Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Costa del Sol 18.
ágúst. Í boði eru tveir kostir, þ.e. 10 nátta dvöl á Costa
del Sol eða þá að skipta dvölinni og vera viku á Costa
del Sol og í 3 nætur í hinni einstöku Barcelona. Í báðum
tilfellum er heimflug frá Barcelona (flug frá Malaga til
Barcelona er innifalið). Gríptu þetta einstaka tækifæri og
njóttu lífsins á strandparadís í viku og í Barcelona,
borginni sem allir elska, í 3 daga. Að velja þriggja nátta
dvöl í Barcelona í stað þess að dvelja allan tímann á
Costa del Sol kostar frá kr. 12.000 aukalega (ath. verðið
er háð flugverði Malaga-Barcelona og getur hækkað án
fyrirvara).
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt
til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 89.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 herbergi/stúdíó/
íbúð í 10 nætur. Stökktu tilboð 18. ágúst.
Aukalega m.v. gistingu á Aguamarina kr.
10.000. Aukalega fyrir hálft fæði í 7 nætur
kr. 22.000 fyrir fullorðna og kr. 11.000
fyrir börn (í 10 nætur kr. 32.000 fyrir full-
orðna og kr. 16.000 fyrir börn). Aukalega
m.v. 3 nátta dvöl í tvíbýli á Hotel Aragon í
Barcelona kr. 12.000.
Aðeins örfá sæti í boði!
Costa del Sol
& Barcelona
18. ágúst
frá kr. 89.990 í 10 nætur
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
SAMSKIPTI embættis sérstaks
saksóknara vegna bankahrunsins í
fyrra við erlendar stofnanir eru að
taka á sig skýrari mynd þessa
dagana, að sögn Ólafs Þórs Hauks-
sonar, sérstaks saksóknara. Hann
segir að það eigi sérstaklega við
um samskipti við efnahagsbrota-
deild norsku lögreglunnar auk
þess sem von sé á því að samskipti
við sérstaka rannsóknarstofnun í
Bretlandi skýrist á næstu dögum.
Frá því var greint í frétt á
fréttavef breska blaðsins Tele-
graph fyrir helgi að hin sérstaka
rannsóknarstofnun í Bretlandi,
Serious Fraud Office (SFO), sem
rannsakar fjársvik, hefði hafið ít-
arlega og sjálfstæða rannsókn á ís-
lensku bönkunum. Þá var einnig
frá því greint að stofnunin hefði
boðið embætti sérstaks saksókn-
ara hér á landi aðstoð við rann-
sókn á bankahruninu á Íslandi.
Var tekið fram að sérfræðingar
SFO hefðu sett sig í sambandi við
Evu Joly, ráðgjafa sérstaks sak-
sóknara bankahrunsins.
„Við höfum ekki fengið formlega
meldingu frá stofnuninni, en okkur
skilst að hún sé á leiðinni,“ sagði
Ólafur Þór í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „En það hafa verið
samskipti af hálfu Evu Joly við þá
á okkar vegum. Þá hefur tengsla-
fulltrúi íslensku lögreglunnar hjá
Europol í Haag í Hollandi verið að
kanna þá möguleika sem snúa að
Serious Fraud Office.“ Europol er
löggæslustofnun Evrópusam-
bandsins.
Segir Ólafur Þór að ýmsir þræð-
ir hafi því legið frá embætti sér-
staks saksóknara til bresku rann-
sóknarstofnunarinnar. „En ég á
von á því að þessi mál muni skýr-
ast á næstu dögum, miðað við þau
boð sem við höfum verið að fá. Það
er ljóst að við teljum að þetta sé
mjög jákvæð þróun.“
Að sögn Ólafs Þórs hefur hjá
embætti sérstaks saksóknara einn-
ig verið unnið að því að koma á
samstarfsmöguleikum við hin
Norðurlöndin, og þá sérstaklega
Noreg. „Við höfum verið í sam-
skiptum við efnahagsbrotadeild
norsku lögreglunnar. Þessi erlendi
leggur rannsóknarinnar er því sí-
fellt að taka á sig ljósari mynd,“
segir Ólafur Þór.
Samskiptin að skýrast
Sérstakur saksóknari bankahrunsins segir að samskipti embættisins við er-
lenda aðila séu óðum að skýrast Norsk og bresk yfirvöld koma þar að málum
» Bretar bjóða aðstoð við bankarannsóknir
» Unnið að samskiptum við Norðmenn
» Jákvæð þróun, segir sérstakur saksóknari
Í GÆR fór fram hálfur járnkarl í Hafnarfirði,
eða hálfkarl, eins og Gísli Ásgeirsson, einn af
skipuleggjendum keppninnar, orðaði það. Fjór-
ar konur kepptu og 14 karlar og luku allir
keppni. Sett voru Íslandsmet bæði í kvenna- og
karlaflokki.
„Það er óhætt að segja að við séum að nálgast
Evrópuviðmið í þessu,“ sagði Gísli, þar sem svo
góðir tímar náðust. Í hálfkarli er 1,9 km sund, 90
km hjól, 21,1 hlaup.
Að þessu sinni var synt í Ásvallalaug, en hjólað
og hlaupið á Krýsuvíkurvegi.
HLAUPIÐ, HJÓLAÐ OG SYNT Í HÁLFKARLI
Morgunblaðið/Jakob Fannar
VERKFÆRAKOFI fjölskyldu á Álftanesinu var hertek-
inn af hústökugeitungum. Flugumferð var orðin mjög
þétt inn í kofann og eigendum féllust hendur af ótta.
Illt var í efni og garðurinn að komast í órækt þar sem
garðverkfærin voru í herkví. Eigandi kofans herti sig
að lokum upp, fór í „skotheldan“ vinnugalla, setti á sig
gúmmíhanska, flugnanet fyrir andlitið og braust inn í
kofann. Við honum blasti þessi fallega „viðbygging“
sem sjá má á myndinni. Búið er á stærð við handbolta
og hefur stækkað ört undanfarna daga. Eigendur kof-
ans þráðu heitt að endurheimta hann úr gíslingu geit-
unganna og kölluðu til meindýraeyði. Stórfjölskyldan í
geitungabúinu er nú að gefa upp öndina og verður
hreinlega sópað burt úr skúrnum. Geitungabúið sjálft
er hægt að yfirtaka að íbúunum látnum því þau eru ein-
nota. En ef hinum fjölmörgu fljúgandi íbúum er ekki
komið fyrir kattarnef má búast við fleiri geitungabúum
að ári liðnu. Úr hverju búi klekjast margar drottningar
sem leggjast í vetrardvala. Áður en drottningarnar
leggjast í dvala eiga þær ástarfund og geyma sæðið
sem þeim var gefið í sér yfir veturinn. Í sumarbyrjun
vakna þær til lífsins og hefjast handa við að byggja ný
bú fyrir afkomendur sína. Þær fara sjaldnast langt frá
uppeldisstöðvunum og því gætu myndast geitunga-
borgir í nágrenninu. svanbjorg@mbl.is
Hústaka á Álftanesi
Geitungabú Hönnun búanna er falleg en innræti íbú-
anna síðra og fæstir líta á þá sem ákjósanlega nágranna.
Geitungar yfirtóku verk-
færaskúr eigendum til
sárrar gremju og ótta
„ÆTLI það frjósi
ekki fyrr í víti áð-
ur en ég skipti
um flokk,“ sagði
Þráinn Bertels-
son, þingmaður
Borgarahreyf-
ingarinnar, á
Bylgjunni í gær.
Hann kvaðst
vona að deilur
innan flokksins yrðu settar niður
sem fyrst svo hægt væri að halda
starfinu áfram. Krytur hefur verið
innan hreyfingarinnar síðan þrír
þingmenn flokksins greiddu atkvæði
gegn tillögu um aðildarumsókn Ís-
lands að ESB. Þráinn sakaði þau um
að svíkja stefnu og loforð sem gefin
voru fyrir alþingiskosningar.
„Ég vona að stjórn Borgarahreyf-
ingarinnar og þessir þremenningar
sem eru með mér í þinghópnum finni
lausn á sínum ágreiningsefnum og
ég vil bara halda mig til hlés í þeim
deilum, þær snúast á engan hátt um
mig,“ sagði Þráinn Bertelsson á
Bylgjunni.
Ekki á
leiðinni úr
flokknum
Þráinn Bertelsson
Snýst ekki um mig,
segir Þráinn
ÞUNG umferð var norðan úr landi
suður til Reykjavíkur allan daginn í
gær. Nyrðra voru um helgina Fiski-
dagurinn mikli á Dalvík, Hand-
verkshátíð á Hrafnagili og knatt-
spyrnumót í yngri flokkum sem
drógu að sér fjölda gesta sem voru á
heimleið í gær. Öflugt eftirlit var
vegna þessa og tók lögreglan á
Blönduósi einn fyrir fíkniefnaakstur
og fimm fyrir of hraðan akstur. Um
3.000 bílar höfðu seint í gærkvöld
ekið í gegn á Blönduós yfir daginn
og er umferðarþunginn ekki svo
mikill nema örfáa daga á ári.
Straumurinn
til suðurs
Morgunblaðið/Kristinn