Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
WWW.SVAR.IS
SÍÐUMÚLA 37- SÍMI 510 6000
SKÓLATILBOÐ!
ALLT AÐ 8 KLST
RAFHLÖÐUENDING
FÁST Í ÖLLUM
REGNBOGANS LITUM
RANNSÓKNARNEFND Alþingis
um bankahrunið mun líklega færa
þjóðinni verri fréttir en nokkur
nefnd hefur áður
þurft að gera.
Þetta var meðal
þess sem fram
kom í máli Páls
Hreinssonar,
hæstaréttardóm-
ara og formanns
rannsóknar-
nefndarinnar í
þættinum viku-
lokin á Rás eitt
hjá RÚV síðastliðinn laugardag.
Nefndin mun birta niðurstöður sínar
hinn 1. nóvember næstkomandi.
Páll sagðist í samtali við Morgun-
blaðið í gær ekki geta útskýrt orð sín
í útvarpsþættinum frekar. Hann
sagði hins vegar að vinna rannsók-
arnefndarinnar væri á áætlun, eftir
því sem hægt væri að áætla vinnuna
við þetta umfangsmikið verkefni. Ef
ekkert óvænt kæmi upp ætti
vinnunni að verða lokið á tilætluðum
tíma.
„Það er ljóst að við erum þegar bú-
in með um sjö tíundu af tímanum
þannig að við erum farin að sjá vel
ofan í efnið og erum nú á fullu að
skrifa skýrsluna. Þar erum við bæði
að draga upp myndina af stjórnkerf-
inu og bönkunum.“
Rannsaka orsakirnar
Rannsóknarnefnd Alþingis var
sett á fót í árslok 2008. Hlutverk
hennar er að rannsaka aðdraganda
og orsakir falls íslensku bankanna í
októbermánuði síðastliðnum og
tengdra atburða. Í nefndinni eiga
sæti auk Páls þau Tryggvi Gunnars-
son, umboðsmaður Alþingis, og Sig-
ríður Benediktsdóttir, kennari við
hagfræðideild Yale-háskóla í Banda-
ríkjunum.
Rannsóknarnefndinni er ætlað að
safna upplýsingum um staðreyndir
málsins, draga upp heildarmynd af
aðdragandanum að falli bankanna og
svara þeirri spurningu hverjar hafi
verið orsakir þess. Þá á nefndin að
leggja mat á hvort um mistök eða
vanrækslu hafi verið að ræða við
framkvæmd laga og reglna um fjár-
málastarfsemi á Íslandi og eftirlit
með henni og hverjir kunni að bera
ábyrgð á því.
gretar@mbl.is
Skýrsluskrif
eru byrjuð
Nefnd boðar vondar fréttir í haust
Páll Hreinsson
Í HNOTSKURN
» Páll sagði í útvarpsþættiað rannsóknarnefndin
myndi líklega færa þjóðinni
verri fréttir en nokkur nefnd
hefði áður þurft að gera.
» Auk Páls eru í nefndinniTryggvi Gunnarsson og
Sigríður Benediktsdóttir.
» Nefndin á að skila nið-urstöðum hinn 1. nóv-
ember næstkomandi.
SKAPARI verksins „Sökkvandi þjóðarskúta“
hyggst farga verkinu að Fiskideginum mikla á
Dalvík runnum. Dagur Óskarsson vöruhönn-
uður smíðaði skútuna úr gömlu og fúnu timbri
úr bláu búðinni eins og ruslagámar Dalvíkinga
eru nefndir. Trélíkneskinu af Ólafi Ragnari
Grímssyni sem Dagur skapaði fyrir fimm ár-
um verður hins vegar komið fyrir í glugganum
á Ungó, leikhúsi bæjarins. „Það er við hæfi að
byggja nýja þjóðarskútu úr ófúnu timbri. Ólaf-
ur Ragnar mun hins vegarveifa fjöldanum úr
glugganum á Ungó um ókomna tíð,“segir Dag-
ur. Forsetalíkanið smíðaði hann þegar hann
var við nám í Myndlistarskólanum á Akureyri.
Á þessum tíma stóð mikill styr um forsetaemb-
ættið og lagði Dagur á sig ferðalag með Tré-
Ólafi hringinn í kringum landið. Bauð hann
fólki að kjósa um embættið á kjörseðlum og tjá
sig um forsætisembættið. „Niðurstaðan var
embættinu í hag,“ segir Dagur. Ekki kveður
hann forsetahjónin hafa falast eftir verkinu en
það hafi hins vakið kátínu þeirra enda verkinu
ætlað að gleðja en ekki verkja harm. „Það er
engin djúp hugsun að baki verkinu. Allir voru
uppteknir af að skreyta garða og hús og þar
sem ég var hér staddur í foreldrahúsum fannst
mér ég þurfa að leggja mitt af mörkum. Ég
smíðaði skútuna í kringum fánastöng foreldra
minna sem er sjálft mastrið. Ég kýs sjálfur að
túlka verkið þannig að skipstjórinn sé síðasti
maður frá borði frekar en sá sem stýrir fleyinu
til heljar!“ svanbjorg@mbl.is
Þjóðarskútunni verður fargað
Skútan er fúin en forsetinn er varanlegri
Verkið smíðað fyrir Fiskidaginn mikla
Ljósmynd/Sveinn Rúnar Traustason
Glöð í þjóðarskútunni Dagur Óskarsson með forsetahjónunum og tvífaranum stórvaxna.
STARFSFÓLK Árbæjarsafns veitti gestum innsýn í forna búskapahætti í
gær og var áhugasömum leyft að prófa handtökin. Skyr var gert upp á
gamla mátann, smjör strokkað,og járnsmiður hamraði heitt járnið. Kannski
þörf kunnátta sem þarft er að rifja upp.
Morgunblaðið/Heiddi
HORFINN HEIMUR?
LOFTMYNDIR verða notaðar til
að finna út hve margir sóttu Fiski-
daginn mikla á Dalvík, sem hald-
inn var um helgina. „Mér virðist
ljóst að gestir hér voru ekki færri
en 30 þúsund og margir voru að
koma í fyrsta skipti. Hátíðin vekur
æ meiri áhuga fólks, veðurspáin
fyrir norðanvert landið var góð og
aldrei fleiri en einmitt nú eru á
ferðinni innanlands,“ sagði Júlíus
Júlíusson, framkvæmdastjóri há-
tíðarinnar, í samtali við Morg-
unblaðið.
Á föstudags-
kvöld var boðið
upp á fiskisúpu á
alls 49 heimilum
á Dalvík. Þar er
áætlað að 140
fjölskyldur hafi
lagt sitt af mörk-
um og lagt í súp-
una með hráefni
sem fyrirtæki í
bænum gáfu.
Margir hjálpuðu til á Fiskideg-
inum og ekki er ofsagt, að mati
Júlíusar, að flestir Dalvíkingar
tengist samkomunni á einhvern
hátt.
Júlíus telur að um 15 þúsund
gestir hafi haft viðdvöl á tjald-
svæðum Dalvíkinga um helgina.
Margir hafi áð þar í þrjár til fjórar
nætur. Sumir hafi raunar verið
komnir á staðinn strax á þriðjudag
í síðustu viku – en þar hafi einkum
verið um að ræða fólk í hinum
harða kjarna sem lætur sig aldrei
vanta á Fiskidaginn mikla.
sbs@mbl.is
Fiskidagsgestir verða taldir úr lofti
Allir skemmtu sér
á Fiskideginum.
HIN árlega kúm-
enganga verður í
Viðey á morgun,
þriðjudag. Í
fyrra komu yfir
200 manns í
þessa skipulögðu
ferð og sóttu sér
kúmen fyrir vet-
urinn. Viðeyjar-
kúmenið þykir
afburða bragð-
sterkt og gott og verður æ vinsælla
í matargerð og bakstur. Siglt verð-
ur frá Skarfabakka kl. 19.15 og
miðað við að sigla til baka um kl.
21.30. Áhugasamir komi með poka
og skæri til tínslunnar.
Tækifæri á að
tína kúmen í
Viðey á morgun
Viðey Geymir ýms-
ar góðar nytjar.
ERILSAMT var
hjá lögreglunni á
höfuðborg-
arsvæðinu í
fyrrinótt. Ekkert
alvarlegt atvik
kom þó upp.
Kveikt var í
borðum á torgi
sem er milli
Laugavegar og Hverfisgötu.
Slökkvilið var kallað til og slökkti
það eldinn. Töluverður mannfjöldi
var í miðborginni fram eftir kvöldi.
Þá var einn ökumaður tekinn,
grunaður um akstur undir áhrifum
ávana- og fíkniefna í Reykjanesbæ
undir morgun í gær.
Erill í borginni
LJÓSLEIÐARI slitnaði í Skagarfirði
á laugardaginn. Bilunin var stað-
bundin á litlu svæði í Skagafirði, og
tengdist ekki ljósleiðarahring lands-
ins. Sjónvarps- og útvarpssendingar
trufluðust í nokkrar klukkustundir
en net- og símasamband hélst. Sig-
urrós Jónsdóttir, verkefnisstjóri
Mílu, segir vel hafa gengið að gera
við bilunina. Hún segir ljósleiðarana
stundum fara í sundur við jarðrask
vegna framkvæmda þrátt fyrir að
þeir séu merktir. Yfirleitt sé athug-
unarleysi um að kenna.
Ljósleiðari slitnaði í
sundur í Skagafirði