Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009 Jón Sigurðsson skrifar í leiðara Fréttablaðsins 14. júlí: „Þjóðrækni, samvinna og kristni hafa ekki verið í tísku um langt skeið. Þau gleymast í græðginni og efnishyggjunni. En í þeim eru ómetanleg verðmæti. Þau eru bjarghringir.“ Kirkjan og þjóðarsagan Undir þessi orð skal heils hugar tekið enda byggja þau á reynslu lið- ins tíma. Því verður ekki með rökum andmælt að kirkjan hafi verið ís- lenskri menningu og þjóðfélagi björgunahringur; að prestarnir fyrr- um hafi verið fremstir í flokki þeirra sem unnu að framfaramálum sveit- anna á grundvelli samvinnu, sam- ábyrgðar og umhyggju fyrir velferð náungans. Þeir hafa í ræðum sínum, sálmum og biblíuskýringum varað við skaðræði græðginnar og efn- ishyggjunnar. En þessar raddir hafa ekki heyrst sem skyldi, verið hjá- róma eða kafnað og e.t.v. hefur ekki verið sami krafturinn á bak við þær og áður. En viljinn og hugsjónin er fyrir hendi og þá vaknar spurningin hvaða fyrirkomulag henti best til þess að hún fái að njóta sín. Hvernig getur kristilegt safnaðarstarf orðið björgunarhringur þjóð sem er í kreppu, fólki sem skimar eftir leið- arljósi og einstaklingum sem vilja vinna sig saman út úr ógöngum? Nú er verkefnið að bjarga þjóðinni sem heild, efla samstöðu hennar og um- hyggjuna fyrir þeim sem standa höllum fæti. Kristnin í fangi ríkisvaldsins Fólk ber mikið traust til evang- elísku-lúthersku þjóðkirkjunnar og það leitar til presta og í kirkjurnar þegar erfiðleikar steðja að. Flestir bera börn sín til skírnar og biðja með þeim bænir til algóðs Guðs og sonar hans sem er Jesús, bróðir besti. Stjórnvöld gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra gilda sem knýja kirkjuna áfram sem félagslegt afl. Þau vilja styðja hana og vernda svo hún geti sem best innrætt hinum ungu kristin gildi og verið farvegur fólks sem hefur ríka réttlætiskennd og þörf fyrir að láta gott af sér leiða. Lengi fannst kirkjunni hin nánu tengsl við ríkisvaldið hindra hana í að ná tilgangi sínum. Al- þingi fór með löggjafarvald í málum kirkjunnar og setti lög um starfsfólk hennar og ráðherra fór með ákvörð- unarvald í flestum málum. Þessir aðilar voru oft áhugalitlir og svifa- seinir svo kirkjan taldi sig ekki geta nýtt tækifæri sín sem skyldi til að hafa áhrif á samfélagið og láta til sín taka. Ríkisvaldið hlustaði á talsmenn kirkjunnar og gaf henni aukið sjálf- stæði og frelsi. Það gerðist með samningi ríkis og kirkju um kirkju- jarðir og lögum um þjóðkirkjuna sem sjálfstætt trúfélag sem alþingi samþykkti fyrir 12 árum. Stjórn, staða og starfshættir dagsins í dag Síðasta kirkjuþing sendi frá sér til alþingis tillögu að nýjum ramma- lögum um þjóðkirkjuna sem það vill að komi í staðinn fyrir lögin um stjórn, stöðu og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997. Ýmislegt er þar til bóta, en annað þarf að skoða betur og kanna nánar í ljósi reynslu umliðins áratugar og með nýjar aðstæður í íslensku þjóðfélagi í huga. Nýja frumvarpið miðar um of að því að viðhalda því fyr- irkomulagi sem fest hefur í sessi undanfarinn áratug. Við spyrjum: Hefur safnaðarstarfið orðið virkara sl. tíu ár? Er kristileg starfsemi al- mennari og áhrifaríkari nú en áður? Er hægt að bæta og gera núverandi starfshætti og stjórn kirkjunnar ár- angusríkari þannig að hún geti kom- ið til móts við þær væntingar sem gerðar eru til hennar? Hefur þjóðkirkjan þróast í átt til frekara lýðræðis eins og vonir stóðu til þegar lögin lágu fyrir? Það er rík ástæða til að hvetja til opinnar og almennrar umræðu um stjórn, stöðu og starfshætti kirkj- unnar svo hún megi verða virkari þjóðkirkja. Við tökum undir með Jóni Sigurðsyni í áðurnefndum leið- ara þegar hann ræðir um þjóðrækni, samvinnu og kristni og segir: „Ein- mitt núna er þörf á að brýna þessar hugsjónir fyrir Íslendingum.“ Kirkjan sem björgunarhringur Eftir Pétur Pét- ursson og Skúla Sigurð Ólafsson »Er hægt að bæta og gera núverandi starfshætti og stjórn kirkjunnar árangursrík- ari þannig að hún geti komið til móts við þær væntingar sem gerðar eru til hennar? Skúli S. Ólafsson Pétur Pétursson er prófessor í guð- fræði við Háskóla Íslands. Skúli Sig- urður Ólafsson er sóknarprestur í Keflavík. Pétur Pétursson EITT tonn af út- fluttum fiski gaf okkur 260 þúsund krónur í gjaldeyristekjur í fyrra. Eitt tonn af áli gaf 210 þúsund krón- ur. Eitt tonn af túr- istum gaf hins vegar 2,6 milljónir króna (miðað við 12 ferða- menn í hverju tonni). Vissulega er ekki venjan að bera saman tonn af fólki og tonn af vörum. En með því að gera það átta kannski fleiri sig á því hversu mikilvægt það er fyrir okkur Íslendinga að fá sem flesta erlenda ferðamenn vegna þess hvað þeir eru mikilvæg uppspretta gjaldeyristekna. Meira en helmingur gjaldeyristeknanna verður eftir í landinu sem hreinar útflutningstekjur, sem er mun hærra hlutfall en af áliðnaðinum. Vissulega eru heildartekjur sjáv- arútvegs og áliðnaðar meiri en hjá ferðaþjónustunni. En á meðan 1.500 manns starfa við álframleiðslu, þá hafa 8.600 manns atvinnu af ferðaþjónustu. Aug- sýnilega skiptir hvert ferðamannatonn tölu- verðu máli. Fiskurinn í sjónum er takmarkaður og orka til álframleiðslu sömuleiðis. Hins vegar er nóg til af ferða- mönnum sem vilja heimsækja Ísland. Í fyrra komu hingað rúm 40 þúsund tonn af erlendum ferðamönnum. Það var lítið brot af heildar„stofninum,“ sem hljóðar upp á tugmilljónir tonna. En í stað þess að herða markaðs- sókn til að fá fleiri ferðamenn hafa stjórnvöld meira eða minna lagt niður slíkt landkynningarstarf á þessu ári. Íslandsstofa, sem á að taka við þessu verkefni, verður ekki stofnuð fyrr en á næsta ári. Á sama tíma ríkir gríðarlega mikil óvissa um komur erlendra ferða- manna hingað næsta vetur. Þörfin á sameiginlegu markaðsstarfi rík- isins og ferðaþjónustunnar er því afar brýn. Athygli ráðamanna helst jafnan óskipt þegar rætt er um svo og svo mörg tonn af fiski eða þúsundir tonna af áli. Að ekki sé talað um megawött, þá takast þeir á loft. Leiðin til að opna augu ráðamanna fyrir aðkallandi aðgerðum í land- kynningunni er augsýnilega að hætta að tala um ferðamenn sem einstaklinga, en fara þess í stað að fjalla um þá í tonnatali. Fáum fleiri tonn af túristum Eftir Hallgrím Lárusson » Í stað þess að herða markaðssókn til að fá fleiri ferðamenn hafa stjórnvöld meira eða minna lagt niður slíkt landkynningarstarf á þessu ári. Hallgrímur Lárusson Höfundur vinnur að sölu- og mark- aðsmálum í ferðaþjónustu. HRINGLANDAHÁTTUR vinstri grænna í sambandi við varn- armálin ber ekki vott um að skiln- ingur þeirra á ástandi mála í þeim efnum og afleiðingarnar af stuðn- ingi þeirra við aðild að ESB vegna þrýstings frá Evrópukröt- unum liggi ljósar fyrir þeim. Ágreining- urinn um loftrýmis- gæsluna er gott dæmi um það. Það er að vísu rétt að mínu mati, að loftrýmisgæslan sem slík hefur enga raunverulega hern- aðarlega þýðingu þar sem hún er ekki stöðug. Hugsanlegur óvinur gæti gert árás á þeim tíma sem engin loftrýmisgæsla er í gangi. Hún hefur samt sem áður póli- tíska þýðingu svo lengi sem við erum í NATO. Hún þýðir einfald- lega að NATO-ríkin staðfesta stuðning sinn við varnir landsins og að þau muni koma okkur til hjálpar ef á okkur verði ráðist. En reyndar gildir hið sama þótt hætt verði við loftrýmisgæsluna vegna aðildar okkar að NATO. Að öðru leyti hefur loftrýmis- gæslan praktíska þýðingu fyrir loftheri bandalagsins því hún gerir þeim kleift að æfa varnirnar um leið og hún veitir mikilvæga þjálf- un fyrir flugherina en í Evrópu er orðið frekar þrengt að slíkum æf- ingum. Stuðningur VG við Evr- ópustefnu kratanna getur leitt til þess að Ísland gerist aðili að bandalaginu. Það myndi þýða að fullveldi landsins væri fyrir bí. Nú þegar Evrópuríkin hamast á okkur vegna Icesave og annarra skulda óreiðumanna og fjár- glæframanna sem urðu til í út- rásaræðinu eru VG tvístígandi í þeim málum. Mér sýnist að heild- arskuldir vegna þessara hvít- flibbaglæpa séu orðnar þjóðinni um megn. Kratar reyna nú með blekk- ingum að afla fylgis við aðild, m.a. með því að telja mönnum trú um að auðlindir þjóðarinnar séu ekki í hættu og að við getum samið um þær. Þetta er bull. Ef Ísland læt- ur glepjast til að láta innlima sig í ESB munu auðlindir okkar til sjós og lands lenda í klóm ESB. Nú er hafið kapphlaup um auðlindir í norðurhöfum og eru það einkum Rússar, Kanadamenn og Norð- menn auk Dana (vegna Græn- lands) sem deila um þær. Það yrði því mjög mikilvægt fyrir hags- muni ESB á þeim slóðum ef Ís- land og íslensk auðlindalögsaga væri orðin hluti af ESB. Þá myndi ekkert hindra ESB í því að koma sér upp herstöðvum hér á landi til að gæta hagsmuna sambandsins á norðurslóðum. Evrópusambandið stefnir að því að verða stórveldi og hefur alla burði til þess. Það mun einnig leggja vaxandi áherslu á að koma sér upp sameiginlegum herafla, Evrópuhernum, og mun hann krefjast herstöðva á Íslandi eftir að það hefur verið innlimað í ESB með aðstoð VG. Þras sumra full- trúa VG á þingi um loftrým- isgæslu NATO er því lítilvægt miðað við þau hernaðarumsvif sem aðild að ESB mun koma til að verða hér á landi, ef svo illa færi. Ef VG er einhver alvara í yfir- lýstri andstöðu við aðild að ESB (fyrir kosningar) þá ætti það að sameinast samtökum andstæðinga aðildar í öllum flokkum og mynda órofa heild með þeim. Við verðum að bjarga Íslandi frá lands- ölupólitík Evrópukratanna. Áfram Ísland! HERMANN ÞÓRÐARSON, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Frá Hermanni Þórðarsyni Hermann Þórðarson Tvískinnungur í varnarmálum BRÉF TIL BLAÐSINS Móttaka aðsendra greina MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréf- um til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ VÍSA til greinar þinnar í Morgunblaðinu 8. ágúst. Af því að við erum sammála um hversu mikilvægt er að Icesave-málið verði Íslendingum skiljanlegt óska ég svara við eftirfarandi: 1. Er það rétt skilið hjá mér að ábyrgð Íslands gagnvart inni- stæðueigendum Landsbankans í London felist í því að tryggja þeim að þeir fái 20.887 evrur frá bankanum eigi þeir svo háa inn- eign? 2. Er það rétt skilið hjá mér að samningurinn við Breta feli í sér að þótt þrotabú Landsbank- ans nái að greiða ábyrgðina að fullu, þ.e. greiða 20.887 evrur upp í innistæðu, þá þurfi Ísland samt að borga? Getur verið að umframgreiðslan nemi hundr- uðum milljarða króna miðað við þau endurgreiðsluhlutföll frá þrotabúi Landsbankans sem vænst er? 3. Þú staðfestir að „tækni- lega“ sé rétt að gjalddagi ábyrgðar Íslands sé síðar en upphafsdagur vaxta samkvæmt samningnum. Þér finnst ekki færð frambærileg rök fyrir því að vaxtagreiðslurnar eigi að hefjast á gjalddaga ábyrgð- arinnar. Mér finnst 23 milljarða króna sparnaður íslenska rík- isins, sem er varlega áætlað, vera frambærileg rök. Hefur gleymst að Ísland er ekki skuld- ari gagnvart reikningshöfunum heldur gekkst Ísland undir ábyrgð sem verður virk eftir ákveðnum reglum? 4. Að lokum. Hver hefur hald- ið því fram að kröfur íslenska tryggingasjóðsins eigi að njóta „sérstaks forgangs“ (enska su- per priority)? Byggjast nið- urstöður Ragnars H. Hall, Harðar F. Harðarsonar, Eiríks Tómassonar, Lárusar Blöndal og Stefáns Más Stefánssonar ekki einmitt á því að krafa inni- stæðueiganda sé ein krafa og haldi áfram að vera ein krafa í höndum fleiri en eins aðila þótt íslenskir eða erlendir trygg- ingasjóðir leysi hana til sín að hluta? Með von um skjót svör. Helga Jónsdóttir Fyrirspurn til Indriða H. Þorlákssonar Höfundur er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.