Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 8
Morgunblaðið/Ómar
Afleysingamenn Læknanemar sinna líka afleysingum á Landspítalanum. Tekið skal fram að fólkið á myndinni tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
UM miðja síðustu öld var lækna-
skortur á Íslandi og var því gripið til
þess ráðs að láta læknanema ganga í
störf lækna, gjarnan á landsbyggð-
inni. Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar. Nú er svo komið að á annað
þúsund hafa læknaleyfi á Íslandi.
Stór hluti lækna sækir nám sitt til
erlendra menntastofnana og eftir
bankahrunið hefur nokkur umræða
skapast um að margir læknar muni
fremur kjósa að róa á erlend mið en
að koma heim að loknu sérfræðinámi.
Eins og rakið hefur verið í
Morgunblaðinu þykir niðursveiflan
gefa tilefni til að hraða hagræðingu í
heilbrigðiskerfinu, á sama tíma og
sparnaðarkröfurnar aukast.
Nú horfir hins vegar svo við að
skortur á nýliðun í læknastétt kann
að verða til að seinka því að horfið
verði frá þeirri hefð að ráða lækna-
nema í stöður lækna, einkum á lands-
byggðinni, í afleysingum.
Mikið breyst frá fyrri tíð
Aðspurður hvers vegna lækna-
nemar séu látnir sinna afleysingum
úti á landsbyggðinni og starfa jafnvel
einir sem læknar í héruðum segir
Matthías Halldórsson landlæknir
margt hafa breyst frá fyrri tíð.
,,Ástandið varðandi afleysingar
fyrir heilsugæslulækna hefur skánað
mjög frá því sem áður var, þegar
menn stóðu reynslulitlir, einir og ein-
angraðir í afskekktum héruðum án
stuðnings. Búið er að sameina minni
stofnanir í stærri og öflugri stofnanir
og koma á samvinnu milli læknanna í
aðliggjandi læknishéruðum.
Allt Austurland var til dæmis sam-
einað í eina stofnun með sameigin-
legt sjúkraskrárkerfi og hið sama
gildir um Suðurland. Sameining
verður á Vesturlandi um áramót og
unnið er að sameiningu í öðrum
landshlutum. Afleysingalæknarnir
verða þannig hluti af stærri heild.
Ég þori að fullyrða að óvíða í heim-
inum er meiri fjöldi vaktlækna miðað
við íbúa en hér á landi. Á Austur-
landi, svo dæmi sé tekið, eru sex
vaktsvæði með 8 læknum á vakt í
einu, en íbúafjöldi er 11 þúsund.
Þetta helgast að sjálfsögðu af strjál-
býli og löngum vegalengdum.
Landlæknisembættið tekur á móti
kvörtunum frá almenningi vegna
heilbrigðisþjónustu. Stundum er
kvartað yfir því að afleysingalæknar
standi stutt við og hafi ekki yfirsýn
yfir vandamál sjúklingsins. Það er
eðli afleysinga. Hins vegar eru sárafá
mál þar sem rekja má óeðlilega með-
höndlun til reynsluleysis viðkomandi
læknis eða læknanema, sem sýnir að
þeir hafa vit á að leita til sér færari
lækna þegar á þarf að halda.“
Margir læknar hafa sett spurn-
ingamerki við þetta fyrirkomulag,
sem talið er kalla á endurskoðun.
Friðbjörn Sigurðsson læknir segir
að málið hafi verið rætt nokkuð inn-
an samtaka lækna. Um árabil hafi
það viðgengist að læknanemar vinni
sem aðstoðarlæknar eða jafnvel sem
læknar í héruðum, stundum einir.
Læknaskortur heyrir liðinni tíð
„Væntanlega er skýring þess sú að
á árum áður var hér læknaskortur.
Nú eru hins vegar tæplega 1200
læknar starfandi á Íslandi og fjöldi
lækna í hlutfalli við íbúa með því
hæsta sem gerist. Læknar og samtök
þeirra ættu því að geta skipulagt sína
afleysingarþjónustu.“
Friðbjörn telur það afar óæskilegt
að læknanemar gangi í störf lækna
eins og tíðkast hafi hér á landi en sé
óþekkt í nágrannalöndunum. Það sé
ábyrgðarhlutur að setja læknanema í
aðstæður „sem þeir sökum þekk-
ingar- og reynsluleysis ráða hugs-
anlega ekki við.“
Friðbjörn segir hins vegar að
starfsþjálfun læknanema sé gríðar-
lega mikilvæg, en hún þurfi ekki að
vera undir þeim formerkjum að þeir
vinni sem læknar. „Það ættu að vera
til sérstakar námsstöður læknanema
bæði í héruðum og á sjúkrahúsum,
þar sem þeir vinna við hlið og undir
leiðsögn reyndra lækna.“
Runólfur Pálsson læknir og dósent
við læknadeild HÍ telur tímabært að
endurskoða þessa áralöngu hefð.
„Það kemur enn fyrir að lækna-
nemar eru einir á vakt, að mér skilst.
Mér er ekki kunnugt um að það sé
þörf fyrir að ráða læknanema í störf
lækna annars staðar á Vestur-
löndum. Læknanemar eru ekki fulln-
uma og hafa ekki aflað sér reynslu að
heitið getur og því hugsanlegt að þeir
geti lent í aðstæðum sem þeir ráða
ekki við. Ég held þó engu að síður að
málin blessist yfirleitt og að lækna-
nemarnir spjari sig oft furðu vel með
stuðningi lækna út á landi eða með
ráðgjöf símleiðis frá læknum í
Reykjavík.“
Óreyndir og á læknavakt
Sú hefð að láta læknanema leysa af má rekja til læknaskorts á árum áður
Fyrirkomulaginu fylgir áhætta Öðlast á móti reynslu og hafa bakstuðning
Það fyrirkomulag að láta lækna-
nema gegna stöðum lækna úti á
landi er umdeilt. Ísland þykir
skera sig úr hvað þetta varðar.
Matthías
Halldórsson
Friðbjörn
Sigurðsson
Runólfur
Pálsson
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
TRYGGINGAHAFAR hjá Sam-
vinnutryggingum hafa velt fyrir sér
réttarstöðu sinni, að sögn Sigurðar
G. Guðjónssonar
hæstaréttarlög-
manns. Segir
hann að þeir hafi
annars vegar
kannað réttar-
stöðuna gagnvart
stjórn Sam-
vinnutrygginga
og hins vegar
gagnvart skila-
nefnd, sem af-
henti stjórn Giftar eigur félagsins.
Athugunin beinist að því að þessir
aðilar kynnu að vera bótaábyrgir
gagnvart tryggingahöfunum. „Það
er hins vegar ekki búið að skoða
þetta ofan í kjölinn. Ég hef verið að
vinna í þessu fyrir mína skjólstæð-
inga, en þeir hafa ekki tekið ákvörð-
un um málshöfðun enn.“ Segist Sig-
urður ekki hafa vitneskju um
hugsanlega málshöfðun annarra
tryggingarhafa.
Samvinnutryggingar voru lagðar
niður haustið 2007 og voru eignir og
skuldir þá yfirfærðar í fjárfestingar-
félagið Gift. gretar@mbl.is
Eru að
kanna rétt-
arstöðuna
Allt er til athugunar
varðandi Gift
Sigurður G.
Guðjónsson
„OKKAR farþeg-
ar á Mallorka
eru fjarri
sprengjusvæð-
inu. Samkvæmt
þeim upplýs-
ingum sem ég
hef fengið frá
fararstjóra okk-
ar ytra er allt í
stakasta lagi,“
sagði Tómas
Gestsson framkvæmdastjóri
Heimsferða í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöld. Sprengja
sprakk á veitingastað í Palma á
ferðamannaeyjunni Mallorka í
gær. Spænskir fjölmiðlar segja að
baskneska aðskilnaðarhreyfingin
ETA hafi látið vita af sprengjunni
fyrirfram.. Sprengjan var hins
vegar ekki það öflug að neinn
særðist alvarlega.
Að sögn Kristínar Árnadóttur,
sendiherra í utanríkisráðuneytinu,
er ekki vitað til þess að neinn Ís-
lendingur hafi orðið fyrir þessum
sprengjuárásum. Borgaraþjón-
ustan hér heima og sendiráðið í
París fylgist þó með og gripið
verður til frekari ráðstafana sé
ástæða til. sbs@mbl.is
Íslendingar
ekki í hættu
Mallorka Ekki
alltaf sólin.
Inntur eftir því hvers vegna þetta fyrirkomulag sé enn við lýði segir
Sveinn Magnússon, yfirlæknir í heilbrigðisráðuneytinu, ráðuneytið ekki
ráða lækna heldur séu það stjórnendur/framkvæmdastjórar á hverjum
stað sem ráði fólk.
„Þeir bera sig ekkert upp við ráðuneytið gagnvart ráðningum starfs-
fólks, hvorki lækna né annarra enda fólkið í vinnu hjá þeim. Fram-
kvæmdastjórarnir leita allra ráða til að fá sem hæfasta afleysara. Hins
vegar liggja þeir ekki svo auðveldlega á lausu þegar leysa þarf af, hvort
sem er að sumarlagi eða í skemmri fjarvistum að vetri. Mér vitanlega
hefur aldrei verið ráðinn læknanemi án þess að viðkomandi fram-
kvæmdastjóri hafi leitað allra ráða til að fá til sín lækni með full rétt-
indi, jafnvel leitað erlendis, en læknar liggja ekki á lausu til að fara um
skemmri eða lengri tíma til starfa úti um landið. Áður fyrr voru ráðnir
læknanemar, sem voru ekki komnir sérlega langt í námi, bæði í þéttbýli
og dreifbýli, en þetta er liðin tíð, nú eru eingöngu ráðnir læknanemar
sem eru á lokastigum náms. Þeir fá allir tímabundið lækningaleyfi hjá
landlækni, sem kannar getu þeirra og aðrar forsendur áður en hið tíma-
bundna leyfi er veitt. Þetta er því gert til að ná sem skástri lausn á
vanda sem annars yrði enn verri, það er að héruð yrðu læknislaus.“
Leita allra leiða til að komast hjá þessu
„ÞAÐ ER unnið að því í kreppunni að fækka
heilsugæslustöðvunum í umdæmunum, þannig
að það er verið að fækka þeim stöðum þar sem
menn hafa verið að vinna einir, það er eðlileg
þróun,“ segir Birna Jónsdóttir, formaður
Læknafélags Íslands, aðspurð hversu algengt
það sé að læknanemar starfi einir úti á lands-
byggðinni.
Innt eftir því hvort hún telji að kreppan muni
hafa þau áhrif að fleiri læknar verði leystir af
með læknanemum á sumrin segist Birna telja
það líklegt. Hins vegar verði læknanemar eftir
sem áður í námi að vetri til og komi því þá ekki
til greina í afleysingar, þótt meiri vöntun verði.
„Aðalfundur Læknafélags Íslands 26.– 27.
september 2008 hvetur heilbrigðisyfirvöld til að
beita sér fyrir því að heimild þriðju málsgreinar
4. greinar læknalaga verði felld úr lögum þannig
að tryggt sé að læknanemar gegni ekki læknis-
störfum nema þeir starfi með lækni.“
Birna bendir jafnframt á að íslenskir lækna-
nemar sem eru við nám í Ungverjalandi geti
komið til afleysinga á sumrin en hún telur
kreppuna ekki endilega þurfa að draga úr áhuga
þeirra. Útlitið framundan sé hins vegar ekki
bjart.
„Ég óttast mjög að læknaskortur verði, m.a.
út af kreppunni og afleiðingum hennar.“
Inntur eftir því hvort hann telji kreppuna
hafa þrýst á að læknanemar séu ráðnir í afleys-
ingar segir Magnús Skúlason, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HS), ekki farið
að reyna á það. Æ erfiðara verði að fá heilsu-
gæslulækna til starfa. „Ef það verður meiri
skortur á heilsugæslulæknum þá má búast við
að það þurfi að reyna að nota læknanema meira,
þá fyrst og fremst á sumrin vegna sumarfría.“
Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækn-
inga hjá HS, tekur undir að staðan sé erfið.
„Unglæknar, sem oftast hafa séð um þessar
afleysingar fara fyrr í framhaldsnám þannig að
erfiðara verður að fá útskrifaða lækna til þess-
ara afleysingastarfa. Þeir dvelja síður hér í ein-
hvers konar tekjuöflun fyrir framhaldsnámið því
að það er minna út úr því að hafa. Þá koma
verðandi sérfræðingar, sem eru afar dýrmætur
starfskraftur, síður í afleysingar en áður.“
Horfir til bóta með fækkun stöðva
Birna
Jónsdóttir
Óskar
Reykdalsson
Magnús
Skúlason
LÖGREGLAN tók unga stúlku fyrir
fíkniefnaakstur innanbæjar í
Reykjanesbæ í gærmorgun. Þá var
ökumaður var tekinn grunaður um
ölvun við akstur á Reykjanesbraut-
inni í fyrrinótt og var í framhaldinu
sviptur ökuréttindum til bráða-
birgða. Þá voru þrír teknir fyrir of
hraðan akstur á Reykjanesbraut-
inni aðfaranótt laugardagsins. Sá
sem hraðast ók þar var á 122 km/
klst hraða, en hámarkshraðinn er
90 km/klst eins og annars staðar.
Ók undir áhrifum
Sveinn
Magnússon
AFBRAGÐSVEIÐI hefur verið í
Blöndu síðustu vikur og er áin kom-
in í annað sæti á lista yfir þær ár
sem best hafa gefið í sumar. Fyrir
helgina höfðu veiðst þar 1.767 laxar
en að mati kunnugra er talið líklegt
að sú tala fari yfir 2.000 áður en
veiðitímabilið er úti. Síðasta holl á
svæði I í Blöndu landaði 77 löxum á
þremur dögum, segir á huni.is.
Blandan er komin í
annað sætið