Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 0. Á G Ú S T 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 214. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF OPIN HLAUPADAGBÓK VEITIR GOTT AÐHALD «MENNING Hjaltalín tók upp með stórsveit ÍR fagnaði sigri í bikarkeppni FRÍ og lauk þar með 20 ára bið félags- ins eftir titlinum. 15 ára sigur- göngu FH lauk eftir magnaða keppni í Laugardalnum. ÍÞRÓTTIR ÍR stöðvaði sigurgöngu FH Keilir varði Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni GSÍ í kvennaflokki og fagnaði sínum 12. titli. GKG lagði GR á Jaðarsvelli og landaði sínum þriðja titli. Keilir og GKG unnu titlana KR-ingar voru góðir í 4:2 sigri liðs- ins gegn Íslandsmeistaraliði FH í gær í Pepsideild karla í fótbolta. Meiri spenna en áður í toppbarátt- unni. Valsmenn töpuðu á ný. KR-ingar sprækir í „Krikanum“ „HANN er í allt of stuttum buxum, alveg eins og þú, Ólafur,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú hlæjandi er hún sá trélíkneskið af eiginmanni sínum í garði á Dalvík um helgina, er þau heimsóttu Fiskidaginn mikla. Líkneskið af forsetanum er hluti af verki Dags Óskarssonar, „Sökkvandi þjóðarskútu“, sem skrýddi garð foreldra hans. Um 30 þúsund manns sóttu Dalvík. | 6 MEÐ TVÍFARA ÓLAFS Ljósmynd/Sveinn Rúnar Traustason RISARNIR í tölvu- og upplýsingatækni, fyrirtæki eins og Microsoft, Google og Yahoo, eru enn áhugasamir um að starfrækja gagnaver hér á landi, stundum nefnd net- þjónabú. Titan Global, félag í eigu Jónasar Tryggvason- ar og Arnþórs Halldórssonar og fleiri fjárfesta, hafa ver- ið í viðræðum við stór fyrirtæki um að reisa gagnaver á Íslandi. Jónas Tryggvason segir Titan vera nokkurs konar fasteignaþróunarfélag og ætli ekki að reka gagnaver. Búið sé að velja tvær lóðir og unnið sé að samningum um orkuöflun og flutning á raforku. Vonast Jónas til að gagna- verið geti risið á næsta ári. Fleiri eru að vinna á svipuðum akri og fjárfest- ingarsamningur ríkisins og Verne Holdings er svo gott sem tilbúinn. | 18 Risarnir enn áhugasamir Jónas Tryggvason Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ALGJÖR óvissa er enn um afdrif frumvarps ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrð vegna Icesave-samning- anna, sem fjárlaganefnd hefur nú haft til umfjöllunar um nokkurt skeið. Vinnufundur í nefndinni í gær varð ekki til að breyta afstöðu þeirra sem mestar efasemdir hafa. Þingmenn sem rætt var við í gær voru flestir á því að ekki væri meiri- hluti fyrir því á Alþingi að sam- þykkja ríkisábyrgðina nema með ströngum fyrirvörum. Töluvert skorti hins vegar upp á að þeir fyrir- varar, sem stjórnarflokkarnir hafi lagt til, gangi nógu langt. Því séu litl- ar líkur á því að samstaða náist um þetta mál miðað við núverandi stöðu. Þá virðist ýmislegt benda til þess að andstaða meðal þingmanna Vinstri grænna við Icesave-samn- ingana og frumvarp ríkisstjórnar- innar um ríkisábyrgð hafi frekar aukist en hitt. Lagalegt og efnahagslegt Í fjárlaganefnd hefur verið unnið sleitulaust að því að móta fyrirvara við frumvarpið, sem flestir geti sætt sig við, en gangi jafnframt ekki svo langt að viðsemjendurnir í Bretlandi og Hollandi líti á slíkt sem uppsögn samninga. Fyrirvararnir snúa jafnt að lagalegri hlið málsins sem efna- hagslegri og taka í þeim efnum tillit til áætlana um þróunina hér á landi á komandi árum. Guðbjartur Hannesson, þingmað- ur Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar, segir í raun ekki ágreining um hvað megi betur fara í frumvarpinu um ríkisábyrgðina. Ágreiningurinn snúist um í hvaða búning eigi að færa fyrirvarana. Enn algjör óvissa uppi um Icesave Stjórnarandstaðan segir fyrirvara stjórnarinnar ekki ganga nógu langt Í HNOTSKURN » Boðaður hefur verið fund-ur í fjárlaganefnd kl. 8:30 í dag til að ræða um hugsan- legar breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkis- ábyrgð vegna Icesave. » Formaður fjárlaganefnd-ar segir að staðan í þessu umdeilda máli verði væntan- lega metin að nýju að loknum þingflokksfundum í dag.  Engin hreyfing | 2  Íslendingar standa frammi fyrir þraut sem mjög fáar þjóðir þurfa að gera í sama skilningi. Íslenska þjóðin verður fyrir al- veg gífurlegu þunglyndisálagi. Þetta segir Einar Baldursson vinnusálfræð- ingur sem starfað hefur í Dan- mörku mörg undanfarin ár. Hann segir lítið vitað hvernig heilar þjóð- ir bregðast við slíku. Fyrir utan aukið þunglyndi gæti mótbyrinn líka haft þau áhrif að fólk fyllist þrjósku, sjálfstilfinningu og bar- áttuvilja. Þessi vandamál séu mun stærri en þunglyndi að loknu sum- arfríi, sem var þó megintilefni við- tals við Einar í blaðinu í dag. »16 Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni Einar Baldursson  „Ég óttast mjög að lækna- skortur verði, m.a. út af krepp- unni og afleið- ingum hennar,“ segir Birna Jóns- dóttir, formaður Læknafélags Ís- lands. Hún telur jafnframt líklegt að kreppan muni hafa þau áhrif að læknanemar muni leysa af lækna í ríkari mæli á sumrin. Magnús Skúlason, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurlands, segir æ erfiðara að fá heilsugæslulækna til starfa. »8 Æ erfiðara að fá heilsu- gæslulækna til starfa Birna Jónsdóttir  Kínversk stjórnvöld saka náma- risann Rio Tinto um að hafa leitt til þess að kínversk stálfyrirtæki greiddu 15.454 milljörðum króna meira fyrir járngrýti en ella. Fjórir starfsmenn fyrirtækisins hafa verið handteknir, þar með tal- inn Stern Hu, framkvæmdastjóri félagsins í Shanghai. Talið er lík- legt að mennirnir verði fundnir sekir um iðnaðarnjósnir og mútu- greiðslur. Upphæð meintra svika jafngildir vergri landsframleiðslu á Íslandi í áratug eða svo. Rio Tinto er móðurfélag Rio Tinto Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík. »15 Rio Tinto sakað um iðnaðarnjósnir í Kína VERÐI ákveðið að halda rekstri Straums-Burðaráss áfram munu þeir sem eiga óveðtryggðar eignir í bank- anum fá um 41% af þeim til baka, samkvæmt mati sem kynnt var kröfuhöfum í byrjun ágúst. Það þýðir að lífeyrissjóðirnir munu tapa að minnsta kosti 10 milljörðum króna á falli Straums. Verði bankinn settur í gjaldþrotameðferð tapa líf- eyrissjóðirnir um 23 milljörðum króna sé tekið mið af sama mati. Endanlegt tap lífeyrissjóðanna er þó háð þróun gengis íslensku krónunnar, vaxta og markaða al- mennt. Einnig eru deilur uppi hvort innlán, sem lífeyrissjóðirnir skil- greina sem svo, séu forgangskröfur eða flokkist með almennum kröfum. Slitastjórn flokkar þessi innlán með almennum kröfum. Árni Guðmundsson hjá Gildi segir að lát- ið verði reyna á það fyrir dómstól- um. bjorgvin@mbl.is | 14 Lífeyrissjóðir tapa tíu milljörðum á Straumi Deila um stöðu innlána fyrir dómstólum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.