Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
SAMKVÆMT lista yfir kröfur í Straum-Burð-
arás Fjárfestingabanka gera lífeyrissjóðir
kröfu í bankann fyrir tæpa 24 milljarða króna.
Þessar kröfur eru flokkaðar sem almennar af
slitastjórn og því engar tryggingar að baki.
Samkvæmt áætlun sem kynnt var kröfuhöf-
um nú í byrjun ágúst má gera ráð fyrir að 7%
fáist upp í ótryggðar kröfur fari bankinn í
gjaldþrotameðferð. Ákveði kröfuhafar að halda
starfseminni áfram er gert ráð fyrir að 41% fá-
ist upp í ótryggðar kröfur. Endanlegt hlutfall
er þó háð aðstæðum á markaði, þróun gengis
krónunnar og vaxtastigi.
Tapa milljörðum króna
Samkvæmt þessu er því ljóst að lífeyrissjóð-
irnir munu tapa minnst tíu milljörðum króna á
falli bankans. Verði bankinn settur í þrot tap-
ast 22 milljarðar sé miðað við endurreisnar-
áætlun sem kynnt var kröfuhöfum.
Kröfurnar eru vegna skuldabréfa sem lífeyr-
issjóðirnir keyptu af bankanum og nema um 14
milljörðum króna.
Einnig áttu sjóðirnir mikil innlán meðal ann-
ars vegna þess að skuldabréfum, sem lífeyr-
issjóðirnir áttu og Straumur gaf út, var breytt í
innlán seint á síðasta ári. Vilja þeir að innlánin,
sem nema samkvæmt kröfuskrá tíu milljörðum
króna, verði flokkuð sem forgangskröfur.
Innlán almennar kröfur
„Slitastjórnin tók þá afstöðu að viðurkenna
ekki innlánin heldur hafna þeim sem forgangs-
kröfu og flokka þær sem almennar kröfur,“
segir Ragnar H. Hall einn þriggja í slitastjórn
Straums. „Það er mjög líklegt að ágreiningur
um það fari fyrir Héraðsdóm.“
Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður Gildis líf-
eyrissjóðs, segir deilur standa um það hvort
þessi innlán séu forgangskröfur.
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gild-
is, segir að farið verði með málið fyrir dóm-
stóla. Samningur hafi verið gerður við bankann
á sínum tíma þegar verið var að aðstoða stjórn-
endur við að fjármagna starfsemina.
Umbreyting skuldabréfa í innlán var líka
gerð til að koma til móts við áhyggjur stjórn-
enda lífeyrissjóðanna um afdrif krafna á
Straum eftir að stóru viðskiptabankarnir féllu í
október 2008. Innlánin voru bundin til jafn
langs tíma og líftími skuldabréfanna var. Til
viðbótar lögðu lífeyrissjóðirnir inn laust fé í
bankann, 30% til 50% af verðmæti upphaflegs
skuldabréfs.
„Við munum fara með þetta alla leið ef slita-
stjórnin viðurkennir þetta ekki eins og við telj-
um að þetta eigi að vera,“ segir Árni.
Auk Gildis, sem var með 2,4 milljarða í inn-
lánum, á Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
(LSR) mestra hagsmuna að gæta. LSR var með
um fimm milljarða í innlánum í Straumi.
Lífeyrissjóðirnir áttu 24
milljarða hjá Straumi
Í HNOTSKURN
»Lífeyrissjóðir áttu tæpa tíu milljarðakróna í skuldabréfum Straums.
»Sjóðirnir áttu rúma fjóra milljarðakróna í víkjandi skuldabréfum sem eru
aftast í kröfuröð.
»Tæpir tíu milljarðar voru í innlánum enslitastjórn flokkar innlánin sem al-
mennar kröfur.
»Ágreiningur við slitastjórn mun farafyrir dómstóla.
Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir tapi minnst tíu milljörðum vegna falls Straums
● GUNNAR And-
ersen, forstjóri
Fjármálaeftirlits-
ins, segir að kostn-
aður við sérfræði-
ráðgjöf sé þó
nokkur hjá emb-
ættinu. Það hafi
eðlilega hækkað
milli ára. Hann
hafði tölur þó ekki
tiltækar í gær þar sem hann var ekki á
skrifstofu sinni.
Gunnar nefnir að fjármálafyrirtækið
Oliver Wyman hafi verið að vinna fyrir
FME og sé enn að störfum.
Starfsmenn Oliver Wyman hafa haft
það hlutverk að samhæfa endurmat á
eignum gömlu og nýju bankanna.
Kostnaður Seðlabankans vegna sér-
fræðiráðgjafar fjárfestingarbankans JP
Morgan nam rúmlega einum milljarði
króna á síðasta ári. bjorgvin@mbl.is
Kostnaður FME vegna
ráðgjafar líka aukist
Gunnar Andersen
● JAPÖNSK stjórnvöld hafa miklar
áhyggjur af því hvað margar þjóðir eru
farnar að beita margvíslegum og jafn-
vel óprúttnum aðferðum, að þeirra
mati, til að hindra viðskipti milli landa á
hinum ýmsu sviðum.
Haft er eftir Hiroyuki Ishige, aðstoð-
ariðnaðar- og viðskiptaráðherra Japans
í frétt í Financial Times, að ýmiss konar
tæknilegar hindranir hafi færst mjög í
vöxt í alþjóðlegum viðskiptum. Það
sama eigi við um hvatningu stjórnvalda
um að velja innlendar vörur fram yfir
innfluttar. Segir hann þetta öfugþróun
sem verði að snúa við. Hún sé engum til
góðs. gretar@mbl.is
Hindranir í viðskiptum
að færast í aukana
● UM 70% af
stjórnendum í
bankakerfinu í
Danmörku óttast
að önnur fjár-
málakreppa muni
skella á þegar sú
sem nú hefur stað-
ið yfir en liðin hjá.
Þetta er niðurstaða
könnunar meðal
stjórnendanna, að
því er fram kemur á fréttavef Børsen.
Er í fréttinni vísað til fjármálakrepp-
unnar í upphafi tíunda áratugar síð-
ustu aldar og þess að hún hafi komið í
tvennu lagi. gretar@mbl.is
Bankastjórnendur
óttast aðra kreppu
Ráðhústorgið í
Kaupmannahöfn.
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
BIRTING upplýsinga úr lánabók
Kaupþings á vefsíðunni Wikileaks er
til skoðunar hjá efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra, segir Helgi
Magnús Gunnarsson, yfirmaður
deildarinnar.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, segir að FME hafi
bent efnahagsbrotadeild á að þessar
upplýsingar hafi verið gerðar op-
inberar á síðunni föstudaginn fyrir
verslunarmannahelgi.
Helgi Magnús segir að engin
formleg kæra hafi borist en málið sé
til meðferðar hjá embættinu.
Gunnar og Helgi segja ekki vitað
hvert brotið eigi rætur að rekja.
Báðir eru sammála um að mál af
þessu tagi séu erfið viðfangs.
Skjalið, sem er aðgengilegt á vef-
síðunni wikileaks.org, geymir upp-
lýsingar um lán til 206 viðskiptavina
gamla bankans, upphæðir, ábyrgðir
og áhættuþætti. Var það kynnt á
stjórnarfundi Kaupþings 25. sept-
ember 2008.
Sumir af þessum viðskiptavinum
eru enn í dag viðskiptavinir nýja
bankans. Nýi Kaupþing og skila-
nefnd gamla Kaupþings fóru fram á
lögbann á fréttaflutning Rík-
isútvarpsins sem byggðist á upplýs-
ingum sem voru birtar á vefsíðunni.
Frá því var svo fallið 4. ágúst sl..
Birting gagnanna var sögð í and-
stöðu við ákvæði um þagnarskyldu í
lögum um fjármálafyrirtæki.
Kaupþingsleki
hjá lögreglunni
Erfitt að rannsaka þetta og svipuð mál
Morgunblaðið/Golli
Stór Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir voru í forsvari fyrir félög
sem tóku stór lán hjá Kaupþingi samkvæmt yfirliti sem var lekið á netið.
AUKINN stöðugleiki á hrá-
vörumarkaðnum átti sinn þátt í að
flugfélagið Malaysia Airlines skil-
aði hagnaði á öðrum ársfjórðungi
þessa árs eftir að hafa tapað um
200 milljónum Bandaríkjadala á
fyrsta ársfjórðungi.
Samt eru ekki allir bjartsýnir á
þróun mála og segja að óvissa
með hrávörur geti seinkað að hag-
kerfi heimsins nái sér á strik. Því
til staðfestingar bendir Financial
Times á það á vefsíðunni í gær að
fatið á hráolíu hafi kostað 76 doll-
ara í síðustu viku. Það hafi aldrei
kostað jafn mikið það sem af er
árinu.
Vitnað er í álit Goldmans Sachs
sem sagði í síðustu viku að menn
reyni nú að ná tökum á fjár-
málakreppunni en hrávörukrepp-
an sé enn óleyst.
Í lok júlí var verð á hráolíu
rúmir 63 dollarar á fatið. Ástæðan
fyrir lækkun olíuverðs þá var að
olíubirgðir í Bandaríkjunum
reyndust meiri en reiknað hafði
verið með. bjorgvin@mbl.is
Olíuverð veldur áhyggjum
Verð á olíu náði
sínu hæsta gildi
í síðustu viku
Reuters
Bið Þróun olíuverðs ræður miklu um afkomu flugfélaga. Litlar sveiflur
gerðu að verkum að afkoma Malaysia Airlines batnaði milli ára.
Þetta helst ...
● STJÓRN Nýja Kaupþings sendi fyrir
nokkru tölvupóst til starfsmanna
bankans. Þar kom fram að stjórnin
hefði ekki átt þátt í ákvörðun banka-
stjóra um að setja lögbann á frétta-
flutning RÚV um vinnuskjal um háar
lánveitingar til viðskiptavina Kaupþings,
sem lekið var á Wikileaks.org, og mikið
hafa verið í umræðunni að undanförnu.
Morgunblaðið hefur fengið staðfest-
ingu á þessu, en frá þessu var fyrst
greint á vefsíðunni pressan.is.
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri,
fór fram á lögbannið fyrir hönd nýja
bankans ásamt skilanefnd Kaupþings.
Voru rökin m.a. þau að birtingin væri
brot á lögum um bankaleynd.
Bréfasending staðfest
BRESKA framleiðslufyrirtækið
Teknomek hefur valið íslensku fyr-
irtækin Nordic eMarketing og Da-
Coda til þess að stýra endurvefvæð-
ingu fyrirtækisins að því er fram
kemur í tilkynningu.
Teknomek sérhæfir sig í fram-
leiðslu búnaðar úr ryðfríu stáli fyrir
spítala og matvælafyrirtæki og er
eitt það elsta sinnar tegundar í Bret-
landi, stofnað árið 1987.
„Það er frábært að fá svona verk-
efni frá útlöndum, við höfum unnið
með Marel sem er í svipuðum geira,
þó þeir séu nokkru stærri. Eitt af því
jákvæða við lágt gengi er að við er-
um mjög samkeppnishæfir í verði,“
er haft eftir Júlíusi Guðmundssyni,
framkvæmdastjóra DaCoda, í
fréttatilkynningu.
Nordic eMarketing hefur unnið sl.
sex mánuði að því að markaðsetja
Teknomek í gegnum vefinn í Bret-
landi. bjorgvin@mbl.is
Lágt
gengi
kostur
Teknomek semur
við íslensk fyrirtæki
● NÆSTSTÆRSTI íbúðalánasjóður
Bandaríkjanna, Freddie Mac, skilaði
hagnaði á öðrum fjórðungi þessa árs.
Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem lána-
sjóðurinn, sem er í eigu ríkisins, skilar
hagnaði. Hinn stóri íbúðalánasjóðurinn í
eigu ríkisins, Fannie Mae var hins vegar
rekinn með tapi á öðrum ársfjórðungi.
Í frétt CNN-fréttastofunnar segir að
miklu máli skipti fyrir íbúðamarkaðinn í
Bandaríkjunum hver afkoma íbúðalána-
sjóðanna er. Afkoma þeirra hafi mikið
að segja um stöðuna á íbúðamark-
aðinum. Því séu það jákvæðar fréttir að
annar sjóðurinn sé farinn að skila hagn-
aði. Það gefi vonir um að staðan geti
farið að batna. gretar@mbl.is
Viðsnúningur á íbúða-
lánamarkaði vestanhafs