Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
ÞANN 8. ágúst
2008, á opnunardegi
Ólympíuleikanna (sem
í hinu forna Grikk-
landi voru alltaf til-
efni til allsherj-
arvopnahlés), efndu
georgísk yfirvöld,
með Mikhail Saakas-
hvili forseta í far-
arbroddi til hrotta-
legrar árásar, sem í
kaldranahætti sínum átti sér hlið-
stæðu í aðgerðum þýskra nasista.
Georgíski herinn virti að vettugi
alla friðarsamninga sem höfðu ver-
ið gerðir milli deiluaðila á svæðinu,
og tróð þjösnalega fótum alþjóða-
rétt með því að ráðast um miðja
nótt á Tskhinval, höfuðborg Suð-
ur-Ossetíu, með umfangsmiklum
skotárásum úr hlaupvíðum fall-
byssum og síðan gera atlögu inn í
sofandi borgina með skriðdrekum.
Það voru óbreyttir íbúar Suður-
Ossetíu sem urðu að skotmarki 5
milljóna Georgíubúa. Lymskuleg
innrásin varð hundruðum íbúa
Suður-Ossetíu að bana. Í þessu
litla lýðveldi sem í búa 70 þúsund
manns, finnst vart sú fjölskylda
sem hefur ekki verið snortin á
einn eða annan hátt af atburð-
unum í ágúst í fyrra. Í brennidepli
herkvíarinnar í Tskhinval voru
einnig rússneskir friðargæsluliðar,
sem samkvæmt alþjóðlegu sam-
komulagi héldu uppi
röð og reglu á svæð-
inu og komu í veg fyr-
ir að ástandið versn-
aði. Þeir urðu fyrir
miklu mannfalli en
héldu samt uppi skot-
hríð gegn svik-
samlegum óvininum í
lengstu lög.
Við þessar að-
stæður tóku rússnesk
yfirvöld hina einu
réttu og jafnframt
rökstuddu erfiðu
ákvörðun: á sama degi, 8. ágúst
voru deildir 58. hersins Norður-
Kákasus-umdæmisins leiddar inn í
Suður-Ossetíu, og síðan í Abkha-
zíu. Þessar herdeildir veittu árás-
araðilanum afgerandi viðnám með
því að hefja friðarþvingandi að-
gerðir og björguðu þar með íbúum
beggja lýðveldanna frá þjóð-
armorði.
26. ágúst 2008 viðurkenndi
Rússland sjálfstæði Abkhazíu og
Suður-Ossetíu. Þessi ákvörðun
mætti einhuga samþykki íbúa
Rússlands og jafnframt hjart-
anlegu þakklæti frá abkhazísku og
suður-ossetísku þjóðunum.
Án þess að fara í ítarlegar sagn-
fræðilegar lýsingar vil ég benda á
tvö atriði. Í fyrsta lagi voru sátt-
málar sem kváðu á um sjálfviljuga
inngöngu Ossetíu (án skiptingar í
norður- og suðurhluta) í Rússland
(og ekki í Georgíu) undirritaðir
þegar árið 1774, þ.e. níu árum áð-
ur en Georgía sótti af sjálfsdáðun
um það sama.
Í öðru lagi skal minna á, að þeg-
ar Georgía lýsti yfir sjálfstæði
sínu árið 1991 lagði hún einhliða
niður sjálfstjórnir Suður-Ossetíu
og Abkhazíu. Með því að afnema
alla sovéska löggjöf eyddi hin
sjálfstæða Georgía þar með laga-
heimildum fyrir aðild Abkhazíu og
Suður-Ossetíu að georgískri lög-
sögu. Við þessar kringumstæður
tóku Abkhazar og Suður-Ossetar
einu mögulega ákvörðunina sem
gat treyst þeim áframhaldandi til-
veru, – að lýsa yfir sjálfstæði sínu
sem báðar þjóðirnar í raun og
veru höfðu haft fyrir ágúst 2008.
Stjórn Saakashvilis hefur ekki
aðeins brotið gróflega reglur al-
þjóðaréttar og grafið undan frið-
arferli á svæðinu. Það hryllilegasta
er það að þeir aðilar sem fara enn
fyrir georgíska ríkinu hafa dregið
inn í átökin þrjár rétttrún-
aðarþjóðir sem lengst af bjuggu
saman í sátt og samlyndi: Rússa,
Georgíumenn og Osseta. Hér skal
tekið fram að Rússland og Georgía
tengjast sterkum sögulegum vin-
áttuböndum allt frá ofanverðri 18.
öld þegar Georgía leitaði verndar
hjá rússnesku drottningunni Katr-
ínu II. Hefði Rússland ekki komið
Georgíu til hjálpar í lok 18. og
byrjun 19. aldar og varið íbúa
landsins gegn þjóðarmorði af hálfu
persneskra herja, er ekki víst
hvort georgíska þjóðin og ríki
væru yfirhöfuð til í dag.
Hins vegar höfum við aldrei sett
samasemmerki milli heillar þjóðar
og einstakra fulltrúa hennar. Við
höfum alltaf borið virðingu fyrir
Georgíumönnum sem eru friðsöm
þjóð með ríka menningu, sögu og
hefðir. Hér skal líka getið að í
Rússlandi búa 1,5 milljónir
Georgíumanna. Margir þeirra eru
frægir listamenn, íþróttamenn og
stjórnmálamenn sem njóta mik-
illar virðingar og ástar í landi okk-
ar.
Árið sem liðið er síðan þessir
hörmulegu atburðir skóku Kákas-
us í ágúst 2008 ætti að gefa okkur
tilefni til þess að velta því fyrir
okkur hversu skelfilegar afleið-
ingar glæpsamlegar og ævintýra-
legar aðgerðir einstakra stjór-
málamanna geta haft.
Þegar upp er staðið verður að
koma á friði og ró í Kákasus, en
aðilar sem bera ábyrgð á upp-
tökum stríðsins skulu hljóta verð-
skuldaða refsingu.
Hvers vegna varði Rússland Suður-
Ossetíu og Abkhazíu gegn árásaraðila
Eftir Victor I.
Tatarintsev » Þegar upp er staðið
verður að koma á
friði og ró í Kákasus, en
aðilar sem bera ábyrgð
á upptökum stríðsins
skulu hljóta verðskuld-
aða refsingu.
Victor I. Tatarintsev
Höfundur er sendiherra Rússlands á
Íslandi.
STEINGRÍMUR
hitti svo sannarlega
naglann á höfuðið, er
hann minntist á ESB-
elíturnar í sjónvarpinu
fyrir kosningarnar.
Það var nefnilega
þannig öll útrásarárin
að fjölmiðlarnir keppt-
ust við að taka viðtöl
við hvern hagfræðing-
inn eftir annan. Allir
dásömuðu Evrópusambandið og töl-
uðu niður krónuna, sem þeir töldu
helstu hindrun fyrir enn meiri útrás.
KB banki hótaði að flýja land fengi
hann ekki að gera upp í evrum. Hinir
sem efuðust um ágæti þess að lúta
stjórn ESB þorðu fæstir að láta þá
skoðun í ljós af ótta við að vera taldir
eitthvað hinsegin. Ég hefi aldrei skil-
ið að hámenntaðir háskóla-
hagfræðingar hafi svo lítinn sjón-
deildarhring að þeir sjái ekki út fyrir
Evrópu í stað þess að fókusera á all-
an heiminn. Ég verð að segja það.
Sækjast eftir að læsast inni í þessu
tollabandalagi, sem stjórnað er frá
Brussel líkt og austurblokkinni var
stýrt frá Moskvu. Á níunda tug síð-
ustu aldar kom ég í nokkur aust-
antjaldslönd. Upplifuninni er best
lýst með, að það var eins og klukkan
hefði stoppað 1948. Hvernig skyldi
verða umhorfs innan múra ESB 2050
eftir verndartolla gegn innflutningi
alls staðar að úr heiminum?
Össur hitti naglann ekki eins vel á
höfuðið í sjónvarpinu eftir kosn-
ingar, þegar hann hélt því fram að af
úrslitum kosninganna mætti lesa ósk
þjóðarinnar um inngöngu í ESB.
Ekki vil ég gera lítið úr árangri Sam-
fylkingarinnar, en Vinstri grænir
voru ótvírætt sigurvegarar kosning-
anna. Fyrir utan Frjálslynda flokk-
inn var VG eini flokkurinn, sem sagði
skýrt nei við ESB. Þeir sem ekki
vildu ganga í ESB og ekki kasta at-
kvæði sínu á glæ áttu aðeins einn val-
kost. Á því byggðist sigur VG. Þess
vegna er sú staða sem nú er komin
upp hrein svik við kjósendur VG.
Það að ana áfram og sækja um
inngöngu til að sjá hvað
er í boði er óheiðarlegt
og allt annað en að fara
í aðildarviðræður og
spyrjast fyrir um, hvað
sé í boði. Það er svona
eins og einhver pantaði
hjá mér samvalsvog,
pökkunarvél, málmleit-
artæki og tékkvog með
tilheyrandi færibönd-
um. Segði svo, þegar ég
ætlaði að afgreiða vör-
urnar: „Allt í plati. Ég
ætlaði bara að skoða
hvaða verð og greiðsluskilmálar
væru í pakkanum“.
Það hefði alveg verið hægt að hafa
blað með í seinustu kosningum og
kjósa um hvort við ættum að fara í
aðildarviðræður eða sækja um inn-
göngu. Þá væri það frá. Enginn segir
mér að Jóhanna hafi ekki séð þann
möguleika og framkvæmt hefði hún
talið niðurstöðuna hagstæða ein-
stefnu Samfylkingarinnar. Þess í
stað skal þvert gegn vilja þjóðar-
innar með einskonar barbabrellu
teyma hana inn í sambandið með
hjálp VG. Þjóðinni skal fórnað á alt-
ari Icesave fyrir inngöngu í ESB.
ESB-sýki Samfylkingarinnar bygg-
ist á að alltaf skuli aðrir koma okkur
til hjálpar. Þannig bjargaði Bretinn
okkur í heimskreppunni. Kaninn og
Marshall komu til hjálpar að stríðs-
gróðanum glötuðum. Síðan kom
einkavæðingin með „sölu“ á því sem
afar okkar og ömmur byggðu upp.
Nú er það ESB sem skal draga okk-
ur upp úr feninu. Eftir að Írar höfn-
uðu Lissabon-samningi taldi einn
ESB-sinni upp um 10 atriði, sem
mæltu gegn ESB. Andstæðingar
ESB töldu sig hafa eignast nýjan
stuðningsmann. Svo var ekki. Það
kom ný lofgjörð um ESB, því þar
væri hægt að fá svo mikla styrki fyr-
ir landbúnaðinn. Skítt með fullveldið!
Össur var rétt orðin utanrík-
isráðherra að hann laumaðist til
Möltu að fá ráðleggingar um hvernig
við gætum fengið sem mest af
styrkjum og komið sem flestum í
vinnu í Brussel, Sú röksemd að við
verðum að sækja um innan nokkurra
daga vegna þess að Svíar (af öllum)
séu svo hliðhollir okkur er álíka
hlægilegt og að við verðum að halla
okkur að ESB, því við séum Evr-
ópumenn.
Ætti ég að telja upp ókosti þess að
ganga í ESB og kosti þess að vera
utan þess, þá dugar ekki stutt Mbl.-
grein. Ég vil samt nefna, að það er
alveg ljóst að fullveldið glatast. Í dag
getum við sjálf mótað sjávarútvegs-
stefnuna, hvort sem það kallast fyrn-
ingarleið eða eitthvað annað. Í
bandalaginu hefðum við lítið um það
að segja. Undanþágurnar, sem
Framsókn telur okkur geta fengið,
eru einskis virði. Með 3 atkvæði af
ca. 700 atkvæðum er fátt til varna
yrði undanþágum breytt síðar eða
jafnvel felldar úr gildi. Sumir ESB-
sinnar segja vitleysu að við glötum
fullveldinu við inngöngu í ESB. Hér
á eftir skal hið gagnstæða sannað: 3
júlí sótti ég opinn fund hjá Útflutn-
ingsráði um kynningu á fríversl-
unarsamningi EFTA við Kanada.
Um samninginn má með sanni segja
að þar fengum við allt fyrir ekki
neitt. Til viðmiðunar um stærð
markaðssvæðisins má nefna að íbúar
Kanada eru mikið fleiri íbúar en á
öllum Norðurlöndunum og í viðbót
opnast greið leið inn í Bandaríkin.
Fundarmenn áttu ekki nógu sterk
orð til að lýsa ágæti samningsins. Í
lok fundar spurði ég hvort við gæt-
um gert svona samning, ef við vær-
um í ESB. Svarið var nei og að samn-
ingurinn væri ónýtur, ef við gengjum
í ESB. Q.e.d. Upplýsingar um samn-
inginn má sjá á www.utflutnings-
rad.is – Ég hefi undrast að samning-
urinn hefur ekkert verið í
umræðunni hjá stjórnvöldum. Skyldi
hann trufla ESB-umræðuna?
Eftir Sigurð
Oddsson » Þeir sem ekki vildu
ganga í ESB áttu
aðeins einn valkost. Á
því byggðist sigur
Vinstri grænna. Staðan
í dag er hrein svik við
kjósendur VG.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
Elíturnar
ÉG HEFI víða
orðið var við að fjöldi
manna er undrandi á
afstöðu „vina og
frændþjóða“ okkar á
Norðurlöndunum.
Langur áróður um
ágæti Norð-
urlandaráðs og
heilladrjúgt samstarf,
sem hafi veitt okkur
um langan tíma mik-
inn ávinning, bíður nú hnekki
vegna erfiðleika okkar í efnahags-
legri stöðu. Það merkilega er að
aðeins ein þjóð og það sú lang-
minnsta – Færeyingar – veitti
strax vel af fátæklegu borði sínu.
Þar sannaðist að „eyrir ekkj-
unnar“ var mikið vinarbragð.
Menn verða að hafa í huga að hin-
ar þjóðirnar eru margfalt fleiri en
við. Norðmenn um fimmtán sinn-
um fleiri og Svíar vel yfir þrjátíu
sinnum.
Norðmenn með „yfirfljótandi“
varasjóði, Finnar með „tækniund-
ur“ og viðinn. Svíar með stálið og
hergagnasölu og viðinn og krist-
alinn. Danir með víðtæka mennt-
un, einstakir sölumenn og fleira
og fleira. Það er algerlega óþol-
andi að þessar þjóðir tengi hugs-
anlegt „lán“ til okkar við annað
fullkomlega óskylt mál. Svona
kúgun ber að hafna strax. Það
leiðir einfaldlega af sér að við eig-
um að hafna „Icesave-skuldum“.
Hvers vegna er fundurinn í Lond-
on ekki sýndur öllum nú? Þessi
fundur var á vegum Landsbank-
ans og sýndur á tölvu um allt.
Björgólfur Guðmundsson hóf
fundinn, svo komu þeir banka-
stjórarnir Halldór J. Kr. og Sig-
urjón Árna með „listilega“ útskýr-
ingu á ágæti Icesave-sparnaðar.
Aldrei kom fram að ríkið væri í
ábyrgð eða áhætta í innlánunum.
Við getum gert betur sögðu
bankastjórarnir. Lát-
um þá standa við
stóru orðin.
Íslenska þjóðin er í
efnahagslegri lægð og
hún er mjög djúp eins
og er. En nærri þriðj-
ungur þjóðarinnar
þekkir erfiða tíma og
getur miðlað af
reynslu sinni. Um
fjörutíu þúsund manns
eru 65 ára eða eldri.
Metum gildi þessa
hóps, en ofmetum ekki
getu þeirra ungu. Það er alrangt
að ýta þeim eldri út í horn.
Fyrir um tveimur árum átti
þessi hópur peningalegar inni-
stæður í bönkum og sparisjóðum,
liðlega tvö hundruð milljarða. Nú
á minna en tveimur árum er um
helmingur horfinn, hefur – rýrnað
– gagnvart erlendum gjaldeyri.
Menn meta næstum ekkert að
fara vel með peninga og spara og
treysta bönkunum fyrir sparifé
sínu. Telja menn að bankar geti
starfað án nokkurra peninga á
sparibók? Besta spariféð er ein-
mitt frá þessum „eldri“. Þeir eyða
ekki í tíma og ótíma.
Metum það „með köldu blóði“
hvað það gæti verið til vandræða
að kolfella þessa Icesave-skuld. Á
sínum tíma töldu menn hér að við
myndum bjarga okkur uppréttir
en ekki á hnjánum.
Vinir í raun eða að-
eins maurapúkar?
Eftir Jón Ármann
Héðinsson
Jón Ármann Héðinsson
» Frændþjóðirnar eru
tæpast það sem
þetta orð felur í sér.
Þær tengja hugsanleg
lán við annað mál sem
okkur er mjög erfitt –
Icesave.
Höfundur er fyrrv. þingmaður og
fiskverkandi.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Sumarbrids
Tuttugu til þrjátíu pör tóku þátt í
sumarbrids í vikunni og urðu úrslitin
þessi:
Mánudagur 3. ágúst - 20 pör.
Jóhann Sigurðars. - Sigurbjörn Haraldss. 66
Halldór Þorvaldss. - Magnús Sverriss. 57
Hermann Friðrikss. - Guðl. Sveinss. 33.-
Þorvaldur Pálmas Jón V. Jónmundss. 32
Guðrún Jóhannesd. - Haraldur Ingas. 28
Miðvikudagur 5. ágúst - 31 pör.
Garðar Garðarss. - Gunnlaugur Sævarss. 90
Gunnar B.Helgason - Örvar Óskarss. 86
Hrannar Jónss.n - Jón Hákon Jónsson 75
Halldór Ármannss. - Gísli Sigurkarlss. 56
Haraldur Ingas. - Þórir Sigursteinss. 54
@
Fréttir
á SMS