá yfirlýsingu Nick Clegg,
leiðtoga Frjálslyndra demókrata, að
breskum mannslífum sé kastað á glæ
í Afganistan.
Með því rauf Clegg samstöðu
flokkanna í stuðningnum við átökin
en hundruð uppreisnarmanna hafa
verið felld í átökum síðustu vikur.
Stríðsreksturinn
á krossgötum?
Sú skoðun nýtur vaxandi fylgis að ekki
sé hægt að sigra talibana með hervaldi
Reuters
Átök Afganskur hermaður við öllu
búinn í Wardak-héraði í Afganistan.
ÞÆR höfðu ekki færst úr stað fallbyssurnar sem forðum
gættu virkis þrælasalanna á Höfðaströnd í Gana þegar Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseti virti þær fyrir sér um helgina.
Á sautjándu öld var virkið, Cape Coast Castle, miðstöð ein-
hverrar umfangsmestu þrælasölu á vesturströnd Afríku. Fjöl-
skylda forsetans var með honum í för og að sögn viðstaddra
var það tilfinningaþrungin lífsreynsla fyrir eiginkonu hans,
Michelle, að koma á slóðir forfeðra sinna sem forðum daga
voru þaðan sendir í vinnuþrælkun á plantekrum suðurríkja
Bandaríkjanna.
Hliðið í kastalanum er nú nefnt hliðið sem enginn fær snúið
til baka um og settu forsetahjónin, ásamt dætrum sínum,
Söshu og Maliu, sig í spor þrælanna þegar þau gengu niður
stigann sem lá niður í þrælageymslurnar. Þúsundum þræla
var þar haldið við þröngan kost svo vikum skipti þar til þræla-
skipin komu til að sækja farminn.
Mikil eftirvænting var á meðal Ganabúa vegna heimsóknar
forsetans og var hálfgerð þjóðhátíðarstemning á götum
Accra í tilefni hennar. Gana er fyrsta Afríkuríkið sunnan Sa-
hara sem Obama heimsækir sem forseti og er ástæðan fyrir
valinu sú að hann vill senda þau skilaboð til annarra ríkja álf-
unnar að lýðræðislegt stjórnarfar í landinu sé öðrum ríkjum
til eftirbreytni. Forsetinn ítrekaði þessi skilaboð á þjóðþingi
Gana um leið og hann gagnrýndi einræðistilburði í álfunni.
Á slóðum þrælasala á Höfðaströnd
Reuters
BRESK stjórnvöld hafa hraðað af-
greiðslu bóluefnis gegn svínaflensu
og þegar lagt fram pantanir á 130
milljón skömmtum.
Miða áætlanir við að annar hver
Breti geti fengið bóluefni fyrir árs-
lok og síðan fleiri ef þörf krefur á
næsta ári, að því er fram kemur á
vef breska dagblaðsins The Times.
Íbúafjöldi Bretlands er nú ríflega
60 milljónir og er gengið út frá því
að hver þegn þurfi tvo skammta.
Von er á fyrstu skömmtunum
gegn svínaflensu í september og
verður búið svo um hnútana að hægt
verði að afgreiða þá til dreifingar á
innan við viku.
Fimmtán Bretar hafa nú látist af
völdum svínaflensu en í síðustu viku
féll sá fyrsti frá sem ekki átti við
önnur undirliggjandi heilsufars-
vandamál að stríða.
Birgja sig
upp af
bóluefni
Ógn Notast við grímur í Taílandi.
Bretar við öllu búnir