Morgunblaðið - 18.08.2009, Side 12

Morgunblaðið - 18.08.2009, Side 12
„ALLIR sem búið hafa á Íslandi í færri en tvö til þrjú ár þurfa sérúrræði en því miður bjóða ekki allir skólar upp á þau. Það er mjög mikil- vægt að í skóla sé þverskurðurinn af þjóðfélag- inu því meginmarkmið framhaldsskóla er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóð- félagi,“ segir Gísli Ragnarsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Framhaldsskólanemendur sem hafa annað tungumál að móðurmáli en íslensku eða hafa búið lengi erlendis eiga rétt á kennslu í ís- lensku sem öðru tungumáli samkvæmt nýjum lögum um framhaldsskóla. Einstaklingsmiðuð áætlun Ný reglugerð um þessi réttindi nemenda er nú komin út og þar kemur fram að framhalds- skólar skuli bjóða upp á sérstakt nám í íslensku sem annað tungumál. Sérstök móttökuáætlun verði gerð aðgengileg fyrir alla þá nemendur sem hafi annað móðurmál en íslensku. Þar verði tekið mið af bakgrunni þeirra, tungu- málafærni, færni á öðrum námssviðum og af þeirri kennslu og stuðningi sem veitt er í skól- anum. Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er hæst hlutfall nemenda með annað móðurmál en ís- lensku af framhaldsskólum landsins og þar er starfrækt sérstök innflytjendadeild. „Nemendur með annað móðurmál en íslensku voru hátt í hundrað talsins á síðustu vorönn,“ segir Gísli skólameistari. Samkvæmt upplýsingum frá menntamála- ráðuneytinu er með reglugerðinni verið að formgera það starf sem þegar er unnið víða í framhaldsskólum landsins. Á síðasta skólaári voru nemendur í framhaldsskólum með annað móðurmál en íslensku um 500 talsins og voru Ármúli og Tækniskólinn með stærstu nem- endahópana. jmv@mbl.is Eiga rétt á kennslu á eigin tungu  Íslenska sem annað tungumál og móttökuáætlun skulu vera í boði í skólum  Mikilvægt að í skóla sé þverskurðurinn af þjóðfélaginu, segir skólameistari FÁ Morgunblaðið/Eyþór Útskrift Leiðin að stúdentsprófinu getur verið torveld fyrir þá sem tala litla sem enga íslensku. 12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 LÝÐRÆÐISHÓPUR Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála við HÍ mun á morgun, mið- vikudag, kl. 15-17 bjóða til opins málþings um aukið lýðræði í sveit- arfélögum; hlutverk þeirra við að endurbyggja traust með nýjum lýð- ræðisaðferðum, persónukjöri og siðareglum fyrir sveitarstjórn- arfólk. Málþingið sem er öllum opið verður haldið í salnum Skriðu í nýrri aðalbyggingu mennta- vísindasviðs HÍ (áður KHÍ) við Há- teigsveg í Reykjavík. Þeir sem áhuga hafa á að koma skrái sig á: www.samband.is. Meðal fyrirlesara er Dagur B. Eggertsson sem kynnir hugmyndir og tillögur lýðræðishóps og Gunnar Helgi Kristinsson prófessor fjallar um það áfall sem fulltrúalýðræðið varð fyrir í efnahagshruninu. Nýjar lýð- ræðisaðferðir STANGVEIÐI Eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is VEIÐI hefur gengið vel í Ölfusá í sumar. Stangaveiðifélag Selfoss selur leyfi á svæðinu og Steindór Pálsson formaður þess er ánægður með af- raksturinn. „Við erum búnir að veiða núna 352 laxa,“ sagði Steindór en á svæðinu er veitt á sex stangir. „Við vorum mjög ánægðir í fyrra en þá vorum við með 337 yfir allt sumarið.“ Steindór sagði að þó veitt væri fram í september byggðust veiðarnar á göngufiski og því drægi hratt úr veið- inni á þessum tíma sumars. Lítið væri um að lax legðist á þeirra svæði. Mest veiðist í júlí og fyrstu tvær vik- urnar í ágúst. Hann segir að athygl- isvert sé að langmest sé um smálax í sumar og stórlaxar mjög fátíðir. Rétt um 5% aflans sé fiskur sem klárlega sé tveggja ára eða stærri. „Þetta minnkar á hverju ári. Það eru ekki nema 20 til 30 ár síðan Ölfusá hafði 35% af aflanum tveggja ára fisk.“ Steindór segir að mest sé veitt á maðk í Ölfusá en þó sé túpuveiði með „aðferðinni“ svokölluðu vinsæl auk þess sem veiði á hefðbundnar flugur og flugustangir hafi sífellt færst í aukana. Hann segir aðstæður hafa verið með besta móti í allt sumar. Áin hrein og laus við bæði jökullit og moldarlit. Bara stórir í Hafralónsá Steingrímur Einarsson, flugu- hjólasmiður, er við veiðar í Hafra- lónsá í Þistilfirði. „Það er fullt af fiski í ánni,“ sagði hann þegar blaðamaður heyrði í honum á sunnudagskvöld. „Það er ekki að koma inn nýr smálax. Þessir fiskar sem við erum að fá eru allir í stærri kantinum og bara einn lúsugur. Það er erfiðara að fá þá stóru til að taka,“ sagði Steingrímur. Hann sagði fisk greinilega vera búinn að dreifa sér upp alla á og um 350 laxa komna á land. Á miðjum sunnudegi hafði Flóka- dalsá í Borgarfirði skilað 484 löxum á land á stangirnar þrjár. Vinkvenna- hópurinn Vöðlusystur lauk þá veið- um. „Við vorum nú svolítið spældar. Við fengum ekki nema sex laxa sem er minna en í fyrra,“ sagði Margrét Sigursteinsdóttir. Hún sagði að hollið á undan hefði lent í göngu og náð 25 löxum. „Við sáum glás af fiski.“ Hún sagði að fiskur hefði aðeins fengist á tveimur veiðistöðum á miðsvæði ár- innar þrátt fyrir mikla ástundun. „Það er erfiðara að fá þá stóru til að taka“  Veiðin í Ölfusá komin yfir heildarveiði síðasta sumars  Smálaxinn vantar í Hafralónsá en mikið af stærri laxi Morgunblaðið/Golli Á kafi Veiðimenn vaða í land við veiðistaðinn Víðihólma í Vatnsdalsá sem gárungarnir kalla Fenjasvæðið. Veiðimenn sem voru á sil- ungasvæði Vatnsdalsár í síðustu viku ráku augun í kunnuglegt and- lit á laxasvæði árinnar. Þar var á ferðinni stórlaxinn og tónlist- armaðurinn Eric Clapton ásamt fé- lögum sínum. Hann hefur veitt á Íslandi síðastliðin ár, yfirleitt hald- ið sig í Laxá í Ásum en virðist nú hafa fært sig í nágrannaána. Sam- kvæmt heimildum okkar var rólegt yfir veiðimönnum. Þeir fóru seint út á morgnana og veiddu aðeins á þrjár til fjórar af þeim átta stöng- um sem Vatnsdalsáin býður upp á. Hópurinn landaði eitthvað á milli 60 og 70 löxum. Engir ofurlaxar náðust á land þótt frést hafi af stórkostlegum bardaga við risalax sem slapp með tilþrifum. Stórlax að veiðum í Vatnsdalsá Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna          Land eða bústaður óskast við Þingvallavatn t.d. í Nesjahrauni (Grámel) að þjóðgarði. Staðgreiðsla í evrum fyrir rétta eign. Svar sendist á thingvallavatn@gmail.com @

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.