Morgunblaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.2009, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is E kki byrja aftur að vinna eftir sumarfrí á mánu- degi, byrjaðu frekar á miðvikudegi. Þetta er meðal ráða sem Einar Baldvin Baldursson, sál- fræðingur í Danmörku, gefur fólki, hvort sem það eru Danir, Íslendingar eða aðrar þróaðar þjóðir sem taka sér reglulega frí frá vinnu. Rekast mátti á þessar ráðleggingar og fleiri til frá Einari á vefsíðu á vegum Jyllands- posten um ferðalög, Turen går til, þar sem rætt var við hann. Þegar slegið var á þráðinn til Ein- ars vildi svo vel til að hann var ein- mitt staddur á Íslandi í sumarfríi og hann var góðfúslega reiðubúinn til að gefa lesendum Morgunblaðsins samskonar ráð, enda algengt þessa dagana að fólk sé að koma til starfa að loknu sumarfríi, þ.e. þeir sem enn hafa haldið vinnunni í kreppunni margumtöluðu. Lýsingar hans eiga aðallega við störf þar sem fólk ræður að einhverju leyti vinnuhraðanum, þar sem krafa er gerð til mikillar hugsunar og störf sem þykja jafnan spennandi og eftirsóknarverð. Störf sem eru samt að öllu leyti ekki undir stjórn annarra. Nútímavinnan allt öðruvísi Einar hefur langa reynslu af því í Danmörku að gefa starfsfólki og stjórnendum fyrirtækja ráðleggingar sem bæta hag þeirra í vinnu og skipu- lag. Hefur hann haldið fjölda nám- skeiða á þessu sviði. Hann bendir á að eðli og staða frís- ins hefur breyst mikið á seinni árum. Fram undir ofanverða síðustu öld þótti fríið tími afslöppunar, þar sem sáralitlu var komið í verk og reynt að gera sem allra minnst. Að fríi loknu var þráðurinn tekinn upp að nýju eins og ekkert hefði í skorist. „Þá var önn- ur tegund af vinnu, þar sem kröf- urnar voru aðrar og minni en þekkist í dag. Þá þurfti ekki jafn mikið til að endurnýja það sem fram fór í höfðinu og sálinni á fólki. Nútímavinnan er allt öðruvísi: Hún krefst þess að þú takir hlutina alvarlega, sért sjálf- stæður og setjir þér skýr markmið í starfi. Fólk leggur aðra hluti fram í nútímavinnu en áður, þar sem erfitt er að leggja starfið til hliðar frá hversdagslegu amstri. Núna reynir mjög mikið á virkni hugans en áður fyrr var það nánast markmið að gera vinnuna einfalda og leiðinlega,“ segir Einar. Nútímamaðurinn þarf núna að hlaupa hraðar og hraðar til að standa á sama stað, segir sálfræðingurinn, þar sem jöfnum höndum er lagt upp úr spennandi en krefjandi störfum. Einar segir þetta hafa gert það að verkum, í fyrsta lagi, að fríið er ekki lengur bara frí. „Í fríinu hefurðu möguleika á að þróa forsendur og eiginleika sem þú hefur ekki í vinnu, eins og það að styrkja og efla sjálfan þig. Sumir þeirra þátta sem skipta máli í vinnunni, eins og hæfileikinn til að umgangast og skilja annað fólk, er ekki hægt að endurnýja á vinnu- staðnum. Það verður að gerast með fjölskyldunni í frítímanum. Í sum- arfríinu geturðu eflt tilfinningalegan skilning þinn og innsæi með allt öðr- um hætti en aðra daga.“ Vinnur best rétt fyrir frí Í annan stað nefnir Einar þær byrðar sem fólk tekur með sér heim úr vinnu. Þannig geti krefjandi og erfið störf orðið leiðinleg til lengdar. „Mótorinn snýst hratt í vinnunni og fólk leggur sig mikið fram. Það reynir að klára allt sem það hefur á borðinu, áður en það fer í frí. Reynsl- an er sú að fólk vinnur hvað mest og best síðustu dagana áður en það fer í frí,“ segir Einar og telur það ekki boða gott: „Þegar þú svo loksins kemst í fríið, ertu yfir þig stressaður. Með því að minnka hraðann skyndilega vill streitukerfið fara í botn. Þá geta komið upp allskonar hliðarverkanir eins og flensueinkenni, líkt og þú sért með hita, óskýranlegan höfuðverk, vöðvaverki og sumir hafa kvartað undan ógleði fyrstu dagana í sum- arfríi. Allt er þetta í raun eðlilegt við það að minnka ferðina eftir mikið stress í vinnunni.“ Þessi líkamlegu einkenni líða hjá og loks byrjar fríið að virka. Lík- aminn fer að aðlagast betur hægari og innihaldsríkari hversdegi. En síð- an kemur að því að sælunni lýkur, sumarfríið er á enda, en yfirleitt allt of snemma, segir Einar. Svo kem- urðu í vinnuna á mánudegi og þér finnst að þú eigir að vera endur- nærður. En þetta er oft ekki raunin. „Þú ert slappur og sljór og hafðir engan áhuga á að fara aftur í vinnuna. Ef það er einhver ný orka þá finnirðu ekki fyrir henni. Ef þú mætir í vinn- una á mánudegi þá eyðirðu heilli viku í að hafa það bara djöfullegt. Síðan fer þetta að réttast við og í næstu viku lagast hlutirnir. Vandinn er að þú hefur eytt dýrmætum tíma í ekki neitt. Þá fer maður að hugsa hvað sé eiginlega í gangi. Eru vinnufélagarnir svona leiðinlegir eða vinnan svona erfið?“ spyr Einar og svarar því strax neitandi. Fólk sem sé í leiðinlegri vinnu bregðist ekki svona við. Líkt og aka af stað í fjórða gír „Allt bendir til að þetta séu vanda- mál sem tengjast því að fara úr litlum hraða yfir í miklu meiri hraða. Líkt og þú sért að reyna að fara af stað á bíl og setja hann í fjórða gír í stað þess fyrsta. Ef þú gerir það á gatna- mótum þá standa allir bílstjórarnir fyrir aftan þig á bílflautunni. Sálin er eins að því leyti að þú þarft að gíra þig hægt niður og hægt af stað aftur,“ segir Einar og mælir með því að fólk byrji að vinna í miðri viku í stað mánudags. „Með því að mæta á miðvikudegi þá veistu að þú kemst ekki yfir jafn mikið og venjulega. Á mánudegi held- urðu að þú eigir að geta gert allt sem þú ætlaðir þér áður en þú fórst í frí- ið.“ Allir geta hjálpað til Annað ráð Einars er að skipu- leggja sig vel þegar til vinnu er komið og tala við vinnufélagana um sum- arfríið. Ná strax góðum tengslum við umhverfið. „Allir geta hjálpað til, þetta er spurning um kúltúr á vinnu- stað og venja sig á það að fyrsta vikan eftir sumarfrí sé hluti af fríinu.“ Hann segir sumarfrísþunglyndi vera þekkt fyrirbæri innan sálfræð- innar. Einnig hafi verið gerðar kann- anir um þetta, m.a. á Spáni fyrir tveimur árum þar sem 43% svarenda sögðust hafa upplifað þunglyndi að loknu sumarfríi. Þá sé jafnan mikið að gera hjá sálfræðingum og geð- læknum í ágúst og september hvert ár. Hætta á vanlíðan og depurð í vinnunni að loknu sumarfríi Einar Baldursson, lektor í vinnusálfræði við Há- skólann í Álaborg, lýsir því hve erfitt það getur verið að koma til vinnu að loknu velheppnuðu sumarfríi. Sumarfrís- þunglyndi er þekkt fyr- irbæri innan sálfræð- innar og geðlækninga. Morgunblaðið/Kristinn Sumarfrísþunglyndi Rannsóknir sálfræðinga og reynsla þeirra af viðtölum hafa sýnt að erfitt getur reynst að hefja aftur vinnu að loknu sumarfríi, ekki síst ef það hefur varað í nokkrar vikur í sól og sumaryl. Einföldustu hlutir eins og að muna lykilorðið í tölvunni geta reynst erfiðir. Myndin er sviðsett. Núna reynir mjög mikið á virkni hugans en áður fyrr var það nánast markmið að gera vinnuna einfalda og leiðinlega. Ef þú mætir í vinnuna á mánudegi þá eyðirðu heilli viku í að hafa það bara djöfullegt. EINAR Baldursson hefur verið búsettur í Danmörku í 37 ár og lærði þar sálfræði á sínum tíma. Sérmenntaði sig í vinnusálfræði og hefur unnið við Háskólann í Álaborg mörg undanfarin ár, gegnir þar stöðu lektors í vinnu- og skipulagssálfræði. Í heimsókn sinni til Íslands síðustu daga, sem til kom vegna brúð- kaups hjá mágkonu hans, hefur hann líka færst nær umræðunni um kreppuna og bankahrunið. Spurður hvort svona ástand hafi ekki djúp áhrif á sálarlíf fólks segir Einar engan vafa leika á því. Þau vandamál jafnist ekkert á við þunglyndi að loknu sumarfríi. Mikilvægt að trúa eigin málstað „Íslendingar standa frammi fyrir þraut sem mjög fáar þjóðir þurfa að gera í sama skilningi. Íslenska þjóðin verður fyrir alveg gífurlegu þunglyndisálagi. Það er sáralítið vitað hvernig heilar þjóðir bregðast við slíku. Möguleikarnir eru tveir, annars vegar að álagið auki þung- lyndi og jafnvel sjálfsvíg, en hins vegar gæti svona mótbyr haft þau áhrif að fólk fyllist þrjósku, sjálfstilfinningu og baráttuvilja. Algör forsenda fyrir hinu síðarnefnda er vilji fólks til að standa saman og hjálpa hvert öðru. Ef samheldni og samhjálp skapast meðal Íslend- inga í byrjun þessarar kreppu þá tel ég að sálrænar, neikvæðar afleið- ingar verði litlar eða engar. Mikilvægt er að trúa eigin málstað og vita að heimurinn hefur rangt fyrir sér með því að sýna að verkefnin hér séu leyst. Það er uppskriftin í félagssálfræðinni,“ segir Einar. Gífurlegt þunglyndisálag Sálfræði Einar Baldursson skaust til Íslands í sínu sumarfríi. Morgunblaðið/Eggert Samandregin eru ráð Einars til þeirra sem koma til vinnu úr sumarfrínu einkum þrenns kon- ar:  Ekki byrja að vinna aftur á mánudegi. Veljið frekar mið- vikudaginn til að stytta fyrstu vinnuvikuna.  Hafðu það á hreinu áður en farið er í fríið, hvað þú ætlar að taka þér fyrir hendur að fríinu loknu. Gott að skipuleggja verk- efnin þannig. Það getur verið sálfræðilega íþyngjandi að koma aftur til vinnu án þess að vita hvað tekur þá við.  Samstarfsmenn geta hjálpað til við að létta félögum sínum lífið, er þeir koma úr frínu. Skiptast á sögum um hvernig fríið var og leggja ekki fyrir allt of krefjandi og erfið verkefni. Þetta getur líka verið gott tæki- færi til að fara í hugmyndavinnu og skipuleggja næstu skref. Hollráð í hnotskurn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.