Morgunblaðið - 18.08.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 18.08.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 veiðideild skot veiðikvöld Húsgagnahöllinni, sími: 585 7239 Í kvöld þriðjudaginn 18. ágúst frá 19:30 til 21:30 verðum við með opið hús fyrir alla skot- og stangveiðimenn í verslun okkar í HÚSGAGNAHÖLLINNI. 20-50% afsláttur Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir. ÞAÐ sem af er árinu hafa 3.732 ökutæki verið nýskráð samanborið við 15.345 ökutæki eftir jafnmarga daga á síðasta ári. Þetta er 75,7% fækkun milli ára. Það sem af er árinu hafa 47.356 eigendaskipti verið gerð á ökutækj- um samanborið við 69.809 eig- endaskipti eftir jafnmarga daga á síðasta ári. Þetta er 32% fækkun milli ára. Morgunblaðið/Ómar Nýskráningum fækkar um 76% VÍKINGAFUNDUR er nú haldinn hér á landi og er þetta í annað sinn síðan 1956 sem fundurinn er hald- inn á Íslandi. Víkingafundir eru fjölþjóðlegar, þverfaglegar ráðstefnur innan vík- ingaaldarfræða. Fyrri hluti ráð- stefnunnar fer fram í Háskólatorgi HÍ en síðari hlutinn í Snorrastofu í Reykholti. Dagskrá ráðstefnunnar og aðrar upplýsingar má nálgast á heimasíðu hennar www.vik- ingcongress.com Víkingar funda EIN Af skrifstofum Sameinuðu þjóðanna (OCHA) hefur tekið í notkun samskipta- og upplýs- ingagátt frá íslenska hugbún- aðarfyrirtækinu TM Software fyrir samræmt hjálparstarf á hjálpar- og hamfarasvæðum. Lausnin byggist á íslensku hug- viti og hefur meðal annars ver- ið nýtt af stjórnvöldum í Mexíkó fyrir hjálparstarf vegna inflúensufaraldurs (H1N1) þar í landi. Ágúst Einarsson fram- kvæmdastjóri TM Software seg- ir að verkefnið sé mikil við- urkenning fyrir íslenskt hugvit. SÞ velja íslenska upplýsingatækni Hvaða samningar hafa verið gerðir? Reykjanesbær hefur samþykkt að selja Geysi Green Energy 34,7% hlut sinn fyrir 13 milljarða. Geysir Green á fyrir 32% hlut. Geysir Green hefur þá selt Magma 10,8% hlut í fyrirtækinu. Orku- veita Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Magma Energy um kaup á 32% hlut henn- ar og sveitarfélögin Sandgerði og Hafnarfjörður hafa ennfremur samþykkt að selja Magma þá litlu hluta sem þau eiga í HS Orku. S&S FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÞEGAR þú átt 0,3% hlut í svona stóru fyrirtæki eins og HS Orku og getur af þeim sökum ekki haft mikil áhrif á starfsemi þess, þá má segja að aðgangsmiðinn á aðalfundinn sé óþarflega dýr. Við í bæjarráði höfum ekki tekið neina afstöðu hingað til hvort við ætlum að selja hlut okkar en ég reikna með að við leggjumst yfir það mál núna í vikunni,“ segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði. Hann segir að ráðgjafarfyrirtækið Arctica Finance hafi haft samband við sveitarfélögin sem eiga HS Orku í vor og spurt hvort eignarhlutar þeirra væru til sölu. „Við tókum enga afstöðu þá en nú verður þetta skoðað,“ segir Ásmundur. Á föstudag ákvað stjórn Orku- veitu Reykjavíkur að ganga til við- ræðna við kanadíska fyrirtækið Magma Energy um kaup fyrirtæk- isins á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Orkuveita Reykjavíkur keypti 16,5% hlut í Hitaveitu Suð- urnesja árið 2007 og skuldbatt sig jafnframt til að kaupa um 15% til viðbótar af Hafnarfjarðarbæ. Því er um að ræða um 32% hlut í fyrirtæk- inu. Magma Energy á fyrir um 11% hlut í HS Orku sem fyrirtækið keypti af Geysi Green Energy í júlí. Samkvæmt þeim samningi mun Magma jafnframt geta aukið hlut sinn um 5% þegar auknu hlutafé verður veitt inn í HS Orku. Ef fyr- irtækið kaupir hlut Orkuveitu Reykjavíkur mun Magma Energy því samtals eiga 43% hlut í HS Orku og eiga möguleika á að auka hann upp í 48% með frekara hlutafé. 125 milljónir fyrir 0,3% Á fimmtudag í síðustu viku sam- þykkti bæjarráð í Sandgerði jafn- framt að taka tilboði Magma Energy upp á 125 milljónir króna í 0,3% hlut bæjarfélagsins í HS Orku. Sama dag samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar að taka tilboði Magma Energy í 0,7% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku. Sveitarfélagið Vogar á um 0,1% hlut í fyrirtækinu en að sögn Ró- berts Ragnarssonar, bæjarstjóra, hefur enn ekki verið ákveðið að selja hlutinn. „Ég geri þó ekki ráð fyrir öðru en að við fundum um þetta mál í vikunni.“ Grindavíkurbær á um 0,5% hlut og Jóna Kristín Þorvalds- dóttir bæjarstjóri segir að ekki hafi enn verið tekin afstaða til hvort selja eigi hlutinn. „Ég tel þó eðlilegt að við skoðum það mál.“ Gangi öll þessi kaup eftir er ljóst að HS Orka stefn- ir hraðbyri í að verða í einkaeigu er- lendra og innlendra aðila. Magma Energy og Geysir Green Energy munu þá eiga um helmingshlut hvort á móti öðru. Í samtali við Morgunblaðið þann 8. júlí sagði Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, að fyrirtækið ætl- aði sér ekki að verða ráðandi aðili í HS Orku. Morgunblaðið/Ómar Orka Orkuveita Reykjavíkur hefur nú samþykkt að ganga til viðræðna við Magma Energy um kaup á 32% hlut í HS Orku. Hafnarfjarðarbær og Sandgerðisbær samþykktu jafnframt í liðinni viku að taka tilboðum fyrirtækisins. Magma kaupir upp hluti sveitarfélaga í HS Orku Tilboðum kanadíska jarðvarma- fyrirtækisins Magma Energy hef- ur verið tekið í Sandgerði og í Hafnarfirði og í vikunni verður tekin ákvörðun um hvort selja eigi hluti Voga og Garðs. Kanadíska fyrirtækið gæti eignast tæplega helmingshlut á móti Geysi Green Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins, í Morgunblaðinu í gær og sunnudag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt ártal Í frétt um andlát Sigríðar Ármann í Morgunblaðinu í gær var ranglega farið með hvaða ár Sigríður stofnaði Ballettskóla Sigríðar Ármann. Hún stofnaði skólann árið 1952. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT NÝ ÍSLENSK rannsókn sýnir að 80% af íslenskum frumkvöðlun stofna fyrirtæki til að nýta eigin reynslu og þekkingu. Erlendar rannsóknir benda til þess að líkur á að ný fyrirtæki lifi og nái árangri aukist til mikilla muna ef tækifærin byggjast á reynslu og þekkingu frumkvöðla. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Klaki sem rekur Við- skiptasmiðjuna – Hraðbraut nýrra fyrirtækja. 80% stofna fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.