Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009 ✝ Særún Hann-esdóttir fæddist á Húsavík 2. júlí 1962. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 29. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Friðrika Sæ- þórsdóttir, f. 25. októ- ber 1937, og Hannes Gestur Sigurbjörns- son, f. 10. maí 1938, d. 25. janúar 2005. Sæ- rún átti eina hálf- systur, samfeðra, Júl- íönu Sigríði Hannesdóttur, f. 23. apríl 1973. Fyrstu æviárin ólst Særún upp í Austurhaga í Aðaldal eða til fjög- urra ára aldurs. Þá fluttist hún ásamt móður sinni og móðurfólki í Fagra- nes II í sömu sveit. Þar bjó Særún til 17 ára aldurs er hún fluttist til Akureyrar þar sem hún bjó til æviloka. Særún starf- aði lengst af sem fisk- vinnslumaður, fyrst hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og síðar hjá Brimi hf. Á ung- lingsárum stundaði Særún nám við Hér- aðsskólann á Laugum í Reykjadal. Útför Særúnar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, í dag, 10. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar Elsku Særún mín, núna ertu farin mér frá. Þegar ég hugsa til baka hugsa ég bara til ánægjustundanna þegar þú komst í mat til mín og heimsóknir. Ég kynntist þér fyrst þegar ég var 13 ára, pabbi okkar lét móður mína vita um þig, þá og seinna sá hún um að koma okkur saman. Þegar ég sá þig fyrst, með ljóst hár og krullur, fannst mér þú falleg- asta kona í öllum heiminum, þú varst engill í mínum augum. Ég var ekkert smá montin að vita til þess að ég ætti eldri systur sem var 24 ára þá. Ég reyndi síðan að hitta þig eins oft og ég gat, pabba okkar fannst líka æðislegt að vita að við höfðum náð saman, seinna sá hann til þess að það voru teknar myndir af okkur sem eru geymdar enn. Seinna meir skildi leiðir okkar um tíma, en árið 2005, þegar pabbi dó, lágu leiðir okk- ar sem betur fer saman aftur, í kringum jarðarför pabba okkar hitt- umst við oft og oft eftir það. Margar voru hláturstundirnar og ekki var langt í brosið hjá þér. Síðan einn daginn í september 2008 hittist þannig á að ég var að af- greiða þig í lúgu og þá sagðir þú mér frá veikindum þínum. Þetta var bráðatilfelli en þér var farið að líða betur, samt langaði mig til að grenja þegar ég frétti þetta. Eftir það hitti ég þig þrisvar sinn- um og svona í restina sendi ég þér sms og var að athuga hvar þú værir og hvernig þér liði. Síðan kom kallið, hinn 30. júlí fékk ég þær fréttir að þú værir fallin frá. Ég kveð þig með miklum söknuði, megi guð og englarnir passa ykkur, þig og pabba. Kveðja, Júlíana Sigríður Hannesdóttir, Sesselía Karítas Óladóttir og Margret Júlía Óladóttir. Það er alltaf sárt að kveðja fólk sem manni þykir vænt um, ekki síst þegar það er tekið frá manni í blóma lífsins þegar framtíðin blasir við því. Í dag kveðjum við Særúnu Hannes- dóttur frá Fagranesi II í Aðaldal. Hún hefur um tíma barist hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði betur í þeirri viðureign. Ég hef lengi þekkt Særúnu eða allt frá því að ég kom fyrst heim í Fagra- nes, þá 17 ára gamall. Svo bar við að ég var að koma með kærustunni minni sem bjó í Fagranesi ásamt móður sinni, líkt og Særún, en þær voru systradætur. Það var ekki laust við að ég væri þó nokkuð stressaður enda að heimsækja verðandi tengda- fólk mitt í fyrsta skiptið. Örugglega þekkja margir þessa tilfinningu. Þegar ég kom heim í hlaðið sé ég Sæ- rúnu koma út glaðlega og brosandi út að eyrum. Hún tók hlýlega í hönd- ina á mér, bauð mig velkominn og sagði: „Þú ert sem sagt kærastinn hennar Diddu frænku.“ Þessar hlýju og einstöku móttökur gerðu eftir- leikinn mun auðveldari fyrir mig. Því áður en ég vissi af var ég kominn út í fjárhúsið með afa hennar sem vildi sýna mér kindurnar sínar enda hafði ég stunið því upp úr mér við eldhús- borðið, yfir veglegum veitingum í Fagranesi, að ég hefði áhuga fyrir búskap, sérstaklega fyrir kindum. Allt frá þessum tíma hef ég ekki kynnst neinu öðru en hlýju og kær- leiksríku viðmóti frá Særúnu. Sam- band hennar og móður hennar var einstakt og fylgdust þær að í gegn- um lífið. Þær áttu sínar ljúfu stundir og tókust saman á við veikindi Sæ- rúnar. Rikka vakti yfir dóttur sinni dag og nótt og var henni mikill styrk- ur í gegnum erfiða tíma, sem nú er lokið. Særún fylgdist vel með sínu frændfólki og var umhugað um vel- ferð þeirra. Hún hafði skoðanir á landsmálunum og baráttu launafólks fyrir bættum kjörum enda vel inni í þessum málum. Sjálf starfaði hún lengst af við fiskvinnslu á Akureyri og þótti afbragðs starfsmaður, enda bæði samviskusöm og ósérhlífin. Það á svo sannarlega vel við Særúnu að hún hafi ræktað garðinn sinn vel, því hún eignaðist marga góða vini á lífs- leiðinni sem því miður varð alltof stutt. Einstaka vini sem stóðu við hliðina á henni í erfiðum veikindum og glöddust með henni á gleðistund- um. Kærleiksríka vini sem haldið hafa utan um móður hennar og stutt á sorgarstundu. Þetta eru sannir vinir sem menn eignast ekki nema þeir hafi sáð fræi í frjóan jarðveg og hlúð að því með ást og umhyggju. Ég kveð þig Særún mín með miklum söknuði, minning um góða konu mun lifa áfram í hjörtum þinna ástvina. Af hverju þú varst tekin frá okkur svona snemma fæ ég ekki skilið. Að lokum vil ég votta Friðriku Sæþórs- dóttur og aðstandendum Særúnar mína dýpstu samúð. Megi guð veita okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Aðalsteinn Á. Baldursson. Særún Hannesdóttir ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR M. JÓNASSON, Hátúni, Skagafirði, sem lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki föstudaginn 31. júlí, verður jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju miðvikudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Ragnar Gunnlaugsson, Jón Gunnlaugsson, Jónína Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞUNG ábyrgð hvíl- ir á þingmönnum, þyngri en þeir fá risið undir við ríkjandi að- stæður. Tugþúsundir heimila hafa orðið fyrir eignatjóni, misst lífsviðurværi sitt eða stefna í gjaldþrot. Lifa við hörmungar af manna völdum. Sú til- finning er almenn að þjóðin hafi verið rænd af sið- blindum fjárglæframönnum fyrir óheilindi stjórnmálamanna eða stórkostlega vanrækslu þeirra. Nema hvort tveggja sé. Tor- tryggni ríkir í garð íslenskra stjórnmálamanna, stjórnsýslu- stofnana og embættismanna. Tor- tryggni af áður óþekktri stærð- argráðu. Svo gríðarleg reyndar að tvísýnt er um hið pólitíska kerfi og hvort púkkað verði upp á það yf- irleitt. Af þeirri ástæðu eru alþing- ismenn algerlega ófærir um að losa þjóðina farsællega úr klemm- unni sem Icesave-hneykslið er komið í. Almenningur verður að gera út um málið í þjóðaratkvæða- greiðslu. Taka málið í sínar hend- ur. Margþættar efa- semdir um samn- ingana við bresk og hollensk stjórnvöld naga landsmenn. Ekki aðeins þá fáu sem telja að almenningur beri enga ábyrgð á vanhæfum stjórnvöld- um. Icesave er orðið að táknmynd fyrir hrun Íslands. Afleið- ingar þess að hafna eða samþykkja fjár- hagsábyrgð vegna samninganna munu koma hart nið- ur á þjóðinni. Hætt er við að klögumálin gangi á víxl og gremj- an og sundrungin dragi mátt úr samfélaginu, hvor sem niðurstaða Alþingis verður. Og sannarlega gæti ákvörðun Alþingis orðið drjúgur efniviður þeim sem vildu tvístra þjóðinni og koma þannig í veg fyrir heiðarlegt og einarðlegt uppgjör við hrunið. Vegna strangra samningsá- kvæða á Alþingi óhægt um vik að vísa málinu til þjóðarinnar, og allt stefnir í að Icesave-frumvarpið verði samþykkt. Fari svo geta að- eins landsmenn sjálfir komið í veg fyrir stórslys. Það geta þeir með því að skora á forseta Íslands að synja Icesave-frumvarpinu stað- festingar og knýja fram þjóð- aratkvæðagreiðslu. Til þess er vef- síðan www.kjosa.is. Fái þjóðin að gera út um málið getur annað af tvennu gerst. Frumvarpið yrði samþykkt, og þar með héldu lögin gildi áfram. Ice- save-deilan væri með því útkljáð. Innbyrðis yrði þjóðin að minnsta kosti „sátt að kalla“. Þjóðin gæti hafnað frumvarpinu. Lögin féllu þá úr gildi ásamt fyrirliggjandi samn- ingum. Ríksstjórnin hefði uppfyllt skilmála samninganna fyrir sitt leyti gagnvart breskum og hol- lenskum stjórnvöldum en almenn- ingur neytt stjórnarskrárbundins réttar og hafnað skilmálunum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er farsæl leið í deilunni um Icesave- hneykslið. Almenningur ræður einn við Icesave-hneykslið Eftir Hjört Hjartarson » Af þeirri ástæðu eru alþingismenn algerlega ófærir um að losa þjóðina far- sællega úr klemm- unni sem Icesave- hneykslið er komið í. Hjörtur Hjartarson Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur“. UNDANFARIÐ hefur verið nokkuð hávær umræða um að samhliða mikilli hag- ræðingu í ríkisrekstri skuli draga saman kaup á utanaðkom- andi ráðgjöf með öll- um ráðum. Er látið að því liggja að ráð- gjöf sé eins konar só- un sem vel er hægt að vera án. Þetta sjónarmið kemur fram m.a. fram í orðum fjár- málaráðherra, Steingríms J. Sig- fússonar, á visi.is þann 19. júní sl., að „forðast í lengstu lög að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til rík- isins“. Ég vil nú kannski ekki ganga svo langt að kalla þetta at- vinnuróg en þetta snertir við mér og fær mig því til að setja þessar hugleiðingar á blað. Hvað er ráðgjöf? Hugtakið ráðgjöf er mjög vítt og tiltölulega óskilgreint. Ráðgjöf fyrir hið opinbera getur falið í sér að minnsta kosti eftirfarandi flokka: 1. Verktaka. Þegar upp kemur tímabundið álag í tilteknum þjón- ustuþáttum í starfsemi stofnunar getur verið hagkvæmt að ráða verktaka inn í afmarkaða starf- semi viðkomandi stofnunar þar sem þjónustan er ekki nægilega afkastamikil eða ráðningatak- markanir í gangi. Er verktöku komið á þar sem um tímabundinn topp getur verið að ræða og hag- kvæmt getur verið að ráða ekki starfsmann með öllum þeim rétt- indum og skyldum sem því fylgja heldur nýta þjónustu slíks ráðgef- andi verktaka í afmarkaðan tíma og ljúka því viðskiptasambandi þegar jafnvægi hefur náðst á nýj- an leik. 2. Sérfræðiþekking einstaklings. Komið geta upp aðstæður þar sem stjórnendur viðkomandi stofnunar hafa þörf fyrir þekkingu eða reynslu sem er ekki er til staðar innan stofnunarinnar eða ráðu- neytis. Slík þekking getur verið aðgengileg hjá ein- staklingi eða fyr- irtæki utan stofnana- umhverfisins. Þessi ráðgjöf getur byggst á sérfræðiþekkingu einstaklings og er oft ráðgjöf einyrkja sem búa yfir persónu- legum tengslum inn í viðkomandi stofnun. 3. Umbreyting- arráðgjöf. Ráðgjafi eða teymi ráðgjafa getur komið til aðstoðar viðkom- andi stofnun eða ráðuneyti til að skerpa áherslur í starfseminni og aðstoða við að stýra breytingum á tilteknum þáttum frá núverandi stöðu til nýrrar og betri stöðu. Þessi vinna er í eðli sínu stefnu- mótandi breytingastjórnun þar sem ráðgjafar vinna með sérfræð- ingum stofnana að greiningu, til- lögum og innleiðingu á breyt- ingum sem lúta að markmiði verkefnis. Ráðgjöf sú sem ég þekki hvað best er í formi breytingastjórn- unar. Við hjá Capacent leggjum á það mikla áherslu að árangur við- skiptavina okkar sé okkar árang- ur. Út á það ganga okkar við- skipti. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að ná árangri, sem oftast er skilgreindur strax við mótun verk- efnisins eða á fyrstu skrefum greiningar, gagnvart þeim vanda sem að steðjar. Það segir sig sjálft að á litlum markaði, eins og Ísland er, byggist árangur okkar á end- urteknum viðskiptum. Endurtekin viðskipti verða ekki nema árangri hafi verið skilað í fyrri verkefnum. Það er einnig ánægjuleg stað- reynd að margar af þeim stofn- unum sem starfsmenn Capacent hafa unnið fyrir á undanförnum árum hafa jafnframt hlotið útnefn- ingu sem ríkisstofnanir til fyr- irmyndar af fjármálaráðuneytinu. Starfsmenn þessara stofnana hafa þannig náð eftirtektarverðum ár- angri í sínum rekstri og hafa m.a. að nýtt sér utanaðkomandi ráðgjöf þegar það hefur átt við – er þetta tilviljun? Er ráðgjöf hluti af vandanum eða lausnin? Ráðgjöf getur á þessum tímum verið einmitt það sem ríkisvaldið þarf á að halda til að hagræða í ríkisrekstrinum og aðstoða við faglega þróun stofnana og ráðu- neyta sem lágmarka truflanir á þjónustu samhliða fjárhagslegum niðurskurði. Nú nýlega stóðu Rík- iskaup fyrir útboði og mati á þeim sem veita ráðgjöf til ríkisins; lík- lega er það gert í þeim tilgangi að aðstoða stofnanir við val og mat á ráðgjöfum. Sjálfsagt er að gerðar séu kröfur um samantekt á verk- lokum verkefna þar sem fram kemur eðli, markmið og árangur ráðgjafar. Hægt er að hugsa sér reglugerð um skýrslugerð þar sem fram koma árangursmælikvarðar og tilefni ráðgjafar með sambæri- legum hætti og gert er varðandi risnu og ferðakostnað. Í flestum tilfellum er hægt að setja fjár- hagslega mælikvarða á verkefni en slíka mælikvarða er ekki hægt að setja á öll verkefni. Þá þarf að nota aðra mælikvarða, til að mynda ánægju starfsmanna og þeirra sem þiggja þjónustu af hálfu stofnana, rétt eins og gert er í mati á fyrirmyndarstofnunum. Að lokum þetta Við hjá Capacent fögnum um- ræðunni um með hvaða hætti sé tryggt að árangur af ráðgjöf skili því sem til er ætlast hverju sinni. Líklega er ég að oftúlka orð fjármálaráðherra varðandi ráð- gjöf. Ráðgjafargeirinn á Íslandi er þekkingariðnaður sem hefur verið að gera góða hluti víða í samfélag- inu, bæði með einkafyrirtækjum og hinu opinbera, og auðvitað væri algert glapræði að horfa fram hjá þeirri þekkingu og reynslu til að byggja upp hið nýja Ísland. Hvernig er það, höfum við eitthvað með ráðgjöf að gera? Eftir Hólmar Svansson »Ráðgjafargeirinn á Íslandi er þekking- ariðnaður sem hefur verið að gera góða hluti víða í samfélaginu. Hólmar Svansson Höfundur er ráðgjafi hjá Capacent.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.