Morgunblaðið - 10.08.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.08.2009, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þegar Wood-row WilsonBandaríkja- forseti gerði sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða að grundvall- aratriði í málflutn- ingi sínum kviknuðu vonir hjá undirokuðum þjóðum um allan heim. Hin fallega hugmynd reyndist hins vegar erfið í fram- kvæmd og Wilson tókst aldrei að vera samkvæmur sjálfum sér í stuðningi við málstað þeirra, sem vildu fá sjálfsákvörð- unarrétt. Yfirleitt þvældust aðr- ir hagsmunir fyrir, oft með ófyr- irséðum afleiðingum. Hefði Wilson til dæmis verið tilbúinn að gefa ákalli óþekkts innflytjanda, sem síðar var þekktur undir nafninu nafni Ho Chi Minh, um að veita Víetnöm- um réttindi til jafns við hina frönsku nýlenduherra gaum meðan á Versalasamningunum stóð fyrir 90 árum hefði ef til vill ýmislegt farið á annan veg. Geðþóttalandamærin, sem dregin voru í Afríku og látin voru halda sér þegar nýlendu- tímanum lauk, hafa iðulega verið orsök blóðsúthellinga. Enn er spenna á Balkanskaga eftir að Júgóslavía leystist upp í kjölfar kalda stríðsins. Þegar Slóvakar ákváðu að segja skilið við Tékka og Tékkó- slóvakíu var skipt í Slóvakíu og Tékkland gerðist það án átaka, en slíkt gerist sjaldnast með friðsamlegum hætti. Stuðningur stórvelda við mál- stað þeirra, sem krefjast sjálfs- ákvörðunarréttar, markast yf- irleitt af öðrum hagsmunum. Á föstudag var liðið ár frá því að stríð braust út í Tskhinvali í Suð- ur-Ossetíu, sem lýst hefur yfir sjálfstæði frá Georgíu. Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, gerði árás á Tskhinvali. Rússar sendu heri sína inn í Suður- Ossetíu og Abkasíu og sigruðu her Georgíu auðveldlega. Síðan viðurkenndu Rússar fullveldi þeirra og hétu því að rússneski herinn myndi verja hin nýju ríki. Saakashvili sagði að innrás Rússa hefði verið hafin og þess vegna hefði verið byrjað að varpa sprengjum á Tskhinvali. Rússar hins vegar sögðu að þeir hefðu stillt til friðar og afstýrt frekara blóðbaði. Saakhashvili hefur ýmislegt til síns máls um herflutninga Rússa, en svo virðist sem þeim hafi tekist að egna hann til að láta til skarar skríða til að styrkja stöðu sína. Stuðningur Rússa við Suður-Ossetíu og Abkasíu ber því hins vegar ekki vitni að þeir hafi fyllst skyndi- legum áhuga á sjálfsákvörð- unarrétti þjóða. Því hafa þjóðir, sem hafa viljað losna undan valdi Moskvu, fengið að kynnast. Ákvörðun Rússa um að jafna Grosní, höfuðborg Tétsníu, nán- ast við jörðu bar því vitni. Rússar virðast um þessar mundir geta farið sínu fram gagnvart grönnum sínum í vestri – á sínu gamla áhrifa- svæði. Rússar hafa nánast brotið gegn öllum ákvæð- um friðarsamkomulagsins, sem gert var fyrir milligöngu Evr- ópusambandsins til að binda enda á átökin í Georgíu og kom- ist upp með það. Íbúum ríkja á þessu svæði stendur ekki á sama. Áður en Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, heimsótti Rússland fyrir skömmu skrifuðu fyrrver- andi leiðtogar Eystrasaltsríkj- anna, Póllands, Slóvakíu og Tékklands honum bréf með áskorun um að gleyma ekki ríkj- um Mið- og Austur-Evrópu. Ekki væru nema 20 ár frá því að þau hefðu knúið fram frelsi sitt og það væri hvergi nærri öruggt. Nú eru hagsmunirnir hins vegar aðrir en á tímum kalda stríðsins. Það þarf að berjast gegn hlýnun jarðar, berjast við hryðjuverkamenn og knýja á um afvopnun. Þar má framkoma Rússa í garð nágrannana ekki þvælast fyrir. Obama vill núll- stilla samskiptin milli Banda- ríkjamanna og Rússa. Á föstudag var þess minnst að ár var liðið frá stríðinu í Georgíu. Í frásögn í dagblaðinu The New York Times kemur fram að í Tskhinvali er hatrið í garð Georgíumanna nánast áþreifanlegt. Í Georgíu ristir reiðin líka djúpt. Samkvæmt gögnum Amnesty International teljast 30 þúsund Georgíumenn, sem hraktir voru frá heimilum sínum, enn vera flóttamenn. Vopnaðar sveitir Osseta þurrk- uðu þorp þeirra út. Í Georgíu var þögn um allt land síðdegis á föstudag til að minnast fórnar- lamba átakanna. Pólitík Rússa snýst um land og áhrifasvæði en ekki fólk. Þess vegna kynda Rússar undir þjóð- ernistilfinningum í Suður- Ossetíu og Abkasíu og auka þar með á vanda Georgíu, sem vill horfa í vestur fremur en austur, en berja þær niður þegar þær spretta fram innan landamæra Rússlands. Hugmyndin um sjálfsákvörð- unarrétt þjóða er góð, en hún getur verið erfið í framkvæmd, ekki síst vegna þjóðahugtaksins sjálfs. Þjóðir binda sig ekki við afmörkuð svæði heldur blandast og deila örlögum. Stjórn- málamenn, sem reyna að ná í fylgi með því höfða til þjóðernis, sá oft fræjum haturs og sund- urlyndis. Þegar upp er staðið hlýtur hins vegar velferð ein- staklinganna að skipta mestu og krafa þeirra um frelsi frá ógn og skorti. Velferð þeirra verður ekki bætt með því að hella rúss- neskri olíu á eld deilna í nýfrjáls- um ríkjum. Þegar upp er staðið hlýtur velferð ein- staklinganna að skipta mestu} Sjálfsákvörðunarréttur þjóða V íst eru Íslendingar fámenn þjóð. „Fjarlægt land sem við vitum lítið um,“ eins og breski forsætisráð- herrann Neville Chamberlain komst að orði er hann fórnaði Tékkóslóvakíu í aðdraganda seinna stríðs. Þar fór sjálfstæði smáþjóðar fyrir lítið. Ísland er fjarlægt land sem lítið er vitað um. Það hefur verið sjálfstætt í rúma hálfa öld og meginþorri Íslendinga þekkir ekki annað. Engu að síður hættir okkur til minnimátt- arkenndar vegna fámennisins. Þá vill gleymast, að hér á norðurhjaranum býr vel menntuð og umfram allt þrautseig þjóð, sem man tímana tvenna. Um það vitnar Ís- landslýsing frá nítjándu öld, þar sem erlendur ferðamaður sagði eina muninn á leiðum í kirkjugörðum og híbýlum manna að þúfurnar væru aðeins hærri. Þrátt fyrir fámennið farnast okkur oft betur en fjöl- mennari ríkjum – stundum síður. Það vissi Ólafur pá, að því verr duga heimskra manna ráð sem þau koma fleiri saman. Ekki er allt unnið með manngrúanum. Íslendingar eru sjálfstæð þjóð meðal sjálfstæðra þjóða og það hefur í för með sér, ótrúlegt en satt, að ekkert ríki hefur yfir okkur að segja. Við reiðum okkur á okkur sjálf – annað er glórulaust. Matthías Johannessen ritstjóri og skáld hefur löngum sagt að vinátta sé ekki til í sam- skiptum þjóða, aðeins hagsmunir. Auðvitað stýra hags- munir ákvörðunum ríkjanna sem við eigum í viðræðum við þessa dagana, hvort sem það er um Icesave, lánasamninga eða Evrópusambandið. Fámennið gerir það vissulega að verkum að rödd okkar er veikari, en það á líka við um fjöl- mennari ríki, sem ekki eiga sæti við hringborð stórveldanna. Milan Kundera fæddist í Tékkóslóvakíu og veit hvernig stórveldin spila með örlög smá- þjóða. Enda lifði hann að Tékkóslóvakía var leppríki Sovétríkjanna í áratugi. Kundera gerir tengslum stórra þjóða og smárra skil með eft- irminnilegum hætti í ritgerðinni Tjöldin, sem kom út í þýðingu Friðriks Rafnssonar árið 2005: „Í Evrópu eru annars vegar stór ríki og hins vegar smá ríki; ríkin sem setjast við samninga- borð og ríkin sem bíða alla nóttina í bakher- bergjum. Það sem greinir smáþjóðir frá þeim stóru er ekki íbúa- fjöldinn; það er eitthvað mun djúpstæðara: tilvera þeirra er ekki sjálfsagður hlutur, heldur stöðug spurning, veð- mál, áhætta; þær eru í varnarstöðu gagnvart mannkyns- sögunni, þessu afli sem er þeim yfirsterkara, sem tekur þær ekki með í reikninginn, sér þær ekki einu sinni.“ Kundera nefnir sem dæmi, að ef Íslendingasögurnar hefðu verið skrifaðar á ensku, „væru nöfn söguhetjanna í þeim okkur eins töm og nafn Tristrans eða don Kíkóta“. Þannig fer um fjarlæg lönd sem lítið er vitað um. Tilvera þeirra er veðmál. Því höfum við kynnst. Og veik röddin heyrist ekki nema talað sé með skýrum og einörðum hætti. Pétur Blöndal Pistill Veðmálið Samningur um gagnaver tilbúinn FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is N okkrir aðilar hafa sem kunnugt er verið að undirbúa gagnaver eða netþjónabú, þar sem hýst eru plássfrek tölvugögn eða hugbúnaður. Hrun ís- lensku bankanna hefur tafið þessi verkefni en gagnaverin eru líka orku- frek og kalla á frekari virkjunarfram- kvæmdir ef öll áform eiga að ganga eftir. Hafa stærstu orkufyrirtækin lýst sig reiðubúin til að útvega þá orku sem til þarf, en orkuþörf hvers gagna- vers getur verið allt að 50MW. Félagið Verne Holdings er líkast til lengst á veg komið en það er í aðaleigu Novators (Björgólfs Thors Björgólfs- sonar) og bandaríska fjárfest- ingasjóðsins General Catalyst Partn- ers. Áform eru um gagnaver í tveimur stórum vöruhúsum á gamla herstöðv- arsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Unn- ið hefur verið að gerð fjárfesting- arsamnings Verne Holdings við stjórnvöld og samkvæmt heimildum blaðsins er sá samningur nánast tilbú- inn, aðeins eftir að hnýta nokkra hnúta, eins og það er orðað. Hefur vinna við samninginn aðeins dregist á langinn í sumar. Gerð svona samnings, þar sem stjórnvöld heita ýmiskonar stuðningi og ívilnunum, er afar mikilvægur fyrir bæði Verne Holdings og viðskiptavini félagsins. Hefur hann verið skilyrði af hálfu við- skiptavinanna, þannig að rekstr- arumhverfið á Íslandi liggi fyrir áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar um þátttöku í gagnaverinu. Samning- urinn þarf ennfremur að fara fyrir Al- þingi, sem og að vera borinn undir ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, eins og annar ríkisstuðningur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður fjárfestingarsamningurinn við Verne Holdings að öllum líkindum frá- genginn áður en vinnu lýkur við heild- arlöggjöf um aðkomu stjórnvalda að nýjum erlendum fjárfestingum, þann- ig að ekki sé verið að semja við hvert fyrirtæki fyrir sig. Iðnaðarráðuneytið hefur sett þá vinnu af stað og á starfs- hópur að skila af sér tillögum fyrir árslok. Greenstone, sem er í eigu banda- rískra, hollenskra og íslenskra aðila, er sömuleiðis vel á veg komið í sínum undirbúningi að gagnaverum. End- anlegt staðarval hefur ekki verið gefið upp en forsvarsmenn Greenstone segja ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir síðar á þessu ári ef næg orka fæst og samningar takast um fjárfestinguna. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að forsvarsmenn Greenstone segjast vera komnir með stór bandarísk fyrirtæki í viðskipti sem vilja hafa gagnaver hér á landi. Danice-strengurinn tilbúinn Slík starfsemi er ekki síst háð flutn- ingsgetu um sæstrengi til og frá land- inu. Búið er að auka flutningsgetuna með nýja strengnum, Danice. Streng- urinn sjálfur er tilbúinn til notkunar en að sögn Guðmundar Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Farice, er verið að ljúka vinnu á afhending- arstöðum í Reykjavík og Kaupmanna- höfn. Innan 2-3 vikna verður hægt að tengja umferð um strenginn. Síma- félögin verða fyrst til að tengjast en reiknað er með að gagnaver geti nýtt sér Danice strax á næsta ári. Guð- mundur segist finna fyrir auknum áhuga erlendra aðila á að setja upp gagnaver hér. Gagnaver Ísland hefur þótt góður kostur fyrir gagnaver vegna veðurfars- ins og nálægðar við endurnýjanlega orku. Eru gagnaverin mjög orkufrek. Enn hefur lítið heyrst af end- anlegum ákvörðunum um bygg- ingu gagnavera hér á landi en ef marka má upplýsingar úr stjórn- kerfinu þá gæti farið að draga til tíðinda á næstu vikum. FLEIRI félög en Verne og Green- stone vinna að því að gagnaver rísi hér á landi. Meðal þeirra er Titan Global, sem er í aðal- eigu Jónasar Tryggvasonar, fv. framkvæmdastjóra hjá Actavis, og Arn- þórs Halldórssonar, fv. framkvæmdastjóra Hive. Um nokkurs konar fasteignaþróun- arfélag er að ræða þar sem Titan ætlar ekki að reka gagnaverin, held- ur laða hingað til lands stórfyrirtæki sem vilja hafa slíka starfsemi hér. Jónas segir vinnuna enn vera í gangi og miða vel áfram. Fjölmörg þekkt alþjóðleg fyrirtæki hafi sýnt Íslandi áhuga. Hann vill ekki nefna nein nöfn í því sambandi en Titan Global hefur m.a. leitað til risa á borð við Micro- soft, Google, Yahoo og fleiri á topp-tíu- listanum yfir stærstu upplýsinga- tæknifyrirtæki heims. Jónas segir þessi fyrirtæki reisa nokkur gagna- ver á ári hverju og Ísland eiga góða möguleika á að komast þar á dag- skrá. Hann gefur ekki upp á þessu stigi hverjir hafa sýnt mestan áhuga. HVAÐ MEÐ RISANA? ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.