Morgunblaðið - 10.08.2009, Síða 21
Umræðan 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2009
2ja til 3ja herbergja íbúðir
óskast á söluskrá
Vegna góðrar sölu á litlum íbúðum síðustu vikur vantar
okkur nú á söluskrá góðar, tveggja og þriggja herbergja
íbúðir alveg sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík.
Vinsamlegast hafið samband við sölumann.
Í PISTLINUM
„Frétt vikunnar“ í
Morgunblaðinu 30. júlí
s.l. greinir Katrín Páls-
dóttir frá því að sam-
kvæmt breskri skýrslu
sé lítill munur á hefð-
bundnum og lífrænum
matvörum. „Þetta
finnst mér svolítið leið-
inlegt að heyra“, segir
Katrín og bætir við :
„Ég hélt virkilega að með því að
kaupa lífrænar matvörur væri mað-
ur að gera sér og fjölskyldu sinni
mjög gott, en ég hef þetta á bak við
eyrað þegar ég fer næst út í búð“
Gallaðar rannsóknir
Ég reikna með að ýmsir fleiri hafi
orðið hissa þegar þessar fréttir bár-
ust frá hinnu virðulegu fréttastofu
Reuters, það var ég sjálfur og fór því
að kanna málið eftir ýmsum leiðum.
Niðurstaðan var sú að þarna er verið
að vitna í nýlega skýrslu frá London
School of Hygiene and Tropical Ma-
dicine sem fjallar um gæði næringar
í lífrænum matvælum – „Nutritional
quality in organic foods: a systema-
tic review“, kostuð af matvælastofn-
un Breta, „The Food
Standards Agency“
(FSA). Nú þegar er
komin fram mikil og
málefnaleg gagnrýni á
niðurstöðurnar og túlk-
un þeirra, svo sem frá
Soil Association í Bret-
landi, Alþjóða-
samtökum lífrænna
landbúnaðarhreyfinga
(IFOAM) í Bonn og frá
vísindastofnuninni
„The Organic Centre“
(TOC) í Bandaríkjun-
um. Athygli vekur að Lundúna-
hópurinn sniðgengnur alveg niður-
stöður mjög umfangsmikilla
Evrópurannsókna á næringargildi
lífrænna matvæla í 31 rannsóknar-
stofnun í álfunni (QLIF-verkefnið)
sem lokið var í apríl í vor og sýndu
greinilega yfirburði ýmissa lífrænna
fæðutegunda. Lundúnahópurinn er
m.a. gagnrýndur fyrir að taka ekki
með í rannsóknina þátt andoxunar-
efna og sniðganga alveg plöntuvarn-
arefni (eiturefni ) sem eru notuð við
hefðbundna ræktun en ekki í þeirri
lífrænu. Til dæmis eru eplatré og
epli í hefðbundinni ræktun úðuð allt
að 16 sinnum á vaxtarskeiðinu með
allt að 30 mismunandi plöntuvarn-
arefnum sem útilokuð eru í lífrænni
eplarækt. Katrín getur því tekið
gleði sína aftur og það geri ég líka,
því að rannsóknirnar voru voru ekki
byggðar á nógu traustum grunni og
ályktanir af þeim alls ekki boðlegar
neytendum.
Margir kostir
En það er ekki við Lundúnahóp-
inn einan að sakast því að fjölmiðlar
bættu gráu ofan á svart með því að
draga allt of víðtækar ályktanir af
niðurstöðunum. Vissulega þarf að
rannsaka miklu betur áhrif lífrænna
matvæla á heilsufar en það er margt
fleira sem ræður því hvort neyt-
endur haldi áfram að kaupa þessar
vörur í vaxandi mæli, þrátt fyrir ein-
hvern tímabundinn afturkipp nú í
kreppunni. Vitað er að þurrefn-
ishlutfallið er hærra t.d. í lífrænu
grænmeti og ávöxtum, og er mat-
urinn því drýgri og vegur það eitt-
hvað á móti hærra verði hinna líf-
rænu vara. Þá meta margir það til
gæða og heilsuvarna að ekki er leyfð
notkun erfðabreyttra lífvera
(GMOs) í lífrænum búskap og mörg-
um finnst þessi matvara bragðbetri,
t.d. gulrætur og kartöflur hér á
landi. Enn má nefna kosti á borð við
jákvæð áhrif lífrænnar ræktunar á
jarðvegsgæði, líffræðilega fjöl-
breytni og verndun umhverfis í víð-
tækum skilningi. Að losna við tilbú-
inn áburð og eiturefni sem eru
olíufrek í framleiðslu og vita af já-
kvæðum áhrifum lífræns búskapar á
aðgerðir til að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda er einnig
nokkus virði. Mikil heimaöflun ein-
kennir lífrænan landbúnað og hann
er því tiltölulega sjálfbær.
Kannanir í Evrópu hafa sýnt að
meira af konum og ungu fólki sækir í
lífrænan búskap en í þann hefð-
bundna og það lítur til framtíð-
arinnar með meiri bjartsýni. Slík
þróun stuðlar vissulega að eflingu
sveitabyggðar og er algjör andstæða
verksmiðjubúskapar sem víða ryður
sér til rúms. Allt þetta og fleira til
hefur eðlilega áhrif á viðhorf neyt-
enda.
Bætt meðferð búfjár
Að lokum vil ég benda á sterka
stöðu lífræns búskapar þegar kemur
að velferð búfjár þar sem meiri kröf-
ur eru gerðar en í hefðbundnum bú-
skap. Reynt er að láta dýrin njóta
sem best eðlislægs atferlis, tryggja
útivist þegar veður leyfir, jafnvel
mjólkurkúa að vetrinum, og að sjálf-
sögðu fá allar kýr að ganga til beitar
á sumrin. Í gripahúsum er rýmra á
dýrunum en almennt gerist og t.d.
er bannað að halda hænsni í búrum.
Markaðskannanir hafa sýnt að sið-
ferðileg sjónarmið sem varða velferð
búfjár vega æ þyngra í jákvæðum
viðhorfum neytenda til lífræns bú-
skapar.
Dýraverndarsamtök um allan
heim fagna því þeim góða vexti sem
hefur verið í lífræna geiranum síð-
ustu áratugina en þegar öllu er á
botninn hvolft eru það aðallega neyt-
endur sem ráða ferðinni. Þess vegna
er brýnt að þeir fái réttar upplýs-
ingar um uppruna matvaranna og þá
framleiðsluhætti sem beitt er hverju
sinni.
Gæði og kostir lífrænt vottaðra matvæla
Eftir Ólaf R.
Dýrmundsson »Katrín getur tekið
gleði sína aftur því
að rannsóknirnar voru
ekki byggðar á nógu
traustum grunni og
ályktanir af þeim alls
ekki boðlegar neyt-
endum.
Ólafur R. Dýrmundsson
Höfundur er landsráðunautur
Bændasamtaka Íslands í lífrænum
búskap og landnýtingu og formaður
Dýraverndarsambands Íslands.
Á SÍÐUSTU öld
varð mikil þróun á
notkun tækja við
framkvæmdir í land-
búnaði. Menn fóru af
stað með miklar fram-
kvæmdir við að ná
meira landi sem átti
að nýta við að afla
heyja af þurrari tún-
um í stað mýraflóa og
votlendis. Tækin voru
til að byrja með stór og mikil um-
leikis. Síðan var notast við víra-
gálga. Þessi tæki áttu það sameig-
inlegt að notuð var dragskófla sem
fleygt var út til að ná efni í skófluna.
Síðan komu vélar sem voru vökva-
drifnar.
Með hverri nýjung jukust afköst-
in og meira og meira land var graf-
ið. Stefnan var að gera sem flesta
skurði til að þurrka sem mest af
landi. Fljótlega var síðan farið að
gera ræsi. Kílræsi og lokræsi, allt til
að þurrka meira af landi upp.
Bændur fengu pening, jarðabætur
úr opinberum sjóðum sem kom á
móti kostnaðinum.
Nú er staðan sú að allt þetta land
sem var ræst á árum áður er í dag
litið eða ekkert notað. Fáeinar
slægjur en í mesta lagi til beitar.
Skurðir og ræsi hafa því flest ekki
lengur nokkurn til-
gang,
Í dag er því rétt að
blása til baráttu með
því að fá bændur og
landeigendur til fram-
rásar við endurheimt
votlendis. Moka aftur
ofan í alla þá óþarfa
skurði sem eru víða um
land. Með því verða
ræsin óþörf og ónýt.
Þetta verkefni færir
mörgum atvinnu bænd-
um og landeigendum tækifæri við
að gera ónýtt land að því sem verð-
ur kjörlendi fyrir fugl og dýralíf.
Þetta verkefni á að styrkja ekki
síður en skurðgröft og ræsagerð
síðustu aldar. Allir standa þá saman
að því að gera landið aftur að því
landi sem ráðist var á með tólum og
tækjum íslensku vélvæðingarinnar.
Endurheimt
votlendis er
atvinnutækifæri
Eftir Njörð
Helgason
Njörður Helgason
» Áralangar jarðabæt-
ur í íslenskum land-
búnaði við framræsingu
votlendis geta nú orðið
atvinnutækifæri lands-
byggðarinnar.
Höfundur er húsasmiður og áhuga-
maður um atvinnutækifæri.
Í GREIN sem birt-
ist í Morgunblaðinu
15. júní 2009 vakti ég
athygli á að ágengar
framandi tegundir líf-
vera eru vaxandi al-
þjóðlegt vandamál
sem bregðast þarf við
hér á landi sem ann-
ars staðar. Um það
gilda m.a. skuldbind-
ingar Ríósáttmálans
um líffræðilega fjölbreytni og
ákvæði laga um náttúruvernd. Á
ráðstefnu sem umhverfisráðu-
neytið og Náttúrufræðistofnun Ís-
lands boðuðu til í maí síðastliðnum
vörpuðu fyrirlesarar skýru ljósi á
stöðu mála hérlendis, bæði hvað
varðar dýra- og jurtaríkið. Í jan-
úar 2006 hafði Ríkisendurskoðun í
sérstakri skýrslu fjallað um það
tómlæti og vanrækslu sem hér-
lendis hefur ríkt um ofangreindan
þjóðréttarsamning sem Ísland hef-
ur verið aðili að í 15 ár. Í grein
minni benti ég á að opinberar
stofnanir eins og Skógrækt rík-
isins og Landgræðslan hafi unnið
gegn markmiðum samningsins að
því er varðar ágengar innfluttar
tegundir en tók jafnframt fram að
ekki væru þar allir undir sömu sök
seldir.
Viðbrögð
Þrastar Eysteinssonar
Í Morgunblaðinu 13. júlí sl. birt-
ist grein eftir Þröst Eysteinsson
skógfræðing þar sem hann and-
mælir því sem fram kom í grein
minni og staðhæfir m.a.: „Það er
óþekkt að framandi plöntutegundir
valdi útrýmingu innlendra tegunda
eða vistkerfa. Þvert á móti virðast
plöntutegundir sem koma sér fyrir
á nýjum svæðum einungis leiða til
fjölgunar plöntutegunda í flóru
viðkomandi staðar.“ Í þessu sam-
bandi víkur Þröstur að lúpínu og
segir: „Hins vegar er vandséð að
hún sé að útrýma vistkerfum, bú-
svæðum eða tegundum og þannig
má draga í efa að hún falli undir
grein 8.h í Ríósamningnum.“ Hér
eins og víðar í greininni er Þröstur
á hálum ís. Á árunum 1988-1993
voru gerðar allítarlegar rann-
sóknir á 15 mismunandi stöðum á
landinu á útbreiðslu
lúpínu, gróðurbreyt-
ingum sem henni
fylgja og fleiri áhrifa-
þáttum (Borgþór
Magnússon, Sigurður
H. Magnússon, Bjarni
Diðrik Sigurðsson:
Gróðurframvinda í
lúpínubreiðum. Jan-
úar 2001. Fjölrit Rala
nr. 207). Niðurstöð-
urnar tala skýru máli
gegn staðhæfingum
Þrastar. Lúpína er
auðsæjasta dæmið hérlendis um
ágenga framandi plöntutegund en
við fleiri slíkum þarf að gjalda var-
hug.
Hvað segja rannsóknir okkur?
Grípum aðeins niður í ofan-
greinda rannsóknaskýrslu. „Þegar
á heildina er litið hurfu fleiri teg-
undir úr gróðri en numu land þar
sem lúpína breiddist út og mynd-
aði þéttar breiður … Fléttur hurfu
alveg úr reitum þar sem lúpína
þétti sig að marki og samanstóð
flóran af tegundafáu samfélagi
háplantna og mosa. (s. 17) … Nið-
urstöðurnar sýna að fjöldi plöntu-
tegunda hverfur þar sem lúpína
myndar þéttar, langlífar breiður.
Hlutfallslega fáar tegundir halda
velli eða nema þar land og fækkar
því plöntutegundum yfirleitt þar
sem lúpína breiðist um. … Nánast
allar smávaxnar mela- og mólend-
istegundir úr hópi tvíkímblaða
jurta hurfu alveg úr landi sem lúp-
ínan fór yfir. Svipaða sögu er að
segja um algengustu lyngteg-
undir,… Það er eftirtektarvert að
hvorki birki né víðitegundir fund-
ust að nokkru marki þar sem lúp-
ína myndaði þéttar, langlífar
breiður. … Rannsóknir okkar á
gróðri í lúpínubreiðum … benda
eindregið til að í þéttum lúp-
ínubreiðum, t.d. víðast hvar á Suð-
urlandi, séu ekki skilyrði fyrir
birki til að vaxa upp af fræi. (s. 39)
… Lúpína er hörð í samkeppni við
lágvaxinn gróður og fækkar
plöntutegundum yfirleitt í landi
sem hún breiðist yfir. Eftir að lúp-
ína hefur numið land getur reynst
erfitt að hemja útbreiðslu hennar.“
(s. 46) Þetta ætti að nægja til að
sýna fram á haldleysi staðhæfinga
Þrastar.
Af hverju þessa einsýni?
Þröstur hefur uppi stór orð í
garð þess fólks sem ber nátt-
úruvernd fyrir brjósti og sakar
það um að „vilja vernda rofið land,
rýran gróður og „blessaða“ sauð-
kindina á þeim forsendum að þetta
sé hið eina og sanna Ísland í allri
sinni hrikalegri og nakinni feg-
urð.“ Málflutningur af þessu tagi
kann ekki lukku að stýra og er
ekki til þess fallinn að sætta sjón-
armið og ná fram sjálfbærri land-
nýtingu og verndun þess sem ís-
lensk náttúra býr yfir. Það er rétt
hjá Þresti að ofnýting gróðurríkis
landsins á liðnum öldum hefur
skilið eftir sig djúp sár, og kom
ekki til af góðu. En einmitt þess
vegna er lífríki landsins viðkvæmt
fyrir innflutningi tegunda, sem
reynst geta ágengar, og einboðið
að sýna varúð og flýta sér hægt
við dreifingu þeirra. Að því ber op-
inberum stofnunum og starfs-
mönnum þeirra að vinna og hafa í
heiðri skuldbindingar samkvæmt
lögum og alþjóðasamningum.
Þröstur staðhæfir „að gróðurinn
sem eftir er (sé) rýr og haldlítill
…“. Þar er ég honum ósammála.
Íslenskt gróðurríki býr yfir mikl-
um krafti fái það frið til að dafna.
Þetta sjáum við hvarvetna þar sem
þurrlendi hefur um skeið verið
friðað fyrir beit eða votlendi verið
þyrmt við framræslu. Umfram allt
þarf að lyfta umræðunni upp úr
þeirri einsýni sem Þröstur endur-
ómar og virða leikreglur sem taka
mið af þekkingu og alþjóðlegri
reynslu. Lausnin felst ekki í að
skipta af skyndingu um gróð-
urríkið sem hér hefur þraukað og
aðlagast heldur taka tillit til nátt-
úru og landslags sem fyrir er og
vernda um leið fjölbreytnina.
Dreifing ágengra
tegunda er alvörumál
Eftir Hjörleif
Guttormsson
» Lausnin felst ekki í
að skipta af
skyndingu um gróð-
urríkið sem hér hefur
þraukað og aðlagast
heldur taka tillit til nátt-
úru og landslags sem
fyrir er
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.