Morgunblaðið - 18.08.2009, Side 2

Morgunblaðið - 18.08.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 Í vinnuna H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 9 -0 3 6 3 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is VIÐRÆÐUR Mjólku við Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og fleiri um að fjárfesta í Mjólku eru á lokastigi að sögn Ólafs M. Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Mjólku. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, stað- festir að viðræður standi yfir. „Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið að skoða ýmsa möguleika og þar á meðal þetta.“ KS á fyrir 7,5% hlut í Mjólkursamsölunni. „Það er oft erfitt að vaxa hratt og það krefst fjármagns og það hefur verið þrautin þyngri að fá frá því að bankarnir hrundu,“ segir Ólafur og kveður efnahagsþrengingarnar hafa komið töluvert niður á Mjólku. Þess vegna freistar fyrirtækið þess nú að fá til liðs við sig fjárfesta til að halda uppbyggingu sinni áfram. „Kaupfélag Skagfirðinga rekur eina mjólkursamlagið sem er utan við Mjólkursamsöluna og saman get- um við komið sterkt inn á markað- inn,“ segir Ólafur og telur hann að það myndi koma neytendum til góða í formi aukinnar samkeppni á mjólk- urmarkaði. „Í Kaupfélagi Skagfirð- inga eru mjög færir rekstrarmenn innandyra og við teljum að við getum nýtt þeirra þekkingu til að byggja þetta fyrirtæki enn frekar upp,“ seg- ir Ólafur en tekur fram að samning- ar séu þó ekki enn í höfn. Velviljaðir lánardrottnar Framundan eru samningar um skuldir Mjólku og segir Ólafur nýja fjárfesta mikilvæga fyrir hagsmuni lánardrottna fyrirtækisins. „Velvilji lánardrottna við þetta félag hefur verið alveg einstakur og fyrir það er- um við gríðarlega þakklát. Hátt vaxtastig hefur gert okkur erfitt fyrir þar sem við erum sprota- fyrirtæki og erum ekki með mikla sjóði af eigin fé,“ segir Ólafur. Hann vonar að stýrivextir verði lækkaðir sem fyrst, fyrirtæki standi ekki und- ir svo háum vöxtum. Viðræður við KS og fleiri fjárfesta á lokastigi Mjólka hyggur á frekari uppbyggingu með nýjum fjárfestum » Nýir fjárfestar mikil- vægir lánardrottnum » Hátt vaxtastig hefur komið niður á Mjólku ÁLFTIN Svandís komst fljótlega að því að hvergi er betra að vera en á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Þar hefur hún búið sér og sínum öruggt skjól í einn og hálfan áratug og ljóst er að ungar hennar frá því í vor hafa dafnað vel í sumar. Álftir koma yfirleitt til landsins í lok apríl, en Svandís, maki hennar og afkomendur eru hér allt árið um kring. Hún hefur þurft að berj- ast fyrir sínu og sínum og er skemmst að minnast þess að mávar rændu frá henni eggjum í fyrra en hún lét þá ekki stöðva sig, gaf þeim langt nef og kom upp tveimur ungum af miklu harðfylgi. Fjörugt fuglalíf á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Ómar Svandís og fjölskylda una sér vel á Bakkatjörn SEX dauðar ær fundust nýverið í Seljadal inn af Mosfellsdal. Þeirra hafði verið saknað í um þrjár vikur og var því ákveðið að leita þeirra. „Allar eru ærnar sundurtættar eftir hunda og við finnum ekki lömbin,“ segir Hreinn Ólafsson, bóndi á Helgadal í Mosfellsdalnum og einn þriggja eig- enda ánna. Segir hann um 10-12 lömb, sem fylgt hafi ánum, vera horf- in. „Við vitum í raun ekki fyrr en við förum að smala í haust hvort þessi lömb séu enn á lífi eða hvort einhver hafi tekið þau sér til matar,“ segir Hreinn. Að sögn Hreins hefur málið þegar verið kært til lögreglunnar, enda missirinn mikill. Bendir hann á að all- ar séu kindurnar merktar með núm- eri og því ætti að vera hægt að finna lömbin. Sjálfur telur hann líklegast að annaðhvort göngufólk sem leið hafi átt um dalinn hafi misst stjórn á hundi eða hundum sínum eða að sum- arbústaðaeigendur hafi ekki haft nægar gætur á hundum sínum. „Það eru engir smáhundar sem taka svona fullorðnar ær, sex stykki, og drepa þær,“ segir Hreinn. silja@mbl.is Ær sundurtætt- ar eftir hunda Sakna 10-12 lamba sem tilheyrðu ánum Hræ Sigvaldi Haraldsson, einn þriggja eigenda ánna í Seljadal. PAR situr nú í gæsluvarðhaldi grun- að um innbrot og þjófnað en á heim- ili parsins í Kópavogi var lagt hald á mikið magn skartgripa, myndavéla og annarra muna sem lögreglan tel- ur víst að séu þýfi. A.m.k. þrír aðrir karlmenn hafa einnig verið hand- teknir og úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 21. ágúst, eins og parið. Þá leitar lögregla manna, sem taldir eru tengjast þjófahópnum. Parið var handtekið við skart- gripaverslun í Reykjavík á fimmtu- dag þar sem það hafði reynt að selja skartgripi. Í fórum konunnar fund- ust þá skartgripir, sem stolið var í húsi í Reykjavík nokkrum dögum áður. Munum, sem fundust á heimili fólksins, var m.a. stolið úr húsi fyrr í vikunni. Fram kemur í úrskurðum Héraðs- dóms Reykjavíkur að allt sé fólkið af erlendum uppruna. Undanfarnar vikur hafi verið mjög mikið um inn- brot í íbúðarhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu og gruni lögreglu, að fólkið tilheyri hópi sem stundi þessi innbrot. Mennirnir þrír voru handteknir sl. miðvikudag eftir að lögreglan fékk tilkynningu um að þrír dökkklæddir menn væru að fara inn um svaladyr á húsi í Reykjavík. Lögreglumenn voru mjög fljótir á staðinn og mættu mönnunum í stigagangi húss þar sem þeir voru með fangið fullt af þýfi, m.a. poka fullan af áfengis- flöskum og fartölvu. Þjófahringur upprætt- ur eftir hrinu innbrota ALLS hafa sjö verið yfirheyrðir grunaðir um að hafa slett skyri og málningu á iðnaðarráðuneytið og bíl ráðherra fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá rann- sóknardeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu voru sjömenning- arnir einnig spurðir út í aðrar uppákomur þar sem málningu hef- ur verið slett á hús forstjóra nokkurra orkufyrirtækja hérlendis sem og hús svonefndra útrásarvík- inga. Engir aðrir hafa verið hand- teknir eða yfirheyrðir vegna skemmdarverka á einkaheimilum, en hjá lögreglunni fást þau svör að þar séu málin tekin föstum tök- um. Alls hafa verið tilkynnt 15 til- vik þar sem málningu hefur verið slett á hús eða bifreiðar á síðustu mánuðum. Ekki fengust svör hjá lögreglunni um það hvort eftirlits- myndavélar hefðu náð nothæfum myndum af þeim einstaklingi eða einstaklingum sem slett hafa málningu á fyrrgreind hús. silja@mbl.is Sjö hafa verið yfir- heyrðir Alls 15 málningar- slettutilvik tilkynnt „NOVATOR, fé- lag Björgólfs Thors, hefur ver- ið í viðræðum við Kaupþing um lausn um greiðslur og er félaginu ekki kunnugt um að þeim viðræðum hafi verið slitið,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, tals- maður Novators, við Morgunblaðið vegna fréttar RÚV í gær um að Kaupþing ætli ekki að fella niður skuld Björgólfsfeðga við bankann. Feðgarnir fóru fram á að Kaupþing afskrifaði þrjá milljarða af skuld þeirra. Búnaðarbankinn hafði lánað Samson-hópnum 3,4 milljarða árið 2002 vegna kaupa á hlut ríkisins í Landsbankanum. Skuldin var í heild um 6 milljarðar. ingibjorg@mbl.is Ókunnugt um viðræðuslit Björgólfur Thor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.