Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Eftir Einar Ben Þorsteinsson
GLÆSILEGU heimsmeistaramóti
íslenska hestsins lauk í Brunnadern
í Sviss í gær, í miklum hita og sól. Í
gær var dagur hápunktanna, úrslit í
öllum hringvallagreinum. Sólin fór
að skína á ný í dalinn þar sem mótið
fór fram. Ský hafði dregið fyrir sólu
á laugardeginum og rigndi hressi-
lega.
Fimmgangur – Vonbrigði Dan-
íels, silfur hjá Rúnu Einars
Dagurinn hófst með úrslitum í
fimmgangi þar sem fyrstur inn í úr-
slit eftir forkeppni var Daníel Jóns-
son með Tón frá Ólafsbergi. Þar var
fyrir úrslit þriðja efst Rúna Ein-
arsdóttir Zingsheim á Frey frá
Nordsternhof. Úrslitin fóru vel af
stað fyrir íslensku keppendurna,
með góðum einkunnum fyrir tölt.
Næsta sýningaratriði var brokk.
Þar gekk illa hjá Daníel sem hafði
ætlað sér heimsmeistaratitilinn í
þessari grein. Tónn var óstöðugur á
brokkinu, sérstaklega á skamm-
hliðum og fékk hann lágar einkunn-
ir. Daníel var úr leik, og ljóst var að
hann átti ekki lengur möguleika á
sigri. Rúnu Einarsdóttur gekk hins
vegar vel og hélt áfram í baráttunni
fyrir Ísland. Hún átti í harðri bar-
áttu við Stian Pederson frá Noregi
á Tind frá Varmalæk. Stian hafði
átt lélega sýningu í forkeppni og
slapp inn í B-úrslit, þar sem hann
sigraði og var mættur til leiks í
harðri baráttu við bestu hestana.
Skeið er seinasti þáttur fimmgangs-
keppninnar, eftir fjögur sýning-
aratriði var ljóst að þar myndu úr-
slitin ráðast. Þar sýndi Stian
Pedersen mikla keppnismennsku og
varð heimsmeistari í fimmgangi á
Tind frá Varmalæk með 7,69 í aðal-
einkunn. Í öðru sæti varð Rúna
Einarsdóttir með 7,57. Hún varð
samanlagður sigurvegari í fimm-
gangsgreinum mótsins og hampaði
því heimsmeistaratitli.
Fjórgangur – Enginn úr
íslenska liðinu í úrslitum
Íslendingar áttu að þessu sinni
engan fulltrúa í úrslitum fjórgangs-
keppninnar. Þar hafði Jóhann R.
Skúlason með Hvin frá Holtsmúla
náð fimmta sæti í forkeppni, en
dró sig út úr úrslitum þar sem
hann lagði höfuðáherslu á heims-
meistaratitil í tölti. Þess má geta
að Jóhann varð samanlagður
heimsmeistari í fjórgangsgreinum.
Í öðru sætinu í samanlögðu keppn-
inni náði Ásta D. Bjarnadóttir Co-
vert fyrir Bandaríkin á Dynjanda
frá Dalvík, glæsilegur árangur það,
enda alls ekki búist fyrirfram við
svo góðri frammistöðu frá kepp-
anda bandaríska liðsins. Heims-
meistari í fjórgangi varð Lena
Trappe frá Þýskalandi á Vaski von
Lindenhof með 8,10 í aðaleinkunn.
250 metra skeið –
Beggi Eggerts heimsmeistari
Eftir að 1. og 2. sprettur í skeið-
keppninni fór fram á föstudags-
kvöld var ljóst að hart yrði barist.
Gríðarlega góðir tímar náðust
meðal skeiðknapanna í hraðri
brautinni hér í Brunnadern. Hæg-
ur andvari blés á móti keppendum
í kvöldsólinni. Kjöraðstæður til
skeiðkappreiða. Alls höfðu fimm
knapar náð tíma undir 22 sek-
úndum eftir 1. og 2. sprett. Síðari
tveir sprettirnir fóru fram á laug-
ardag, og ljóst var að hart yrði
barist. Bergþór Eggertsson, Ís-
landi, stóð þá efstur með tímann
21,01 sekúnda.
Þegar nokkrir keppendur höfðu
lagt hesta sína á 3. sprett hófst úr-
hellisrigning í Brunnadern.
Þrumur og eldingar, bað og sturta.
Þótt nokkrir góðir tímar næðust
eftir að rigningin hófst var ljóst að
enginn kæmist nærri tíma Berg-
þórs Eggertssonar sem sleppti
fjórða spretti ásamt fleiri kepp-
endum sem stóðu ofarlega.
Slaktaumatölt –
Silfur hjá Rúnu Einars
Í úrslitum slaktaumatölts áttu Ís-
lendingar tvo fulltrúa af fimm, Sig-
urð Sigurðarson á Herði frá Eski-
holti og áðurnefnda Rúnu Einars-
dóttir á Frey frá Nordsternhof.
Eftir harða baráttu við ungmennið
Tina Pedersen 8,34 á Kolgrími
Fran Slatterne varð Rúna Ein-
arsdóttir að láta sér lynda annað
sætið með 8,29. Annað sæti í annað
skipti í gærdag. Þriðji varð Sig-
urður Sigurðarson með 7,34.
Heimsmeistaratitillinn í sam-
anlögðu í fimmgangsgreinum var
því góð sárabót fyrir Rúnu sem var
drjúg fyrir íslenska liðið.
Tölt – Jóhann og
Hvinur heimsmeistarar
Það er ein grein hestaíþrótta þar
sem erlendir knapar komast ekki
með tærnar þar sem þeir íslensku
hafa hælana, það er tölt. Íslenska
liðið átti þrjá fulltrúa í A-úrslitum
töltkeppninnar. Hafandi skilið eftir
marga góða heima.
Íslenskir knapar sem náðu á A-
úrslit voru Jóhann R. Skúlason á
Hvin frá Holtsmúla sem hafði
heimsmeistaratitil að verja. Þor-
valdur Á. Þorvaldsson á Mola frá
Vindási og Þórarinn Eymundsson á
Krafti frá Bringu.
Þórarinn hafði verið afskrifaður á
þessu heimsmeistaramóti eftir mis-
heppnaðar sýningar í tölti og fimm-
gangi. Það hafði vakið nokkra at-
hygli enda hafði hann heimsmeist-
aratitil í fimmgangi að verja. Eftir
að nokkrir keppendur höfðu dregið
sig úr B-úrslitum tölts til að ein-
beita sér að fjórgangskeppni varð
ljóst að Þórarinn og Kraftur fengu
annan séns. Þar sást gamli Kraft-
urinn á ný og Þórarinn sigraði í B-
úrslitum. Loks leyfði hann sér að
brosa á ný eftir erfiða daga.
Fljótt varð ljóst í A-úrslitum tölt-
keppninnar að höfuðbaráttan yrði á
milli þeirra félaga Jóhanns og Þór-
arins. Eftir hægt tölt og hraða-
breytingar gat allt gerst. Svo kom
að yfirferð. Eftir að Hvinur frá
Holtsmúla hafði tekið nokkur skref
varð öllum 15 þúsund áhorfendum
ljóst að þar færi um í brautinni
heimsmeistari, sem varð jú raunin
og Jóhann R. Skúlason varð í fjórða
sinn heimsmeistari í tölti með risa-
einkunn eða 8,78. Úrslit sem flestir
gátu búist við. Sárabót Hólaprófess-
orsins Þórarins eftir erfiða daga var
silfurmedalían, fengu þeir Þórarinn
og Kraftur 8,22 í aðaleinkunn.
Margt mega Íslendingar læra frá
heimsmeistaramótinu í Sviss.
Hvernig halda á stórmót í hesta-
íþróttum einna helst. Góðar fréttir
eru að landsmótshaldarar voru á
staðnum til að kynna sér vinnu-
brögðin. Árangur íslenska landsliðs-
ins var í heildina ágætur, þótt kraf-
an frá Íslendingum sé alltaf
heimsmeistaratitill í hverri grein.
Því Íslendingar eiga jú að vera
bestir að ríða íslenskum hestum.
Þannig er raunveruleikinn því mið-
ur ekki, og mega Íslendingar margt
læra af þaulreyndum knöpum er-
lendu liðanna og sérstaklega þá
hvað varðar hina rammíslensku
gangtegund skeið. Ótrúlega margir
góðir tímar sáust í 250 metra skeið-
inu, tímar sem sjást ekki á Íslandi.
Íslendingar fremstir í tölti
Ljósmynd/EBÞ
Sigurstund og heimsmeistaratitill Jóhann R. Skúlason t.h. á Hvin frá Holtsmúla ásamt Þórarni Eymundssyni á
Krafti frá Bringu undir lófataki 15 þúsund áhorfenda sem fylgdust með töltúrslitum.
Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss
Vinir myndavélanna Rúna Einarsdóttir Zingsheim á Frey von Nord-
sternhof á HM í Sviss. „Þessi hestur, þessi kona,“ mátti heyra einn þýskan
áhorfanda segja í pöllunum. Rúna og Freyr voru miklir vinir myndavélanna
á HM í Sviss og urðu heimsmeistarar samanlagt í fimmgangsgreinum.
Á laugardag-
inn dró ský
fyrir sólu í
íslensku her-
búðunum,
ekki bara
veðurlega
séð. Þórður
Þorgeirsson,
kynbóta-
knapi í ís-
lenska lið-
inu, var rekinn úr hópnum fyrir
agabrot. Einar Öder Magnússon
landsliðsþjálfari vildi lítið tjá sig
um í hverju agabrotið var fólgið.
„Við vildum hvorugir vera í
þessari stöðu, hvorki ég né
Þórður. Það skrifuðu allir knap-
ar undir agareglurnar fyrir
heimsmeistaramótið, og við
þær stóð hann ekki. Leiðinlegt
fyrir alla, ekki síst Þórð. Það má
segja að þetta sé mannlegur
harmleikur,“ sagði Einar Öder
Magnússon um brottvikningu
Þórðar úr íslenska liðinu.
Í fréttum Stöðvar 2 í gær-
kvöldi var sagt frá því að Þórður
Þorgeirsson væri ekki sáttur við
brottvikninguna og hygðist
leita réttar síns.
„Má segja að
þetta sé mann-
legur harmleikur“
Einar Öder
Magnússon