Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 10

Morgunblaðið - 10.08.2009, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009 Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis).Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Drepur fótsveppinn - þarf aðeins að bera á einu sinni ½½ Notaðu alla Lamisil Once® túpuna á báða fæturna til að forðast að sýkingin taki sig upp á ný Berðu Lamisil Once® á: á milli tánna, bæði undir þær og ofan á bæði á iljar og jarka 24h Til að ná sem bestum árangri skal ekki þvo fæturna í sólarhring 1 32 Efasemdir um nauðsyn erlendralána til varnar krónunni fara vax- andi. Á Eyjunni á föstudag var rætt við Jón Steinsson hagfræðing og um helgina tók Jón Daníelsson hag- fræðingur undir orð hans á Stöð 2.     Fyrst Eyjan: „Jón Steins- son kvað það hafa komið sér spánskt fyrir sjónir hvað hin erlendu lán hafi verið fyr- irferðamikil í um- ræðunni síðustu mánuði. Mikilvægi þeirra væri að sínu mati mun minna en mörg önnur mál sem stjórnvöld stæðu frammi fyr- ir. Jón nefndi í því sambandi uppgjör bankanna – sem virtist vera að takast mjög vel – lausn Icesave deilunnar – sem ekki væri útséð um að tækist jafn vel – aðgerðir til þess að ná tökum á ríkisfjármálunum – sem byrjað hefðu ágætlega en væru mjög skammt á veg komnar – og róttækar breytingar á umgjörð viðskiptalífsins – sem væru vonandi rétt að byrja.“ Síðan er haft orðrétt eftir Jóni: „Öll þessi atriði eru mikilvægari að mínu mati en það að við fáum nokkra milljarða dollara að láni til þess að láta sitja á bók einhvers staðar úti í heimi.“     Ég er alveg sammála þessum sjón-armiðum, að það er ófært að ætla að nota þessi lán og því skil ég ekki af hverju liggur á að fá þennan pening til landsins, ef ekki á að nota hann,“ sagði Jón Daníelsson í samtali við fréttastofu Stöðvar 2.     Síðan sagði hann: „Ef við setjumþetta í samhengi, þá eru þesssi lán hærri upphæð en allur Icesave- pakkinn. Ef við höfum ekki efni á að taka Icesave á okkur, þá hlýtur að liggja ljóst fyrir að við höfum ekki heldur efni á að eyða þessum pen- ingum í að styrkja krónuna. Þetta vita allir sem fylgjast með gjaldeyrismörk- uðum.“ Jón Steinsson Mikilvægi hinna erlendu lána Jón Daníelsson Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 13 skýjað Lúxemborg 24 skýjað Algarve 23 heiðskírt Bolungarvík 12 rigning Brussel 22 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Akureyri 13 skýjað Dublin 17 skúrir Barcelona 27 léttskýjað Egilsstaðir 15 léttskýjað Glasgow 20 skýjað Mallorca 28 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 rigning London 23 heiðskírt Róm 31 heiðskírt Nuuk 10 heiðskírt París 27 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Þórshöfn 13 skýjað Amsterdam 20 léttskýjað Winnipeg 21 léttskýjað Ósló 16 skýjað Hamborg 27 léttskýjað Montreal 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 24 heiðskírt Berlín 27 heiðskírt New York 22 alskýjað Stokkhólmur 23 heiðskírt Vín 22 skýjað Chicago 31 léttskýjað Helsinki 25 heiðskírt Moskva 16 skýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 10. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.43 0,5 8.44 3,7 14.51 0,6 20.58 3,7 5:05 22:02 ÍSAFJÖRÐUR 4.49 0,4 10.35 2,0 16.52 0,5 22.48 2,1 4:53 22:24 SIGLUFJÖRÐUR 1.06 1,3 7.11 0,2 13.30 1,2 19.15 0,3 4:36 22:07 DJÚPIVOGUR 5.54 2,1 12.05 0,5 18.08 2,0 4:30 21:36 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Norðaustlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og sums staðar skúrir, en dálítil rigning um tíma sunnanlands. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands. Á miðvikudag Hæg norðlæg átt og skúrir á víð og dreif, einkum norðantil á landinu. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag, föstudag og laugardag Hægviðri og víða dálítil væta, síst þó NA-lands. Milt veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Styttir upp á sunnan- og vest- anverðu landinu þegar líður á daginn, en áfram stöku skúrir þar. Úrkomulítið í kvöld. Hiti 8 til 14 stig, en 10 til 17 á morgun hlýjast sunnanlands. Húsavík | Nýr eikarbátur, sem hvalaskoðunarfyrirtækið Norð- ursigling festi kaup á, kom til hafnar á Húsavík um helgina. Báturinn var keyptur frá Stöðvarfirði og sigldu feðgarnir Hörður Sigurbjarnarson og Heimir Harðarson bátnum heim. Báturinn, sem ber nafnið Héðinn HF 28, er 36 brúttólestir að stærð smíðaður hjá Bátaverk- stæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1974. Hörður Sig- urbjarnarson, framkvæmdarstjóri Norðursiglingar, sagði við kom- una að þeir Norðursiglingamenn hefðu alltaf haft áhuga á að eign- ast bát af þessari stærð smíðaðan af Gunnlaugi og Trausta. Bát- urinn mun fara í slipp á Húsavík þar sem hann verður undirbúinn til siglingar til Danmerkur þar sem áætlað er að breytingarnar fari fram í vetur. Nýr bátur til hvala- skoðunar á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Heimkoma Komu Héðins var fagnað á bryggjunni á Húsavík á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.