Morgunblaðið - 18.08.2009, Page 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
Slær í brýnu um búrkur
Minnst tveir flokkar í Danmörku klofnir í deilu um hvort banna eigi búrkuna
Dómsmálaráðherrann vill bann við búrkum til að afstýra umferðarslysum
MÚSLÍMAKONUR, sem hylja sig frá hvirfli
til ilja, eru nú eitt af helstu hitamálunum í
dönskum stjórnmálum eftir að talsmaður
Íhaldsflokksins í innflytjendamálum, Naser
Khader, lagði til að íslamska búrkan yrði
bönnuð opinberlega. Að minnsta kosti tveir
stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðunni til
málsins.
Khader segir að búrkan sé „ódönsk“, tákn-
ræn fyrir undirokun kvenna og jafnvel „óísl-
ömsk“. Danski þjóðarflokkurinn styður tillög-
una og Henrik Sass Larsen, talsmaður
Jafnaðarmannaflokksins, er einnig hlynntur
henni. Nokkrir aðrir jafnaðarmenn hafa hins
andlitið þá ættum við líka að banna skíðagrím-
ur og annan höfuðfatnað, sem ver andlitið á
veturna,“ segir formaður samtakanna.
Brian Mikkelsen, dómsmálaráðherra og
flokksbróðir Khaders, styður þó bann við búrk-
um. „Þetta mál snýst líka um umferðaröryggi,“
segir hann. „Þegar fólk keyrir bíl þarf það að
geta séð til allra hliða.“
Torben Ruberg Rasmussen, lektor í Mið-
Austurlandafræðum, segir umræðuna til marks
um að stjórnmálamenn séu ekki í tengslum við
veruleikann. Mjög fáar konur klæðist búrkum í
Danmörku og klæðnaðurinn valdi sárasjaldan
vandamálum. bogi@mbl.is
vegar hafnað henni, þeirra á
meðal Mette Gjerskov, tals-
maður flokksins í umhverf-
ismálum.
Samstarfsflokkur Íhalds-
flokksins í ríkisstjórninni,
Venstre, er andvígur banni
við búrkum og hvers konar
lögum um klæðaburð fólks.
Sömu sögu er að segja um
flokkssystkin Khaders í sam-
tökum ungra íhaldsmanna
sem segja slík ríkisafskipti af klæðaburði fá-
ránleg. „Ef við ætlum að banna fólki að hylja
Afgönsk kona í
íslamskri búrku.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
KREPPAN í efnahagslífinu hefur
leikið margar þjóðir grátt en trúlega
hefur engin og eru Íslendingar þá
ekki undanskildir orðið jafn illa úti
og Litháar. Svo er að sjá sem sam-
dráttarskeiðið sé á enda í Frakk-
landi, Portúgal, Svíþjóð og Þýska-
landi en Litháen er eina
Evrópusambandsríkið þar sem sam-
drátturinn var meiri á öðrum árs-
fjórðungi en þeim fyrsta.
Litháíski seðlabankinn spáir því,
að efnahagslífið í landinu muni drag-
ast saman um 19,3% á þessu ári og
verða þar með sá langmesti innan
ESB. Hann verður því nærri jafn-
mikill og 1992 þegar iðnframleiðslan
hrundi eftir fall Sovétríkjanna.
Umskiptin í efnahagslífinu eru
óskapleg. Litháen var eitt af „Balt-
nesku tígrunum“, sem kallaðir voru,
og hagvöxturinn var 8,9% 2007 og
7,8% 2006. Einkaneyslan var mikil
og sannkallað fjárfestingaræði í fast-
eignum, verslun og þjónustu en
minna hugað að hinni eiginlegu und-
irstöðu, framleiðslugreinunum. Allt
er það kunnuglegt og eins og á Ís-
landi var allt keyrt áfram með óhóf-
legum lántökum. Nú má heita, að
hrunið á fasteigna- og byggingar-
markaði sé algjört.
Atvinnuleysið í 20%
Stjórnvöld hafa brugðist við
ástandinu með miklum niðurskurði.
Þau hafa hækkað virðisaukaskatt og
lækkað laun opinberra starfsmanna
og það sama er uppi á teningnum í
atvinnulífinu að öðru leyti. Búist er
við, að laun lækki almennt um 9,8% á
þessu ári og atvinnuleysið verði
komið í 19,3% á næsta ári, úr 9,7%
um þessar mundir.
Talsmenn Alþjóðabankans telja,
að fólki undir fátæktarmörkum muni
fjölga um 49% á þessu ári og verða
636.000 eða 18,9% þjóðarinnar.
Tölur frá litháísku hagstofunni
sýna, að samdráttur í smásölu á
fyrra misseri þessa árs var 28,8% og
afleiðingin er auðvitað sú, að fjöldi
verslana hefur orðið gjaldþrota. „Til
leigu“ er nú helsta auglýsingin í búð-
argluggum við helstu verslanagöt-
una í Vilnius.
„Við hjónin erum atvinnulaus,
þurfum samt að greiða af lánum og
lifum í raun bara frá degi til dags,“
sagði Alina Kamenskiene, sem er
verkfræðingur að mennt, og þá sömu
sögu hafa hundruð þúsunda landa
hennar að segja.
Lánaveisla sem breyttist
í óbærilega martröð
Atvinnuleysi í Litháen í næstum 20% á næsta ári og 19% undir fátæktarmörkum
Þung spor Margir eiga erindi við
atvinnuleysisskrifstofurnar.
FORSETI Rúss-
lands, Dímítrí
Medvedev, lagði
nýlega til að
Míkhaíl Khodor-
kovskí, fyrrver-
andi aðaleigandi
olíurisans Júkos,
játaði sig sekan.
Myndi hann þá
verða náðaður.
Khodorkovskí af-
plánar nú dóm fyrir fjársvik.
En fanginn segist í viðtali við
Rússlandsútgáfu tímaritsins News-
week, sem kom út í gær, ekki ætla að
játa á sig afbrot sem hann hafi ekki
framið. „Ef ég gæti lifað þetta skeið
á ný myndi ég sennilega ekki breyta
neinu,“ segir hann í viðtalinu.
Khodorkovskí var á sínum tíma
einn auðugasti maður Rússslands en
komst upp á kant við Vladímír Pút-
ín, þáverandi forseta og nú forsætis-
ráðherra. Vestrænir kaupsýslu-
menn töldu að Júkos væri betur
rekið en nokkur önnur stórfyrirtæki
í landinu en Khodorkovskí var sak-
felldur fyrir skattsvik og fleiri brot
og sendur í afskekkt fangelsi i Síb-
eríu.
Margir stjórnmálaskýrendur og
andófsmenn í Rússlandi telja að
málaferlin hafi verið liður í pólitísk-
um ofsóknum. Pútín hafi viljað að
Khodorkovskí yrði víti til varnaðar
fyrir aðra auðjöfra sem hygðu á af-
skipti af stjórnmálum. kjon@mbl.is
Khodor-
kovskí seg-
ist saklaus
Míkhaíl
Khodorkovskí
Hafnar náðunarboði
KÚBUMENN eru ýmsu vanir eftir
hálfrar aldar alræði kommúnista
en nú finnst sumum, að mælirinn sé
fullur. Það nýjasta frá stjórnvöld-
um er, að landsmenn verði að kom-
ast af án klósettpappírs út þetta ár.
Það er kúbanska ríkisfyrirtækið
Cimex, sem séð hefur íbúunum fyr-
ir þessari nauðsynjavöru, en vegna
áfalla af völdum fellibylja og gjald-
eyrisskorts getur það ekki lengur
keypt inn pappír og annað, sem
þarf í framleiðsluna.
Kúbverskir stjórnarandstæð-
ingar segja, að nú þurfi ekki lengur
vitnanna við. Kerfi, sem geti ekki
útvegað fólki klósettpappír, sé aug-
ljóslega dauðadæmt. svs@mbl.is
Fokið í flest
skjól á Kúbu
BRESKI flugmaðurinn Nigel Lamb flýgur yfir
Dóná á æfingu fyrir fjórðu umferð heimsmeist-
arakeppni listflugmanna, Red Bull-keppnina, í
Búdapest í Ungverjalandi gær. Keppendur í Red
Bull verða að leysa ýmsar þrautir, meðal annars
sýna þeir getu sína til að stunda eins konar stór-
svig í loftinu og hafa takmarkaðan tíma til að
ljúka atriðinu. Fjöldi fólks fylgist að jafnaði með
keppninni sem er sjónvarpað víða um heim.
Margir fylgjast með heimsmeistarakeppni listflugmanna
Fimleikar yfir Dóná
Reuters
Litháar eru rúmlega 3,6 millj-
ónir og þar af eiga nærri 85%
litháísku sem móðurmál. Rúss-
neska er móðurmál 8,2% og
pólska 5,8%.
Ævintýralegur hagvöxtur á
árunum fyrir hrunið var að
langmestu leyti fjármagnaður
með lánum, oft í erlendum
gjaldeyri, en að nokkru leyti
með miklum peningasend-
ingum frá hundruðum þúsunda
Litháa, sem fóru til starfa í
mörgum Vestur-Evrópuríkjum.
Litháar sjálfir, einkum
stjórnvöld og aðrar stofnanir,
bera að sjálfsögðu mesta
ábyrgð á því hvernig komið er í
landinu en ábyrgð ýmissa nor-
rænna banka, einkum
sænskra, Swedbank og SEB, er
samt mikil. Norrænu bankarnir
mega heita allsráðandi á
bankamarkaði í Litháen og
Lettlandi og á meðan allt lék í
lyndi jusu þeir út fénu á báðar
hendur. Nú þegar þörf fyrir
eðlilega lánafyrirgreiðslu er
meiri en nokkru sinni fyrr hafa
þeir þó kippt að sér hendinni.
Norrænt lánsfé