Morgunblaðið - 18.08.2009, Qupperneq 1
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Kjalar hf., sem er að
stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar, hefur gengið frá
samkomulagi um sölu á öllum eignarhlut sínum í Iceland
Seafood International ehf.. Kaupandi hlutarins er félag í
eigu Bretans Marks Holyoake, stærsta eiganda British
Seafood Ltd., sem er sterkt félag í sölu og markaðs-
setningu á fiskafurðum víða um heim.
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, segist vera
sáttur við samkomulagið. „Það er jákvætt fyrir Icleand
Seafood að tengjast með þessum hætti aðilum með víð-
tæka starfsemi í markaðssetningu á sjávarafurðum og
styrkir dreifileiðir íslenskra fiskframleiðenda,“ segir
Hjörleifur. „Auk þess verður það að teljast mjög jákvætt
að erlendir aðilar vilji fjárfesta í íslensku fyrirtæki.“
Gert í góðu samráði við stjórnendur
Aðspurður segir Hjörleifur að salan hafi verið unnin í
góðu samráði við stjórnendur Iceland Seafood og lán-
ardrottna Kjalars.
Eignarhlutur Kjalars í Iceland Seafood International
fyrir söluna var rúmlega 70%. Aðrir hluthafar í félaginu
eru Benedikt Sveinsson, forstjóri þess og framkvæmda-
stjórinn Bjarni Benediktsson. Þeir munu áfram eiga sína
hluti í Iceland Seafood International og leiða starfsemi
félagins. | 13
Iceland Seafood í
meirihlutaeigu Breta
„Styrkir dreifileiðir
íslenskra fiskframleiðenda,“
segir forstjóri Kjalars
Morgunblaðið/RAX
Aflinn British Seafood Ltd. er sterkt félag í sölu og
markaðssetningu á fiskafurðum víða um heim.
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
222. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«BRJÁLUÐ SALA Á ULL
ÍSLENSKA PRJÓNAKONAN
VÖKNUÐ TIL LÍFSINS
«AFLISTUM
Tónlistarsmekkurinn
segir til um gáfurnar
ÞAÐ er ekki nema von að útlendingarnir dragi
upp myndavélarnar og búi sig til að mynda Ham-
arsrétt á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Ís-
lensk náttúrufegurð, glæsileg íslensk fjárrétt og
sjálft Atlantshafið lygnt svo langt sem augað
eygir. Þessir ferðamenn eru meðal margra sem
heimsótt hafa landið í sumar, því þrátt fyrir sam-
drátt í ferðamennsku víða um Evrópu hefur
ferðamönnum hér fjölgað. Fólk vill enn ferðast
en þarf að leita nýrra leiða til að ráða við pen-
ingaútgjöldin sem því fylgja. Lönd þar sem
gjaldmiðillinn hefur fallið, á borð við Ísland,
Tyrkland og Marokkó, njóta aukinna vinsælda
vegna þessa.
Vatnsnesið er annálað fyrir náttúrufegurð
þess og fleira markvert er þar að sjá en Hamars-
rétt, eins og til dæmis Hvítserk sem gnæfir upp
úr hafinu í Húnafirði, drithvítur og tignarlegur.
Íslendingar ræða gjarnan um veður þegar
þeir hittast og eitt virðast allir geta verið sam-
mála um: Í logni er alltaf gott veður.
FÁTT SLÆR ATLANTSHAFIÐ ÚT Í LOGNI
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lönd þar sem gjaldmiðillinn hefur fallið njóta aukinna vinsælda meðal ferðamanna
VIÐRÆÐUR Mjólku við Kaup-
félag Skagfirðinga (KS) og fleiri
um að fjár-
festa í Mjólku
eru á lokastigi
að sögn Ólafs
M. Magnús-
sonar, fram-
kvæmdastjóra
Mjólku. Þór-
ólfur Gíslason,
kaupfélags-
stjóri KS, stað-
festir að viðræður standi yfir.
„Kaupfélag Skagfirðinga hefur
verið að skoða ýmsa möguleika og
þar á meðal þetta.“ »2
Kaupfélag Skagfirðinga
sýnir Mjólku áhuga
TILBOÐ Magma Energy, kan-
adíska jarðvarmafyrirtækisins, í
hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS
Orku hljóðaði upp á 6,3 á hlut, en
OR keypti sinn hlut á genginu 7,0.
Greint var frá því á föstudag að OR
hefði samþykkt að ganga til við-
ræðna við Magma um kaup á 32%
hlut OR í HS Energy.
Magma hefur þegar tryggt sér
11% hlut með samningi við Geysi
Green Energy. Þá hefur tilboði
Magma í 0,7% hlut Hafnarfjarðar-
bæjar verið tekið, sem og tilboði í
0,3% hlut Sandgerðisbæjar. »8
Magma bauð 6,3 á hlutinn
ÞORKELL Skúli Þorsteinsson, ein-
hverfi drengurinn sem fjallað er um
í heimildarmyndinni Sólskinsdreng-
ur, er nú fluttur til Texas ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þar sækir hann með-
ferð sem gerir honum kleift að eiga
samskipti við fjölskyldu sína. Hefur
meðferðin gefist vel og segir móðir
hans að fjölskyldan fái nú fyrst að
kynnast Þorkeli.
Þó ekki sé um að ræða neina
töfralausn eða skjótar framfarir seg-
ir móðir Þorkels son sinn hafa
breyst nokkuð nú þegar til hins
betra. Meðferðin byggist meðal ann-
ars á því að einhverfum er kennt að
tjá sig með því að stafa og gerir ráð
fyrir að þeir hafi eðlilega greind þó
hegðun og annað bendi til að svo sé
ekki. | 4
Morgunblaðið/Kristinn
Sólskinsdrengurinn Þorkell Skúli.
Farinn
að geta
tjáð sig
Sólskinsdrengurinn
í einhverfumeðferð
British Seafood er alþjóðlegt matvælafyrirtæki
sem hefur sérhæft sig í öflun, dreifingu og fram-
leiðslu á ferskum og frosnum matvælum á al-
þjóðavettvangi.
Ein átta matvælafyrirtæki eru þegar í eigu Brit-
ish Seafood, m.a. Bloomsbury International Ltd.,
Evergreen Food Ltd. og Seatek og eru vörumerkin
Goldwater, Oceean Catch og Orientan Delight með-
al þeirra vörumerkja sem eru í eigu fyrirtækisins.
Alþjóðlegt matvælafyrirtæki