Morgunblaðið - 10.08.2009, Side 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
KÆRI ÞINGMAÐUR
ÞAÐ ER FYLGST
MEÐ ATKVÆÐI ÞÍNU
Á samskiptavefnum facebook.com hafa:
36.607 Íslendingar
lýst því yfir að þeir neiti að borga Icesave-skuldir
sem þeir bera ekki ábyrgð á.
16.222 Íslendingar
hvatt forseta Íslands til að skrifa ekki undir lög
um ríkisábyrgð á Icesave skuldum.
4.503 Íslendingar
heitið því að vinna gegn endurkjöri hvers þess
þingmanns sem kýs með Icesave frumvarpinu.
Facebook-hópurinn:
“Ég kýs þig ekki - ef þú kýst með Icesave”
Afstaða þín verður geymd en aldrei gleymd.
ÁHÖFN Dögunar landaði sigri í Ís-
landsmeistaramótinu í siglingum
kjölbáta sem fór fram á Skerjafirði
um helgina. Sigldar voru sex um-
ferðir eftir IRC-forgjafarkerfi,
undir stjórn siglingaklúbbsins Ýmis
í Kópavogi. Átta áhafnir tóku þátt í
mótinu. Harður slagur var um ann-
að og þriðja sæti mótsins og skipt-
ust áhafnir á þeim sætum allt til síð-
ustu stundar. Að lokum náði
áhöfnin á Aquarius öðru sæti og
áhöfnin á Lilju því þriðja.
Áhöfn Dög-
unar sigraði
í Skerjafirði
Ljósmynd/Ingi Ragnar Ingason
Áhöfn Dögunar Magnús Waage, Þórarinn Stefánsson skipstjóri og Magnús
Arason báru sigur úr býtum í Íslandsmeistaramótinu í siglingum kjölbáta.
ALÞINGI kemur saman til fundar á
ný í dag eftir nefndastörf síðustu
tvær vikurnar. Meðal þess sem er á
dagskrá er að kjósa nýja Þingvalla-
nefnd, en sex af núverandi nefndar-
mönnum eru hættir þingmennsku.
Þá er fyrirhugað að kjósa sjö fulltrúa
í nýtt bankaráð Seðlabankans, bæði
aðal- og varamenn.
Kjörnir verða sjö þingmenn og
jafnmargir til vara í Þingvallanefnd,
sem fer með yfirstjórn þjóðgarðsins
fyrir hönd Alþingis. Nefndina hafa
skipað Björn Bjarnason, Össur
Skarphéðinsson, Arnbjörg Sveins-
dóttir, Kjartan Ólafsson, Lúðvík
Bergvinsson, Bjarni Harðarson og
Kolbrún Halldórsdóttir. Aðeins Öss-
ur er á Alþingi í dag. Meðal þess sem
bíður nýrrar Þingvallanefndar er að
fjalla um uppbyggingu á Valhallar-
reitnum í kjölfar brunans fyrr í sum-
ar. Þá verður á Alþingi þingi í dag
kjörið í landskjörstjórn.
Þingvallanefnd og
bankaráð skipuð
Alþingi kemur saman til fundar á ný
JÓN H. B.
Snorrason, að-
stoðaryfirlög-
regluþjónn og
staðgengill lög-
reglustjóra, seg-
ir að ásakanir
Saving Iceland
samtakanna um
meint harðræði
lögreglu gegn
mótmælendum á
föstudagskvöld séu „fráleitir frasar
og ekki svaraverðir“.
Í yfirlýsingu sem Saving Iceland
sendi frá sér sakar hreyfingin lög-
reglu um harkalegt ofbeldi og róg-
burð, og fjölmiðla um einhliða og
villandi fréttaflutning af mótmæl-
um við iðnaðarráðuneytið og lög-
reglustöðina við Hverfisgötu.
Fimm voru handtekin við ráðu-
neytið og tveir úr hópi þeirra sem
söfnuðust saman við lögreglustöð-
ina um kvöldið og aðfaranótt laug-
ardag voru handteknir fyrir að
óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.
Jón H. Snorrason segir lög-
reglumenn í umræddri aðgerð ekki
hafa farið offari. „Síður en svo.
Menn létu þetta yfir sig ganga í
fleiri klukkutíma. Þetta er mikið
verkefni að þurfa að eiga við fólk
sem er ósátt við stjórnvöld. Þetta
truflar okkar þjónustu við almenna
borgara. Það er ævinlega töluvert
af verkefnum á föstudags- og laug-
ardagskvöldum og mörg verkefn-
anna krefjast þess að þeim sé sinnt
fljótt og vel.
Sjömenningunum var sleppt eftir
yfirheyrslur og þeim boðið að
gangast undir sekt fyrir brot á lög-
reglusamþykkt. Fólkið hefur 30
daga umþóttunartíma til að ákveða
hvort það gengst undir lög-
reglustjórasáttina og jafnframt að
ganga frá greiðslu. Ef sáttinni er
hafnað fer mál viðkomenda vænt-
anlega í ákæruferli.
„Fráleitir
frasar“
Jón H. B.
Snorrason
Lögreglan svarar
Saving Iceland
DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið
hefur auglýst laus til umsóknar
embætti þriggja sjálfstæðra sak-
sóknara við embætti sérstaks sak-
sóknara, samkvæmt nýjum lögum
sem tóku gildi fyrir helgina.
Í auglýsingu um störfin segir að
umsækjendur skuli fullnægja skil-
yrðum til skipunar í embætti héraðs-
dómara, að því undanskildu að heim-
ilt er að skipa einstakling eldri en 70
ára. Æskilegt er talið að umsækj-
endur hafi reynslu af saksóknara- og
eða lögmannsstörfum. Dómara skal
veitt leyfi frá störfum, verði hann
skipaður.
Umsóknarfrestur um embættin
rennur út 26. ágúst nk. og skipa á í
stöðurnar eigi síðar en 1. október nk.
Auglýst eftir
þremur sak-
sóknurum