Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
ENN er óvissa um afdrif frumvarps ríkis-
stjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave-
samninganna eftir vinnufund í fjárlaganefnd í
gær. Á fundinum voru lagðar fram og ræddar
hugmyndir að breytingum á frumvarpinu, og
sagði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar og formaður nefndarinnar, að
fundinum loknum í gær að þingflokkarnir
mundu væntanlega ræða málið eftir fund fjár-
laganefndar í dag. Þá yrði staðan metin að
nýju. Hann sagðist ekkert geta sagt til um það
hvort hugmyndirnar, sem ræddar hefðu verið í
gær, breyttu afstöðu einhverra þingmanna til
frumvarpsins. Á það ætti eftir að reyna.
„Það er augljóst að það eru mjög skiptar
skoðanir. Við höfum varið miklum tíma í að ná
utan um hvað við viljum sjá betur fara í frum-
varpinu og það er ekki mikill ágreiningur um
það. En það er ágreiningur um í hvaða búning
eigi að færa það, hvort það dugi að breyta
frumvarpinu, hvort það þurfi að fara í ein-
hverjar viðræður við aðila eða með öðrum
hætti. Menn eru því að velta fyrir sér hvað sé
skynsamlegast að gera,“ sagði Guðbjartur.
Hugmyndir ganga ekki nógu langt
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna á Al-
þingi, sem sátu vinnufund fjárlaganefndar í
gær, sögðu að afstaða þeirra til þessa máls
hefði ekki breyst eftir fundinn. Þór Saari,
þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sagði þó
að nokkuð hefði skýrst hvaða hugmyndir væru
uppi varðandi fyrirvara við frumvarpið. Ljóst
væri þó að hugmyndir ríkisstjórnarflokkanna
gengju ekki nógu langt.
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagðist ekki sjá lausn í sjón-
máli sem tryggði málinu meirihluta á Alþingi.
Þá sagði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, að hann teldi að málið í
heild væri á villigötum. Hreinlegast væri að til-
kynna Bretum og Hollendingum að það væri
ekki meirihluti fyrir ríkisábyrgðinni á Alþingi.
Engin hreyfing eftir vinnufund
Ekki er ágreiningur um hvað megi betur fara í frumvarpinu um ríkisábyrgð vegna Icesave, að sögn
formanns fjárlaganefndar Hann segir ágreininginn snúast um í hvaða búning skuli færa fyrirvarana
Morgunblaðið/Heiddi
Fundur Fulltrúar allra flokka í fjárlaganefnd komu saman til fundar í gær undir forystu Guð-
bjarts Hannessonar, formanns nefndarinnar. Þingflokkar munu væntanlega ræða málið í dag.
Afstaða nefndarmanna í fjárlaganefnd til
frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave
virðist lítið hafa breyst eftir vinnufund
hluta nefndarinnar í gær.
METAÐSÓKN verður að handverkshátíðinni á Hrafnagili,
skv. upplýsingum Dórótheu Jónsdóttur framkvæmdastjóra. Í
gær voru gestirnir alls orðnir ríflega 15 þúsund en hátíðinni,
sem hófst á föstudaginn, lýkur í dag kl. 19. Svæðið er opnað á
hádegi. Frábært veður var á Hrafnagili í gær þegar Morg-
unblaðið leit í heimsókn, bros á flestum andlitum í sól og logni
og hitinn hátt í 20 gráður. Síðdegis var boðið upp á tískusýn-
ingu úti undir berum himni þar sem sýndur var margvíslegur
fatnaður hönnuða og framleiðenda sem taka þátt í hátíðinni.
Sýningarstúlkunum var klappað lof í lófa og hafði þulur orð á
því að göngulag þeirra væri eðlilegt og laust við tilgerð, sem
honum fyndist algeng hjá „alvöru“ sýningarstúlkum.
Aðsóknarmet á árlegri hátíð handverksfólks í Eyjafjarðarsveit
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Handverkið komið í tísku
SKÁLAVERÐIR í Þórsmörk aðstoðuðu fjölda ökumanna
sem áttu í vanda með að komast yfir Krossá í vatnavöxt-
um þar um helgina. Í einu tilviki sat 40 manna rúta föst á
vaðinu yfir í Húsadal og gróf sig þar niður. Farþegunum
var bjargað á vörubílspall en rútan komst ekkert fyrr en
hún var dregin upp með hjólaskóflu sem notuð hefur
verið við hafnargerð í Bakkafjöru í Landeyjum.
Síðustu sólarhringa hefur verið hlýtt í Þórsmörk auk
þess sem talsvert hefur rignt. Því hafa jökulár á svæðinu
verið í hrokavexti og á föstudagskvöld og laugardag var
talsvert um að fólk sem var á svæðinu kæmist hvorki
lönd né strönd. „Nokkrir rútubílstjórar áttu í erfiðleik-
um að komast yfir jökulárnar, Jökulfallið og Krossá á
vaðinu inn í Húsadal. Við Langadal skiptist áin í fleiri ála
og því varð auðveldara að komast hér yfir,“ segir Páll
Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.
Í gær var farið að sjatna í jökulánum í Þórsmörk og
þær auðveldari yfirferðar. Raunar leggur Páll áherslu á
að í flestum tilvikum sé svo, ef menn séu á þokkalega út-
búnum bílum og aki eftir aðstæðum. sbs@mbl.is
RÚTA DREGIN UPP ÚR KROSSÁ
Ljósmynd/Páll Guðmundsson
SVÍNAFLENSUTILFELLUM
fjölgar ört hér sem annarsstaðar.
Starfsfólk sóttvarnalæknisembættis
hefur verið kallað úr sumarfríi.
Fyrir helgi voru 72 tilfelli staðfest
og bíða mörg sýni greiningar, að
sögn Haraldar Briem sóttvarna-
læknis.
Náið er fylgst með hegðun farald-
ursins annars staðar. Á suðurhveli
jarðar ríkir nú vetur og faraldurinn
þar mjög útbreiddur. Mjög margir
hafa veikst í Ástralíu, Chile, Argent-
ínu og í Suður-Afríku.
„Þetta verður ekkert öðruvísi hér
heldur en annarsstaðar. Í venjuleg-
um inflúensufaraldri veikjast að
jafnaði um að 5% þjóðarinnar en nú
má búast við að 30 til 50% prósent
þjóðarinnar veikist. Faraldurinn
mun því hafa mikil áhrif á samfélag-
ið.“
Eldra fólk ónæmt?
Flestir sem veikst hafa eru á aldr-
inum 15 til 40 ára. „Við veltum fyrir
okkur hvort það sé raunverulega
þannig að ungt fólk sé í mestri hættu
á smiti eða hvort ástæðan sé að fólk á
þessum aldri sé
mest á ferðinni.
Flensan eigi síðar
eftir að herja á
aðra aldurshópa.“
Ekki er von á
bóluefni fyrr en í
október en
áhersla hefur ver-
ið lögð á að eiga
nægar birgðir af
lyfjum. „Það hefur sýnt sig að ein-
göngu hluti þeirra sem veikjast þarf
meðferð og þá helst þeir sem eru
veikir fyrir. Hins vegar virðist eldra
fólk sleppa vel enn sem komið er.
Það er spurning hvort skyld pest
hafi gengið áður og eldra fólk mynd-
að ónæmi.“
Haraldur segir mikinn fjölda sýna
berast og að því komi að greiningu
verði hætt. Bretar séu til að mynda
hættir að greina sýni og telji bara til-
fellin. „Ef þú ert með inflúensulík
einkenni þá eru yfirgnæfandi líkur á
að það sé þessi flensa. Auðvitað geta
aðrir sjúkdómar gefið svipuð ein-
kenni og því reynir mikið á árvekni
heilsugæslunnar.“ svanbjorg@mbl.is
Svínaflensan
breiðist hratt út
Kemur að því að greiningu verður hætt
Haraldur Briem