Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
Vinsæll Páll Óskar lét sem sér væri verulega brugðið yfir ásókn aðdáenda sinna. Ungmennin létu sér fátt um finnast og smelltu mynd af honum á símann.
Júlíus
Einar Björn Bjarnason | 9. ágúst
Skrítin deila
Dálítið skrítin deila hefur
sprottið upp, þ.e. hvort við
þurfum lánin frá AGS og
Norðurlöndunum, sem
eiga að fara í gjaldeyr-
isvarasjóð landsmanna
eða ekki. […]
En, þetta er raunverulega áhugaverð
spurning. Sannarlega er það rétt, að
gjaldeyrisvarasjóður alla jafna treystir
gengi gjaldmiðils og eykur traust, getur
bætt lánstraust.
En … við erum að tala um sjóð, sem
tekinn er að láni.
Að sjálfsögðu hefur Vilhjámur rétt fyrir
sér, í almennum skilningi. Enda eru gjald-
eyrisvarasjóðir vanalega ekki teknir að
láni. Heldur eru þeir byggðir upp jafnt og
þétt, um eitthvert árabil – fyrir skattfé.
Á því er dálítill munur og á sjóði sem er
tekinn að láni. Sjóður, sem byggður er
upp, fyrir raunverulegan sparnað er þá
raunverulegur eignasjóður. Hann er þá
eign á móti.
Meira: einarbb.blog.is/
Lára Hanna Einarsdóttir | 9. ágúst
Fé án hirðis fann Finn …
Ég verð að játa að ég átta
mig ekki á þessari svika-
myllu. Þarna virðist
græðgin hafa tekið völd og
skúrkar leikið lausum hala
með annarra manna fjár-
muni í höndunum. Um er að ræða Eign-
arhaldsfélag Samvinnutrygginga og Gift.
[…]
Fyrir tveimur árum, í júní 2007, átti fé-
lagið samkvæmt fréttum 30 milljarða
króna. Nú er það sagt skulda 45 milljarða.
Þetta er viðsnúningur upp á 75 milljarða.
Meira: larahanna.blog.is/
FULL samstaða er um það á Al-
þingi að ekki þjóni hagsmunum Ís-
lendinga að standa í óþörfum deil-
um eða ágreiningi við nágranna- og
viðskiptaþjóðir okkar. Jafnframt
eru menn sammála um mikilvægi
þess að flýta eins og hægt er öllum
aðgerðum sem hraðað geta end-
urreisn efnahags- og atvinnulífs
landsins. Þegar um er að tefla jafn
ríka hagsmuni og samningana um
Icesave-málið má hins vegar ekki
missa sjónar á þjóðréttarlegri stöðu
okkar sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis.
Allt frá því að ágreiningur reis við Breta og
Hollendinga um ríkisábyrgð á innstæðum í
útibúum íslenskra banka hafa íslensk stjórn-
völd fullyrt, að Íslendingar muni ávallt standa
við skuldbindingar sínar. Undan því verður að
sjálfsögðu ekki vikist.
Engin ríkisábyrgð
Bresk stjórnvöld beindu fyrirspurn til við-
skiptaráðuneytisins í aðdraganda hrunsins um
hugsanlegan stuðning ríkisins við Trygging-
arsjóð innistæðueigenda og fjárfesta ef sjóð-
urinn réði ekki við útgreiðslur lágmarkstrygg-
inga. Fyrirspurnin sýnir að bresk stjórnvöld
töldu sig ekki geta gengið að slíkri rík-
isábyrgð sem vísri á grundvelli Evróputilskip-
unarinnar, sem gildir um málið. Aldrei var
minnst á skilyrðislausa ríkisábyrgð á allri lág-
markstryggingunni í yfirlýsingum íslenskra
stjórnvalda um að stutt yrði við innistæðu-
tryggingarsjóðinn, hvorki fyrir né eftir banka-
hrunið, enda hefur hún aldrei verið fyrir
hendi.
Ríkisstjórnin samdi af sér
Í desember 2008 veitti Alþingi umboð til að
leiða samningana til lykta á forsendum svo-
nefndra ,,sameiginlegra viðmiða“ . Stefnt var
að samkomulagi við Breta og Hollendinga
þannig að tekið yrði tillit til hinna erfiðu og
fordæmislausu aðstæðna Íslands og knýjandi
nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem
gerðu Íslendingum kleift að endurreisa fjár-
mála- og efnahagskerfi sitt.
Margt hefði mátt fara betur í samskiptum
við Evrópuríkin vegna Icesave málsins. Und-
irritun Iceasave-samninganna eru hins vegar
alvarlegustu mistökin sem gerð hafa verið.
Með hverjum degi sem líður kemur betur í
ljós hve illilega ríkisstjórnin samdi af sér.
Þegar viðræðurnar hófust var
ákveðið að leggja lagalegan
ágreining til hliðar. Hann hef-
ur fyrst og fremst snúist um
skyldu ríkisins til að tryggja
að innistæðutryggingasjóð-
urinn geti ávallt staðið við sín-
ar skuldbindingar. Nið-
urstaðan er fullkomin
uppgjöf, því ríkisstjórnin
ákvað að veita ríkisábyrgð á
öllum skuldbindingum inni-
stæðutryggingasjóðs.
Helstu gallar samninganna
eru að öðru leyti vel kunnir
eftir umræðu á Alþingi og meðal fræðimanna:
Uppgjörsákvæðið getur kostað okkur
hundruð milljarða króna
Efnahagsleg áhætta mikil og forsendur
veikar
Endurskoðunarákvæðið er gagnslaust
Vaxtakjörin
Afsal friðhelgi
Í þessu ljósi er ósköp einföld ástæða fyrir
því að ríkisstjórnin er klofin og í miklum
vanda með þá samninga sem nú hafa verið
undirritaðir. Þeir taka alls ekkert tillit til að-
stæðna á Íslandi, sem þó var frumforsenda
fyrir viðræðunum. Þetta eru vondir samn-
ingar og ábyrgðin á gerð þeirra er alfarið hjá
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, enda
skipaði hún nýja fulltrúa í samninganefndina,
vék öðrum til hliðar og fjármálaráðherra boð-
aði glæsilega niðurstöðu.
Ekki þverpólitísk niðurstaða
Hinn 5. júní sl. fengu utanríkismálanefnd og
þingflokkar kynningu á helstu atriðum Ice-
save-samninganna. Þingflokkur Sjálfstæð-
isflokksins lýsti strax yfir því að allur fyrirvari
væri á stuðningi við málið, einkum þar sem
ekkert tillit hefði verið tekið til stöðu Íslands
og mikil óvissa væri um, að hve miklu leyti
eignir Landsbankans dygðu til að standa und-
ir þessum gríðarlegu skuldbindingum.
Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir skrifaði
ríkisstjórnin sama dag undir samningana við
Breta og Hollendinga. Svo virðist sem málið
hafi verið lítillega rætt með athugasemdum í
þingflokki Vinstri grænna, en það flaug í gegn
hjá þingflokki Samfylkingar.
Það var undarlegt að hlýða á Steingrím J.
Sigfússon í Kastljósi Sjónvarpsins í síðustu
viku biðla til Sjálfstæðisflokksins um stuðning
í erfiðu máli um leið og hann lýsti yfir því að
eitt helsta markmið hans við hinar graf-
alvarlegu aðstæður í þjóðfélaginu væri að
halda Sjálfstæðisflokknum frá áhrifum. Eng-
inn vilji hefur verið til þess að vinna Icesave-
málið á þverpólitískum grunni, heldur er þess
nú freistað, eftir að málið er komið í hreint
óefni vegna sundurlyndis og mistaka rík-
isstjórnarinnar, að leita eftir stuðningi hjá
stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin vill hafa
sjálfdæmi um mál sem velt er yfir á stjórn-
arandstöðuna og hún krafin um að leysa.
Þetta er nýlunda í íslenskum stjórnmálum og
endurspeglar það eitt, að ríkisstjórnin hefur
ekki nauðsynlegt afl.
Enn rök fyrir pólitískri lausn
Á fyrstu stigum endurreisnar efnahagslífs-
ins eru samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
og nágrannaþjóðir okkar að rata í ógöngur
þar sem ríkisstjórnin hefur ekki næga burði
til að gæta hagsmuna þjóðarinnar á viðunandi
hátt. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar.
Fyrir því eru enn rök, að best sé fyrir hags-
muni Íslands að leita pólitískrar lausnar á Ice-
save-deilunni, því að skjót og ásættanleg nið-
urstaða í málinu getur hraðað
endurreisnarstarfinu. Öllu skiptir hins vegar
hvernig að pólitískri lausn er staðið og á mál-
stað okkar Íslendinga haldið. Í því efni hefur
ríkisstjórnin brugðist algerlega.
Sjálfstæðisflokkurinn styður Icesave-málið
ekki í óbreyttri mynd og skýr meirihluti
þingsins fer fram á breytingar á frumvarpi
ríkisstjórnarinnar. Til greina kemur að setja
þröng skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni sem leið-
rétta mistök ríkisstjórnarinnar og leggja
grunn að samkomulagi sem samræmist þeim
markmiðum sem þingið lagði upp með í álykt-
un sinni frá því í desember. Til þess duga ekki
fyrirvarar til málamynda.
Ef gera á nauðsynlegar breytingar á Ice-
save-samningunum, verður það ekki gert án
nýrra viðræðna. Það er hrein sjálfsblekking
að halda öðru fram. Auk þess er nauðsynlegt
að skýra málstað Íslands fyrir öllum sem mál-
ið varðar og afla sjónarmiðum þings og þjóðar
stuðnings.
Þennan veruleika þarf ríkisstjórnin að við-
urkenna. Frá því að ákveðið var að leita póli-
tískrar lausnar á málinu lá í augum uppi, að
því þyrfti að fylgja eftir á pólitískum vettvangi
gagnvart viðsemjendum þjóðarinnar og lán-
veitendum hennar. Embættismenn geta vissu-
lega lagt góðan skerf af mörkum en ábyrgðin
er pólitísk og henni verður að fylgja eftir af
miklum þunga.
Legið hefur fyrir í langan tíma að viðunandi
lausn fengist ekki í málinu án aðkomu leiðtoga
þeirra þjóða sem málið varðar. Það er því
óskiljanlegt að forsætisráðherra hafi ekki far-
ið fram á sérstaka fundi með leiðtogum Norð-
urlandanna og annarra Evrópuríkja, Evrópu-
sambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
stjórnvöldum í Washington til að kynna mál-
stað Íslands og vinna honum fylgi. Einnig að
ráðherrar undir forystu forsætisráðherra
skuli ekki leggja höfuðáherslu á að skýra mál-
stað og aðstæður Íslendinga fyrir starfs-
bræðrum sínum í þeim löndum sem við treyst-
um helst á.
Enga þvingunarskilmála
Ef forsætisráðherra treystir sér ekki til að
leiða málið með þessum hætti eða sé enginn
vilji hjá viðmælendum okkar til að finna nýja
og sanngjarna lausn með samningi sem tekur
mið af efnahagslegri stöðu Íslands og tillit til
málavaxta í heild sinni, þar með talið hins gall-
aða regluverks Evrópusambandsins og beit-
ingar hryðjuverkalaga gegn Íslandi, verður
einfaldlega að fá úr því skorið fyrir hlut-
lausum dómstóli hverjar lagalegu skuldbind-
ingar okkar eru í raun.
Fjármálaráðherra lagði málið fram á Al-
þingi. Hann hafði skömmu áður en hann sett-
ist í ráðherrastól skrifað um að trygging-
arsjóðurinn mætti alls ekki taka á sig ábyrgð
á uppgjöri málsins því með því yrði ,,þjóðin
skuldsett á grundvelli pólitískra þving-
unarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug
í sér til að standa gegn“.
Það stendur ekki á Sjálfstæðisflokknum að
berjast gegn hvers kyns þvingunarskilmálum.
Við pólitískum afarkostum er ekki unnt að
bregðast á annan veg en láta reyna á rétt sinn
fyrir dómi. Í því felst ekki flótti undan neinum
skuldbindingum heldur viðleitni til að fá úr því
skorið af hlutlausum aðila hverjar þessar
skuldbindingar eru. Við þær mun íslenska
þjóðin ávallt standa.
Eftir Bjarna Benediktsson »Ef gera á nauðsynlegar
breytingar á Icesave-
samningunum verður það
ekki gert án nýrra viðræðna.
Það er hrein sjálfsblekking að
halda öðru fram.
Bjarni Benediktsson
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Til varnar hagsmunum Íslendinga
BLOG.IS