Morgunblaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
– meira fyrir áskrifendur
Glæsilegt sérblað um skóla og
námskeið fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 14. ágúst
Skólar &
námskeið
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu
flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á
frekara nám í haust.
Pöntunartími er fyrir klukkan 16
mánudaginn 10. ágúst.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is
Meðal efnis verður :
• Endurmenntun
• Símenntun
• Tómstundarnámskeið
• Tölvunám
• Háskólanám
• Framhaldsskólanám
• Tónlistarnám
• Skólavörur
• Ásamt fullt af spennandi efni
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Þeim fer stöðugt fjölgandi semvelja hlaup sem sína reglulegulíkamsrækt. Kostnaðurinn viðað byrja er enda ekki hár – góð-
ir skór eru allt sem þarf – og svo er bara
að skokka af stað.
Stefán Þórðarson, sem heldur úti
hlaupadagbókinni á vefslóðinni hlaup-
.com, segir sannkallaða hlaupabylgju í
gangi. „Nú eru 1.916 félagar skráðir á
hlaup.com og þar af voru 825 virkir síð-
ustu 30 daga,“ segir Stefán er blaðamaður
ræddi við hann sl. þriðjudag. Til sam-
anburðar má nefna að 3. febrúar sl. voru
1.000 félagar skráðir og þar af höfðu 611
verið virkir 30 dagana á undan.
„Það virðist vera mikill kraftur í fólki
og nú í sumar hafa oft bæst við 10-12 nýir
félagar á dag.“ Suma segir hann hafa ver-
ið í kyrrsetustarfi í 10-20 ár.
Stefán er ánægður með árangurinn,
enda er hlaupadagbókin ekkert auglýst.
„Þetta spyrst út mann fram af manni,“
segir hann og kveður mikinn félagsskap,
ekki síður en aðhald felast í hlaupa-
dagbókinni. „Þegar maður er búinn að
skrá sig þá er maður orðinn hálfpartinn
opinber því þá geta aðrir fylgst með,
nema maður velji að hafa dagbókina lok-
aða. Og þegar aðrir geta fylgst með
myndast ákveðin pressa. Það kemst
nefnilega upp ef maður liggur heima í sóf-
anum og slórar og þessi pressa er það sem
fólk vill.“
Hlaupadagbókin var opnuð í desember
2007 og fær Stefán fjöldann allan af skeyt-
um og pósti frá félögum sem eru fjarri því
að vera eingöngu afreksfólk. „Okkur
fannst bókin þurfa að vera fyrir bæði af-
reksfólk og nýliða.“ Í hlaupasögum deila
enda margir upplifun sinni og reynslu af
hlaupaleiðum. „Þannig geta þeir sem eru
styttra komnir lært af reynsluboltunum.“
Morgunblaðið/Kristinn
Nýliðarnir læra af
reynsluboltunum
SJÖ ár eru síðan Eva Margrét
Einarsdóttir byrjaði að
hlaupa. „Ég reykti og var tæp-
lega hundrað kílóa kona,“ seg-
ir Eva Margrét sem hleypur
nú, hjólar og syndir með góð-
um árangri. „Ég hreinlega
datt inn í þennan heim og
tveimur árum síðar var ég bú-
in að hlaupa bæði maraþon og
Laugaveginn.“ 35 kíló fuku
líka fyrir mörgum árum, enda
hleypur Eva Margrét að jafn-
aði 50-60 km á viku.
Hún hefur verið félagi í
hlaupadagbókinni frá því að
hún var opnuð. „Þetta er svo
mikið hvatningartæki því
maður vill ekki hafa marga
daga tóma.“ Hún hefur líka
kynnst fjölda fólks í gegnum
hlaupin og er nú komin með
hóp 30 kvenna á hlaup.com
sem leitað hafa til hennar um
æfingaráð.
„Það fyrsta sem ég mæli með [við konurnar] er að þær byrji að
skrá æfingarnar og noti hlaupadagbókina til þess.“ Þetta nýtist ekki
síður þeim sem ekki geta hlaupið því líka má skrá göngu, hjólaferð-
ir og sund í æfingabókina. „Ég hvet þær líka til að taka þátt í al-
menningshlaupum því það er svo gott upp á félagsskapinn og góð
leið til að fá bakteríuna. Það þurfa heldur ekki allir að hlaupa lang-
hlaup, því það er vel hægt að taka þátt í skemmtiskokki.“
Sjálf hefur Eva Margrét verið að færa sig yfir í þríþrautina und-
anfarið. „Ég meiddist í vor og fór þá að hjóla mikið. Núna er svo bú-
ið að plata mig til að taka þátt í hálfum járnkarli í Íslenska járnkarl-
inum,“ sagði Eva Margrét, sem tók þátt í Járnkarlinum í
Hafnarfirði á sunnudag þar sem hún synti 1,9 km, hjólaði 90 km og
endaði svo á því að hlaupa hálft maraþon.
Var tæplega
hundrað kílóa kona
Eva Margrét Einarsdóttir Hleypur,
syndir og hjólar af miklum krafti.
Morgunblaðið/Ómar
EKKI eru nema rúmar tíu vikur
frá því að Sigrún Þöll Þorsteins-
dóttir stóð upp úr sófanum og
byrjaði að hlaupa. En hún stefnir
á að taka þátt í 10 km hlaupi í
Reykjavíkurmaraþoninu.
„Félagi minn í vinnunni fann
hlaupaforrit á netinu sem mér
leist mjög vel á af því það var
hægt að hlaða því inn á i-podinn
sinn og síðan sagði það hvað átti
að gera,“ segir Sigrún Þöll. „For-
ritið sagði mér að ganga í eina og
hálfa mínútu og ég labbaði. Síðan
sagði það mér að hlaupa í eina
mínútu og ég hljóp í eina mínútu
og dó,“ segir hún og hlær. „Ég
náði 45 sekúndum og var þá alveg
að springa.“
Eftir rúmar tíu vikur var út-
haldið orðið allt annað. „Ég á að
geta hlaupið 5 km á 30 mínútum
og næ því ekki alveg, en það verð-
ur stór áfangi.“ Hún hefur nú
hlaupið allt að sjö km og segir
orðið tiltölulega lítið mál að
hlaupa í 20 mínútur. „Þetta gerist
svo fljótt. Á 3-4 vikum sér maður
svo rosalegan árangur.“
Sigrún Þöll er í hópi þeirra fjöl-
mörgu sem nýta sér hlaupa-
dagbókina. „Mér var bent á að
það væri hvetjandi að skrá þar
inn alla hreyfingu. Það er alveg
rétt, hún er ósjálfrátt farin að ýta
á mig því mér finnst svo ljótt að
sjá tóman dag í bókinni. Síðan er
líka gaman að fylgjast þar með
vinum sínum,“ segir Sigrún Þöll
og kveðst hafa kynnst fjölda fólks
í gegnum hlaupin. „Ég er ekki
íþróttamanneskja, en er búin að
vera að mæta í skemmtiskokkin
og finnst alveg frábært að labba
inn í svona hóp þar sem allir eru
svo kátir og glaðir. Svo kostar
þetta ekki neitt og það er ekki
verra.“
Var að springa eftir 45 sekúndur
Morgunblaðið/Ómar
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir
Stefnir á að hlaupa 10 km í
Reykjavíkurmaraþoninu.