Morgunblaðið - 18.08.2009, Síða 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
NÝJA Kaupþingi hefur borist á annan tug umsókna
um svonefnda skuldaaðlögun, sem bankinn kynnti
fyrir um þremur vikum síðan. „Auk þess hefur tals-
vert verið um fyrirspurnir um þessa leið,“ segir
Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi
Nýja Kaupþings.
Skuldaaðlögun er liður í aðstoð Nýja Kaupþings
við íbúðaeigendur í greiðsluerfiðleikum og á jafnt við
um verðtryggð lán í íslenskum krónum og erlend lán,
sem viðskiptavinir bankans hafa fengið hjá honum.
Að því er fram kemur á vef Nýja Kaupþings er
með skuldaaðlögun boðið upp á það að laga lán við-
komandi viðskiptavinar bankans að greiðslugetunni.
Skuldaaðlögun felur í sér að láni viðskiptavinarins er
breytt, að undangengnu greiðslumati, í nýtt, verð-
tryggt langtímalán með breytilegum vöxtum. Nýja
lánið getur verið til allt að 40 ára og skal það að lág-
marki vera 80% af markaðsvirði fasteignar.
Með skuldaaðlögun gerist það að eftirstöðvum upp-
haflega lánsins, þ.e. mismuninum á upphaflega láninu
og nýja láninu, er breytt í biðlán. Það lán er án vaxta
og verðbóta og með einum gjalddaga eftir þrjú ár.
Að þeim tíma liðnum verður staðan metin að nýju. Á
eftir nýja láninu sem hvílir á veði viðkomandi íbúðar
verður útbúið tryggingabréf upp í 110% af markaðs-
virði eignarinnar.
Á annan tug umsókna hefur
borist um skuldaaðlögun
Talsvert um fyrirspurnir
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Kjal-
ar hf., sem er að stærstum hluta í
eigu Ólafs Ólafssonar, hefur gengið
frá samkomulagi um sölu á öllum
eignarhlut sínum í Iceland Seafood
International ehf. Kaupandi hlut-
arins er félag í eigu Bretans Mark
Holyoake, stærsta eiganda British
Seafood Ltd., sem er sterkt félag í
sölu og markaðssetningu á fisk-
afurðum víða um heim.
Eignarhlutur Kjalars í Iceland
Seafood International fyrir söluna
var rúmlega 70%. Aðrir hluthafar í
félaginu eru Benedikt Sveinsson,
forstjóri þess, og framkvæmdastjór-
inn Bjarni Benediktsson. Þeir munu
áfram eiga sína hluti í Iceland Sea-
food Internation-
al og leiða starf-
semi félagins.
Iceland Sea-
food sérhæfir sig
í markaðssetn-
ingu, sölu og
dreifingu á sjáv-
arafurðum um
heim allan og er
félagið með starf-
semi í 9 löndum.
Styrkir dreifileiðir íslenskra
fiskframleiðenda
Kjalar hf. keypti hlut sinn í Ice-
land Seafood af Alfesca í árslok 2005
og á undanförnum árum hafa stjórn-
endur unnið að umbótum á rekstri
félagsins sem leitt hafa til jákvæðra
breytinga á afkomu þess.
Hjörleifur Jakobsson, forstjóri
Kjalars, segist vera sáttur við sam-
komulagið. „Það er jákvætt fyrir
Iceland Seafood að tengjast með
þessum hætti aðilum með víðtæka
starfsemi í markaðssetningu á sjáv-
arafurðum og styrkir dreifileiðir ís-
lenskra fiskframleiðenda,“ segir
Hjörleifur. „Auk þess verður það að
teljast mjög jákvætt að erlendir að-
ilar vilji fjárfesta í íslensku fyrir-
tæki.“
Aðspurður segir Hjörleifur að sal-
an hafi verið unnin í góðu samráði
við stjórnendur Iceland Seafood og
lánardrottna Kjalars.
Kjalar selur hlut sinn
í Iceland Seafood
Kaupandi er stærsti eigandi fyrirtækisins British Seafood
Í HNOTSKURN
» SÍF var stofnað árið 1932um útflutning á saltfiski.
» Iceland Seafood Inter-national var stofnað árið
2004 um sölu- og markaðs-
starf SÍF.
» Kjalar keypti Iceland Sea-food International 2005.
» Nafni SÍF var breytt í Al-fesca árið 2006.
Hjörleifur
Jakobsson
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
KARL Wernersson, eigandi Mile-
stone, og Guðmundur Ólason, fyrr-
um forstjóri félagsins, hafa báðir
verið yfirheyrðir með stöðu grun-
aðs manns í tengslum við rannsókn
sérstaks saksóknara á trygginga-
félaginu Sjóvá, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Sjóvá var
dótturfélag Milestone.
Í leyfi frá störfum fyrir SA
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á laugardag hafa nokkrir
verið yfirheyrðir og hefur Þór Sig-
fússon, fyrrverandi forstjóri Sjó-
vár, einnig fengið réttarstöðu
grunaðs. Þór, sem er formaður
Samtaka atvinnulífsins, ákvað að
taka sér leyfi frá því starfi um
óákveðinn tíma hinn 9. júlí síðast-
liðinn, þangað til mál skýrðust
varðandi stöðu hans í rannsókn-
inni. Þetta kom fram í bréfi sem
hann sendi til félagsmanna SA.
Hann sagðist telja að störf hans
hjá Sjóvá hefðu í einu öllu verið í
samræmi við lög, enda hefði hann
unnið af metnaði og bestu sam-
visku fyrir fyrirtækið.
Guðmundur Ólason starfar í dag
sem framkvæmdastjóri ráðgjaf-
arfyrirtækisins Möttuls ehf., en
fyrirtækið er í eigu Guðmundar og
þriggja annarra fyrrverandi starfs-
manna Milestone. Fyrirtækið vinn-
ur nú að endurskipulagningu
sparisjóðanna í tengslum við ósk
þeirra um stofnfjárframlag frá rík-
issjóði. Möttull þiggur ekki laun
frá fjármálaráðuneytinu.
Rannsókn sérstaks saksóknara
beinist að umboðssvikum, en slíkt
brot getur varðað sex ára fangelsi
ef sakir eru miklar. Tap Sjóvár
vegna fjárfestinga nam 35,5 millj-
örðum króna á síðasta ári. Svokall-
aðar fjárfestingafasteignir félags-
ins voru orðnar um 77% af öllum
eignum í lok síðasta árs. Áður en
Milestone eignaðist Sjóvá fyrir
þremur árum voru þær minna en
eitt prósent af eignum. Í lok síð-
asta árs uppfyllti Sjóvá ekki kröfur
um lágmarksgjaldþol né átti félag-
ið eignir til að jafna vátrygg-
ingaskuld.
Í yfirlýsingu frá Sjóvá segir að
vátryggingatakar og tjónþolar hafi
ekki beðið neinn fjárhagslegan
skaða vegna fjárfestinga fyrirtæk-
isins undir stjórn fyrri eigenda.
Eigendur Sjóvár yfirheyrðir
Morgunblaðið/Eggert
Rannsókn Fyrrum eigendur og for-
stjóri Sjóvár hafa verið yfirheyrðir.
Rannsókn sérstaks saksóknara á trygg-
ingafélaginu Sjóvá er vel á veg komin
Kína er fjölmennasta þjóð í heimi og þar er vaxandi markaður fyrir
íslenskar vörur og þjónustu. Fundur um „Made in Iceland“
kynningarátak á íslenskum vörum og þjónustu í Kína, verður haldinn
á vegum Útflutningsráðs miðvikudaginn 19. ágúst kl.10.00-11.00
í Hvammi á Grand Hótel.
Nú þegar eru á þriðja tug fyrirtækja skráð í verkefnið og er tilgangur
þess að leita uppi tækifæri til að kynna vörur og þjónustu íslenskra
fyrirtækja í Kína. Þau fyrirtæki sem eru með tilbúna vöru og vilja selja
á kínverskum markaði eru hvött til að kynna sér málið og taka þátt.
Fámenn þjóð getur heillað fjölmennustu þjóð í heimi.
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is
Dagskrá:
Made in Iceland – Formleg opnun á vef
verkefnisins og kynning á stöðu þess: Andri Marteinsson,
verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði, sem jafnframt er fundarstjóri
Viðskiptaumhverfið í Kína:
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína
World Expo 2010 – Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki:
Hreinn Pálsson, framkvæmdastjóri þátttöku Íslands í Expo 2010
Pallborðsumræður
Skráning fer fram í síma 511 4000 eða með tölvupósti
á utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson,
andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson,
hermann@utflutningsrad.is.
„MADE IN ICELAND“
Hundruð milljóna manna
munu upplifa íslenskar vörur
P
IP
A
R
S
ÍÍÍ
•
S
A
•
9
A
•
9
A
•
9
A
•
99
•••••
77778888
12
8
1