Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 15
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞAÐ ER erfitt að ímynda sér upp-
hæðina sem starfsmenn Rio Tinto
eru vændir um að hafa haft af kín-
verska ríkinu í formi iðnaðarnjósna
og mútugreiðslna sem samanlagt
eiga að hafa leitt til þess að kín-
versk stálfyrirtæki greiddu sem
svarar um 15.454 milljarða króna
meira fyrir járngrýti en ella.
Málið er á margan hátt forvitni-
legt, ekki síst fyrir þá sök að það
sýnir hversu langt kommúnista-
stjórnin er tilbúin að ganga, telji
hún hagsmunum sínum ógnað.
Þá hlýtur að vekja athygli að
skammt er síðan kínverski álrisinn
Chinalco féll frá 2.450 milljarða
króna kaupum í Rio Tinto.
Kínastjórn hefur þegar hand-
tekið fjóra starfsmenn Rio Tinto,
þar með talið Stern Hu, fram-
kvæmdastjóra félagsins í Shanghai,
og eru meiri líkur en minni á að
þeir verði fundnir sekir, að sögn
Michaels McKinley, prófessors í
stjórnmálafræði við Australian
National University í Canberra.
Minnir á kalda stríðið
Ákærurnar, sem Rio Tinto vísar
alfarið á bug, eru birtar á kín-
verskri vefsíðu sem stjórnvöld hafa
hönd í bagga með og segir Sydney
Morning Herald orðalagið vekja
upp minningar úr kalda stríðinu.
Grípum niður í þýðingu blaðsins,
í lauslegri þýðingu á íslensku:
„Landið okkar gengur nú í gegn-
um hátind bylgju njósnahernaðar
sem staðið er fyrir í viðskiptalegum
tilgangi. Sú ógn sem hann er við
mikilvæg gögn um efnahagsmál og
öryggi efnahagsumsvifa þjóðar-
Risavaxið njósnamál
Kínversk stjórnvöld saka Rio Tinto um umfangsmiklar iðnaðarnjósnir í Kína
Vænt um að ofrukka stálfyrirtæki fyrir járngrýti fyrir 15.454 milljarða króna
Reuters
Námarisi Flutningaskip er lestað með muldu járngrýti frá námu Rio Tinto á Pilbara-svæðinu í Vestur-Ástralíu.
innar vex dag frá degi“.
Segir svo að „svikarar“ maki
krókinn á kostnað þjóðarinnar.
Margt þykir á huldu um hvers
eðlis njósnirnar eigi að hafa verið
en Kínastjórn fullyrðir að þær hafi
staðið yfir um sex ára skeið.
Á umræddum tíma hefur verið
geysileg eftirspurn eftir stáli í Kína
og hækkanir á markaði því haft
mikil áhrif í hagkerfinu. Verðmæti
markaðarins með járngrýti sem
flutt er til stáliðjuvera sjóleiðina er
metið á 6.533 milljarða króna og er
hlutur Kína þar af um helmingur.
Fleiri fyrirtæki í spilinu?
Upphæð meintra svika, sem jafn-
gildir vergri landsframleiðslu á Ís-
landi í áratug eða svo, er hins vegar
mun hærri en veltan af umsvifum
Rio Tinto í Kína á tímabilinu, sem
aftur rennir stoðum undir að Kína-
stjórn telji fleiri fyrirtæki viðriðin
meintan blekkingarleik.
Kínastjórn hefur ekki sýnt Rio
Tinto neina miskunn í málinu og
þykir hafa niðurlægt forsvarsmenn
fyrirtækisins þegar hún neitaði
þeim að fá að hitta Hu að máli í
Kína.
Kína er orðinn annar mikilvæg-
asti útflutningsmarkaður Ástralíu
og hefur deilan valdið því að sam-
skipti ríkjanna eru stirðari en áður.
Kevin Rudd, forsætisráðherra
Ástralíu og líklega eini erlendi
þjóðarleiðtoginn sem talar manda-
rínsku, segir stjórn sína fylgjast
vel með ákærunum á hendur Hu
og verður líklega að láta þar við
sitja í ljósi þess að stjórn hans á
mjög mikið undir áframhaldandi
eftirspurn eftir kolum og járn-
grýti frá Kína. En margir Ástralar
voru andvígir tilboði Chinalco í
Rio Tinto af þjóðaröryggis-
ástæðum.
7.296
Áætluð velta Rio Tinto í
milljörðum króna 2008.
35.000
Starfsmenn árið 2007.
1.465
Verg landsframleiðsla á
Íslandi 2008 í milljörðum.
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
Ganga á
Nesjavalla-
svæðinu
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
46
31
1
08
/0
9
• Með notkun hitaveitu í stað olíu til húshitunar er losun mengandi efna í andrúmsloftið hverfandi lítil. www.or.is
Þriðjudaginn 11. ágúst
verður Fræðslustígurinn
við Nesjavelli genginn að
hluta. Gangan er u.þ.b. 7
km löng, tekur um tvær og hálfa
klukkustund og er að hluta til upp
brattar fjallshlíðar. Fræðst verður
um náttúruna, jarðfræðina og hvernig orkan í Henglinum hefur verið
beisluð. Gangan hefst kl. 19:30 við Nesjavallavirkjun. Þátttaka er
ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Almar Sigurðsson.
Upplýsingar um gönguleiðir á Hengilssvæðinu eru á vef OR,
www.or.is/ganga.
KÍNASTJÓRN aðstoðaði í gær við
brottflutning um milljónar manna frá
heimilum sínum áður en fellibylurinn
Morakot gekk á land í strandhér-
uðum suðausturhluta Kína.
Þrír fullorðnir biðu bana og fjög-
urra ára gamall drengur lét lífið þeg-
ar hús hrundu í borginni Wengzhou í
Zhejiang. Þá lést barn eftir að lífg-
unartilraunir báru ekki árangur.
Gífurlegt eignatjón varð í fárviðr-
inu og er tjónið metið á að minnsta
kosti rétt rúmlega 40 milljarða kr.
Fyrir utan að valda eyðileggingu á
mannvirkjum urðu 143.000 hektarar
af ræktarlandi fyrir skemmdum, að
viðbættu því mikla efnahagslega tjóni
sem mun hljótast af því að rekstur
um 9.000 fyrirtækja fer úr skorðum í
nokkra daga og jafnvel lengur. Þá
eyðilögðust um 1.800 heimili í Zheji-
ang-héraði, þar sem um 3,4 milljónir
manna urðu fyrir beinum áhrifum af
fárviðrinu. Ennfremur kom fram í
samantekt kínversku fréttastofunnar
Xinhua að um 35.000 bátar hefðu ver-
ið kallaðir að landi
Manntjón á Filippseyjum
Áður en fellibylurinn skall á suð-
austurströnd Kína olli hann mann-
tjóni á Taívan og Filippseyjum.
Staðfest hefur verið að þrír fórust
á Taívan þegar Morakot reið yfir á
laugardag og er 31 enn saknað.
Morakot olli einnig stórtjóni á Fil-
ippseyjum og er óttast að minnst 21
hafi týnt lífi í veðurofsanum. Morakot
þýðir smaragður á taílensku.
Reuters
Eyðilegging Vegir og brýr urðu
fyrir skemmdum í Anhui-héraði.
Gífurlegt
eignatjón
Ofsaveður í Kína
FÁTT þykir fegurri sýn en jörðin séð
úr geimnum. Fengur þykir að ljós-
myndum af plánetunni bláu, sem svo
er gjarnan nefnd, og þær ósjaldan
nýttar til myndskreytingar.
Myndirnar sýna álfurnar og höfin
blá en hins vegar ekki ruslið sem
safnast hefur saman í áranna rás, allt
frá því að maðurinn skaut gervihnött-
um fyrst á braut um jörðu.
Fjallað er um þennan sérkennilega
vanda í tímaritinu Newsweek en þar
segir að eftir að Iridium 33, gervi-
hnöttur farsímafyrirtækisins Motor-
ola, og Cosmos 2251 skullu saman
þriðjudaginn 10. febrúar í ár hafi allt
að 100.000 ruslmolar sem eru stærri
en sentimetri í þvermál safnast sam-
an í skýi á braut um jörðu. Olli árekst-
urinn því að slíkt rusl jókst um hátt í
þriðjung í 700 til 900 km yfir jörðu.
Málið er litið nokkuð alvarlegum
augum en leiddar hafa verið líkur að
því að árekstur við geimrusl hafi leitt
til þess að Cosmos-hnötturinn fór af
braut sinni og skall á Iridium 33 á 7,5
kílómetra hraða á sekúndu.
Samanlagt verðmæti virkra gervi-
hnatta á braut um jörðu er sagt sem
svarar um 2.260 milljörðum króna og
hefur iðgjald af tryggingum á þeim
hækkað um 10 til 20% eftir árekst-
urinn í febrúar.
Pláneta þakin ruslahaugi
Geimdrasl orðið
umtalsverð ógn
við gervihnetti
Draslaralegt Meðal rusls í geimnum er ísskápur úr alþjóðlegu geimstöðinni.
Það kann að hljóma eins og vís-
indaskáldskapur en sérfræðingar
Geimvísindastofnunar Bandaríkj-
anna (NASA) hafa látið sér detta í
hug að reisa lyftu út í geim.
Með því móti þyrfti mun minni
orku til að yfirvinna þyngdaraflið
og í því liggur ávinningurinn.
Yrði hún að veruleika mætti ef
til vill hugsa sér að hún nýttist við
sorphirðu í geimnum.
Sorprenna í geimnum?
Ljósmynd/NASA