Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
HHH
-D.Ö.J., kvikmyndir.com
HHHH
-Þ.Þ., DV
HHH
-T.V., kvikmyndir.is
BYGGÐ Á METSÖLUBÓK
STIEG LARSSON
„Fantagóð, kuldaleg sænsk
glæpahrollvekja... Saga sem rífur
mann í sig. Myndin gefur
bókinni ekkert eftir“
-F.E. Morgunvaktin á Rás 2.
HHHH
- S.V., MBL
HHHH
- V.J.V., FBL
HHHH
- Ó.H.T., Rás 2
HHHH
- Heimir og Gulli / Bítið á Bylgjunni
„Napur og forkunnar yfirveguð úttekt á ofbeldi. Funny Games refsar
áhorfendum fyrir blóþorstann með því að gefa þeim allar þær misþyrmingar
sem hægt er að ímynda sér. Ansi sniðugur hrekkur hjá Haneke.”
- Scott Tobias, The Onion
ATH: Ekki fyrir viðkvæma
HHH
„Þessi spræka og fjölskylduvæna bandaríska
teiknimynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“
- Ó.H.T. , Rás 2
HHH
„þessi fallega og átakanlega
kvikmynd hlýjar manni bæði um
hjartaræturnar og rífur í þær”
- Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com
„Á ÉG AÐ GÆTA SYSTUR MINNAR“
abigai l bresl in cameron diaz vinsælasta
teiknimynd ársins
40.000 manns
í aðsókn!
30.000 manns í aðsókn!
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBOGANU
M 750kr.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓSÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM
SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓSÝND Í HÁSKÓLABÍÓ
Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára
The Hurt Locker kl. 5:45 B.i.12 ára
B13-Ultimatum kl. 8 - 10 B.i.14 ára
Funny Games kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.18 ára
Karlar sem hata konur kl. 6 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i.16 ára
My Sister‘s Keeper kl. 8 - 10:20 B.i.12 ára
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 LEYFÐ
Crossing Over kl. 5:30 - 8 - 10:30 750kr. B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 5:50 - 8 750kr. LEYFÐ
Karlar sem hata konur kl. 5:30 - 8:30 750kr. B.i.16 ára Angels & Demons kl. 10:10 750kr. B.i.14 ára
The Hurt Locker kl. 5:15 - 8 - 10:45 750kr. B.i.16 ára
Þar er fyrst til að taka aðFunny Games er einþeirra mynda sem sá semþessar línur skrifar, og
vafalaust fleiri, þarf að sjá tvisvar
til að ná að vega og meta (myndin
Caché eftir sama höfund er önnur.)
Svo efnislega andstyggileg að í lok-
in er maður orðinn neikvæður og
reiður sakir illskunnar og ógeðsins
sem gegnsýrir nánast hvert atriði,
taugakerfið er í uppnámi og end-
irinn kemur eins og frelsandi eng-
ill. Nauðsyn að „ná sér niður“,
púsla saman tætt og rifið sál-
artötrið til að gera sér grein fyrir
að tilgangur Funny Games er ein-
mitt sá að kalla fram þessi rök-
réttu viðbrögð hjá áhorfendum
gagnvart ofbeldi og valdníðslu,
hann fái á því óbeit.
Ofbeldi, andlegt og líkamlegt,
hefur löngum heillað kvikmynda-
gerðarmenn, oft með mögnuðum
árangri. Haneke hinum aust-
urríska, sem jafnan er handritshöf-
undur verka sinna, er efnið hug-
stætt, Funny Games er t.d.
endurgerð samnefndrar myndar
frá síðasta áratug. Persónurnar eru
fimm, hjónin Ann (Watts) og
George (Roth), sem eru að mæta í
sumarvillu sína í auðmannahverfi á
Long Island, ásamt Georgie (Ge-
arheart), syni þeirra 10 ára göml-
um. Range Roverinn rennir í hlaðið
með seglbát í eftir dragi, úr hljóm-
tækjum bílsins ómar sígild tónlist.
Andrúmsloftið er menningarlegt og
ríkmannlegt og góðir dagar greini-
lega í uppsiglingu.
Friðurinn er fljótlega úti, tvö
snyrtileg ungmenni, Paul (Pitt) og
Peter (Corbet), finna leið í gegnum
öryggisnetið inn í eldhús frúar-
innar undir því yfirskyni að fá lán-
uð nokkur egg. Allt aðrar og verri
áætlanir búa að baki innrás pilt-
anna, sem eru greinilega út-
smognir, skynsamir og bjóða af sér
góðan þokka við fyrstu sýn, en
reynast kolruglaðir og stórhættu-
legir geðklofar.
Í tæpar tvær klukkustundir situr
áhorfandinn undir einkar ógeð-
felldri og andstyggilegri atburðarás
þar sem tvímennningarnir skelfa
og murka líftóruna úr fjölskyldunni
með andlegum ekki síður en lík-
amlegum pyntingum. Það er engin
leið að fá samúð með fórnarlömb-
unum, yfirgengilegt ofbeldi kæfir
áhugann á óskýrum persónum.
Funny Games er yfirmáta frá-
hrindandi, það þarf átak til að sitja
hana til enda. En sem fyrr segir,
til þess er leikurinn gerður og Ha-
neke tekst ætlunarverkið, við höf-
um vanist því að ofbeldi í kvik-
myndum er notað til skemmtunar,
hér er því slengt framan í mann í
öllum sínum ljótleika.
Leikurinn er upp og ofan með
Watts í fararbroddi og hún bregst
ekki sem móðir og kona sem á í
raun litla möguleika að komast
lönd eða strönd. Roth er óvenju lit-
laus og hefði örugglega sómt sér
betur sem annað úrhrakanna en
sem heimilisfaðirinn. Hann er
kunnur fyrir frábæra túlkun á
sýklum á borð við þá Paul og Pet-
er, að setja hann hinum megin
borðsins er óvænt og klókt bragð
hjá Haneke. Gearheart litli stendur
sig dável í erfiðu hlutverki og Pitt
er einkar pirrandi sem hinn fágaði
Paul, hann hefur áður afgreitt með
sóma svipað hlutverk í Murder By
Numbers með sínum krúttlega
fólskusjarma. Corbet fær lítil tæki-
færi að sanna sig sem hjálp-
arhellan, hinn hikandi og hlýðni
Peter.
Við erum sjálfsagt illa varin fyrir
óláni jafnt sem ódæðismönnum,
þrátt fyrir allan öryggisbúnað sam-
tímans og löggæslu eins og maður
ímyndar sér að hún best geti orðið
í afslökunarhreiðrum auðmanna.
Hvað sem því líður er Funny Ga-
mes, bragðvond, hlífðarlaus hug-
vekja um djöfulskap mannsins í
sinni verstu mynd. Áhrifarík á sinn
hrollkalda hátt, umhugsunarverð
og firna grimm prófraun á tauga-
kerfið. Engan veginn fyrir við-
kvæma. saebjorn@heimsnet.is
Vargar í véum
Háskólabíó
Funny Games
bbbnn
Leikstjóri: Michael Haneke. Aðalleik-
arar: Naomi Watts, Tim Roth, Michael
Pitt, Brady Corbet, Devon Gearhart. 112
mín. Bandaríkin. 2007.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Ógeð Sæbjörn Valdimarsson er sleginn yfir myndinni Funny Games, sem er
með ofbeldisfyllstu myndum sem hann hefur séð.
Austurríkismaðurinn Michael
Haneke (f. í Þýskalandi 1942), er
íslenskum kvikmyndahúsgestum
kunnur sem umdeildur leikstjóri
og handritshöfundur. Ameríska
útgáfan af Funny Games bætir
við fyrri myndina sem var sýnd
hérlendis á kvikmyndahátíð fyrir
u.þ.b. áratug. Báðar jafn eft-
irminnilega ljótar og ónotalegar.
Inn á milli gerir Haneke verk í allt
öðrum gæðaflokki, og er
skemmst að minnast Caché,
sem var ein besta mynd ársins
2005. Af öðrum verkum hans má
nefna La Pianiste (́01), og nýj-
asta myndin hans, Das weiße
Band (́09), hefur fengið ágæta
dóma.
Umdeildur
Austurríkismaður
EINS og fram kom í dægurmenn-
ingarfréttum liðinnar viku er Paula
Abdul hætt sem einn af dómurum
Amerísku stjörnuleitarinnar, eða
Idol. Margir hafa syrgt brotthvarf
hennar, en hún var í þættinum í
átta ár. Abdul mun þó mögulega
snúa aftur á skjáinn í svipaðri rullu.
Aðstandendur So You Think You
Can Dance eru víst að bera í hana
víurnar en framleiðendur þar hafa
sagt Abdul fullkomna fyrir þáttinn,
sökum reynslu sinnar sem bæði
dansari og dómari.
Sjálfur Simon Cowell, sem stund-
um virðist gerður úr steini, hefur
lýst yfir söknuði. „Hún var besti
vinur minn í þáttunum,“ sagði hann
társtokkinn er hann mætti til starfa
án Abdul. Ókei, svona næstum því
társtokkinn. Cowell og Abdul
mynduðu sem kunnugt er nokkurs
konar Yin og Yang í þáttunum, hún
var yfirmáta jákvæð en Cowell leik-
ur sér að því að murka sjálfs-
traustið úr keppendum.
Reuters
Slegist
um Abdul
Paula Abdul
Kann svo sann-
arlega að dansa.